Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 277. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Lík fannst í Reykjavíkurhöfn 2. Safna til að greiða Agli 3. Brugðust ósýnilega drengnum 4. Bleik umferðarslaufa séð úr lofti »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fréttaþulurinn Edda Andrésdóttir vitjar minninga og æskuslóða í Vest- mannaeyjum í nýrri bók sem nefnist Til Eyja, en þar var hún í sveit hjá ömmu sinni á sumrin. Einnig minnist hún þess þegar hún, ungur blaða- maður, fylgdist með Eyjagosinu. Morgunblaðið/Frikki Fréttaþulurinn vitjar æskuslóða í Eyjum  Hópur lista- manna ætlar að gleðja unnendur söngleikja- tónlistar með dagskrá sem verður sett upp í Norðurljósasal Hörpu 18. október og 16. nóvember. Margrét Eir, Bjarni Snæbjörnsson og fleiri flytja lög úr söngleikjum á borð við Vesalingana, Fiðlarann á þakinu, Hárið og Rocky Horror. „Ef lífið væri söng- leikur“ í Hörpu  Þau Kári Tulinius og Valgerður Þóroddsdóttir eru ritstjórar nýrrar bókar, „Ljóð í leiðinni“, en í henni eru 27 forvitnileg ljóð um Reykjavíkurborg eftir jafnmörg skáld, gefin út í tilefni Lestrar- hátíðar í Reykjavík. Nú hefur rafbóka- vefurinn eBækur.is ákveðið að gefa öllum notendum rafútgáfu bókar- innar. Ólíkar hliðar borgar- innar í ljóðum VEÐUR Björn Daníel Sverrisson úr FH og Harpa Þorsteins- dóttir úr Íslandsmeistara- liði Stjörnunnar voru valin bestu leikmenn Pepsi- deildar karla og kvenna í hófi sem haldið var í gær á vegum KSÍ. Þar voru marg- ir heiðraðir að loknu löngu og ströngu Íslandsmóti í knattspyrnu karla og kvenna. Rúnar Kristinsson og Þorlákur Árnason voru þjálfarar ársins. »1 Margir heiðraðir í lok leiktíðar „Mér stóð til boða að vera áfram en mér finnst bara kominn tími til að kveðja Stjörnuna eftir átta ára starf,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Ís- landsmeistara Stjörnunnar í knatt- spyrnu kvenna. Hann ákvað í gær að hætta þjálfun hjá fé- laginu eftir átta ára samfleytt starf, fyrst með yngri flokka og síðar meistaraflokk kvenna. Óvíst er hvert hugur Þorláks stefn- ir á þessum tímamót- um. »1 Kominn tími til að kveðja Stjörnuna Sigurbergur Sveinsson fór á kost- um með Haukum og skoraði 12 mörk þegar þeir unnu erkifjendur sína í FH, 25:20, á heimavelli í Ol- ís-deildinni í handknattleik í gær- kvöldi. Björgvin Hólmgeirsson átti einnig stórleik með ÍR í sigri á HK, 30:23, og Framarar voru sterkari en Valsmenn á lokakaflanum og unnu með einu marki. »2 Haukar unnu Hafn- arfjarðarslaginn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Björgvin Benediktsson og tveir bandarískir skólafélagar hans í ný- sköpunardeild háskólans í Arizona hafa stofnað fyrirtækið Crowd Aud- io og hófu í fyrradag söfnun stofn- fjár í gegnum IndieGogo, öflugt hópfjármögnunarfyrirtæki á netinu (www.crowdaudio.com/indiegogo). Stofnféð verður notað til þess að byggja upp vefmarkaðssíðu fyrir tónlistarmenn og hljóðmenn hvar sem er í heiminum, en söfnuninni lýkur 2. nóvember. Hugmyndin með Crowd Audio gengur út á það að aðstoða tónlist- armenn sem hafa tekið upp lög en treysta sér ekki til að hljóðblanda þau og hafa heldur ekki efni á því að borga fyrir dýra upptökutíma. Fyr- irmyndin er til í grafískum iðnaði. „Margir tónlistarmenn hafa lært að taka upp en kunna kannski ekki að „mixa“ lögin saman þannig að þau hljómi eins og á góðri plötu,“ segir Björgvin. „Þá senda þeir upp- tökurnar til okkar og í gang fer samkeppni á vefsíðunni. Við erum með hljóðmenn víðs vegar um heim- inn sem taka þátt í þeirri samkeppni sem er í boði hverju sinni, „mixa“ lögin og senda sína útgáfu inn en tónlistarmennirnir velja síðan þá hljóðblöndun sem þeir vilja og fá hana endurbætta eins og þeir vilja.“ Verðlaunahafar Fyrir ári var nemendum skólans skipt í fámenna hópa sem áttu að vinna að ákveðinni frumkvöðla- hugmynd með stofnun fyrirtækis að markmiði. Björgvin og félagar völdu þessa hugmynd og hafa unnið að henni síðan, en þeir útskrifuðust sem vinsælasti hópurinn í bekknum. Hugmynd þeirra var ásamt ellefu öðrum áður valin til að taka þátt í samkeppni í Phoenix, þar sem þeir hrepptu 2.-3 sætið. Sigurvegararnir fengu 10.000 dollara í verðlaun en hugmyndir í 2. og 3. sæti fengu 7.000 dollara hvor. Björgvin segir að til viðbótar þurfi þeir 10.500 dollara til þess að koma fyrirtækinu á lagg- irnar og því séu þeir með þessa hóp- fjármögnun. Framlög séu frjáls. Meðan söfnunin stendur yfir gefa þeir þátttakendum verðlaun. „Fyrir 15 dollara framlag fær fólk til dæm- is skírteini og límmiða,“ segir Björgvin og bætir við að aukaverð- launum verði deilt út meðan á söfn- uninni stendur. Útbúin verður plata með öllum lögum sem þeir hafa hljóðblandað til þessa og þeir sem borga 25 dollara fá plötuna. Björg- vin segir að allir sem leggi eitthvað af mörkum fái þannig eitthvað til baka. „Sá sem borgar 200 dollara fær fría hljóðblöndun í samkeppni og fjöldi tónlistarmanna, sem leggja okkur lið með þessum hætti, gefur okkur vísbendingu um áhugann á þjónustunni. Byrjunin lofar mjög góðu.“ Stökkpallur fyrir listamenn  Með vefmarkaðssíðu fyrir tónlistar- menn og hljóðmenn um allan heim Ungir athafnamenn Alex von Bieberstein, Björgvin Benediktsson og Chris Fraioli við vinnustaðinn í Arizona í Bandaríkjunum. Björgvin Benediktsson var gítarleikari í hljómsveitinni Pan í Hafnarfirði. Hann starfaði sem hljóðmaður áður en hann fór í nám í hljóðfræði á Spáni. Eftir útskrift fór hann til Tucson í Arizona 2010 þar sem hann hef- ur lagt stund á viðskipta- hagfræði og nýsköpun og út- skrifast með BA-próf innan skamms. Tónlistarmenn, sem vilja fá lög hljóðblönduð hjá Crowd Audio, borga verðlaunaféð í samkeppninni og er upphæðin mismunandi. Hún hefur verið 120 dollarar (um 14.500 kr.) en verður 199 dollarar, 299 dollar- ar og 399 dollarar. Háskólapróf á næstunni GÍTARLEIKARI Í PAN SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan og norðvestan 8-13. Dálítil rigning, slydda eða snjókoma fyrir norðan, en þurrt syðra. Hiti 1 til 10 stig. Á laugardag Norðvestan 10-15 m/s og él NA-til fram eftir degi, en annars hægari NA-læg átt, skýjað með köflum syðst. Á sunnudag Austanátt, 5-13, hvassast syðst og NV-til. Dálítil rigning syðst, víða bjart veður V-lands, en annars skýjað og þurrt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.