Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 11
Leðurklæddir eðaltöffarar Strákanir í Grís eru nokkuð öruggir með sig og leggja sig fram við að heilla stúlkur.
hópurinn væri góður og allir orðnir
góðir vinir. Perla Sóley var sammála
þar.
Vináttutengsl hafa
myndast milli þátttakenda
Það eru kannski ekki síst þessi
vinatengsl sem þeim Guðnýju og
Höllu Karen finnst dýrmæt í leiklist-
arstarfi og þær sögðu báðar að gam-
an væri að fylgjast með þeirri vin-
áttu sem hefði skapast gegnum
æfingarnar sem nær líka til frítíma
þátttakenda. Þeir eru allir á bilinu 12
til 15 ára. „Þessir krakkar eru að
koma úr Vogum, Sandgerði og
Garði, ásamt Reykjanesbæ og for-
eldrar eru duglegir að koma þeim til
og frá æfingum. Þeir eru líka dugleg-
ir að færa okkur bakkelsi og það er
ekki lítið.“ Áheyrnarprufur fóru
fram í vor og kom mikill fjöldi hæfi-
leikaríkra barna og unglinga til að
reyna sig en að lokum þurfti að skera
hópinn niður í 22 þátttakendur. Þær
Guðný og Halla Karen segja það allt-
af erfiðasta hlutverk leikstjóranna.
„Við verðum að standa með þeim
ákvörðunum sem við tökum í þessum
efnum og vona að maður velji rétta
þátttakendur til leiks. Okkur finnst
okkur hafa tekist vel upp þar í þessu
verki.“ Margir þátttakenda hafa ein-
hverja reynslu úr skólum og af nám-
skeiðum en flestir þeirra eru að stíga
sín fyrstu skref í alvöruleikhúsi þar
sem allt er til alls. Hér segja þær
Guðný og Halla Karen skipta máli þá
aðstöðu sem þær hafi aðgang að í
Frumleikhúsinu gegn vægu gjaldi og
þar hafi þær verið heppnar. „Svo eru
þessir krakkar líka svo áhugasamir
við að mála hvert annað og setja í hár
þó að starfsfólk á bak við tjöldin sjái
um þá þætti, þannig að allt hjálpast
þetta að við að láta þetta renna vel.
Auk þess er mikið af þeim fötum sem
voru í tísku á Grease-tímabilinu
kringum 1978 í tísku í dag, eins og
leðurjakkar, gallabuxur með uppá-
broti og converse-skór og það hefur
reynst léttara að finna búninga,
a.m.k. hversdagsklæðnaðinn.“
Eins og áður segir verður Grís
frumsýnt í Frumleikhúsinu í kvöld
kl. 20 en 2. og 3. sýning verða sunnu-
daginn 6. október og þriðjudaginn 8.
október. Hægt er að nálgast upplýs-
ingar um verkið á Facebook síðu
uppfærslunnar, Grís.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríks
Söngur og dans Rétt eins og í kvikmyndinni Grease er mikið sungið og dansað í uppfærslu Gyltanna á Grís.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013
Anne Aghion er fransk-bandarískur
leikstjóri. Hún er þekktust fyrir heim-
ildarmyndir sínar um þjóðarmorðin
sem framin voru í Rúanda árið 1994.
Rannsóknarstofa í kvenna- og kynja-
fræðum við Háskóla Íslands stendur
fyrir sýningunni sem verður í dag frá
klukkan 16-18 í stofu 105 við Há-
skólatorg. Myndin Nágranni minn –
Morðingi minn er frá árinu 2009.
Anne hefur farið ótroðnar slóðir og
gefst gestum einstakt tækifæri til að
leggja spurningar fyrir þessa reyndu
konu. Hún hefur skoðað vandlega það
mikla og flókna samfélagsuppgjör
sem fram fór nokkrum árum eftir
þjóðarmorðin í Rúanda þegar morð-
ingjarnir voru leystir úr varðhaldi og
sneru aftur á sínar gömlu heimaslóð-
ir til þess að taka þátt í Gacaca.
Gacaca voru réttarhöld sem fóru
fram á tíu þúsund hæðum um landið
allt undir berum himni. Þar mættu
fórnarlömbin, sem iðulega voru kon-
ur, þeim einstaklingum sem nokkrum
árum fyrr myrtu eiginmenn þeirra og
börn, en von stjórnvalda var sú að
með Gacaca yrði einhvers konar rétt-
læti náð fram og samfélagið allt gæti
loks horft fram á veginn.
Nágranni minn – Morðingi minn
Kvikmynd, spurningar og svör
Veggspjald myndar Anne Aghion.
Hvað ætlar þú að verðaþegar þú verður stór?Spurningin er stór oghjá mörgum er svarið
enn stærra. Í mínu tilviki voru
svörin býsna mörg og ollu mér
heilabrotum í fjölda ára og gera
jafnvel enn. Það eru til fjölmargar
útgáfur af svörum í svonefndum
minningarbókum sem krakkarnir í
skólanum létu ganga á milli bekkj-
arfélaga. Mér þótti iðulega mikill
heiður að fá að rita í slíkar bækur
og vandaði mig mikið. Hvað ætlar
þú að verða? Það var skemmtileg-
asta spurningin í bókinni auk
spurningarinnar um besta matinn
(sem alla jafna ærði upp í manni
sultinn).
Ég ætlaði að verða ljósmyndari,
málari, píanóleikari, málfræðingur,
klósettkafari, uppfinningamaður,
stjarneðlisfræðingur, geimfari,
rallíbílstjóri, garðyrkjumeistari
eins og amma eða rafeindavirki
eins og pabbi. Auðvitað byrjaði
maður á einu og öðru þó að ekki
sé hægt að gera allt. Alla vega
ekki í einu. Af upptalningunni má
glöggur greina að fæst þessara
starfa eru til þess fallin að efla
þátt mannlegra samskipta né
heldur virðast þau kalla á mikla
færni í mannlegum samskiptum.
Enda sá ég mér snemma leik á
borði og ætlaði alfarið að sneiða
hjá mannfólkinu og allri umgengi
við jarðarbúa. Svo djúpt var ég
sokkin í andfélagslega drauma að
ég hugsaði um geimfarastarfið
með sannkallað stjörnublik í
augunum. Píanóleikara-
starfið lét ég eiga
sig á fimmta stigi
námsins því til-
hugsunin um að
kenna börnum á
hljóðfæri var
óbærileg. Ég varð
flugfreyja sam-
hliða háskólanáminu
og starfaði á þeim vett-
vangi um árabil. Ekki
var mikil hætta á félags-
legri einangrun þar. Né
heldur í sjónvarpinu þar
sem ekki gengur að vera
feiminn. Blaðamenn hafa
sjaldnast verið taldir
feimnir eða félagslega ill-
skeyttir. Kannski er ég
ekki orðin stór ennþá en
svei mér hvað lífið er nú ljómandi
skemmtilegt, nákvæmlega eins og
það er. Hver veit nema íslenskur
blaðamaður eigi eftir að fara út í
geim einn daginn. Svo ekki sé tal-
að um ótal möguleika á því að
finna eitthvað upp og geta í fram-
haldi af því kallað sig uppfinninga-
mann. Píanóið get ég alltaf glamr-
að á og dundað mér við eitt og
annað af því sem talið var upp hér
að ofan. Best væri þó að komast í
þessar gömlu minningabækur og
rifja upp allar þær ágætu hug-
myndir sem maður fékk um
það hvað fælist í fjar-
lægri framtíð og gleðj-
ast yfir stórbrotnu
ímyndunarafli barnsins.
»Ég ætlaði að verðaljósmyndari, mál-
ari, píanóleikari, mál-
fræðingur, klósettkafari,
uppfinningamaður,
stjarneðlisfræðingur,
geimfari, rallíbílstjóri,
garðyrkjumeistari eins og
amma eða rafeindavirki
eins og pabbi.
Heimur Malínar Brand
Malín Brand
malin@mbl.is