Morgunblaðið - 06.08.2013, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013
marga. Á undanförnum árum hef-
ur það færst í vöxt víða í heim-
inum að námsmenn stundi nám ut-
an heimalandsins, og í því
sambandi er gott vald á erlendum
tungum oftast lykilatriði. Rann-
sóknir á því hvaða kröfur há-
skólanám geri um tungumálakunn-
áttu og hvernig erlendir nemendur
eru í stakk búnir til að mæta þeim
eru af skornum skammti. Því
skiptir rannsóknin ekki bara máli
fyrir Íslendinga, heldur er hún
einnig innlegg í alþjóðlegar rann-
sóknir um tungumálakunnáttu og
háskólanám.
Rannsóknin samanstendur af
tveimur megindlegum spurninga-
listarannsóknum og viðtölum við
afmarkaðan hóp námsmanna.
Rannsóknin tók nokkur ár og alls
tóku hátt á þriðja hundruð náms-
manna þátt, sem var stór hluti
þeirra námsmanna sem hófu nám í
Danmörku á sínum tíma. Fyrst
lagði ég spurningalistarannsóknina
fyrir nemendur sem voru að ljúka
fyrsta námsári sínu vorið 1999 og
síðan endurtók ég spurninga-
listarannsóknina þremur árum
seinna til að fá enn gleggri mynd
af stöðunni. Ég spurðist ítarlega
fyrir um það á hvaða hliðar máls-
ins reyndi á í náminu og eins hvað
þeir ættu í erfiðleikum með og
hvað gengi vel. Það eru sláandi lík-
ar niðurstöður úr báðum þessum
spurningalistarannsóknum, sem
bendir til þess að dönskukennslan
hér á landi virðist vera í tiltölulega
föstu formi. Ári síðar leitaði ég
uppi fimmtán nemendur sem tóku
þátt í seinni spurningalistarann-
sókninni og tók viðtöl við þá.
Þannig fékk ég enn gleggri sýn á
það, hvernig nemendum gengur að
nota dönskuna þegar þeir voru
komnir lengra í náminu.
Spurningalistarannsóknin skipt-
ist í fimm hluta. Í fyrstu er spurst
fyrir um nám nemenda og hvar
þeir hafi lært dönsku. Svörin sýna
að nemendur stunda nám í ólíkum
greinum og búa víðsvegar í Dan-
mörku. Langflestir hafa fyrst og
fremst lært dönsku í íslenskum
skólum. Meginhluti rannsókn-
arinnar snýst um þarfir náms-
mannanna fyrir dönskukunnáttu í
náminu og í samskiptum við Dani
yfirleitt og hvernig þeir sjá sig í
stakk búna til að mæta þeim þörf-
um. Síðan spurði ég hvaða augum
þeir litu dönskukennslu í grunn-
og framhaldsskólum í ljósi reynslu
sinnar í Danmörku og hvaða
breytingar þeir vildu sjá á dönsku-
kennslu í framtíðinni.“
Mikilvægt að breyta áherslum
Hverjar eru svo niðurstöðurnar?
„Meginniðurstöðurnar eru þær
að nemendurnir hafa almennt góð
tök á því að lesa dönsku. Skiln-
ingur á texta er því ekkert vanda-
mál hvorki í náminu eða í daglegu
lífi. Auk þess hafa flestir nokkuð
góð tök á málfræði og ritun. Þetta
eru líka þeir þættir sem flestir
nefna sem styrkleika dönsku-
kennslunnar. Það sem er langerf-
iðast hjá nemendum í upphafi
námsins er talmálið. Þeim finnst
þeir ekki nægilega vel undirbúnir
til að geta skilið og talað dönsku
og jafnframt benda þeir á að þeir
þyrftu að vita meira um ýmsar fé-
lagslegar hliðar málnotkunar, svo
sem hvað teljist viðeigandi að
segja við ólíkar aðstæður. Þetta
eru þeir þættir sem þeim finnst
minnstur gaumur gefinn í dönsku-
kennslunni. Almennt eru náms-
mennirnir samt jákvæðari gagn-
vart dönskukennslunni í
framhaldsskólanum en grunnskól-
anum. Þau þakka góðum kenn-
urum góðan árangur og í sam-
bandi við lakari árangur benda
þau oft á að metnaðurinn í dönsku-
kennslunni hafi mátt vera meiri og
viðhorf umhverfisins jákvæðari.
Margir nefna að þau hefðu ekki
séð fyrir hve miklu dönskukunn-
átta ætti eftir að skipta þau síðar.
Alveg frá því þau lenda á Kast-
rup heyra þau talað mál sem þau
eiga erfitt með að skilja. Mikill
munur er á dönsku talmáli og rit-
máli og því tekur það tíma að
tengja þann orðaforða talmáli sem
nemendur hafa lært með lestri
texta. Mörg eiga í fyrstu erfitt
með að koma fyrir sig orði og oft
er tilfinningin sú að þau kunni
ekkert, en það er vitaskuld fjarri
sanni. Þau segja með miklum
ákafa að það hafi tekið þau allt
upp í þrjá til fjóra mánuði að geta
skilið talað mál, sem er í rauninni
mjög stuttur tími. Þau ná fljótt
færni í því að hlusta á dönsku í há-
skólanum, þar er mikið um end-
urtekningar og stöðug samskipti í
gangi um efni sem þau þekkja. Í
hinni daglegu rútínu getur tekið
þau lengri tíma að verða sleip í
málinu, m.a. vegna þess, hve mis-
jafnt það er hvaða tækifæri þau fá
til að tjá sig. Mörg nefna að þegar
þau hafi náð valdi á dönskunni þá
geti þau ekki bara tjáð sig við
Dani heldur einnig Svía og Norð-
menn, sem sé mikill kostur. Þau
tala líka um það að það sé mjög
mikilvægt að breyta áherslunum í
dönskukennslunni, halda í það sem
vel er gert en að haga verði
kennslunni þannig að nemendur
upplifi tungumálið sem tæki til lif-
andi tjáskipta – það sé algjört lyk-
ilatriði. Í því sambandi benda þeir
á þá miklu möguleika sem felast í
notkun nýrra miðla.“
Kappsfullir nemendur
Gera námsmennirnir sér far um
að tala dönsku eða halda þeir
kannski of mikið hópinn og tala
íslensku?
„Þeir lýsa vel hvað það hafi ver-
ið erfitt í fyrstu að skilja og tala
málið en það er líka mjög athygl-
isvert hvernig mörg þeirra bregð-
ast við. Sum fá sér aukavinnu þar
sem þau þurfa að nota dönsku.
Aðrir sækja námskeið, en þá kem-
ur í ljós að dönskukunnátta þeirra
er oft mun meiri en útlendinga al-
mennt og því lítið gagn af nám-
skeiðunum. Svo skipta ýmsir fé-
lagslegir þættir miklu máli. Þau
sem búa til dæmis á stúdenta-
görðum eru í sambýli við Dani og
eignast þar vini á meðan þeir sem
Innlegg í umræðu um tungu
Auður Hauksdóttir hefur rannsakað dönskukunnáttu
Íslendinga í framhaldsnámi í Danmörku
Auður Hauksdóttir. „Mér fannst
lærdómríkt fyrir mig sem kenn-
ara að vita hvað hafði reynst vel
í kennslunni og hvað hefði ekki
skilað sér.“
VIÐTAL
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
A
uður Hauksdóttir, dós-
ent í dönsku, er höf-
undur bókarinnar
Dansk som frem-
medsprog i en aka-
demisk kontekst. Om islændinges
behov for danskkundskaber under
videreuddannelse i Danmark. Bók-
in kom nýlega út í Kaupmanna-
höfn og er útgefandi hugvís-
indasvið Hafnarháskóla.
Bókin byggist á rannsókn Auðar
á dönskukunnáttu Íslendinga í
framhaldsnámi í Danmörku, þörf
þeirra fyrir að kunna dönsku og
hvernig þeim gengur að tjá sig í
námi sínu og í samskiptum við
Dani yfirleitt. Einnig eru viðhorf
þeirra til Dana og danskrar menn-
ingar könnuð og svara leitað við
því hvaða augum námsmennirnir
líta dönskukennsluna í íslenskum
skólum í ljósi reynslu sinnar í
Danmörku.
Auður er fyrst spurð um ástæð-
ur þess að hún ákvað að hefja
rannsókn á dönskukunnáttu ís-
lenskra námsmanna. „Ég kenndi
lengi dönsku í framhaldsskólum og
þá leitaði ég oft uppi fyrrum nem-
endur mína sem höfðu farið í nám
til Danmerkur eða annarra Norð-
urlanda til að spyrjast fyrir um
hvernig þeim hefði gengið að nota
dönskuna,“ segir Auður. „Mér
fannst lærdómríkt fyrir mig sem
kennara að vita hvað hafði reynst
vel í kennslunni og hvað hefði ekki
skilað sér.
Þegar ég hóf störf í Háskólanum
ákvað ég að vinna viðamikla rann-
sókn á dönskukunnáttu íslenskra
námsmanna í Danmörku. Þeir búa
yfir dýrmætri reynslu, sem getur
varpað ljósi á, hvað felst í því að
stunda háskólanám á erlendri
tungu. Upplýsingar um slíka
reynslu skipta miklu máli fyrir
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Langtímaleiga
– langsniðugust!
Reiknaðu dæmið til enda.
Frá
49.900 kr.á mánuði!
591-4000 | www.avis.is
Fæst í apótekum, heilsubúðum
og stórmörkuðum
P
R
EN
TU
N
.IS
/
w
w
w
.g
e
n
g
u
rve
l.is
Inniheldur hinn öfluga
DDS1 ASÍDÓFÍLUS!
2 hylki á morgnana geta gert
kraftaverk fyrir meltinguna