Morgunblaðið - 06.08.2013, Side 8

Morgunblaðið - 06.08.2013, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013 Borgarbúar verða lítið varir viðað Jón Gnarr Kristinsson borgarstjóri Reykjavíkur sé borgarstjóri Reykjavíkur. Í það minnsta í hefðbundnum skilningi þess starfstitils.    Og hingað til hef-ur þetta verið starfstitill sem hef- ur fylgt tiltölulega umfangsmikið starf.    Borgarstjórarhafa hingað til án undantekn- inga þurft að sinna margvíslegum störfum sem slíkir og einkum þurft að einbeita sér að rekstri borgar- innar og gæta þess að allt gangi fyrir sig eins og til er ætlast.    Og þeir hafa þurft að svara fyrirþað hafi eitthvað farið úrskeð- is eða sé með öðrum hætti en ein- hverjir borgarbúar telja æskilegt.    Það að vera talsmaður borg-arinnar í stóru og smáu hefur eðli máls samkvæmt verið órjúf- anlegur hluti starfsins enda sjálf- sögð tillitssemi við borgarbúa og kjósendur.    Nú er öldin önnur og titil borg-arstjóra ber maður sem kýs að svara helst ekki spurningum um það sem snýr að rekstri og starf- semi borgarinnar. Í það minnsta ekki þeim spurningum sem kunna að vera óþægilegar.    Hann hefur hins vegar tíma tilað sinna ýmsu öðru, nú síðast að flytja erindi á ráðstefnu í Ant- werpen um mannréttindi.    Ætlast borgarstjóri til að kjós-endur muni á næsta ári leggja mat á störf hans út frá slík- um uppákomum eingöngu? Jón Gnarr Kristinsson Titill án starfs STAKSTEINAR Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Eigum til á lager gott úrval loftkælitækja. Leigjum einnig tæki til lengri eða skemmri tíma. Er heitt og þungt loft á þínum vinnustað eða í tölvurýminu? Loftkæling er þá svarið Verð frá kr. 187.932 m.vsk. Ekki drepast úr hita! Veður víða um heim 5.8., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 13 heiðskírt Akureyri 9 skýjað Nuuk 7 skýjað Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 21 léttskýjað Kaupmannahöfn 22 léttskýjað Stokkhólmur 25 heiðskírt Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 30 heiðskírt Brussel 28 heiðskírt Dublin 16 skýjað Glasgow 18 léttskýjað London 22 léttskýjað París 27 heiðskírt Amsterdam 27 heiðskírt Hamborg 27 heiðskírt Berlín 27 léttskýjað Vín 30 léttskýjað Moskva 20 þrumuveður Algarve 27 heiðskírt Madríd 36 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Róm 33 heiðskírt Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 17 léttskýjað Montreal 17 léttskýjað New York 22 heiðskírt Chicago 21 alskýjað Orlando 32 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:52 22:16 ÍSAFJÖRÐUR 4:39 22:39 SIGLUFJÖRÐUR 4:21 22:23 DJÚPIVOGUR 4:17 21:50 Eyjafjarðarsveit | Handverks- hátíðin á Hrafnagili, sú 21. í röð- inni, verður haldin um næstu helgi og er undirbúningur að ná há- marki. Hátíðin stendur í fjóra daga frá föstudegi til mánudags og er búist við fimmtán til tuttugu þúsund heimsóknum í ár. Ester Stefánsdóttir, fram- kvæmdastýra sýningarinnar, seg- ir að 90 sölubásar og sýnendur verða með að þessu sinni af öllu landinu, þar á meðal Vest- mannaeyingar sem eru nú með í fyrsta sinn í langan tíma. Líkt og fyrri ár verður fjöldi nýrra sýnenda og er fjölbreytnin mikil. Má þar nefna íslenskan hönnuð með skó unna úr íslensku hráefni, munir unnir úr búrhvals- tönnum og hreindýrshornum og fjöldi nýrra aðila sem eru með fal- lega textílvöru. Ekki má gleyma fatnaði, skarti, gler og leirmunum og vönduðum vörum unnum úr tré. Heimilisiðnaðarfélag Íslands, sem er 100 ára á þessu ári, verður með glæsilega sýningu. Á útisvæðinu eru m.a. sölutjöld með matvöru úr íslensku hráefni; nýjar kartöflur, sultur, saft og söl, kleinur, brauð og harðfiskur. Meðal sýnenda á útisvæðinu er félagið Beint frá býli og VB land- búnaður með vélar til heima- vinnslu. Á útisvæðinu verður fjöl- breytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Félag ungra bænda á Norðurlandi býður upp á hús- dýrasýningu, félagið Búsaga verð- ur með sýningu á gömlum vélum og Bílaklúbbur Akureyrar sýnir bíla af öllum stærðum og gerðum. Þjóðháttafélagið Handraðinn verður með miðaldabúðir. Rún- ingur, eldsmíði, þrautabraut og börnin í sveitinni koma með kálf- ana sína á laugardeginum og keppa um hver eigi fallegasta og best tamda kálfinn. Á laugardagskvöldinu 10. ágúst verður grillveisla og skemmti- dagskrá í stóru veislutjaldi á svæðinu og verður hún opin öll- um. Lára Sóley og Hjalti Jónsson sjá um veislustjórn og meðal þeirra sem koma fram eru Óskar Pétursson, Karlakór Eyjafjarðar og Sister Sister sem eru nýjar stjörnur í tónlistarheiminum. Grín glens og gaman fyrir alla fjöl- skylduna í góðum félagsskap. Sjö félagasamtök í Eyjafjarðar- sveit koma að uppsetningu sýn- ingarinnar eða um 350 manns. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Hugmyndaauðgi Póstkassar í Eyjafjarðarsveit hafa verið skreyttir á ýmsa vegu í tilefni af handverkshátíðinni á Hrafnagili. Kennir þar margra grasa. Búast við 20 þúsund gestum á Hrafnagili

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.