Morgunblaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2013 11 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is T ónlistar- og kvikmynda- verslunin Skífan og tölvuleikjaverslunin Gamestöðin samein- uðust í eitt fyrirtæki 1. mars sl. Ágúst Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Skífunnar-Geimstöðv- arinnar, segir samrunann hafa kom- ið sér mjög vel fyrir bæði fyrirtækin og nú þegar hafi komið greinilega í ljós jákvæð áhrif af að reka Skífuna og Geimstöðina sem eina heild. Ekki er langt síðan eigenda- skipti urðu á Gamestöðinni og ákvað nýr eigandi fyrirtækisins að ganga til samninga við Skífuna um að taka reksturinn undir sinn væng. „Við höfðum um nokkurt skeið verið að leita að réttu leiðinni til að keyra af meiri krafti inn á leikjamarkaðinn og höfðum haft augastað á Game- stöðinni. Af samrunanum skapast mikið hagræði, yfirstjórnin straum- línulagast, húsnæði nýtist betur og eins þýðir samruninn að við erum ekki með tvær verslanir með tölvu- leiki að keppa um sömu viðskiptavin- ina í Kringlunni. Síðast en ekki síst er svona samruni mikilvægur fyrir tvö lítil fyrirtæki til að standa betur að vígi gegn stóru risunum á mark- aðinum.“ Skífan rekur í dag verslanir í Kringlunni og á Laugavegi og fær Gamestöðin sitt svæði á báðum stöð- um. Ágúst segir vonir standa til að opna verslun í Smáralind áður en langt um líður. „Við hugsum um Gamestöðina eins og nk. „in-store“- verslun. Starfsmannahald fyrirtækj- anna er aðskilið, og sjá starfsmenn Gamestöðvarinnar alfarið um tölvu- leikina, en starfsmenn Skífunnar sinna alfarið tónlistinni og mynd- diskasölunni. Þannig viljum við tryggja að viðskiptavinurinn geti áfram gengið að því vísu að fá þá sérhæfðu þjónustu og ráðgjöf sem hann hefur átt að venjast til þessa.“ Spilarahópurinn stækkar Síðustu ár hafa fjölmiðlar reglulega skrifað um hvað tölvuleikjabransinn hefur stækkað ört. Stóru tölvuleik- irnir eru margir farnir að keppa við stærstu Hollywood-myndirnar í sölutekjum. Þannig seldist t.d. skotleikurinn Call of Duty: Black Ops fyrir um 1,5 milljarða dala á sínum tíma og jafn- ast á við þriðju söluhæstu kvikmynd sögunnar, Avengers. Til sam- anburðar halaði söluhæsta Harry Potter-myndin inn 1,3 milljarða dala. Ágúst segir alls ekki útlit fyrir að tölvuleikjamarkaðurinn hafi náð hámarki. Vöxturinn sé enn mikill og markaðurinn hafi mörg tækifæri til að stækka: „Karlmenn eru sterkasti viðskiptavinahópurinn og það er að sýna sig að þeir eru farnir að spila langt fram á fullorðinsár. Ekki er lengur svo óalgengt að sjá menn sem eru vel yfir fertugt taka virkan þátt í leikjasamfélaginu. Stelpurnar eru líka farnar að spila tölvuleiki af meiri krafti og á mikið af vextinum eftir að koma í gegnum þær.“ Sérstaða tölvuleikjanna segir Ágúst að sjáist m.a. vel þegar eft- irsóttir nýir titlar koma í verslanir. „Nýlega var t.d. að koma út nýjasti leikurinn í FIFA-seríunni. Ekki er nóg með að verslanir okkar hafi fyllst af fólki sem vildi ná sér strax í eintak heldur myndaðist veislu- stemning í hópnum og mikið fjör í búðinni. Þegar leikir seljast vel þá yfirleitt seljast þeir í bílförmum. Þetta er allt annað en við sjáum t.d. í tónlistinni eða kvikmyndunum og þekkist varla lengur að fólk t.d. bíði í röð eftir að verslunin sé opnuð til að kaupa nýja plötu eftir einhvern tón- listarmanninn.“ Að sögn Ágústs er það helst í PC-leikjunum að salan er að dala, en það skrifast þó ekki endilega á að fólk spili minna af leikjum í PC- tölvunni og frekar að salan sé að leita í niðurhalsþjónustur eins og leikjagáttina Steam. Annað er uppi á teningnum í leikjum fyrir hrein- ræktaðar leikjatölvur eins og Play- Station og Xbox. „Þó spilarar geti eftir ákveðnum leiðum keypt og hal- að niður yfir netið leikjum á leikja- tölvurnar þá virðist meirihlutinn enn kjósa frekar að eiga leikina í „föstu formi“. Fyrir suma hefur það söfn- unargildi að eiga leikinn en aðrir sjá kostina við það að geta farið með notaðan leik niður í verslun og skipt upp í nýjan.“ Loks þykir það hjálpa tölvu- leikjunum í kreppu að spilarinn fær mikla afþreyingu fyrir krónuna. Þó góður leikur geti kostað töluvert meira en t.d. DVD- diskur þá er ekki óalgengt að menn spili góðan skot- leik í tugi og janvel hundruð klukku- stunda. „Við verðum vör við þessi áhrif hér í versluninni og virðist hlutur tölvuleikja stöðugt vera að aukast. Leikirnir taka æ stærri bita af kökunni, en hlutur kvikmynda og tónlistar minnkar.“ Tölvuleikjaverslun á enn mikið inni  Skapa ný og spennandi tækifæri með samruna Skífunnar og Gamestöðvarinnar  Söluhæstu tölvuleikirnir keppa við stórmyndir Hollywood í tekjum  Notendur leikjatölva virðast kunna að meta það að eiga leikinn „á föstu formi“ Morgunblaðið/Rósa Braga Vöxtur „Karlmenn eru sterkasti viðskiptavinahópurinn og það er að sýna sig að þeir eru farnir að spila langt fram á fullorðinsár,“ segir Ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.