Morgunblaðið - 06.08.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013
Byggingav
örur - byg
gingatækn
i
I I
Gylfaflöt 3 | 112 Reykjavík | Sími 533 1600 | aseta@aseta.is
skiptum. Við erum sérlega ánægð
með þau hjón og aðra gesti frá
Íslandi.“
Íslensk í báðar áttir
Íslendingasamfélagið í Manitoba
er sérstakt. Guðríður Böðvarsdóttir,
amma Janice, fæddist í Hafnarfirði
1898 og flutti til Gimli 1912. Janice
er íslensk í báðar áttir eins og
Cameron, eiginmaður hennar, en
þau hafa ávallt búið á Gimli. Hún er
hreykin af upprunanum og segir að
þó fólk hafi aðeins einn dropa af ís-
lensku blóði í sér sé hann ráðandi.
„Þeir sem eru íslenskir á einhvern
hátt segja að þeir séu af íslenskum
ættum frekar en af einhverju öðru
þjóðerni.“
Janice og Cameron hafa verið
virk í íslenska samfélaginu á Gimli í
áratugi og starfað fyrir Íslendinga-
dagsnefndina á einn eða annan hátt
í fjórðung aldar. Hún lætur nú af
störfum sem formaður nefndarinnar
og eiginmaðurinn tekur við. Það er
einsdæmi. Hún segist sennilega
ekkert geta kennt honum enda hafi
þau starfað saman að þessum mál-
um. „Ég styð hann rétt eins og hann
hefur stutt mig.“
Hjónin heimsóttu Ísland í fyrsta
sinn í sumar. Hún segir að ferðin
hafi haft mikil áhrif á þau og þau
hafi áhuga á að búa á Íslandi í ein-
hvern tíma en geti það ekki nema
með vinnu og ekki sé hlaupið að því
að fá atvinnuleyfi.
„Ég vildi að hægt væri að
skiptast á atvinnuleyfum og gera
þannig Íslendingum auðveldara fyr-
ir að kynnast Kanada og Kanada-
mönnum að kynnast Íslandi. Ég er
jafn íslensk og aðrir Íslendingar en
fæddist í Kanada og hef því ekki
réttindin.“
Hyggst heimsækja Ísland
Sigmundur Davíð átti í gær fund
með Greg Selingar, forsætisráð-
herra Manitoba. Þeir ræddu um
samskipti Íslands og Manitoba en
Greg hefur áhuga á því að koma til
Íslands í haust ásamt sendinefnd til
að efla tengslin enn frekar.
Tugþúsundir sóttu hátíðina á Gimli
Allt gekk upp, segir Janice Narfason Arnason, formaður Íslendingadagsnefndar Hún lætur nú
af störfum sem formaður nefndarinnar en eiginmaðurinn Cameron tekur við sem er einsdæmi
Morgunblaðið/Steinþór
Ekið um Gimli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir tóku þátt í hinni hefðbundnu bílalest.
Í forystu Janice Narfason Arnason, formaður Íslendingadagsnefndar, og Cameron eiginmaður hennar.
SVIÐSLJÓS
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Ég er mjög ánægð með það hvern-
ig hátíðin hefur gengið fyrir sig og
allt gengið upp,“ segir Janice
Narfason Arnason, formaður Ís-
lendingadagsnefndar, um hátíðina á
Gimli í Manitoba í Kanada um
helgina, en talið er að hana hafi sótt
um 40.000 til 60.000 manns.
Gimli er rólegur og friðsæll um
6.000 manna bær en þessa hátíð-
arhelgi fyllist allt og mikið er um að
vera. Fjölskyldur hittast, vinir
koma saman, menningin blómstrar
og boðið er upp á ótrúlegustu hluti.
Í því sambandi bendir Janice á að í
fyrra hafi fólki í fyrsta sinn gefist
kostur á að komast í samfélag vík-
inga. Til að verða víkingur þurfi
menn að mæta til keppni í vík-
ingaklæðum, borða harðfisk, drekka
snafs og gefa frá sér víkingaöskur.
„Nærri 200 manns bættust í hópinn
að þessu sinni,“ segir hún.
Mikilvægir gestir
Íslendingadagsnefndin hefur boð-
ið sérstökum gestum frá Íslandi á
hátíðina undanfarin ár í þeim til-
gangi að viðhalda tengslunum,
styrkja þau og efla. Að þessu sinni
voru Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra og Anna
Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona
hans, heiðursgestir, en á meðal ann-
arra sérstakra gesta voru Hjálmar
W. Hannesson, aðalræðismaður í
Winnipeg, og Anna Birgis, eig-
inkona hans, Þórður Ægir Ósk-
arsson, sendiherra í Ottawa, og
Stewart Wheeler, sendiherra Kan-
ada í Reykjavík.
„Þetta er það sem hátíðin snýst
um, menninguna og arfleifðina,“
segir Janice. „Í því sambandi er
gríðarlega mikilvægt að fá gesti frá
Íslandi. Það var sérstaklega
ánægjulegt að Sigmundur Davíð sá
sér fært að koma og hann hefur
sýnt og sannað að hann hefur
mikinn áhuga á þessum sam-
Tvö risastór skemmtiferðaskip eru
væntanleg til Reykjavíkur í dag og
munu þau bæði leggjast að
bryggju í Sundahöfn.
Klukkan átta að morgni er von
á skipinu AIDAluna sem er rúm-
lega 69 þúsund brúttótonn.
Og skemmtiferðaskipið Cele-
brity Eclipse er væntanlegt til
hafnar við Skarfabakka um hádeg-
isbilið í dag, en þetta er í annað
skiptið í sumar sem það kemur til
landsins.
Skipið er gríðarstórt, rúmlega
300 metrar á lengd og um 122.000
brúttótonn að stærð, en til sam-
anburðar má nefna að flutn-
ingaskipið Dettifoss er um 14.000
brúttótonn. Celebrity Eclipse er
með stærstu skipum sem hingað
koma í sumar. Það rúmar mörg
þúsund farþega og í áhöfn eru um
1.200 manna manns.
Farþegar beggja skipanna fara í
hinar fjölbreyttustu ferðir á með-
an skipin dvelja í höfn.
Fyrir er í Sundahöfn öllu minna
skip, Braemer, sem er 24 þúsund
tonn. Það mun halda áfram för
sinni klukkan 17 í dag.
Stærsta skipið sem hingað kem-
ur í sumar heitir Adventure of the
Seas og er rúmlega 137 þúsund
brúttótonn.
Það kom til Reykjavíkur í byrj-
un júní og er væntanlegt aftur til
Reykjavíkur 4. september.
Ljóst er að mikill fengur er að
komu erlendra skemmtiferðaskipa
hingað til lands. Þannig greiða
skipin tvö milljónir króna í hafn-
argjöld til Faxaflóahafna.
Morgunblaðið/Ómar
Risaskip Skemmtiferðaskipið Celebrity Eclipse er tæplega 122 þúsund
brúttótonn að stærð. Þetta er með stærstu skipum sem hingað koma.
Tvö risaskip vænt-
anleg til hafnar