Morgunblaðið - 06.08.2013, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 6. Á G Ú S T 2 0 1 3
Stofnað 1913 181. tölublað 101. árgangur
HRIFNING Á
OPNUNAR-
HÁTÍÐINNI
SKATTAR
SLIGA LITLAR
BÍLALEIGUR
RANNSAKAR
DÖNSKUKUNN-
ÁTTU ÍSLENDINGA
BÍLAR AUÐUR HAUKSDÓTTIR 30HM Í BERLÍN 14
Tveir menn létust þegar sjúkraflugvél Mý-
flugs brotlenti við rætur Hlíðarfjalls í gær. Um
borð í vélinni voru flugstjóri, flugmaður og
sjúkraflutningamaður frá slökkviliði Akur-
eyrar. Flugmaðurinn slasaðist ekki alvarlega.
Annar mannanna var úrskurðaður látinn á
slysstað en hinn við komuna á Sjúkrahúsið á
Akureyri.
Flugvélin var á heimleið úr sjúkraflugi frá
Reykjavík og voru flugmennirnir í öðru aðflugi
að Akureyrarflugvelli þegar vélin skall á ak-
braut Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjall á
öðrum tímanum í gær. Stóð þar yfir tímataka
vegna spyrnukeppni á kvartmílubraut klúbbs-
ins og þykir mildi að enginn skyldi slasast.
Eldur kviknaði við brotlendinguna
Flugvélin skall harkalega á brautinni og
kviknaði við það eldur í henni, að sögn sjónar-
votta sem mbl.is ræddi við í gær.
Fjöldi vitna var að slysinu og fengu um 60 til
70 manns áfallahjálp í Glerárkirkju á vegum
Rauða krossins. Í kjölfar brotlendingarinnar
setti flugöryggisfulltrúi Mýflugs af stað flug-
slysaáætlun félagsins. Fjölmennt lið lögreglu-
og slökkviliðsmanna kom á vettvang sem og
fjöldi björgunarsveitarmanna. Þá var þyrla
Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, kölluð út.
Jafnframt var flugvél Mýflugs, TF-FMS, köll-
uð út til að flytja fólk frá félaginu á vettvang.
Tildrög slyssins eru nú til rannsóknar hjá
rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri og
rannsóknarnefnd flugslysa.
Sigurður Bjarni Jónsson, flugöryggisfulltrúi
Mýflugs, biður þá sem hafa upplýsingar um
slysið að snúa sér beint til rannsóknarnefndar
samgönguslysa en ekki birta þær á samfélags-
miðlum eða láta óviðkomandi í té á annan hátt.
„Hugur okkar er hjá okkar fólki og aðstand-
endum,“ sagði Sigurður Bjarni.
Sjúkraflugvélin TF-MYX er af gerðinni
Beechcraft King Air 200. Hún er tveggja
hreyfla skrúfuþota og tekur fjóra farþega í
sætum og tvo á sjúkrabörum, auk tveggja
manna áhafnar. Tæp 18 ár eru liðin síðan þrír
menn fórust þegar eins hreyfils flugvél brot-
lenti í Tröllafjalli, fyrir ofan Glerárdal, eftir 10
mínútna flug frá Akureyrarflugvelli.
Tveir fórust í flugslysi á Akureyri
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Á slysstað Flugvélin gjöreyðilagðist við brotlendinguna. Sjúkraflugvélin sem fórst var skrúfuþota. Fjöldi vitna var að harmleiknum og var boðið upp á áfallahjálp í Glerárkirkju eftir slysið.
Sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti á kvartmílubraut Þriðji maðurinn slasaðist ekki alvarlega
Nýjasta bíó-
mynd Baltasars
Kormáks, 2
Guns, er á toppi
bandaríska að-
sóknarlistans.
Samkvæmt
bráðabirgðatöl-
um frá Exhibitor
Relations hefur
myndin náð að
þéna 27,4 milljónir dala á fyrstu
vikunni. Hún kostaði aðeins um 60
milljónir dala í framleiðslu, þannig
að strax í fyrstu vikunni eru komn-
ar tekjur fyrir um helmingnum af
kostnaði.
Myndin verður opnunarmynd
kvikmyndahátíðarinnar í Locarno í
Sviss. Baltasar er á leiðinni út til
Sviss til að vera við sýningu mynd-
arinnar þar. Hún verður frumsýnd
á Íslandi 14. ágúst. »4
Metaðsókn á bíó-
mynd Baltasars
í Bandaríkjunum
Baltasar Kormákur
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Um 1.020 lögmenn eru nú með virk
málflutningsleyfi, eða um helmingi
fleiri en um aldamótin. Á sama tíma-
bili þrefaldaðist fjöldi laganema,
hátt í 1.300, samhliða því að þrír nýir
háskólar hófu kennslu í lögfræði.
Ingimar Ingason, framkvæmda-
stjóri Lögmannafélags Íslands, seg-
ir félagsmönnum hafa fjölgað hratt.
Það komi fram í fjölgun þeirra sem
sækja um námskeið til að öðlast
málflutningsréttindi.
„Það hefur verið stígandi í því
undanfarin ár,“ segir Ingimar um
ásóknina í námskeiðin.
Sigurður Líndal, prófessor emer-
itus í lögfræði við Háskóla Íslands,
kennir lögfræði við þrjá háskóla.
Háskólar hafa vaxið of hratt
Hann telur einsýnt að háskólar á
Íslandi hafi vaxið of hratt. Það hafi
gerst á kostnað gæða laganáms, þró-
un sem megi m.a. rekja til þess að of
mörgum slökum nemendum hafi
verið hleypt inn í lagadeildirnar.
„Ég held að það þurfi öflugri há-
skóla og strangari inntökuskilyrði.
Hitt er svo annað mál – og það er
vandamál líka – að margir stúdentar
eru ekki hæfir til háskólanáms.
Lélegu stúdentarnir tefja [...] Menn
rugla stundum saman jafnrétti til
náms og hæfni til náms. Það eiga all-
ir að hafa jöfn tækifæri til náms en
það verður að veita aðhald, að menn
séu raunverulega hæfir,“ segir
hann.
Haft var eftir sérfræðingi hjá
Vinnumálastofnun í Morgunblaðinu
sl. laugardag að vísbendingar séu
um að framboð á lögfræðingum sé
umfram eftirspurn.
MFjöldi laganema þrefaldaðist »6
Laganám liðið fyrir
of öran vöxt háskóla
Lagaprófessor segir að laganámi á Íslandi hafi hrakað Grettir sterki Ásmundarson er ein
helsta hetja Íslendingasagnanna,
frægur fyrir uppivöðslusemi og fá-
dæma hreysti. Honum hafa þó lítil
skil verið gerð í ferðaþjónustu, en
það gæti breyst, gangi áætlanir eft-
ir um framkvæmdir á Grettisbóli á
Laugarbakka í Miðfirði skammt frá
Bjargi, uppvaxtarstað Grettis.
Framkvæmdir á svæði Grettis-
bóls, sem er rúmir tveir hektarar,
hófust fyrir nokkrum árum og nú
hefur deiliskipulag að svæðinu
verið auglýst.
„Góðir hlutir gerast hægt,“ segir
Pétur Jónsson, einn forsvarsmanna
Grettistaks ses, sem stendur að
baki Grettisbóli. » 18
Grettisból
í skipulag
Grettis sterka
minnst í Húnaþingi