Morgunblaðið - 06.08.2013, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013
FYRIR IÐNAÐINN
FYRIR HEIMILIÐ
- fyrsta flokks.
Stór orð sem
reynslan réttlætir
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Lögmenn með virk málflutnings-
réttindi eru nú tæplega tvöfalt fleiri
en aldamótaárið 2000.
Fjórir háskólar bjóða nú upp á
nám í lögfræði: Háskóli Íslands,
Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á
Akureyri og Háskólinn á Bifröst.
Var Háskóli Íslands eini háskólinn
sem bauð upp á slíkt nám árið 2000.
Viðskiptaháskólinn á Bifröst, nú
Háskólinn á Bifröst, hóf kennslu til
BS-náms í viðskiptalögfræði haust-
ið 2001, að því er fram kemur í út-
tekt IMG Deloitte á starfi skólans
fyrir menntamálaráðuneytið árið
2003.
Fram kemur á vef Háskólans í
Reykjavík að lagadeild skólans tók
til starfa hinn 22. ágúst 2002.
Þá segir á vef Háskólans á Akur-
eyri að félagsvísinda- og lagadeild
var stofnuð þar árið 2002 og að
kennsla hófst haustið 2003.
Rúm öld er síðan lagaskóli var
settur á stofn í Reykjavík árið 1908.
Við stofnun Háskóla Íslands árið
1911 var hann lagður af sem sjálf-
stæð stofnun en varð í reynd ein af
deildum Háskóla Íslands.
Haft var eftir Karli Sigurðssyni,
sérfræðingi hjá Vinnumálastofnun,
í Morgunblaðinu sl. laugardag að
vísbendingar séu um að framboð á
lögfræðingum sé orðið umfram
eftirspurn á vinnumarkaði. Á það
sama við um ýmsar deildir félags-
vísinda. Nákvæmar tölur um at-
vinnuleysi í þessum hópum liggja
ekki fyrir.
Hér til hliðar má sjá fjölda laga-
nema samkvæmt tölum Hagstofu
Íslands en nýrri tölur eru ekki til-
tækar á vef Hagstofunnar.
Hröð fjölgun nemenda
Ingimar Ingason, framkvæmda-
stjóri Lögmannafélags Íslands, seg-
ir félagsmönnum hafa fjölgað hratt.
„Það hefur fjölgað töluvert mikið
í félaginu á undanförnum árum. Við
verðum mjög varir við fjölgun laga-
deilda í háskólunum. Það kemur
fram í fjölgun þeirra sem sækja um
námskeið til að öðlast málflutnings-
réttindi. Það hefur verið stígandi í
því undanfarin ár. Þegar ein-
staklingar hafa staðist námskeiðið
geta þeir sótt um málflutnings-
leyfi,“ segir Ingimar en skráin nær
eingöngu til virkra réttinda.
„Það er töluverður fjöldi sem hef-
ur öðlast málflutningsréttindi en
hefur lagt þau inn til innanríkis-
ráðuneytisins. Þau eru því ekki virk
á meðan. Þeir lögmenn eru ekki
teknir með í þessum tölum. Þeir
geta leyst réttindin út hjá ráðuneyt-
inu þegar þeir vilja nýta þau. Ég
þekki ekki hversu margir hafa óvirk
réttindi en það er stór hópur.
Innanríkisráðuneytið heldur utan
um tölur yfir heildarfjölda útgefinna
réttinda. Lögmannafélagið hýsir og
heldur utan um umrætt námskeið
en sérstök nefnd skipuleggur og
heldur námskeiðin,“ segir Ingimar.
Upplýsingar um fjölda lögmanna
með óvirk réttindi voru ekki til-
tækar þegar fréttin var í vinnslu.
Fjöldi laganema þrefaldaðist
Laganemar voru 422 árið 2000 en 1.263 árið 2011 Fjöldi lögmanna með virk málflutningsréttindi
nær tvöfaldaðist á árunum 2000-2013 Aukin eftirspurn eftir námskeiðum sem veita málflutningsleyfi
Nemendur í lögfræði
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
20
11
1400
1200
1000
800
600
400
200
0
Heildarfjöldi nær til nemenda í dagskóla, kvöldskóla og í fjarnámi. Hver nemandi er talinn aðeins einu sinni,
þannig að stundi nemandi nám í tveimur skólum telst hann aðeins í öðrum þeirra.
Heimild: Hagstofa Íslands
42
2
43
5 5
66
69
2 8
25 9
28 1.
0
29
1.
0
47 1.
13
6
1.
23
0
1.
23
3
1.
26
3
Morgunblaðið/Kristinn
Sá elsti Rúm öld er síðan kennsla í lögfræði hófst við Háskóla Íslands.
Sigurður H. Lín-
dal, prófessor
emeritus í lög-
fræði við Há-
skóla Íslands,
hefur á síðustu
árum kennt lög-
fræði við þrjá
háskóla: Háskóla
Íslands, Háskól-
ann á Bifröst og
Háskólann á
Akureyri. Skammt er síðan tveir
síðarnefndu skólarnir, auk Háskól-
ans í Reykjavík, hófu lagakennslu.
Spurður hvort tekist hafi að við-
halda gæðum laganáms samhliða
svo hraðri fjölgun lagadeilda bend-
ir Sigurður á að ekki sé lengur
gerð krafa um fyrstu einkunn í al-
mennri lögfræði við lagadeild Há-
skóla Íslands. Lágmarkið hafi verið
fært úr 7 niður í 6 meðaleinkunn.
„Það færist í vöxt að nemendur
geta ekki skrifað skiljanlegan
texta í samhengi. Þeir eiga erfitt
með að koma orðum að hugsunum
sínum. Einn nemandi, sem féll á
lagaprófi, hreytti því út úr sér
hvort hann væri í prófi í íslensku.
Þá svaraði ég því til að það væri
einmitt aðalatriðið. Hinu mætti
alltaf fletta upp, ekki satt? „Ef þú
getur ekki soðið saman skiljan-
legan texta líst mér ekki á þig sem
dómara eða lögmann né embættis-
mann í stjórnsýslunni,“ sagði ég
við manninn.“
Sigurður segir að hluti vandans
sé sá að lakari nemendum sé
hleypt inn í háskólana en áður.
„Ég lít svo á að stúdentspróf sé
undirbúningur undir fræðilegt
nám í háskóla og að það eigi að
hafa það í huga. En mér finnst sem
fólkið sé afskaplega illa undirbúið
að fást við slíkt. Fólkið var ekki
endilega allt mjög gott í gamla
daga, en fjölgunin er öll á neðri
endanum. Virkilega góðir nem-
endur eiga margra kosta völ í dag.
Möguleikar til náms voru svo
margfalt minni áður fyrr.
Annað sem má nefna er hversu
mikill losarabragur er orðinn á
hlutunum. Nú tíðkast það að nem-
endur standi upp í miðjum tíma,
sæki sér eitthvað að borða og
snæði það svo í kennslustofunni.
Það tíðkaðist ekki áður fyrr.“
– Hafa skólarnir ef til vill vaxið
of hratt?
„Ég held að það sé alveg einsýnt.
Ég hef alltaf litið svo á að Háskóli
Íslands og aðrir innlendir háskólar
séu í samkeppni við erlenda há-
skóla, að við stöndum nokkurn
veginn jafnfætis þeim. Ég held að
það þurfi öflugri háskóla og
strangari inntökuskilyrði. Hitt er
svo annað mál – og það er vanda-
mál líka – að margir stúdentar eru
ekki hæfir til háskólanáms. Lélegu
stúdentarnir tefja. Það er allt ann-
að að kenna góðum hóp, þar sem
allir eru með á nótunum. Menn
rugla stundum saman jafnrétti til
náms og hæfni til náms. Það eiga
allir að hafa jöfn tækifæri til náms
en það verður að veita aðhald, að
menn séu raunverulega hæfir,“
segir Sigurður.
Lögmenn með virk málflutningsréttindi
Samkvæmt félagatali Lögmannafélags Íslands*
1200
1000
800
600
400
200
0
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
20
11
20
12
20
13
1.
0
20
96
8
89
2
84
7
79
7
77
4
71
8
69
5
69
0
66
7
62
8
60
5
58
8
52
9
*Tölur eiga við félagatal í kringum aðalfund félagsins í apríl/maí ár hvert nema hvað tölur
fyrir árið 2013 sýna stöðuna nú.
Kemur niður á gæðum
Sigurður H.
Líndal
Umferðin inn í höfuðborgina gekk
greiðlega og áfallalaust fyrir sig í
gærkvöldi að sögn lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. Umferðin
mun hafa verið mest síðdegis, milli
fjögur og fimm, en þó myndaðist
aldrei umferðarteppa. Lögreglan á
Selfossi sagði að umferðin framan
af degi hafi verið nokkuð þétt en
hafi farið að draga úr henni seinni-
partinn. Þá gekk umferðin áfalla-
laust fyrir sig. Umferðin í gegnum
Selfoss var ívið meiri úr austurátt
heldur en í fyrra. Samkvæmt lög-
reglunni stafar það annars vegar af
því að unglingalandsmót UMFÍ var
haldið á Höfn í Hornafirði og hins-
vegar vegna þess að metfjöldi bíla
var í Landeyjahöfn. Samkvæmt
upplýsingum af vefsíðu Vegagerð-
arinnar höfðu tæplega 10.700 bif-
reiðar ekið um Sandskeið um níu-
leytið í gærkvöldi. Á sama tíma
höfðu tæplega 8.100 bifreiðar ekið
um Kjalarnes.
Umferðin í gær-
kvöldi gekk áfalla-
laust fyrir sig