Morgunblaðið - 06.08.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.08.2013, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013 ✝ Guðrún Guð-mundsdóttir fæddist á Akureyri 12. desember 1919. Hún lést á dval- arheimilinu Hlíð, Akureyri, 29. júlí 2013. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Pétursson frá Dálkstöðum, kaupmaður og út- gerðarmaður á Svalbarðseyri og Sigurlína Valgerður Krist- jánsdóttir frá Mógili á Sval- barðsströnd. Systkini Guðrúnar voru Hulda, Sigríður, Kristján, Helga og Guðmundur, öll látin. Guðrún Giftist Snorra Ar- inbjarnarsyni, f. 6.11. 1926, d. 9.7. 2010, 14. nóvember 1954. Börn Guðrúnar eru Guð- mundur Hoff Möller, f. 1. mars 1945, kvæntur Mariönnu Hoff Möller, f. 21. maí 1946, og eru þau búsett í Danmörku, Unnur, f. 14. maí 1955, gift Bjarka Kristinssyni, f. 26. apríl 1947, Sig- urlína, f. 23. ágúst 1956, d. 25. febrúar 2005, Helga, f. 15. apríl 1958, gift Kristjáni Ólafssyni, f. 26. sept- ember.1943, Arinbjörn, f. 30. maí 1962, var kvæntur Friðnýju Möller, f. 28. janúar1962. Þau slitu samvistum. Barnabörnin eru 13 og barnabarnabörnin 22. Mestan hluta ævi sinnar var Guðrún húsmóðir. Útför Guðrúnar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 6 ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 13.30. Elskuleg tengdamóðir mín, Guðrún Guðmundsdóttir, lést á Akureyri þann 29. júlí sl. þá kom- in langt á 94. aldursár. Mér er það ljúft að minnast hennar nokkrum orðum og færa henni þakkir fyrir margt. Af hennar löngu ævi voru kynni okkar stutt en afar ánægju- leg og gefandi. Með okkur tókst traust vinátta og gagnkvæm virð- ing. Guðrún var orðin 79 ára göm- ul þegar við kynntumst fyrst. Þá voru þau aðeins tvö í heimili, hún og eiginmaður hennar, Snorri Ar- inbjarnarson. Guðrún mun ekki hafa stundað vinnu utan heimilis- ins lengst af en sinnt þess í stað uppeldi barnanna á meðan Snorri aflaði tekna til heimilisrekstrar- ins. Nærri má geta að vel hafi þurft að halda á spöðunum til að láta tekjur einnar fyrirvinnu duga sex manna heimili þeirra. Þá kom sér vel að þau hjón voru samhent, reglusöm og gætin í fjármálum. Dugnaður og vinnu- semi var þeim í blóð borin. Þær fyrirmyndir sem þau voru börn- um sínum í þessum efnum hafa skilað sér ríkulega. Ég minnist tengdamóður minnar sem afar glæsilegrar konu. Hún var sannkölluð „lady“ – alltaf vel til höfð í klæðnaði og snyrtingu. Hún var glaðlynd, ein- læg og hlý manneskja. Hlátur hannar kitlaði og var gaman að heyra þær mæðgur, Guðrúnu og Helgu dóttur hennar, hlæja sam- an. Takturinn var sá sami en „tóntegundin“ mismunandi – minnti á tvísöng. Þó æviganga Guðrúnar hafi lengst af verið farsæl þá fór hún ekki varhluta af áföllum frekar en margir aðrir. Má þar nefna bróð- urmissi í barnæsku sem hefur vafalaust haft mikil áhrif á hana og þá ekki síður missir dóttur á miðjum aldri. Það er þungbært að sjá á eftir börnum sínum og ekkert foreldri ætti að þurfa að lifa slíkt og bera þá sorg í brjósti er því fylgir. Það er mikil raun. Eins og áður sagði tókst strax með okkur traust vinátta og gagnkvæm virðing. Var ævinlega vel tekið á móti mér er Akureyri var heimsótt, hvort heldur þá er þau hjón bjuggu í Helgamagra- stræti eða við Mýrarveg. Þegar Guðrún á0tti leið til Reykjavíkur til að vitja lækna, að þiggja af- mælisboð eða viðburði í fjölskyld- unni, þá dvaldi hún jafnan hjá okkur Helgu. Var það ævinlega okkur til gleði að fá hana til okkar og ekki síst ef Helga mátti „dekra“ svolítið við hana. Þess naut Guðrún. Ég aftur á móti lét henni fúslega eftir rafmagnssjón- varpsstólinn minn við þessi tæki- færi. Brátt gengur berjatíminn í garð. Aðalbláberin tínd af lyngi seinnipartinn í ágúst. En að þessu sinni verð ég einn að njóta aðalblá- berja í þeyttum rjóma. Þá nautn áttum við Guðrún sameiginlega og nutum saman. Við leiðarlok er mér ljúft að þakka Guðrúnu tengdamóður minni traustið, vináttuna, hlýjuna og umhyggjusemina sem hún ávallt sýndi mér. Hvíl í friði elsku- leg. Þinn tengdasonur, Kristján. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Guð geymi þig, elsku amma. Þínar ömmustelpur, Rakel Ýr og Rebekka Ýr. Elsku amma, nú ertu farin frá okkur, ég vissi að það kæmi að því að þú mundir kveðja og að það væri ekki langt í það en einhvern veginn er maður aldrei tilbúinn þegar að því kemur. Ég er virki- lega þakklát fyrir allar stundirnar sem ég hef fengið að eiga með þér, ég var alltaf velkomin til þín hvort sem það var til að borða, sofa, spjalla, horfa á sjónvarpið eða bara vera hjá þér. Mér fannst mjög vænt um þeg- ar þú sagðir mér að þú ættir nú mikið í litla drengnum mínum, ástæðan var sú að 1. september meðan ég var ólétt var ég að keyra þig í hjólastólnum um Hlíð, daginn eftir var ég flutt suður því litli drengurinn ætlaði að fara að fæð- ast en beið með það, þú sagðir að þetta væri þér að kenna, að það hafi verið of erfitt fyrir mig að vera að keyra þig um í hjólastóln- um en ég sagði að þetta væri allt í lagi. 19. september fór ég aftur með þig í hjólastólnum um Hlíð og litli drengurinn fæddist svo að- faranótt 21. september, aftur sagðir þú að þetta hefði verið þér að kenna, ég sagði að svo væri alls ekki, en þar sem hann var alveg fullkominn þrátt fyrir að fæðast um 4 vikur fyrir tíman sagðist þú sko eiga mikið í honum og við sættumst á það. Hann Elvar Magni var svo mættur í sína fyrstu heimsókn til þín á Hlíð að- eins 8 daga gamall og kom nánast daglega til þín næstu 10 mánuð- ina, ég er mjög þakklát fyrir þenn- an tíma sem þið fenguð að kynnast og margar myndir eru til af ykkur saman sem ég kem til með að sýna honum og segja honum frá þér. Meðan ég sat hjá þér sólar- hring áður en þú kvaddir baðstu mig að halda á kistunni þinni, og hjálpa þér alla leið, það var erfitt að hlusta á þig segja þetta og átta sig á því að þú værir í alvörunni að fara að kveðja en, elsku amma mín, þetta var það eina sem þú baðst mig um að gera og ég mun virða þessa ósk þína. Ég vil þakka þér fyrir alla hlýjuna og ástúðina sem þú hefur gefið mér og litla drengnum mínum, minninguna um góða ömmu mun ég geyma vel í hjarta mínu. Þorri er þakklátur fyrir að hafa kynnst þér. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Sigrún Björk, Þorri og Elvar Magni. Elsku besta amma mín. Hér kveðjumst við að sinni. Alveg fram á síðasta dag varstu að hugsa um aðra, hvort við vær- um búin að borða, hvort við þyrft- um ekki að hvíla okkur, hvort þú skuldaðir einhverjum eitthvað og hvort Bjarki væri með teppi á sér í stólnum. Svona varstu, hugsaðir alltaf fyrst um alla aðra. Það var alltaf svo gott að koma til þín og spjalla um alla heima og geima. Við höldum þessu spjalli okkar áfram seinna. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Hvíl í friði, elsku hjartans amma mín. Heiðdís Dröfn og Bjarki Hólm. Hvíl þú í friði hjá guði. Nú er tækifæri til að hvíla sálina kæra langamma. Nú ertu komin til afa og Línu og hvílið þið vel og lengi. Ó amma langamma, þú varst svo góð, þú sem gafst alltaf nammi. Það var missir að missa þig en auðvitað geri ég það sem þú sagðir og svo kem ég í jarðarför- ina og set eitthvað í kistuna, kannski þetta bréf. Ó bless langamma, þitt barna- barnabarn, Bjarki Hólm 8 ára. Guðrún Guðmundsdóttir Fyrir hartnær áttatíu árum flutti Svandís í Hamarstíginn á Akureyri á ská á móti okkur í nr. 2 ásamt litlu systur sinni og foreldrum. Litla systir hennar Margrét var alltaf kölluð Gréta. Svandís og Gréta féllu alveg inn í krakkaskarann sem átti heima þarna í kring og við lékum okkur með þeim frá morgni til kvölds. Þann skamma tíma sem Svandís átti heima í Hamarstíg varð hún góð vin- kona okkar systra. Eftir þetta fylgdumst við allt- af með Svandísi og Grétu og hvar þær áttu heima. Ein systir mín var jafnaldra Svandísi og með henni í bekk í gegnum allan barnaskólann. Ég vissi því alltaf hvað Svandísi leið. Þegar ég tók aftur upp þráðinn í MA eftir árs hlé urðum við bekkjarsystur og þá var það eins og að hitta gamla vinkonu. Svandís var óvanalega skapgóð og glaðlynd, Svandís Ólafsdóttir ✝ Svandís Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 27. febr- úar 1929. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 19. júlí 2013. Útför Svandísar fór fram 29. júlí 2013. hún kom sér alls staðar vel og öllum þótti vænt um hana. Þegar við vorum í 6. bekk í MA átti Svandís fastan aðdáanda í bekkn- um. Hann bjó þá reyndar í heimavist en hún átti heima lengst úti í Brekku- götu. Við bekkjar- systkinin fylgdumst með þegar hann var að hraða sér gegnum miðbæinn á kvöldin til að ná á réttum tíma upp í vist áður en lokað var og dáðumst að hvað hann tók kirkjutröppurnar glæsilega. Þessi aðdáandi var Eyþór Einarsson frá Neskaup- stað, seinna eiginmaður hennar. Okkur í Hamarstíg 2 var ekki sama um Eyþór. Hann kom til okkar í byrjun árs 1946 og bjó heima. Er ekki að orðlengja það að hann varð sérstaklega vin- sæll. Hann var prúður og reglu- samur piltur, glaðlyndur og kát- ur. Við unglingarnir sem skemmtum okkur við að dansa heima á kvöldin áttuðum okkur á því að Eyþór gat spilað dans- lög á píanó og ef ekki var dans- músík í útvarpinu spilaði hann fyrir dansi. Tvær eldri systur mínar voru að gifta sig á þess- um árum og einhver spurði mömmu hvorn heitmanninn henni litist betur á. „Ég hefði nú helst viljað Eyþór,“ svaraði mamma. Þetta fannst öllum mjög hlægilegt en hún var ekki að grínast. Svandís varð stúdent frá MA vorið 1949. Það vor varð Gréta systir hennar gagnfræðingur frá sama skóla. Hún var þá orðin fullorðin og glæsileg stúlka sem manni virtist að ætti lífið fram undan. Það var áreiðanlega mjög þungbært fyrir Svandísi að missa hana úr berklum þrem árum seinna. Fljótlega eftir stúdentsprófið fluttu foreldrar þeirra systra til Reykjavíkur og hitti ég þau þá miklu sjaldnar. Eyþór og Svandís bjuggu í Kaupmannahöfn nokkur ár. Ég var þar á ferð vorið 1958 og hringdi í þau og þá vildi svo til að sama dag var Eyþór að ljúka meistaraprófi, þau sögðu mér að taka leigubíl og vera með þeim þetta kvöld. Við bekkjarsysturnar frá MA höfum haldið saman undanfarna áratugi og reynt að hittast mán- aðarlega. Þar lét Svandís aldrei á sér standa. Fyrir hálfu öðru ári var bersýnilegt að eitthvað var að og allt í einu fréttum við að hún væri komin á Grund. Nú höfum við misst hana úr hópn- um sem sífellt þynnist. Við get- um ekki annað en bæði þakkað fyrir öll þessi ár og vottað Ey- þóri og dætrum hennar fjórum okkar innilegustu samúð. Steinunn Bjarman. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Okkar ástkæri JÓHANNES JÓNSSON kaupmaður, Fagraþingi 8, Kópavogi, lést á Landspítalanum laugardaginn 27. júlí. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 7. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Guðrún Þórsdóttir, Erna og Þór, Kristín Jóhannesdóttir, Sigurður Rúnar Sveinmarsson, Gunnhildur og Berglind Jón Ásgeir Jóhannesson, Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, Ása Karen, Anton Felix, Stefán Franz, Sigurður Pálmi, Júlíana Sól og Melkorka, Ragnheiður Ester Jónsdóttir, Einar Vilhjálmsson. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GISSUR KR. BREIÐDAL, fyrrverandi veghefilsstjóri, Hrafnistu í Hafnarfirði, sem lést fimmtudaginn 25. júlí, verður jarðsunginn frá Garðakirkju miðvikudaginn 7. ágúst kl. 13.00. Ingibjörg Gissurardóttir, Stig Svensson, Skarphéðinn Gissurarson, Ragnheiður E. Stefánsdóttir, Smári Gissurarson, Víðir Gissurarson, Ellert Gissurarson, Selma Björk Petersen, Stefanía Gissurardóttir, Ásgeir Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, SÍMON SÍMONARSON, Hamrahlíð 9, Reykjavík, lést fimmtudaginn 25. júlí á hjartadeild Landspítalans. Símon verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 7. ágúst kl. 15.00. Kristín María Magnúsdóttir, Atli Símonarson, Elín Símonardóttir, Stefán Már Símonarson, Sigríður Erlingsdóttir, Símon Ægir Símonarson, Þorgeir Símonarson, Davíð Örn Símonarson, Jón Ingi Ríkharðsson, Margrét Árnadóttir, Magnús Ríkharðsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, VIGDÍS STEINA ÓLAFSDÓTTIR, frá Flatey Lindargötu 61, Reykjavík, sem lést á elliheimilinu Grund 25. júlí, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 8. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Landsbjörg. Ingibjörg Arilíusardóttir, Ingólfur Jónsson, Arilíus Harðarson, Jóna Harðardóttir, Kolbrún Harðardóttir, Ólafur Sigurðsson, Hafsteinn Harðarson, Amalía Árnadóttir og fjölskyldur þeirra. Okkar yndislega, ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN HALLGRÍMSDÓTTIR, Boðaþingi í Kópavogi, lést á heimili sínu að Boðaþingi þann 2. ágúst sl. Jarðarför hennar verður auglýst síðar. Hallgrímur Kristinn Hilmarsson, Nijole Hilmarsson, Hafdís Hilmarsdóttir, Baldvin R. Baldvinsson, Berglind Hilmarsdóttir, Óskar Borg, Elín Brynja Hilmarsdóttir, Eyjólfur Kolbeins, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.