Morgunblaðið - 06.08.2013, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.08.2013, Qupperneq 32
Kátar Vinkonurnar Laufey Haraldsdóttir og María Björk Gunnarsdóttir létu sig ekki vanta á tónleikana í Húsdýragarðinum í blíðunni. » Stuðmenn hélduuppi stuðinu í Fjöl- skyldu- og húsdýra- garðinum sl. sunnudag en hljómsveitin hefur margoft haldið tónleika þar um verslunar- mannahelgi. Meðal þeirra sem komu fram með Stuðmönnum voru gítarleikarinn Guð- mundur Pétursson, hljómborðs- og slag- verksleikarinn Eyþór Gunnarsson og fé- lagarnir Sveppi og Villi sem sungu og stigu villtan dans. Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, skemmti gestum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í fyrradag Morgunblaðið/Styrmir Stuðmenn Ragnhildur Gísladóttir og Egill Ólafsson þöndu raddböndin við mikinn fögnuð og gleði viðstaddra. Gæruvestið og köflótti jakkinn minntu óneitanlega á fatnað þeirra í Stuðmannamyndinni, Með allt á hreinu. Sumargleði Það fór vel um hnátuna Margréti Kjartansdóttur sem sat á milli þeirra Helgu og Hólmfríðar Björnsdætra og hlýddi á tónana. Afslöppun Ekki væsti um Svanhildi Maríasdóttur, Berglindi Baldursdóttur, Daníel Dag Hermannsson og Hermann Ingason í skjóli við gróðurinn. 32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 2013 Nýjasta kvikmynd mexíkóska leik- stjórans Guillermo del Toro, Pacific Rim, hefur slegið í gegn í Kína og er líklegt að framhaldsmynd verði gerð, í ljósi þeirra vinsælda. Miða- sölutekjur fyrstu sýningarhelgar myndarinnar í Kína námu níu millj- ónum dollara, um milljarði króna, en aðsókn að myndinni hefur aftur á móti verið heldur dræm í Banda- ríkjunum. Hins vegar hefur aðsókn verið góð á heimsvísu og enn á eftir að frumsýna hana í fjölda landa, m.a. á Spáni, í Brasilíu og Japan. Myndin var feikilega dýr í fram- leiðslu, kostaði eitthvað á bilinu 180-220 milljónir dollara og því enn óvíst hvort einhver hagnaður verð- ur af myndinni. Í myndinni segir af skrímslum sem hyggjast tortíma jörðinni og eina von mannkyns er risavaxin, fjarstýrð vélmenni. Skrímslaógn Risavaxið skrímsli í kvikmyndinni Pacific Rim. Pacific Rim slær í gegn í Kína Rússneski þingmaðurinn Vitaly Milonov vill að hafin verði rann- sókn á því hvort tónlistarkonan Lady Gaga hafi brotið rússnesk lög með því að halda tónleika þar í landi án þess að hafa viðeigandi leyfi til þess. Milonov heldur því fram að Gaga hafi komið til lands- ins sem ferðamaður án starfsleyfis. Þingmaðurinn hefur einnig sakað tónlistarkonuna Madonnu um sam- bærilegt lögbrot sem og að tala með jákvæðum hætti um samkyn- hneigð, líkt og Gaga. Í Rússlandi er bannað með lögum að fræða fólk undir lögaldri um samkynhneigð og átti Milonov frumkvæðið að þeirri lagasetningu. Gaga Milonov er greinilega lítt hrif- inn af tónlistarkonunni friðelskandi. Þingmaður sakar Gaga um lögbrot Frá því að Garðlist ehf var stofnað fyrir 23 árum síðan, höfum við haft það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu fyrir garðinn á einum stað. Við þökkum þeim þúsundum einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja sem við höfum átt í viðskiptum við undanfarin ár, á sama tíma og við bjóðum nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna. ALHLIÐA GARÐÞJÓNUSTATUNGUHÁLSI 7 » 110 REYKJAVÍK » SÍMI 554 1989 » GARDLIST.IS ALLT FYRIR GARÐINN Á EINUM STAÐ » Trjáklippingar » Trjáfellingar » Garðsláttur » Beðahreinsun » Þökulagnir » Stubbatæting » Gróðursetning » Garðaúðun o.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.