Morgunblaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 10
Afþreyingarbransinn MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2013 10 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is G eir Gunnarsson hjá Myndformi segir að- sókn að kvikmynda- húsum vera stöðuga og að sveiflur milli ára skýrist frekar af því að kvikmynda- úrvalið getur verið sérlega gott eitt árið en lakara hitt. Sama hvort það er kreppa eða góðæri fer fólk í bíó þegar góðar myndir eru sýndar. Myndform er dreifingaraðili kvikmyndavera á borð við Univer- sal, MGM og Lions Gate. Geir segir upplifunina af að sjá kvikmynd í vel útbúnu kvikmyndahúsi alltaf standa fyrir sínu. Það kunni að skýra að niðurhal sjóræningjaafrita yfir netið hefur ekki mikil áhrif á aðsókn- artölur kvikmyndahúsanna. „Það er einfaldlega ekki sami hluturinn að horfa á mynd í bíó annars vegar og á töluskjánum heima hins vegar. Frekar er hægt að greina merki þess að ólöglega niðurhalið bitni á DVD sölu og VOD leigum enda er ekki sami stóri munur á upplifuninni af myndinni.“ Kvikmyndirnar gjalda þó fyrir það ef gott sjóræningjaafrit ratar á netið á svipuðum tíma og sýningar hefjast í kvikmyndahúsum. „Fyrstu sjóræningjaafritin sem koma á netið eru yfirleitt mjög slæm og tekin upp á myndbandsupptökuvélar inni í kvikmyndasal. Þeir sem hafa áhuga á að sjá myndina velja þá yfirleitt frekar að fara í bíó, en kunna að velja að horfa á myndina heima ef vandað sjóræningjaafrit er í um- ferð,“ útskýrir Geir. „Þetta gerðist t.d. með kvikmynd Tarantinos, Django Unchained en hágæðaeintak lak á netið og varð greinilega til þess að miðasala dróst saman. Mið- að við síðustu mynd Tarantinos var miðasalan á Django töluvert dræm.“ Geir hefur áhyggjur af að stjórnvöld skuli ekki beita sér af meiri krafti gegn ólöglegu niðurhali. Segir hann niðurhalið bæði koma niður á fyrirtækjum sem veita fjölda fólks störf og að auki sé ljóst að rík- ið fari á mis við skatttekjur. Borið saman við miðaverð í ná- grannalöndunum eru kvikmynda- húsin á Íslandi ódýr, að sögn Geirs. Bendir hann þó á að hér á landi leggist háir skattar á bíómiðann. „Sem dæmi er skatturinn á kvik- myndahúsagesti 6% í Svíþjóð, 8% í Noregi og 9% í Finnlandi en Dan- mörk kemst næst Íslandi með 25% skatti á miðann.“ Ástæðan fyrir því að tekst að halda miðaverði svona lágu er m.a. að kvikmyndahúsin fá að ráða miklu um verðið og ekki um það að ræða að kvikmyndaverin í Hollywood geti stýrt því hvað gestir þurfa að greiða fyrir myndirnar. Þannig geta kvik- myndahús hér og þar í heiminum lagað verð sín að aðstæðum á hverju markaðssvæði „Kvikmyndaverin semja svo einfaldlega um ákveðna prósentu af miðasölunni,“ segir Geir. Kvikmyndaþjóðin Ísland Það hjálpar líka til að Íslendingar eru mjög duglegir að heimsækja kvikmyndahúsin og þar kann að spila inn í að þegar kemur að hönn- un og tækjabúnaði eru íslensku bíó- in í fremstu röð. „Þetta verða Ís- lendingar varir við þegar þeir fara í bíó erlendis og eru þar venjuleg kvikmyndahús töluvert síðri en fólk á að venjast hér á landi.“ Loks eru ákveðnar myndir að fá aukna aðsókn út á það að hafa einhverja tengingu við Ísland. Síð- ustu árin hefur fjöldi stórmynda verið tekinn upp að hluta eða í heild hér á landi og segir Geir greinilegt að íslenskir kvikmyndahúsagestir hafi gaman af að sjá landið sitt á hvíta tjaldinu. „Ef við berum árang- ur þessara mynda hér á landi saman við aðsóknina erlendis þá sést skýrt að þessum myndum gengur betur hér en annars staðar.“ Sjóræningjaafritin keppa ekki við bíóin  Upplifunin af að horfa á mynd í bestu gæðum í vel útbúnum bíósal skákar lélegum sjóræn- ingjaútgáfum á netinu  Sjóræningjastarfsemin kemur af meiri þunga niður á DVD og VOD  Íslendingar eru duglegir að sækja Hollywoodmyndir sem teknar hafa verið upp hérlendis Morgunblaðið/RAX Áhugamál Geir Gunnarsson segir Íslendinga kvikmyndaþjóð. Kempur Vöðvabúntið Dwayne Johnson í hlutverki sínu í nýjustu Fast and Furious myndnni. Geir segir það ekki endilega slæman hlut hversu mikið kvik- myndamarkaðurinn virðist borinn uppi af framhaldsmyndum og kvikmyndahúsagestir láti ekki bjóða sér hvað sem er þegar kemur að gæðum mynda. Áhugavert er að skoða þá þró- un sem orðið hefur á kvik- myndamarkaðinum undanfarna áratugi þar sem framhalds- myndir og langir myndaflokkar virðast raka að sér æ stærri hluta af kökunni. Þeir sem taka kvikmyndalistformið mjög al- varlega hafa jafnvel viðrað áhyggjur af því að frumlegar myndir séu orðnar sjaldgæfar og markaðurinn mikið til drif- inn áfram af framhalds- myndum. Geir segir tölurnar tala sínu máli. „Ef við skoðum t.d. topp 10-listann í Bandaríkjunum á síðasta ári þá eru bara tvær myndir sem standa sem sjálf- stæð og frumsamin verk: Ted og Brave, og reyndar tók það Pixar ekki langan tíma að fara að skoða möguleikann á Brave- framhaldsmynd. Annars voru söluhæstu myndirnar hluti af stórum seríum eins og Hunger Games, Batman, Bond og Twi- light.“ Geir segir það ekki endilega slæman hlut að myndaraðir séu orðnar svona áberandi. Það sé raunin að aðsóknarmestu myndirnar eru góðar og vand- aðar myndir og þegar stúdíóin senda frá sér lélegar fram- haldsmyndir sé aðsóknin oft dræm. „Stundum hreinlega batna myndirnar eftir því sem framhaldsmyndunum fjölgar og hefur það t.d. verið raunin með seríuna Fast and the Furious sem nýlega var að bæta við 6. myndinni. Það var ekki fyrr en á 4. og 5. mynd að serían fór almennilega á flug og breyttist í alvöru hasarmyndir, en fyrstu þrjár myndirnar höfðuðu eig- inlega bara til allra hörðustu bíladellukarla. Um síðustu helgi forsýndum við nýjustu myndina og var uppselt á fjölda forsýn- inga.“ ER FRUMLEIKINN HORFINN ÚR HOLLYWOOD? Ófrumlegt Í Hollywood rekur hver framhaldsmyndin aðra. Úr lokamynd Twilight seríunnar, sælla minninga. Endalaus straumur framhalds- mynda - með morgunkaffinu AWorld of Service Við erum í hádegismat Við bjóðumupp á hollan og góðan hádegisverð alla virka daga fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Þrjá daga vikunnar bjóðum við að auki upp á grænmetisrétt – til að mæta þörfum semflestra. Skoðaðumatarmálin hjá þér og vertu í samband við veitingasvið ISS. www.iss.is - sími 5 800 600. ”Hádegið er hápunktur dagsins hjá okkur”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.