Morgunblaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2013 8 VIÐSKIPTI Steingrímur Birgisson segir enn of snemmt að spá með vissu um hvernig sumarið verð- ur fyrir bílaleigurnar. Steingrímur er for- stjóri Höldurs-Bílaleigu Akureyrar og býst hann við á bilinu 8-10% vexti í ár. „Bókanir það sem af er vorinu og sumr- inu eru fleiri en á sama tíma í fyrra en með hverju árinu eru bókanir gerðar með skemmri fyrirvara og verður varla hægt að segja fyrir víst hvernig sumarið á eftir að verða fyrr en komið er fram í júní. Mark- aðurinn er ekki eins og hann var fyrir 10 eða 15 árum að maður vissi strax í mars hvernig sumarið átti eftir að líta út.“ Það virðist sem fjölgun ferðamanna end- urspeglist ekki að fullu leyti í auknum við- skiptum við bílaleigur. Á síðasta ári jukust umsvif Bílaleigu Akureyrar um rúm 10% en á sama tíma fjölgaði ferðamönnum um ríflega 21%. „Þetta skýrist m.a. af því að mikil aukning hefur orðið á komum ferða- manna yfir veturinn en þeir taka minna af bílaleigubílum, og einnig varð þónokkur fjölgun ferðamanna á skemmtiferðaskipum og eru það ekki gestir sem eru líklegir til að leigja bíl.“ Áhugaverðar breytingar hafa orðið á því hvernig fólk leigir bíla og hversu lengi. Bendir Steingrímur t.d. á að fleiri séu að færa sig úr allra minnstu bílunum yfir í stærri og betur útbúna bíla sem henta til ferðalaga út fyrir borgina. Þá sé orðið mjög sjaldgæft að bílar séu teknir á leigu í margar vikur. „Þetta endurspeglar að fólk um allan heim gerir minna af því að taka löng sumarfrí og velur frekar að taka frí- tímann út í fleiri en styttri ferðum yfir ár- ið.“ Bílaleigugeirinn varð fyrir miklum skelli í byrjun árs þegar gerðar voru breytingar á gjöldum á nýja bíla. „Gjöldin hækkuðu fyrirvaralaust og gátum við ekkert brugð- ist við. Reksturinn verður að taka á sig höggið því við erum fyrir löngu búin að takst á hendur ákveðnar skuldbindingar við önnur ferðaþjónustufyrirtæki. Vonandi mun ný ríkisstjórn draga þessar breytingar til baka eins og hægt er. Eins og nú horfir verður lítið sem ekkert af- gangs að sumri loknu og strax hægt að greina neikvæð keðjuverkandi áhrif um alla bílgreinina.“ ai@mbl.is Svipmynd Steingrímur Birgisson Geta ekki annað en tekið á sig skellinn Kostnaður „Reksturinn verður að taka á sig höggið því við erum fyrir löngu búin að takst á hendur ákveðnar skuldbindingar,“ segir Steingrímur um hækkuð gjöld á bílaleigubíla. Morgunblaðið/RAX Ljósmyndari AFP tók þessa mynd úr hæsta skýjakljúfi heims, Burj Khalifa í Dubaí, í fyrradag, sem sýnir útsýnið af toppi bygging- arinnar yfir aðra og smærri skýja- klúfa og til sjávarsíðunnar. Í kjölfar hemsbankakreppu hefur furstadæmið í Dubaí átt við gíf- urlegan skuldavanda að glíma á undanförnum árum, sem var afleið- ing risavaxinna framkvæmda. Skuldir furstadæmisins hlóðust upp fyrir kreppuna, þegar hinar miklu byggingarframkvæmdir Dubaí stóðu sem hæst og gríðarleg lán furstadæmisins eru nú mörg á gjalddaga. Þrátt fyrir þetta segir í frétt AFP að efnahagur landsins sýni nú ákveðin batamerki og horfur séu ekki lengur jafnslæmar og áður. Vinnustaður Burj Khalifa AFP Að varpa fram nýjum spurningum, skoða nýjar leiðir og líta á óleyst vandamál frá nýju sjónarhorni krefst skapandi hugmyndaafls og markar raunverulegar framfarir í vísindum (Albert Einstein). Í dag munu hugmyndasmiðir, á aldrinum 10–12 ára, varpa fram nýj- um spurningum og sínum hug- myndum í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. Markmið keppninnar er að hvetja til sköp- unargleði meðal grunnskólabarna og skapa vettvang þar sem þau hljóta þjálfun í að koma hugmyndum í framkvæmd. Vettvangur sem þessi, þar sem sköpunarkraftur barnanna fær sín notið og frumkvöðlahugsun er efld, er góð fjárfesting til framtíðar. Það vita þeir sem eitt sinn hafa fengið snjalla hugmynd, því hugmyndin ein og sér er oft lítils virði verði hún ekki að veruleika. Þess vegna er mikilvægt að hefja þjálfun í að fram- kvæma hugmyndir snemma hjá ungu kynslóðinni. Leiðin frá hugmynd til nýsköp- unar krefst þekkingar og færni á fjölbreyttum sviðum. Á næstu dög- um munu nemendur njóta leiðsagn- ar og þjálfunar sérfræðinga með breitt þekkingar- og áhugasvið úr atvinnulífinu og fræðasamfélag- inu. Segja má að aðkoma þessara fjölmörgu aðila að keppninni end- urspegli ágæt- lega það um- hverfi sem þarf til að nýjar hugmyndir verði að veru- leika. Því oftar en ekki markast ár- angur í nýsköpun af samstarfi þeirra aðila sem koma að verkefninu og hversu vel þeim tekst að miðla þekk- ingu sinni og auðlindum. Um helgina munu ungu hugmyndasmiðirnir ein- mitt spreyta sig á þessu sviði og njóta góðs af þekkingu og styrk- leikum jafnaldra sinna sem og leið- beinenda. Ef til vill verður einn stærsti lær- dómur ungu frumkvöðlanna þetta árið sá að nýsköpun spretti úr sam- starfi. Pistill frá Stjórnvísi Nýsköpun sprettur úr samstarfi Nótt Thorberg www.stjornvisi.is Höfundur er markaðsstjóri Marel á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.