Morgunblaðið - 06.08.2013, Qupperneq 31
búa í Íslendinga „gettóum“ eru
einangraðri. Ef námsmennirnir
búa svo einir í herbergi úti í bæ
eða hjá sinni íslensku fjölskyldu,
þá nota þeir málið minna og þá
tekur lengri tíma að ná fram-
förum.
Skipulag námsins í háskólunum
skiptir miklu máli fyrir framfarir
nemenda í málinu. Það eru tak-
mörkuð tækifæri til að nota
dönsku til annars en að hlusta,
þegar kennslan fer fram í formi
fyrirlestra, þar sem nemendur
sitja kannski með 300-400 öðrum. Í
sumum háskólum byggist kennslan
hins vegar á hópvinnu og þá þurfa
Íslendingarnir að leysa verkefni í
samstarfi við aðra. Stundum eru
þeir einu Íslendingarnir í hópnum
eða kannski tveir saman. Í slíkum
tilvikum leggja þeir sig fram við
að tala dönsku allan tímann. Þessi
teymisvinna gefur þeim tækifæri
til að eiga samneyti við aðra og
geta talað og notað málið, en einn-
ig skrifað verkefni með öðrum og
geta spurt ef þau eru í vafa. Það
eru kjöraðstæður til að læra
tungumál að fá leiðbeiningar frá
fólki sem maður treystir og ber
virðingu fyrir. Það eflir líka sjálfs-
traust og löngun til að ná frekari
færni í málinu.
Það er allt annað hljóð í nem-
endum eftir tvo vetur í Danmörku
en eftir fyrsta árið. Erfiðasti hjall-
inn er þá að baki og ég dáist að
því hvað þeir virðast vera kapps-
fullir við það að bæta stöðu sína.“
Hvernig geta rannsóknir þínar
nýst?
„Hér á landi er augljóslega mikil
kunnátta og löng hefð fyrir að
kenna dönsku sem kemur mjög
mörgum til góða, samanber þann
mikla fjölda Íslendinga sem stunda
nám og störf á Norðurlöndum. Á
hinn bóginn er sumt í kennslunni
sem betur mætti fara. Miklu skipt-
ir að tungumálakennslan sé skil-
virk og árangursrík. Ég er að vona
að rannsóknin sé innlegg í um-
ræðu um tungumálakennslu og það
sem námsmennirnir hafa fram að
færa nýtist.
Rannsóknir á notkun erlendra
tungumála í háskólastarfi eru af
skornum skammti, sem sést af því
að þessi rannsókn mun vera sú
fyrsta sinnar tegundar í Dan-
mörku og hefur vakið nokkra at-
hygli. Hér á landi eru aðstæður
þannig að hægt var að fá upplýs-
ingar um námsmannahópinn og ná
til hans. Stór hluti námsmannanna
brást við rannsókninni með já-
kvæðum hætti og þannig fengust
ítarlegar og traustar upplýsingar.
Rannsóknin nýtist því einnig á
Norðurlöndum almennt og í al-
þjóðlegu samhengi.“
málakennslu
Morgunblaðið/Eggert
»Rannsóknir á notkun erlendra tungumála íháskólastarfi eru af skornum skammti, sem
sést af því að þessi rannsókn mun vera sú fyrsta
sinnar tegundar í Danmörku og hefur vakið
nokkra athygli.
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013
Sérsmíðaðar baðlausnir
Speglar • Gler • Hert gler
Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar
Sandblástur • Álprófílar
Máltöku- og uppsetningaþjónusta
Við leggjum metnað
okkar í að bjóða sérhæfðar
og vandaðar lausnir á
baðherbergi.
Við bjóðum upp á
sérsmíðaða spegla,
sturtuklefa og sturtu-skilrúm.
Þá erum við komnir með nýja
útgáfu af ljósaspeglunum
okkar vinsælu.
Á nýrri heimasíðu okkar
glerslipun.is er gott yfirlit yfir
það sem er í boði. Auk þess
bjóðum við alla velkomna
í Vatnagarða 12 þar sem
fagfólk veitir góða þjónustu
og allar þær upplýsingar sem
þarf.
Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922
Þegar þú kaupir þér
BOBS skó gefur Skechers
annað skópar
til nauðstaddra
barna
Meira en
4 milj. skóparahefur verið
dreift
Guatemala
Uganda
Haiti
Fæst á souk.is