Morgunblaðið - 06.08.2013, Page 10

Morgunblaðið - 06.08.2013, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013 Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is R eykjanesbær hefur komið í gagnið þremur hreyfigörðum með tækjum frá danska framleiðandanum Nor- well, í skrúðgörðunum í Njarðvík og Keflavík og við Kópu í Innri- Njarðvík. Fjórði hreyfigarðurinn verður á Ásbrú. Að sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykja- nesbæjar, var upphaflega hug- myndin sú að setja tækin við strand- lengjuna, en þegar menn fóru að hugsa málið, fannst þeim ekki rökrétt að fólk væri alltaf að stoppa til að nota tækin. „Við sáum að nýtingin yrði betri með þessum hætti, að setja nokkur tæki á sama stað og mynda hreyfigarða. Við hugsum þessa garða sem upphafs- og endapunkt hreyf- ingarinnar, því í görðunum eru bæði tæki til að nota í teygjur og eins til að styrkja sig.“ Tvö tæki verða þó sett milli Hafnargötu og Ægisgötu, sem framleiðandinn gaf til prófunar gagn- vart seltu. Góð viðbót í íþróttabæ Tækin frá Norwell eru tekin út af íþróttafræðingum og þróuð í sam- ræmi við þá úttekt. Auk þess að vera falleg hönnun er tryggt að fólk eigi ekki að geta slasað sig við æfing- arnar, t.d. slitið vöðva. Auðvitað verð- ur þó alltaf að fara varlega, en Guð- laugur sagði að fallvarnir væru undir öllum tækjum. Ákveðið var að nýta gervigrasið úr Reykjaneshöllinni í fallvörnina. Það nýtist því vel í þess- um tilgangi. Að auki eru leiðbein- ingar við hvert tæki svo notendur sjái hvernig eigi að bera sig að í tækj- unum og hvaða möguleika hvert Fjórir hreyfigarðar í íþróttabænum Verið er að koma upp fjórum hreyfigörðum í Reykjanesbæ. Mikil vakning hefur verið í göngu, skokki og hjólreiðum í bænum og verða garðarnir í framtíðinni tengdir við strandlengjuna og mynda heilsustíg meðfram ströndinni. Öryggi Fallvörn verður undir tækjunum. Trékassi verður settur umhverfis öll tæki og hann klæddur með gervigrasi svo notendur slasi sig síður. Hreyfigarður í Njarðvík Átta tæki eru í hreyfigarðinum, tækin eru jafn ólík í laginu og þau eru mörg, og er fjölbreytileikinn hafður í fyrirrúmi. Þrátt fyrir að hávaði og skvaldur sé yfirleitt flokkað sem truflun, þá er það svo að margir eiga talsvert auð- veldara með að einbeita sér þegar kaffihúsakliður fyllir öll vit. Sumir geta til að mynda varla einbeitt sér nema á kaffihúsum. Þeir sem eiga einhverra hluta vegna í erfiðleikum með að komast á kaffihús þurfa þó ekki að örvænta. Á vefsíðunni coffitivity.com er hægt að hlusta á kaffihúsaklið á meðan unnið er að einhverju öðru. Skvaldrið og klingjandi kaffibollarnir skapa þannig samskonar áreiti og ef hlustandinn væri á kaffihúsi. Aðstandendur síð- unnar mæla einnig með því að hlust- að sé á tónlist samhliða því að hlýtt sé á kliðinn og þannig megi fá sem mest út úr upplifuninni. Síðan má gjarnan maula á kökubita og sötra á kaffi til að stemningin verði sem mest. Vefsíðan www.coffitivity.com Morgunblaðið/Kristinn Kliður Margir eiga auðveldara með að einbeita sér að vinnu á kaffihúsum. Kaffihúsakliðinn heim í stofu Tónlistargleðinni í Reykjavík lauk ekki með Innipúkanum um síðustu helgi og halda sveitirnar áfram að stíga á stokk víðsvegar um bæinn. Reykvíska hljóm- sveitin Múspellssynir heldur til að mynda tónleika í Lucky Records föstu- daginn 9. ágúst og hefjast þeir klukk- an 17. Sveitin, sem var stofnuð snemma á síðasta ári í Hafnarfirði, spilar svokallað drungapopp enda ekki annað við hæfi þegar hljómsveit nefnir sig eftir eldjötnum norrænu goðafræð- innar. Sveitina skipa þeir Nökkvi Gísla- son, Kjartan Sveinsson og Kristófer Hlífar Gíslason. Lucky Records er til húsa við Rauðarárstíg 10 í Reykjavík. Endilega... ... kíkið í Lucky Records Morgunblaðið/Heiddi Tónar Sveitin spilar í Lucky Records. Dáðadrengurinn Einar Lövdahl Gunnlaugsson hefur unnið baki brotnu að undanförnu að sinni fyrstu plötu, Tímar án ráða, og ætl- ar kappinn að fagna formlegri út- komu hennar með gestum í Stúd- entakjallaranum á fimmtudaginn næstkomandi. Fyrir þá sem ekki vita þá er Stúdentakjallarinn stað- settur undir Háskólatorgi við Sæ- mundargötu 10. Einar kveður plötuna vera eina mestu áskorun sem hann hefur tek- ið sér fyrir hendur en hann þáði að- stoð góðra hljóðfæraleikara við gerð hennar. Í Stúdentakjallaranum verða í boði einhverjar veigar, auk lifandi tónlistar, en plötuútgáfu- partíið mun standa á milli 20 og 22. Allir eru velkomnir að mæta og það verður enginn aðgangseyrir við dyrnar. Einar Lövdahl fagnar nýútgefinni plötu Tímum án ráða ber að fagna Morgunblaðið/Sigurgeir S. Skapandi Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, kærasta Einars, hannaði plötuumslagið. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.