Morgunblaðið - 06.08.2013, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.08.2013, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013 Skógarhlíð 18 sími 595 1000 www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. • • Benidorm Hotel Carlos I kr.116.900 - með fullu fæði. Heimsferðir bjóða frábært tilboð í 12 nátta ferð til Benidorm þann 15. ágúst. Í boði er m.a. Hotel Carlos I. Fleiri hótel í boði á afar hagstæðu verði. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann mv. 2 fullorðna í herbergi kr. 142.900. Sértilboð 15. ágúst í 12 nætur. Frá kr. 116.900 með fullu fæði 15. ágúst í 12 nætur Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Ég er nú ekki búinn að sjá nýjustu tölur en við erum örugglega á toppi bandaríska að- sóknarlistans ennþá, þetta voru það miklir yf- irburðir um helgina,“ segir Baltasar Kor- mákur, ánægður með viðtökur við bíómyndinni sinni, 2 Guns með Denzel Wash- ington og Mark Wahlberg, sem frumsýnd var í síðustu viku í Bandaríkjunum og verður frumsýnd hér á Íslandi 14. ágúst næstkom- andi. Sumir Skandinavar hafa náð ágætum ár- angri í Hollywood en þótt bæði Billy August og Lasse Halmström hafi gert velheppnaðar myndir náði hvorugur þeirra að komast á topp bandaríska aðsóknarlistans með fyrstu tveimur myndunum sínum einsog Baltasar Kormáki tókst með Contraband og 2 Guns. „Það skiptir rosalegu máli þegar þú ert að gera myndir af þessari stærðargráðu að ná topp aðsókn,“ segir Baltasar Kormákur. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar peningurinn kemur ekki inn, þá leggja þeir ekki meira í þetta. Svo er ekkert ánægjulegra en að sjá fullan bíósal skemmta sér, það er fátt sem slær því við,“ segir Baltasar sem naut lífsins í New York í frumsýningarpartíi á Standard- hótelinu í síðustu viku en kom sér síðan heim í Skagafjörðinn til að slappa af. Hann segist vilja vinna með Wahlberg aft- ur enda hafi þeim orðið vel til vina. Hann verður samt ekki með í næsta verkefni Balt- asars sem er bíómyndin Everest. „Hann hefði alveg viljað vera með í þeirri mynd, en mér fannst hann ekki passa inn í hana,“ segir Balti. Snarvitlaus Denzel Washington Baltasar hefur látið hafa eftir sér að Den- zel Washington hafi verið erfiður meðan á tökum stóð en hann segir að það hafi ekki verið neitt til að kvarta undan. „En það segir kannski ýmislegt um hann að þegar við vor- um einhvern tímann að spjalla saman um myndina Training Day sem hann fékk Ósk- arsverðlaunin fyrir, en þar leikur hann ger- spillta lögreglu sem er alveg snarvitlaus, þá segist hann ekki skilja hvað þeir hafi verið að gefa honum Óskarinn fyrir leik í þeirri mynd, því hann hafi bara verið að leika sjálfan sig í henni,“ segir Baltasar og hlær. Nú hafa margir bandarískir leikstjórar tal- að um að það geti verið erfitt að eiga við leik- ara sína sem eru oft með tuttugu sinnum hærri laun en leikstjórarnir og því líklegra að leikstjórinn verði látinn fjúka en leikarinn. Baltasar segir að oft séu leikarar meira að- dráttarafl fyrir myndirnar en leikstjórarnir en að það valdi engum vandræðum. „Menn fara ekki út í hart, ekki nema það sé algjört ósætti. En ég hef aldrei lent í slíku ósætti við leikara, maður vinnur með þeim, en ekki á móti þeim. Svo er ég alltaf með lokaorðið í klippiherberginu. Framleiðendur leyfa mér að stýra klippinu og þá er ég ánægður.“ Elísabet Ronaldsdóttir hefur gjarnan klippt kvikmyndir Baltasars en núna klippti Michael Tronick myndina hans og segir Balt- asar að það sé ágætt að breyta til með sam- starfsaðila. „Við Elísabet erum góðir vinir og höfum unnið lengi saman og það eru þægindi í því en það er ágætt að breyta til öðru hverju, þannig að maður sé alltaf leitandi. Ég var að gera Missionary með Elísabetu og við erum mjög sátt við fyrsta þáttinn og svo er það framleiðenda að ákveða hvort far- ið verði í framleiðslu á þáttunum. Það er alls ekkert víst að af því verði. Það er einn af hverjum fjórum svona fyrstu þátt- um sem þeir ákveða að fara í stóra fram- leiðslu á. Þannig að þetta er ekkert öruggt. Það er ekkert fyrirsjáanlegt í þessum bransanum. Það eru heimsfrægir leikstjórar sem komast ekki áfram með svona verkefni.“ Baltasar er á leiðinni til Locarno í Sviss með myndina 2 Guns. „Ég fór þangað með fyrstu bíómyndina mína, 101 Reykjavík, og það verður gaman að koma þangað aftur. Það munu 8.000 manns horfa á hana, þetta er einsog rokktónleikar. 2 Guns verður opn- unarmynd hátíðarinnar,“ segir Baltasar. Baltasar ætlar síðan að reyna að komast á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Berlín áður en hann kemur aftur heim til að frum- sýna 2 Guns hér á Íslandi um miðjan ágúst. „Ef allt gengur eftir fer ég síðan í undirbún- ing á Everest-myndinni,“ segir Baltasar. „Bíómyndin Everest er meiri áhætta því hún er ekki byggð á eins miklum stjörnum, Eve- rest er aðalhetja myndarinnar, fjallið sjálft.“ Baltasar með opnunarmyndina á Locarno-hátíðinni í Sviss Gróði Tölur frá Exhibitor Relations segja myndina þegar þénað 27,4 milljónir dala.  Mynd Baltasars, 2 Guns, er á toppi bandaríska aðsóknarlistans  8.000 manns verða á sýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Locarno Ljósmynd/Patti Perret „Það er afgerandi kuldi núna með þessari norðanátt, en hún er að minnka og við erum að fá hlýrra loft yfir,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Ís- lands. Hún segir að hæglætisveður verði á morgun og lítils háttar súld eða rigning um landið vestanvert, en hægari vindur og bjartviðri austan- til. Á fimmtudag verður austlæg átt, 8-15 m/s, og segir Elín að búast megi við slagviðri sunnanlands, en þurrt að kalla og hlýjast á Norður- og Vesturlandi. Á föstudag verður austlæg átt, 5- 13 m/s en norðaustan 8-15 á Vest- fjörðum. Rigning verður á Suður- og Austurlandi en líkur eru á síðdegis- skúrum annars staðar á landinu. Elín segir að lægðagangur muni ganga yfir landið og enginn lands- hluti sleppi. „Það verður skúraveður eins og þetta lítur út núna. Það verð- ur svolítil norðanátt en þó ekki jafn köld og sú sem hefur verið. Þá eru líkur á jarðefnafoki, bæði ösku- og sandfoki,“ segir Elín um helgar- spána. Á laugardag verður hæg suð- læg eða breytileg átt austantil en hvassari norðlæg átt vestantil og á sunnudag norðlæg átt með skúrum norðanlands en bjartviðri sunnantil. Hlýnar lítillega á ný eftir norðanátt  Skúraveður og sandfok um helgina Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Maður var handtekinn klukkan kort- er yfir þrjú aðfaranótt sunnudags eftir að hann kveikti eld við aðaldyr Alþingishússins og reyndi í kjölfarið að kveikja í sjálfum sér. Atvikið náð- ist á myndband en að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Al- þingis, má þakka snarræði dyra- varða Thorvaldsen bar að ekki fór verr. Helgi segir manninn hafa geng- ið inn í eldinn eftir að hann kveikti í hurðinni en að óljóst sé hversu mikill eldur festist í fötum mannsins. „Hann gekk beint til verks, skvetti úr bensínbrúsa á dyrnar og að ein- hverju leyti á sjálfan sig. Svo kveikti hann í,“ segir Helgi. Hann segir að þingvörður hafi farið út og í sama mund komu árvökulir dyraverðir á staðinn. Yfirbuguðu manninn „Þeir hlupu yfir Austurvöll með slökkviliðstæki í hönd og byrjuðu á því að slökkva í manninum, og svo þann eld sem læst hafði sig í hurð- inni,“ segir Helgi. Því næst yfirbug- uðu þeir manninn og héldu honum þar til lögregla kom á staðinn. Var hann því næst færður í fanga- geymslur lögreglunnar. Eldurinn logaði í um 2-3 mínútur. Þá bendir Helgi á að nokkurt tjón hafi orðið á hurðinni en ekki sé hægt að meta það hversu mikið það er að svo stöddu. „Hann hrópaði einhver ókvæðisorð og var greinilega í miklu uppnámi,“ segir Helgi um manninn sem var á þrítugsaldri. Dyravörður á Thorvaldsen, sem kom manninum sem kveikt hafði í hurð Alþingishússins til bjargar, segir að einungis hafi munað sek- úndubroti á því að maðurinn hefði kveikt í sér. Hafði hann þá renn- bleytt sig í olíu og gerði sig líklegan til þess að ganga inn í eldinn. „Ég tek eftir því að mjög mikið bál hafði myndast hinum megin við Austurvöll og eldtungurnar náðu að svölum Al- þingis. Í fyrstu hélt ég að verið væri að ráðast á Alþingi,“ segir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, dyravörður á Thorvaldsen, um atvikið. Morgunblaðið/Styrmir Kári Alþingisdyrnar Nokkurt tjón varð á aðaldyrum Alþingishússins þegar maður kveikti þar eld aðfaranótt sunnudags. Kveikti eld við aðal- dyrnar á Alþingishúsinu  Reyndi að ganga inn í eldinn  Litlu munaði að verr færi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.