Morgunblaðið - 06.08.2013, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013
100% made in Italy
www.natuzzi.com
Við bjóðum velkomna ítalska hönnun
Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar.
Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi.
Staður þar sem fólki líður vel.
Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is
Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
Hátíðarhöld vegna verslunarmanna-
helgarinnar gengu vel fyrir sig um
liðna helgi. Víða var þó kalt í veðri
en hvergi kom kuldinn niður á
skemmtuninni.
Flestir prúðir á Þjóðhátíð
Talið er að um 15 þúsund manns
hafi verið í Dalnum á Þjóðhátíð í
Eyjum og sagði Pétur Stein-
grímsson, varðstjóri hjá lögreglunni
í Vestmannaeyjum, að hann hefði
aldrei séð annan eins fjölda á leiðinni
í Dalinn eins og á sunnudagskvöldið.
Aðeins einu sinni áður hafa fleiri
verið á Þjóðhátíð, en það var árið
2010. Þá segir Jóhann Ólafsson, yf-
irlögregluþjónn hjá lögreglunni í
Vestmannaeyjum, að hann muni
ekki eftir Þjóðhátíð með eins fáum
atvikum þar sem lögreglan þurfti að
hafa afskipti af fólki og í ár, þrátt
fyrir eina kæru vegna kynferðis-
brots og 50 fíkniefnamál. Ekki hefur
ennþá verið kært fyrir alvarlega lík-
amsárás og segir Jóhann að það sé í
fyrsta sinn á 31 árs ferli hans sem
lögreglumanns að ekki hafi verið
kært fyrir slíkt brot.
Telja bros en ekki fólk
„Þetta gekk alveg æðislega. Við
náum ekki upp í nefið á okkur, við
erum svo montnir,“ segir Davíð
Rúnar Gunnarsson, einn af skipu-
leggjendum hátíðarinnar Einnar
með öllu á Akureyri. Hann segir
ómögulegt að meta fjölda fólks sem
fjölmennti á hátíðina vegna þess að
ekki er greiddur aðgangseyrir og
hátíðin því opin öllum. „Þess vegna
bjuggum við til slagorðið Við teljum
bros en ekki fólk. En öll gistirými á
Akureyri voru full og við áttum í erf-
iðleikum með að finna gistingu fyrir
þá listamenn sem komu fram,“ segir
Davíð Rúnar og bætir við að margir
af eigendum veitinga- og skemmti-
staða Akureyrarbæjar hafi tjáð hon-
um að margt hafi verið um manninn
og að mikil ánægja sé með hátíðina.
Hins vegar var veðrið ekki hag-
stætt fyrir Akureyringa og segir
Davíð að vont veður hafi að vissu
leyti sett mark sitt á hátíðina. „Það
sem er eftirminnilegt við þessa hátíð
í ár er að þetta er í fyrsta skipti þar
sem við höldum Eina með öllu í
ógeðisveðri,“ segir Davíð í léttum
tón, en megnið af viðburðum hátíð-
arinnar er haldið utandyra. Hann
bætir við að mikil ánægja hafi verið
meðal hátíðargesta með flugelda-
sýninguna sem var á sunnudags-
kvöldið.
Þá var metþátttaka í Mýrarbolt-
anum á Ísafirði, en þetta var í 10.
skiptið sem Evrópumeistaramótið í
mýrarbolta er haldið fyrir vestan.
Um 1.300 keppendur léku knatt-
spyrnu í drullunni, en 104 lið voru
skráð til leiks.
Í karlaflokki sigraði FC Kareoki
eftir úrslitaleik gegn Horny Gorillas
úr Mývatnssveit, en úrslitin réðust í
vítaspyrnukeppni. Sigurinn var sér-
staklega kærkominn fyrir lið FC
Kareoki þar sem liðið hefur tekið
þátt í öll þau skipti sem mótið hefur
verið haldið en hafði ekki sigrað í
keppninni áður.
Frænkurnar Evrópumeistarar
Í kvennaflokki unnu Frænkur á
pungnum frækinn sigur á FC
Drulluflottar í úrslitaleiknum, en
þar þurfti einnig vítaspyrnukeppni
til þess að knýja fram úrslit. Bæði
FC Kareoki og Frænkur á pungnum
geta því með sönnu kallað sig
Evrópumeistara í mýrarbolta.
15 þúsund á Þjóðhátíð í Eyjum
Hátíðir um verslunarmannahelgina gengu vel fyrir sig víðast hvar þrátt fyrir misjafnt veðurfar
Morgunblaðið/Guðmundur Sv. Hermannsson
Þjóðhátíð Hluti hópsins sem var í brekkunni í Herjólfsdal á sunnudagskvöld, en um 15 þúsund manns skemmtu sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.