Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2013
Styrkjum
starfsemi
Krabbameins-
félagsins
Út á lífið í bleikum bíl!
Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins-
félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum.
Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný
með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér.
Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl!
„Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október.
Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili árvekniátaks
Krabbameinsfélagsins í október og nóvember
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Ekkert verður af þeim áformum að
reisa heilsuþorp á Flúðum. Fyrir-
tækið Heilsuþorp ehf., sem stóð að
uppbyggingunni, hefur verið tekið til
gjaldþrotaskipta. Fyrirhugað var að
reisa um 200 íbúðir auk þjónustu-
aðstöðu og lauga á bökkum Litlu-
Laxár. Þar átti að verða hvíldar- og
endurhæfingaraðstaða með þátttöku
fagfólks í ýmsum greinum heilbrigð-
isþjónustu.
Hrunamannahreppur hafði lagt
fram landið og samkomulag við fyr-
irtækið Heilsuþorp ehf. var undirrit-
að árið 2008. Að einu og hálfu ári
liðnu áttu framkvæmdir að hefjast.
Jarðvegsframkvæmdir hófust hins
vegar aldrei. Heildarkostnaðurinn
var þá áætlaður 4,4 milljarðar króna.
Allur undirbúningur og fjármögnun
var í höndum Heilsuþorps ehf.
Helstu ástæður fyrir gjaldþrotinu
eru tvær; skortur á fjármagni og það
að fyrirhugaðir fjárfestar frá Kína
settu fram óviðunandi kröfur, m.a.
kaup á landinu, að sögn Árna Gunn-
arssonar, eins af eigendum Heilsu-
þorpsins ehf. Viðræður og samskipti
við Kínverjana tóku á annað ár. Þeir
gerðu tilboð upp á tæpa 3,8 milljarða
króna. „Í stuttu máli má segja að
með Kínverjunum hafi böggull fylgt
skammrifi,“ segir Árni Gunnarsson.
Tvö kínversk fyrirtæki ætluðu að
koma að rekstri og uppbyggingunni.
„Þegar tilboðið var frágengið töldum
við þetta í höfn. En þegar farið var
að krefja þá um aðild að verkefninu
settu þeir fram kröfur sem við gát-
um ekki sætt okkur við. Þær voru á
þá leið að flytja inn verkamenn og
verkstjórn, stór hluti af efni til fram-
kvæmdanna yrði keyptur frá Kína.
Þá óskuðu þeir eftir að kaupa
hluta landsins. Það var fráleitt og
kom ekki til greina af okkar hálfu,“
segir Árni og bendir á að það sé
þekkt að Kínverjar hafi sínar leik-
reglur, og eftir á að hyggja hefðu
þeir kannski átt að stíga léttar til
jarðar.
Hann telur sorglegt að verkefnið
skuli falla út af borðinu því það sé
sniðið að heilsutengdri ferða-
mennsku og í henni liggja miklir
möguleikar á Íslandi. Þá hafi Flúðir
allt til brunns að bera í þessum efn-
um; fallegt landslag og heitt og kalt
vatn. Þá hafi verkefnið uppfyllt öll
skilyrði um vistvæna og sjálfbæra
uppbyggingu.
Árni segir að eigendur Heilsu-
þorps ehf. séu ekki alfarið búnir að
gefa hugmyndina um heilsuþorp upp
á bátinn.
Ekkert heilsuþorp reist á Flúðum
Fyrirtækið Heilsuþorp ehf., sem ætlaði að standa að uppbyggingunni, gjaldþrota Kínverskir fjár-
festar föluðust eftir að kaupa landið 200 íbúðir auk þjónustubygginga og sundlaugar áttu að rísa
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flúðir Ákjósanlegur staður fyrir heilsutengda ferðaþjónustu, segir Árni Gunnarsson, einn eigenda Heilsuþorps ehf.
Heilsuþorpið
» Fyrirhugað var að reisa um
200 íbúðir auk þjónustu-
aðstöðu og lauga á bökkum
Litlu-Laxár.
» Hvíldar- og endurhæfing-
araðstaða hefði verið sniðin
að heilsutengdri ferðaþjón-
ustu.
» Kínverskir fjárfestar voru
tilbúnir að reiða fram tæpa
3,8 milljarða króna til upp-
byggingar Heilsuþorpsins. En
þeir vildu að ekkert af þeirri
upphæð yrði í formi hlutafjár.
» Þá vildu kínversku fjárfest-
arnir kaupa landið þar sem
starfsemin væri byggð. Slíkt
kom aldrei til greina og m.a.
af þeim sökum var verkefnið
blásið af.
Hallur Már Hallsson
hallurmar@mbl.is
Einhver gæti hafa haldið að borgar-
yfirvöld væru að tapa sér í flippinu
þegar þeir keyrðu hjá umferðar-
slaufunni á mótum Bústaðavegar og
Hringbrautar í gær. Svo er þó ekki
þar sem að í fyrrinótt var hluti slauf-
unnar málaður bleikur í tilefni af ár-
vekni- og fjáröflunarátaki Krabba-
meinsfélags Íslands.
Mbl.is fór í útsýnisflug með Norð-
urflugi í gær til að sjá slaufuna frá
réttu sjónarhorni.
Hægt er að leggja söfnuninni lið
með því að leggja inn á félagið, kt.
700169-2789, bankareikningur 0301-
26-000706. Einnig má fylgjast með
daglegum uppboðum á vefnum blei-
kaslaufan.is.
Morgunblaðið/Mbl-sjónvarp
Bleika slaufan séð
úr háloftunum
Dagleg uppboð á bleikaslaufan.is
Skannaðu kóðann
til að sjá loftmynd-
ir af slaufunni.
Íslenska vegabréfið opnar dyrnar
að 165 ríkjum og skilar það því í 8.
sæti heimslistans yfir þau vegabréf
sem opna víðast dyr.
Það er ráðgjafarfyrirtækið Hen-
ley & Partners sem heldur úti list-
anum en þrjú ríki, Finnland, Sví-
þjóð og Bretland, skipa sér í efsta
sætið. Veita vegabréf ríkjanna að-
gang að samanlagt 173 ríkjum.
Næst koma Danmörk, Þýskaland,
Lúxemborg og Bandaríkin með að-
gang að 172 ríkjum.
Þriðju í röðinni eru Belgía, Ítalía
og Holland með 171 ríki.
Fjórðu í röðinni eru Kanada,
Frakkland, Írland, Japan, Noregur,
Portúgal og Spánn með 170 ríki.
Í fimmta sæti eru Austurríki,
Nýja-Sjáland og Sviss með 168 ríki
og í því sjötta Ástralía, Grikkland
og Singapúr með 167 ríki. Suður-
Kórea er í sjöunda sæti með 166
ríki. Afganistan er neðst í sæti 93
með 28 ríki en hámarksárangur
væri 218 ríki.
Íslenska vegabréfið í 8. sæti heimslistans