Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013 Samstarf sveitarfé- laga á Austurlandi hef- ur til fjölda ára verið öflugt, framsækið og til eftirbreytni á landsvísu. Samstarfsvettvangur þeirra, SSA (Samband sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi), var stofnaður í október 1966 og hefur starfað óslitið síðan. Alls voru sveitarfélögin á Austurlandi þá 35 að tölu. Fyrsti aðalfundur SSA var hald- inn á Höfn í Hornafirði í sept- embermánuði árið 1967. Staðsetning Hornafjarðar sem öflugur útvörður Austurlands í suðri styrkti lands- hlutasamtökin og samstarfið allt. Hornfirðingar áttu, og eiga enn, öfl- uga talsmenn sveitarfélagsins og Austurlands. Þeir tóku þátt í að tala fyrir og fylgja eftir, í góðu samstarfi við aðra sveitarstjórnarmenn á Aust- urlandi, mörgum góðum framfara- málum fyrir landshlutann. Höf- uðstöðvar SSA voru á Hornafirði í níu ár þegar Sigurður Hjaltason, fyrrver- andi sveitarstjóri þar, var farsæll framkvæmdastjóri árin 1982-1991. Skrifstofan var á heimili Sigurðar á Svalbarði 5 allan þann tíma og gegndi kona hans, Aðalheiður Geirsdóttir, skrifstofustarfi í hálfu starfi lengst af. Albert Eymundsson, fyrrverandi bæjarstjóri, var formaður stjórnar SSA árin 1992-1995. Hornfirðingar voru því í forystu fyrir SSA og leiddu samtökin í 13 ár. Sú handleiðsla var farsæl fyrir alla aðila. Árið 2000 sam- þykkti Alþingi lög sem fólu í sér breytingar á kjördæmaskipan. Kjör- dæmum var fækkað úr átta í sex. Austurlandskjördæmi var lagt niður en við tók stækkað kjördæmi, Norð- austurkjördæmi. Bæjarstjórn Hornafjarðar ákvað að leita álits íbúa sveitarfélagsins um hvort sveitarfé- lagið Hornafjörður skyldi tilheyra nýju Norðausturkjördæmi með 15 öðrum sveitarfélögum SSA á Austur- landi eða flytja sig yfir í nýtt Suður- kjördæmi. Meirihluti íbúa valdi Suð- urkjördæmi og þann vilja staðfesti síðan bæjarstjórnin. Hornafjörður var þar með stjórnsýslulega orðinn hluti Suðurlands. Kosningar sam- kvæmt nýrri kjördæmaskipan fóru fyrst fram vorið 2003. Nafni SSA var breytt í Samband sveitarfélaga á Austurlandi. Undirritaður var á þess- um tíma framkvæmdastjóri SSA og fylgdist náið með og vann fyrir lands- hlutasamtökin, m.a. við að kynna sveitarfélögunum fyrirhugaða kjör- dæmabreytingu, ásamt formanni SSA, Smára Geirssyni. Það verður að segjast að ákvörðun Hornfirðinga, á þeim tíma, kom mörgum sveitarstjórnarmönnum á Austurlandi á óvart. En hvað um það, Hornafjörður er á sama stað á landakortinu, það breyttist ekki, og vega- lengdir milli staða eru óbreyttar. Sveitar- stjórnarmenn sveitarfélagsins Hornafjarðar lýstu vilja sínum til að starfa áfram í SSA. SSA starfaði því áfram óbreytt, þvert yfir kjör- dæmamörk, með 15 sveitarfélög í Norðausturkjördæmi og eitt í Suður- kjördæmi. Nú brá hins vegar svo við að sveitarfélagið í Suðurkjördæmi átti ekki lengur sömu þingmenn og hin sveitarfélögin í SSA sem voru í Norðausturkjördæmi. Í samstarfi sveitarfélaga innan landshluta- samtaka var og er eitt lykilatriða að vera í góðu og virku sambandi við sína þingmenn. Þetta var leyst í fyrstu með því að efla samstarfið við þingmenn beggja kjördæmanna og taka upp formleg samskipti við lands- hlutasamtök Suðurlands og Eyþing á Norðausturlandi. Svo fór þó að lokum að Hornfirðingar óskuðu eftir því að kveðja samstarfið innan SSA og flytja sig alfarið yfir í samstarfið á Suður- landi. Fræðslunet Austurlands, stofn- að 1998, síðar Þekkingarnet Austur- lands (nú hluti Austurbrúar), var það samstarfsverkefni innan SSA sem Hornfirðingar tóku lengst þátt í eftir að þeir fluttu sig. Þar eins og í fleiri verkefnum voru þeir öflugir og traustir og á Hornafirði var t.d. starfsstöð með tvo starfsmenn. Nú í ár er sá samstarfsstrengur endanlega rofinn og þar með er löngu, farsælu og sögulegu samstarfi á Austurlandi við Hornafjörð í SSA lokið. Það er því við hæfi að þakka sveitarstjórnarfólki á Hornafirði fyrir frábært samstarf í áratugi og óska þeim áframhaldandi góðs gengis með nýjum samstarfs- aðilum. Samstarf sveitarfélaga á Austurlandi heldur áfram en er fá- tækara eftir. Takk fyrir samstarfið Hornfirðingar Eftir Þorvald Jóhannsson » Íbúarnir völdu að flytja sveitarfélagið í Suðurkjördæmi. Bæjar- stjórnin staðfesti þann vilja. Þorvaldur Jóhannsson Höfundur er fyrrv. bæjarstjóri og framkvæmdastjóri SSA. Á hverju hausti fá foreldrar skólabarna tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á vinnuumhverfi barna sinna. Óskað er eftir fulltrúum foreldra í hverjum bekk til að halda utan um og stuðla að samstafi heimilis og skóla. Haldnir eru aðal- fundir foreldrafélaga og kosið í stjórnir þeirra. Að sitja í stjórn for- eldrafélags eða skólaráði skóla barnanna okkar er gullið tækifæri til þess að taka þátt i að tryggja gæði menntunar og vellíðan barnanna í skólanum. Vel skipulagt foreldrastarf getur skipt sköpum fyrir skólann. Skóla- stjórinn og starfsmenn fá þar stuðning og foreldrar geta verið þeim uppspretta nýsköpunar og framfara. Foreldrafélög sinna gjarnan ýmsum fé- lagsstörfum í skól- anum, en það er ekki síður hlutverk foreldra að styðja skólann við að starfa eftir lögboð- inni aðal- og skóla- námskrá. Virk for- eldrafélög setja sér skýra verkáætlun og skipta með sér verkum, alveg eins og í vel skipulögðum sjálfboða- samtökum eða íþrótta- félögum. Fundir eru markvissir, ábyrgð er dreift og vel er farið með tímann. Góð samskipti foreldrafélags við skólann eru mik- ilvæg sem og gagnkvæmur skiln- ingur á hlutverki hvort annars. Miðað við hvað mikið er í húfi, menntun barna okkar, þá er synd ef foreldra eru passívir neytendur menntunar og setja sig ekki inn í skólastarfið og taka ekki þátt í því. Það er líka synd ef skólastjórar sinna ekki lögboðnu hlutverki sínu að stuðla að virku foreldrastarfi í sínum skóla. Heimili og skóli – landssamtök foreldra eru frjáls fé- lagasamtök sem hafa þá framtíð- arsýn að í öllum skólum landsins verði foreldrar virkir þátttakendur í skólastarfi. Samtökin hafa á vef sín- um upplýsingar og aðferðir til að styðja foreldra í því hlutverki. For- eldrar eiga að fá að taka virkan þátt í skólastarfinu í sínum skóla, í for- eldrahlutverkinu, í bekknum og við stjórnun skólans. Þannig verðum við breiðfylking sem stuðlar að bættri velferð skólabarna. Virkjum foreldra í skólum Eftir Ketil B. Magnússon Ketill B Magnússon » Það er synd ef for- eldra eru passívir neytendur menntunar og setja sig ekki inn í skólastarf barna sinna og taka ekki þátt í því. Höfundur er formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. Ekki geta landsmenn kveikt á útvarps- og sjónvarpstækjum sínum án þess að heyra fréttir af því að Jón Gnarr og skriffélagar Betri byggðar setji fram óraunhæfar og fjar- stæðukenndar kröfur um að ein þyrla skuli sinna sjúkrafluginu fyrir allt landið frá höf- uðborgarsvæðinu þegar þeir kynna hugmyndir sínar um blandaða stór- borg í Vatnsmýri og járnbrautarlestir milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Yf- irlýsingar borgarstjóra í fjölmiðlum um að enginn skaði hljótist af flutningi innanlandsflugsins til Keflavíkur eru fyrst og fremst notaðar til að reka hornin í landsbyggðina og afskræma allar staðreyndir um lífæð allra lands- manna og sjúkraflugið. En hvernig ætla skrif- félagar Betri byggðar og Jón Gnarr að bregð- ast við neyðartilfellum úti á landi án flugvall- arins í Vatnsmýri þegar þyrla sem er alltof hæg- fleyg kemst ekki upp fyrir veðurhæðirnar og stystu leið á milli staða líkt og vel útbúin sjúkra- flugvél með öflugum hverfihreyflum, afísing- ar- og jafnþrýstibúnaði? Við þessari spurningu hafa fengist svör sem einkennast af fyrirlitningu, hroka og útúrsnúningi. Hafi borgarstjóri og skriffélagar Betri byggðar skömm fyrir rangfærslurnar um sjúkraflugið og Reykjavík- urflugvöll, sem er lífæð allra lands- manna. Allt tal um að þessi flugvöllur geti nýst í meira en 30% tilfella sem varavöllur fyrir Keflavík með aðeins eina braut er mannskemmandi, fjar- stæðukennt og úr tengslum við raun- veruleikann. Þó að Akureyri komist vel af með eina flugbraut sýna veð- urfarsmælingar að óhjákvæmilegt er að hafa minnst þrjár flugbrautir í Vatnsmýri, sem er á opnu svæði og í lítilli hæð yfir sjávarmáli. Á leiðinni til Reykjavíkur er það öryggisatriði fyrir sjúkraflugvél með veikan mann innan- borðs að allar flugbrautirnar á þessu svæði liggi í minnst sex áttir ef vindur breytist fyrirvaralaust þegar örfáar mínútur eru eftir af áætluðum flug- tíma. Að öðrum kosti yrði öryggi sjúkraflugsins sett í sjálfheldu ef hug- myndin um lokun Reykjavík- urflugvallar í áföngum verður að veru- leika. Að sjálfsögðu snertir þetta líka farþegaflugið. Fyrrverandi og núver- andi flugmenn hafa alltaf ítrekað að ákvörðun um endalok innanlands- flugsins liggi fyrir verði N-S-brautinni lokað árið 2016 eins og borgarstjórn- armeirihlutinn ætlast til. Með flutningi innanlandsflugsins úr Vatnsmýri til Keflavíkur yrði rekstrargrundvöllur flugfélaganna endanlega eyðilagður ís- lenskum almenningi til mikillar hrell- ingar. Hugmyndir um að nýr flug- völlur verði byggður á Álftanesi eða Bessastaðanesi vekja spurningar um hvort þá verði óhjákvæmilegt að ráð- ast í gerð neðansjávarganga til að tryggja örugga vegtengingu flugvall- arins við öll sjúkrahús höfuðborg- arinnar. Í krafti skipulagsvalds rétt- lætir borgarstjórnin, að undirlagi Dags B. Eggertssonar, tilefnislausa árás á flugsamgöngurnar og Reykja- víkurflugvöll, sem er ekki einkamál höfuðborgarbúa. Önnur hugmynd um að loka NA-SV-brautinni snýst um að núverandi borgarstjórn geti að eigin geðþótta brugðið fæti fyrir sjúkra- flugið þegar veikur maður úti á landi er í lífshættu og þarf hið snarasta að komast undir læknishendur í Reykja- vík. Enn bullar borgarstjórinn sem nýtur þess að afskræma allar stað- reyndir tengdar sjúkrafluginu og flug- vellinum í Vatnsmýri. Siðblind umfjöll- un Jóns Gnarrs um lífæð allra landsmanna og sjúkraflugið, sem er til háborinnar skammar, snýst frekar um að sex eða fleiri mannslíf skipti enn minna máli en blönduð stórborg og ein járnbrautarstöð í Vatnsmýri. Borg- arstjóri hefur sýnt öllum lands- mönnum sitt rétta andlit þegar hann fullyrðir að það sé of mikil einföldun að tala um að Reykjavíkurflugvöllur og sjúkraflugið hafi í fleiri áratugi bjarg- að mörgum mannslífum. Þetta skeyt- ingarleysi Jóns Gnarrs er hnefahögg í andlit íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Tímabært er að flutt verði þingsályktunartillaga um að allt skipulagsvald borgarinnar verði fært til íslenska ríkisins þó að borg- arstjórnin bregðist hin versta við og ítreki andstöðu sína. Færsla innan- landsflugsins til Keflavíkur hefur þau áhrif að þessi þjónusta verður aldrei aðgengileg fyrir alla landsmenn í 50 km fjarlægð frá höfuðborginni. Ná- lægð flugvallarins við sjúkrahúsin skiptir öllu máli. Eftir Guðmund Karl Jónsson » Þetta skeytingar- leysi Jóns Gnarrs er hnefahögg í andlit íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Enn bullar borgarstjórinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.