Morgunblaðið - 06.08.2013, Page 28

Morgunblaðið - 06.08.2013, Page 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það getur verið notalegt að njóta hylli ef það gengur ekki út í öfgar. Manneskjan sem gefur þér eitthvað fallegt til þess að trúa á, verður efst á listanum hjá þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert hrókur alls fagnaðar, sem er gott að sínu leyti, en þú þarft að taka sjálfum þér tak og venja þig af vingulshætti. Leyfðu öðr- um að njóta með þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Eins og er er eitthvað sem þú vilt svo mikið og af öllu hjarta að það hefur dul- arfullt vald yfir þér. Nýttu tímann til að soga inn í þig allar nýjungar sem fyrir þig bera. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert umkringdur fólki sem hefur ákveðnar skoðanir á málum og þykist vita betur en aðrir. Kannski að þið áttið ykkur meira að segja á því af hverju ykkur var ætlað að hittast. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ættir að koma öllum málum á hreint við vini og vandamenn svo einhverjir draugar á því sviði séu ekki að þvælast fyrir þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú mátt eiga von á því að vinur þinn leiti til þín í vandræðum sínum. Hægðu að- eins á þér og byrjaðu upp á nýtt og njóttu þessa að vera til. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reyndu að sitja á strák þínum, því ann- ars áttu á hættu að eyðileggja gamalt vina- samband. Gefðu þér tíma til þess að slaka á og allt verður í lagi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér finnst einhverjir vera að seil- ast inn á valdsvið þitt. Vertu slakur og flækjan leysist á sjálfri sér. Þú átt góðan dag í vinnunni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Samband sem legið hefur í dvala undanfarin misseri verður að nokkurs konar drifkrafti í lífi þínu. Sá tími sem þú eyðir til þessa endurnýjar þig á allan máta. 22. des. - 19. janúar Steingeit Stundum er ekki allt sem sýnist og því nauðsynlegt að gera sér grein fyrir eðli hlutanna. Vinur veldur þér vonbrigðum í dag. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sérkennileg atburðarás kann að leiða til þess að þú hljótir loks umbun erfiðis þíns. Ræddu málin við lánadrottna og þú verður hissa hvað auðvelt það reynist að koma skikki á hlutina. 19. feb. - 20. mars Fiskar Trúðu á sjálfan þig. Kannski er átt við sambandið sjálft eða aðstæður sem skipta alla hlutaðeigandi máli. Aðstæður eru að verða hagstæðari. Í síðustu viku var í Vísnahornisagt frá samkveðlingum Kristjáns Árnasonar, skálds og smiðs frá Skálá í Sléttuhlíð, og Péturs Stefánssonar. Það varð til þess að ég greip úr bókaskápnum ljóðabók Kristjáns, Fjöllin sál og ásýnd eiga, sem út kom 1994. Hann er skemmtilegt skáld og hikar ekki við að henda gaman að sjálfum sér eins og í „Pegasus“: Skáldfákur vildi skeiða skriður og brattar hlíðar. Upp undir Ólympstindinn ætlaði ég að ríða. Fjöllunum fagurbláu færið þið mína kveðju. Klárinn minn festi fætur í flatneskju, aur og leðju. Og hér er Elli kerling farin að minna á sig: Ungum fótum einu sinni yfirtak létt það féll, að klifra brattann og komast upp á Kistu og Skálafell. Nú fikta ég ekki við fjöllin meir en fengur hver dagur er, meðan að kemst ég klakklaust yfir klungrin í sjálfum mér. Þegar þessar línur eru skrifaðar spáir hann norðanátt, En það hefur svo sem komið fyrir áður: Norðan vindar næða efldir, nú er yndi frá í bráð. Fjallatindar skýjum skefldir skuggamyndum hylja láð. Þessa stöku kallar Kristján „At- lot. Sumarfagurt hefur verið í Skagafirði þegar hún var ort og augnablikið gripið: Ískaldur blærinn andann missir, undan lítur um stund, er miðnætursólin kafrjóð kyssir kot við Málmeyjarsund En hér er farið að skyggja: Loftið í vestrinu litast sem blóð af lækkandi röðulsins eldi. Svo hverfur í djúpið hin deyjandi glóð og dagur er orðinn að kveldi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Skáldbóndinn Kristján á Skálá hefur orðið Í klípu „ÉG REYNDI AÐ SLÁ HANA BURT. HVERJAR ERU REGLURNAR VARÐANDI AÐ FÁ SÉRSVEITINA?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ERTU AÐ VERÐA BÚINN?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fylgjast með húsi nágrannans þegar þeir eru í burtu. ÓSKA- BRUNNUR ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ÞAÐ SÉ BÚIÐ AÐ ÁKVEÐA VINNU FYRIR OKKUR Í KVÖLD, LEIFUR ÓHEPPNI! ÉG VIL ALDREI SJÁ ÞESSA TUNNU AF ROMMI Í ÞESSU HÚSI AFTUR!! HEY! HVAR ERU INNISKÓRNIR MÍNIR?! ÞÚ SKILDIR ÞÁ EFTIR Í MAT- ARDALLINUM MÍNUM, AFTUR. NÚ, LÁTTU MIG ÞÁ FÁ ÞÁ! SPÝT! BANK! Frans páfi fordæmdi á dögunumáróður fyrir samkynhneigð. Sjálfur hefur Víkverji aldrei orðið var við áróður fyrir neinni annarri kyn- hneigð en þeirri sem snýr að gagn- stæða kyninu. Í gegnum tíðina hafa nefnilega býsna margir orðið til þess að staðhæfa að gagnkynhneigð sé sú eina rétta og eru tilbúnir til að ganga býsna langt við að styðja þær fullyrð- ingar. Fleiri en páfi hafa vísað til trúarkenninga í þessu sambandi. x x x Væri Víkverji annarrar þjóðar enþeirrar íslensku ætti hann kannski auðveldara með að skilja hvað páfi á við. Til dæmis samþykkti efri deild rússneska þingsins nýverið lög gegn áróðri fyrir samkynhneigð, en tilgangur laganna er sagður vera m.a. að verja börn fyrir slíkum áróðri. Áhrifa laganna gætir nú þegar, en þrír Hollendingar voru nýlega hand- teknir í borginni Murmansk þar sem þeir voru við vinnslu heimild- armyndar um afstöðu Rússa til sam- kynhneigðar. Verði þeir fundnir sek- ir, gæti beðið þeirra fangelsisvist og háar sektargreiðslur. x x x Víða um heim sætir fólk mismunun,misþyrmingum og refsingum fyrir kynhneigð sína og kynáttun. Það þarf ekki að leita til fjarlægra og framandi landa til að finna dæmi um takmörkun á tjáningar- og félaga- frelsi og manndráp. Þetta viðgengst í öllum heimshornum. Menning, trúarbrögð og hefðir eru gjarnan notuð sem skálkaskjól til að geta meinað fólki að njóta grundvall- armannréttinda. x x x Nú styttist í Gleðigönguna árleguþar sem tugþúsundir Íslendinga taka að jafnaði þátt í. Þar sameinast börn og foreldrar til að sýna mann- réttindabaráttu samkynhneigðra stuðning og fagna fjölbreytileika mannlífsins. x x x Það er nefnilega miklu skemmti-legra að gleðjast en að setja lög sem banna fólki að vera eins og það er. víkverji@mbl.is Víkverji Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst ALVÖRU MÓTTAKARAR MEÐ LINUX ÍSLENSK VALMYND Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is 25 1988-2013 Allir vegir Drottins eru elska og trú- festi fyrir þá sem halda sáttmála hans og boð. (Sálmarnir 25:10.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.