Morgunblaðið - 06.08.2013, Side 21

Morgunblaðið - 06.08.2013, Side 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013 Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli 2013 Hugleiðingar frá skipuleggjendum Viljum bregðast við áður en að þetta verður að vandamáli. Fiskidagurinn mikli er fjölskylduhátíð þar sem hvorki er pláss fyrir dóp né drykkjulæti og leggja aðstand- endur mikla áherslu á að íbúar eða gestir hafi ekki áfengi um hönd á auglýstum dagskrárliðum Fiskidagsins mikla yfir daginn og virði landslög og sýni hófmennsku á öðrum tímum. Frá upphafi höfum við haft frábæra gesti sem hafa gengið einstaklega vel um og fyrir það viljum við þakka sérstaklega. Það eru allir velkomnir á Fiskidaginn mikla..... EN það eru einfaldar reglur og að fylgja þeim er eini aðgangseyririnn á dagskrárliði Fiskidagsins mikla. Aðstandendur, íbúar og sjálboða-liðar vonast til þess að allir á öllum aldri fylgi Fiskidagsboðorðunum. Við viljum vernda hátíðina okkar svo að við getum áfram boðið til okkar öllum landsmönnum til að njóta samvista með fjölskyldunni, matar og skemmtunar. Forvarnarnefnd Fiskidagsins mikla og Dalvíkurbyggðar hefur m.a. unnið með þjónustu og veitingaaðilum um styttri opnunartíma á nóttunni. Sent foreldrum á norðurlandi bréf þar sem þeir eru m.a. hvattir til að virða útivistarreglur og senda ekki börn undir 18 ára aldri ein á útihátíðir, hvatt fjölskylduna til að koma SAMAN og skemmta sér og njóta viðburðanna Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli verður haldin í þréttánda sinn 8.–11. ágúst n.k. í Dalvíkurbyggð. Fiskidagsboðorðin 2013 Við göngum vel um Við virðum hvíldartímann Við virðum náungann og umhverfið Við verjum Fiskdeginum mikla saman Við virðum hvert annað og eigur annara Við virðum útivistarreglur unglinga og barna Við erum dugleg að knúsa hvert annað Við beygjum okkur 2 sinnum á dag eftir rusli Við förum hóflega með áfengi og virðum landslög. Við hjálpumst að við að halda Fiskidagsboðorðin. saman og fleira. Forvarnarnefndin hefur m.a. rætt um ábyrgð foreldra ólögráða ungmenna í tengslum við bæjarhátíðir og sumarskemmtanir. Hvetur nefndin foreldra til að axla ábyrgð. Aukið dagskrárefni fyrir börnin og fjölskylduna saman. Enginn dansleikur. Styttri opnunartími þjónustu og veitingaaðila á nóttunni. Sendum ekki ólögráða ungmenni ein á bæjarhátíðir. Það að 18 ára og yngri mega ekki tjalda nema í fylgd með foreldrum eða forráða- mönnum eru ekki viðmið heldur lög. Fjölskyldan SAMAN á bæjarhátíðum söfnum góðum minningum Hlökkum til að sjá ykkur – Kveðja, stjórn og forvarnarnefnd Fiskidagsins mikla og Dalvíkurbyggðar. Ljósm yndariHSH Færni til að koma á nýsköpun í fyr- irtækjum og leysa flókin vandamál henni tengd, er ein mik- ilvægasta forsenda þess að nýsköp- unarfyrirtæki nái að vaxa. Einnig að at- vinnulíf landsins þró- ist og nái árangri. Færni til nýsköpunar er getan til að leysa öll þau flóknu mál sem koma upp við að koma nýrri eða breyttri afurð á markað. Til þessa þurfa nýsköpunarfyrirtæki oft stuðning frá opinberum aðilum. Lítil fyrirtæki eru jafnan ekki í stakk búin til að leysa öll vanda- mál sjálf. Stuðningur við nýsköpun í atvinnulífinu er meðal annars til þess gerður að jafna samkeppn- isaðstöðu atvinnulífs í ólíkum lönd- um. Íslenskt stuðningskerfi við ný- sköpun virðist vera nokkuð skilvirkt í þessu sambandi. Eitt- hvað vantar þó á að fyrirtæki fái sama stuðning við nýsköpun og best gerist í nágrannalöndunum. Það má viðurkenna það sem vel er gert en þó mætti taka á málum þar sem stuðning vantar. Að öðr- um kosti eykst hætta á að íslenskt atvinnulíf dragist aftur úr í sam- keppni um að koma afurðum sín- um á alþjóðamarkað. Í tengslum við efnahagshrunið var settur á stofn fjöldi áhuga- verðra frum- kvöðlaverkefna þar sem einstaklingar voru hvattir til að koma fram með við- skiptahugmyndir með það að markmiði að þeir gætu síðan stofn- að fyrirtæki um hug- mynd sína. Þetta var jákvætt átak og er áhugavert að sjá hvort eftir 8-10 ár verði hægt að sjá ár- angur af þessum átaksverkefnum. Sennilega mun það taka þann tíma fyrir fyrirtækin að komast á legg hafi þau til þess burði. Hafi fyr- irtækjum fjölgað í framhaldi af átaksverkefnunum má segja að vel hafi tekist til. Ef ekki, þá var að minnsta kosti reynt. Vandamálið er að fyrirtæki á Íslandi vaxa hægar en gengur og gerist í ná- grannalöndum okkar. Það liggja fyrir rannsóknir sem sýna að vöxt- ur nýsköpunarfyrirtækja er frem- ur hægur. Það má því leiða líkur að því að færni frumkvöðla sé ekki nægilega mikil og að stoðkerfi ný- sköpunar sé ekki alltaf í stakk bú- ið til að sjá til þess að bæta úr þar sem þörfin er mest. Stoðkerfið þarf að vinna með fyrirtækjunum í því að finna hvaða flöskuhálsar standa í vegi fyrir því að nýsköpunarfyrirtæki í landinu nái að vaxa og dafna. Mikilvægt er að leita leiða til að sjá fyrirtækjum fyrir réttri og viðeigandi færni. Hluti af þessu er að bæta menntun landsmanna í þeim greinum sem líklegt er að nýtist til framtíðar. Það nægir ekki að kalla eftir fólki með tækni- eða raunvísinda- menntun. Þetta er stærra en svo og kallar á samstarf fyrirtækja og aðila í menntakerfinu og nákvæma skilgreiningu á þörfinni fyrir færni. Þetta á einnig við hvað varðar þjálfun og þróun á færni fólks. Að sjá atvinnulífinu fyrir viðeigandi færni er ferli sem varð- ar allt samfélagið, menntakerfið eins og það leggur sig. Þá þarf al- mennt umhverfi sem er jákvætt í garð frumkvöðla, nýsköpunar og færniþróunar. Stoðkerfið leggur áherslu á fjár- stuðning við nýsköpunarfyrirtæki en þó má segja að skortur á fjár- magni sé oft það sem stendur ný- sköpunarstarfi fyrirtækja fyrst fyrir þrifum. Nýsköpunarfyrirtæki á Norðurlöndum búa við auðveld- ara aðgengi að fé, bæði til rann- sókna og nýsköpunar. Þar er einn- ig reynt að fylgja peningunum eftir með góðum ráðum. En segja má að þar sé um að ræða „snjalla peninga“. Ekki skal gert lítið úr því fé sem varið er til nýsköp- unarfyrirtækja á Íslandi enda eru ótal dæmi þess að þetta sé for- senda þess að fyrirtæki nái að vaxa. Frumkvöðullinn leggur oft af stað með áhugaverða tæknilega hugmynd en skortir þekkingu til að láta hana verða að arðbærri af- urð. Það má segja að fjármögnun fyrirtækja með snjöllum peningum færi þeim aukna færni sem losi þar með um ýmsa flöskuhálsa. Tímaþátturinn er mikilvægur í þróun færni en atvinnulífið og menntakerfið þurfa að sameinast um aðgerðir sérstaklega til langs tíma. Það er ekki skilvirkt að fyr- irtæki og menntakerfi einblíni á þörf dagsins í dag eftir færni. Þeg- ar mennta- og stuðningskerfi koma með lausn dagsins í dag er liðinn svo langur tími að allt önnur vandamál hafa komið fram og þarfnast lausna. Til að gagnast at- vinnulífinu best þarf að sjá því fyr- ir réttri færni á réttum tíma. Færni er ekki bara fólgin í mennt- un enda koma mjög margir aðrir þættir til greina. Skoða þarf atriði eins og reynslu, menningu, rekstr- arumhverfi svo að fátt eitt sé nefnt. Að þróa færni til nýsköp- unar er því langhlaup sem kallar á þátttöku mjög margra. Nýsköpun verður ekki til nema fyrir tilstuðlan markaðarins. Góð hugmynd sem markaðurinn hafnar er ekki nýsköpun heldur tóm- stundagaman. Færni á sviði mark- aðar og stjórnunar ýmiskonar er ekki síður mikilvæg fyrir nýsköp- un en hin tæknilega færni. Stjórn- un nýsköpunar og innfærsla á markað er ekki síður mikilvæg en hin tæknilega hugmynd. Hér er það áherslan á sterkar hliðar í landinu sem gildir. Leggja skal áherslu á það sem landsmenn kunna vel en hika þó ekki við að taka inn nýjar greinar. Það skal þó gert meðvitað, ekki endilega með því að leggja mikið fé og mannskap í verkefni sem ekki er þaulhugsað og sem passar hugs- anlega ekki vel inn í efnahagslífið. Færni til nýsköpunar kallar á samstarf og stuðning Eftir Þorvald Finnbjörnsson » Stuðningur við ný- sköpun í atvinnulíf- inu er meðal annars til þess gerður að jafna samkeppnisaðstöðu at- vinnulífs í ólíkum lönd- um. Þorvaldur Finnbjörnsson Höfundur er rekstrarhagfræðingur. ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.