Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mælt verður með stórauknum mak- rílkvóta á Norðaustur-Atlantshafi á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahafrann- sóknaráðsins (ICES). Samkvæmt því sem fram kemur á vef norsku haf- rannsóknastofnunarinnar verður ráð- gjöfin fyrir næsta ár 890 þúsund tonn, en fyrir þetta ár var hún 542 þúsund tonn. Meðan þjóðirnar glíma við að ná samkomulagi um kvóta reyna vís- indamenn að finna út hversu stór makrílstofninn í rauninni er, segir á vef norsku hafrannsóknastofnunar- innar. Skortur á raunverulegum afla- tölum í sögulegu samhengi valdi erf- iðleikum við að reikna út stærð stofnsins með þeirri aðferð sem hing- að til hafi verið notuð við stofnmatið. Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur því ekki lengur mat á stofninn og hversu stór hann er. Nógu stór til að þola veiðarnar Ráðið gengur aðeins út frá því að stofninn sé nógu stór til að þola veið- arnar eins og þær hafa verið síðustu árin. Þegar ráðið leggur til 890 þús- und tonna kvóta er það framhald af meðalveiði síðustu þriggja ára. Sér- staklega er tekið fram á norska vefn- um að þetta þýði ekki endilega leyfi til aukinna veiða þar sem yfir 900 þús- und tonn verði veidd af makríl í ár. Ekkert samkomulag er um stjórn- un veiðanna milli strandríkjanna og Noregur, Evrópusambandið, Rúss- land, Ísland, Færeyjar og Grænland hafa sett sér kvóta. Næsti fundur strandríkja um stjórn makrílveiða verður haldinn í London 23. til 25. október, en þá er reiknað með að ný ríkisstjórn hafi tekið við völdum í Noregi. Makrílkvóti Íslendinga var rúm- lega 123 þúsund tonn í ár og minnkaði um 15% frá árinu á undan í samræmi við veiðiráðgjöf ICES. Ráðgjöfin var 639 þúsund tonn árið 2012. Formleg ráðgjöf ICES í dag Í gærmorgun birtist á heimasíðu ICES aflaráðgjöf fyrir næsta ár í norsk íslenskri síld og kolmunna í NA-Atlantshafi. Fyrirhugað var að þar birtist á sama tíma einnig ráðgjöf um makrílveiðar næsta árs, en til- kynnt var í gærmorgun að henni væri frestað til dagsins í dag. Norska hafrannsóknastofnunin birti hins vegar á sama tíma frétt um fyrrnefndar þrjár fisktegundir. Í til- kynningu frá Hafrannsóknastofnun eftir hádegi í gær er greint frá ráðgjöf í síld og kolmunna, en sagt að ráðgjöf um makríl birtist í dag. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins áttu upplýsingar um mak- rílráðgjöfina ekki að fara út í gær. Ekki var reiknað með miklum breyt- ingum á ráðgjöfinni um 890 þúsund tonn, en unnið var að breytingum á texta með ráðgjöfinni. Stóraukinn makrílkvóti  Miðað við meðalafla í ráðgjöf ICES  Erfiðleikar við að reikna út raunverulega stærð stofnsins  Viðræðufundur um stjórnun makrílveiða 23. október  Miklar sveiflur í stærð uppsjávarstofna Ljósmynd/Börkur Kjartansson Á loðnu Uppsjávarskipin eru afkastamikil og veiða jöfnum höndum loðnu, síld, makríl og kolmunna. Frá vinstri eru Bjarni Ólafsson AK 70, Heimaey VE 1, Hákon EA 148 og Ásgrímur Halldórsson SF-250. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013 Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, fagnar góðu ástandi makríls- og kolmunnastofna og veiðiráðgjöf næsta árs. Að sama skapi segir hann að staða norsk-íslenska síldarstofns- ins valdi áhyggjum og það sé alvarlegt að þessi mikil- vægi stofn fyrir íslenskan sjávarútveg sé á niðurleið. „Varðandi makrílstofninn þá kemur þarna í ljós að það stenst sem við höfum haldið fram að stofninn sé stærri heldur en ráðgjöfin hefur sagt fram að þessu,“ segir Kolbeinn. „Þetta kemur til með að gefa mönnum tækifæri til að ljúka samningum og kannski halda sínu í veiðunum ef ekki meira.“ Spurður hvort hann vilji miða við svipaða hlutdeild af heildarráðgjöf ICES eins og gert hefur verið undanfarin ár eða svipaðan fjölda tonna og íslensk skip hafa aflað svarar Kolbeinn: „Ég segi aðeins að ef menn bera ekki gæfu til að semja í svona ástandi þá erum við ekki á góðum stað.“ Varðandi vísindaaðferðir ICES við rannsóknir á makríl segir Kolbeinn að vonandi hvetji niðurstöður fundar ICES til að beita í framtíðinni að- ferðum við rannsóknir á makríl, sem gefi rétta mynd af stofninum. „Ég tel að ráðgjöfin eins og hún stendur byggist á töluverðri óvissu í að- ferðafræði og ég tel að það sé ágætt að menn hafi þá vísindalegu sjálfs- gagnrýni að viðurkenna að aðferðafræði sem þeir hafa beitt sé ekki sú eina rétta,“ segir Kolbeinn. Tækifæri til að ljúka samningum Kolbeinn Árnason Veruleg aukning verður á kolmunnaafla á næsta ári verði veiðar í samræmi við ráðgjöf ICES. Lagt er til að heimilt verði að veiða 949 þúsund tonn á næsta ári í stað 643 þúsund tonn á þessu ári. Mjög lítill afli árið 2011 og góð nýliðun undanfarin ár hafa orðið til þess að stofn og afli hafa farið vaxandi. Á árunum 1996-2004 var mjög góð nýliðun í kol- munnastofninn, sem stækkaði verulega í kjölfarið. Hrygningarstofninn stækkaði í um 7 milljónir tonna á árunum 2003 og 2004, en fór síðan minnkandi til ársins 2010 vegna lélegrar nýliðunar. Árgangar 2005 til 2008 eru allir metnir ná- lægt sögulegu lágmarki, en árgangar 2009 til 2012 eru metnir vera um og yfir langtíma meðaltali. Samkvæmt nýjasta mati er hrygningarstofninn talinn vera um 5,5 millj- ónir tonna árið 2013, en það er nálægt því sem spáð var að hann yrði sam- kvæmt úttekt á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að hrygningarstofninn verði um 6,9 milljónir tonna árið 2015 ef afli árið 2014 verður samkvæmt afla- reglu. Aflamark fyrir árið 2014 verður 949 þúsund tonn samkvæmt aflareglu. Hlutdeild Íslendinga er um 167 þúsund tonn (17,6%). Til samanburðar þá var aflamark fyrir árið 2013 um 643 þúsund tonn og hlutdeild Íslendinga 113 þúsund tonn. Veiðar úr stofnum norsk-íslenskrar síldar, makríls og kolmunna eru fjöl- þjóðlegar og hefur Hafrannsóknastofnunin komið að mati á stærð og veiði- þoli þeirra með virkri þátttöku í vinnunefndum og ráðgjafarnefnd Alþjóða- hafrannsóknaráðsins og stofnunin þannig komið að mótun þessarar ráðgjafar, segir í frétt frá Hafrannsóknastofnun. Vaxandi stofn og aukinn kolmunnaafli Stofnar makríls og síldar hafa síðustu ár skilað miklum verðmætum inn í íslenskt þjóðarbú og kolmunninn er á uppleið. Miðað við tölur á vef Hag- stofunnar fengust árið 2012 um 13,2 milljarðar króna í útflutnings- verðmæti fyrir hver hundrað þúsund tonn af síld. Fyrir hver hundrað þús- und tonn af makríl fengust um 12,8 milljarðar króna og fyrir sama magn af kolmunna um 4,4 milljarðar í útflutningsverðmæti. Markaðsaðstæður geta hafa breyst frá árinu 2012 og einnig gengi gjald- miðla. Miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðarbúið Tæplega þriðjungs samdráttur er lagður til í veiðum á norsk íslenskri síld á næsta ári, samkvæmt ráðgjöf ICES. Ráðgjöf þessa árs var 619 þúsund tonn, en lagt er til að há- marksafli á síld verði 418 þúsund tonn á næsta ári. Hlutdeild Íslend- inga í aflanum árið 2014 verður um 60 þúsund tonn miðað við 14,51% af heildarkvótanum. Til samanburðar var hlutdeild Íslands 90 þúsund tonn árið 2013. Hrygningarstofninn árið 2014 er metinn verða um 4,1 milljón tonna og verður þá kominn undir varúðarmörk. Gert er ráð fyrir að hann fari enn minnkandi og verði rúmar 3,5 milljónir tonna árið 2015, segir í frétt frá Hafrannsóknastofn- un. Samkvæmt nýjasta mati á norsk- íslensku vorgotssíldinni er hrygn- ingarstofninn í ár rétt rúmar fimm milljónir tonna, þ.e. í góðu í sam- ræmi við það sem spáð var að hann yrði samkvæmt úttekt á síðasta ári. Árgangarnir frá 1998, 1999 og 2002- 2004 voru allir stórir, sem leiddi til þess að hrygningarstofninn fór vax- andi frá árinu 2003 og náði hámarki árið 2009, um 9 milljón tonn. Ár- gangar yngri en 2004 eru allir metn- ir litlir og því fyrirséð að afli og hrygningarstofn muni halda áfram að minnka á næstu árum. Afli á norsk-íslenskri síld talsvert umfram ráðgjöf Aflamark árið 2013 var 619 þús- und tonn, en Færeyingar hækkuðu sitt aflamark um 70 þúsund tonn og sögðu Færeyingar sig frá sam- komulagi strandríkja um síldveiðar. Hinar þjóðirnar miðuðu hins vegar við ráðgjöf ICES og settu sér kvóta samkvæmt samkomulagi sem áður var í gildi. Gert er ráð fyrir að heild- arafli árið 2013 verði um 692 þúsund tonn. Síldin nálgast varúðarmörk Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Til manneldis Síldin er unnin í frystihúsum víða um land, en einnig í frysti- skipum á miðunum. Myndin er tekin í Síldarvinnslunni í Neskaupstað.  Tæplega þriðjungs samdráttur  Hrygningarstofn fer enn minnkandi +348.000 Makrílkvótar verða auknir veru- lega á næsta ári eða úr alls 542 þúsund tonnum í 890 þúsund tonn. Ekki liggur fyrir hver hlut- ur Íslendinga verður. -30.000 Stærð norsk-íslenska síldar- stofnsins er á niðurleið og er reiknað með að í hlut Íslendinga á næsta ári komi um 60 þúsund tonn í stað 90 þúsund tonna í ár. +54.000 Kolmunnastofninn er vaxandi. Hlutdeild Íslendinga á næsta ári verður um 167 þúsund tonn eða 17,6% af heildinni. Til saman- burðar þá var hlutdeild Íslendinga 113 þúsund tonn í ár. ‹ SVEIFLUR Í STOFNSTÆRÐ › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.