Morgunblaðið - 10.10.2013, Síða 2

Morgunblaðið - 10.10.2013, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þegar höfuðborgarbúar héldu til náms og starfa á þriðjudagsmorgun, eftir snæviþöktu malbikinu, raul- uðu sumir fyrir sér jólalag á meðan aðrir rifjuðu upp símanúmerið hjá næsta dekkjaverkstæði. Þá hafa ef- laust margir rokið upp til handa og fóta að finna til húfur og vettlinga, þar sem vetur virðist ótvírætt genginn í garð. Þessi ungmenni, sem slógu á létta strengi á Lækjartorgi á dögunum, voru alltént vel búin í vetrarblíðunni og höfðu greinilega um nóg að tala. Nagladekk og dúnúlpur Morgunblaðið/Ómar Tími til kominn að taka fram vetrarbúninginn Guðni Einarsson gudni@mbl.is Laxveiði á stöng var nálægt því tvö- falt betri á liðnu sumri en í fyrrasum- ar. Bráðabirgðatölur benda til þess að í sumar hafi veiðst um 69 þúsund laxar á stöng á landinu öllu. Af þeim var um 18 þúsund löxum sleppt aft- ur. Því var landað um 51 þúsund löx- um. Sumarið 2012 veiddust alls 34.786 laxar á stöng. Laxveiðin sum- arið 2013 var um 42% meiri en stang- veiðin að meðaltali á árunum 1974 til 2012, samkvæmt upplýsingum frá Veiðimálastofnun. Aukningin varð mest á Suður- og Vesturlandi en minnst á Austur- landi. „Stangveiði úr laxveiðiám þar sem veiðin byggist á náttúrulegri framleiðslu var alls um 57.000 laxar og um 12.000 laxar veiddust úr ám sem byggja veiði á sleppingum gönguseiða sem alin eru í eldisstöðv- um,“ segir í frétt Veiðimálastofnun- ar. Laxveiði í net var um 10.500 laxar í sumar en það er um 6.700 löxum meira en í fyrrasumar. Stórlaxinn er kominn aftur „Sumarið fór fram úr okkar björt- ustu vonum,“ sagði Óðinn Sigþórs- son, formaður Landssambands veiðifélaga. „Menn voru dálítið kvíðnir fyrir sumrinu í sumar vegna þess sem gerðist 2012. Það voru hug- myndir um ýmsa þætti sem ollu þeim veiðibresti eins og makríll og fleira. Það má segja að sumarið í sumar segi okkur að það sé ekkert að ger- ast í náttúrunni sem við þurfum að hafa áhyggjur af. Við erum í sjálfu sér mjög bjartsýnir varðandi stöð- una á laxastofnunum.“ Óðinn taldi að tvennt hefði einkum verið mjög jákvætt varðandi laxveið- ina síðasta sumar. „Í fyrsta lagi var fiskurinn afskaplega vel haldinn, sem var alveg öfugt við það sem var í fyrrasumar. Í öðru lagi höfum við mjög sterka tilfinningu fyrir því að það séu auknar endurheimtur á stór- laxi miðað við það sem verið hefur áð- ur. Það eru tíðindi sem við höfum beðið eftir í um tuttugu ár.“ Óðinn sagði að stórlaxinn hefði lát- ið undan síga alveg frá því á 9. áratug síðustu aldar. Nú virðast hafa orðið umskipti sem gefi vonir um að meira fari að sjást af stórlaxi í ánum en sést hefur undanfarin ár. „Það finnst mér eiginlega vera stærstu tíðindin fyrir utan þessi gríðarlegu umskipti al- mennt í veiðinni frá því sem var 2012,“ sagði Óðinn. Ekki er búið að greina allar upp- lýsingar úr veiðibókum en umræðan í sumar þykir gefa til kynna að þó- nokkuð mikið meira hafi verið af stórlaxi nú en undanfarin ár. Mikil aukning í laxveiðinni frá 2012 Morgunblaðið/Einar Falur Lax Mikil umskipti urðu í laxveið- inni í sumar frá því í fyrra.  Tvöfalt betri veiði á stöng í sumar  Teikn um að stórlaxinn sé að snúa aftur Dagana 20.-21. október nk. sækja biskupar úr Norð- ur-Evrópu fund Porvoo-kirkna- sambandsins á Ís- landi. Meðal gesta verður Justin Welby, erkibiskup af Kantaraborg og höfuð ensku biskupakirkjunnar og systurkirkna víðsvegar um heim, en hans fyrsta verk eftir Íslandsheimsóknina verður að skíra breska ríkisarfann Georg prins 23. október nk. í Lundúnum. Að sögn sr. Árna Svans Daníels- sonar, upplýsingafulltrúa Biskups- stofu, er Porvoo-sambandið sam- kirkjulegt samband anglíkanskra kirkna á Bretlandseyjum og lúterskra kirkna. „Flestar Porvoo-kirkjurnar eru í Norður-Evrópu. Í sambandinu felst gagnkvæm viðurkenning kirknanna á prestsembætti, skírn og sakramenti og margskonar samvinna. Lúterskur prestur í kirkjunni okkar getur þjón- að í ensku biskupakirkjunni og prest- arnir þeirra geta þjónað hér. Það hef- ur verið svolítið samstarf milli þessara kirkna á þeim grundvelli. Síðan hafa menn verið að ræða ýmis mál, guðfræðileg. Annað hvert ár hittast höfuðbiskuparnir, for- ystumenn kirknanna, og það er sá fundur sem á að halda á Íslandi,“ seg- ir Árni Svanur. Erkibisk- up kemur til Íslands Justin Welby  Biskupar hittast á reglulegum fundi Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ísland trónir á toppnum í nýjum al- þjóðlegum samanburði á hvað ungt fólk sem tilheyrir tölvukynslóðinni svonefndu er stór hluti af íbúafjölda í hverju landi. Um 14% Íslendinga eru ,,innfæddir í tölvuheiminn“ (e. digital natives) samkvæmt skil- greiningum í skýrslunni og er hlut- fall þeirra af fjölda íbúa hvergi hærra en hér. Þetta er það unga fólk sem fæddist eftir að einkatölvur komu til sögunnar og hafa allt frá fæðingu vanist notkun tölva, net- samskipta og annarrar stafrænnar upplýsingatækni nútímans á borð við farsíma og spjaldtölvur. Nýja-Sjáland og Suður-Kórea koma næst í röðinni. Bandaríkin eru í 6. sæti í samanburðinum og Dan- mörk og Noregur eru í 10. og 11. sæti. Báru saman tölvukyn- slóðir í 180 þjóðlöndum Þessar niðurstöður eru birtar í ár- legri skýrslu Alþjóðafjarskipta- sambandsins Measuring the In- formation Society 2013. Í henni er nú í fyrsta skipti gerð tilraun til að meta hversu stór hluti ungs fólks í hverju landi tilheyrir tölvukynslóð- inni og telst innfæddur í tölvuheim- inn. Einnig er borið saman hversu stórt hlutfall þeirra er af heildar- fjölda íbúa í hverju landi en saman- burðurinn nær til 180 þjóða. Hér á landi er hlutfall þeirra sem teljast innfæddir í tölvuheiminn af heildarfjölda ungs fólks á aldrinum 15-24 ára sagt vera 95,9% og er það óvíða hærra en hér. Meðaltalið í Evrópu er 79% en í Afríku er hlut- fallið til samanburðar aðeins 9,2%. Þá kemur fram að fjöldi allra ís- lenskra ungmenna á þessum aldri sem hlutfall af íbúafjölda er einnig með því hæsta sem þekkist í heim- inum eða 14,4%. Í skýrslunni er einnig umfjöllun um netnotkun heimila sem er með því mesta hér á landi sem þekkist í heiminum eða 96% á árinu 2012 að því er fram kemur í skýrslunni. Tölvukynslóðin hvergi stærri en hér  Hlutfall ungmenna sem teljast „innfædd í tölvuheiminn“ af fjölda íbúa er hæst á Íslandi í alþjóðlegum samanburði Tölvukynslóðin 2012 *Ungt fólk á aldrinum 15-24 ára Heimild: Skýrsla Alþjóðafjarskiptassambandsins Measuring the Information Society 2013 1 Ísland 13,9 95,9 14,4 2 Nýja-Sjáland 13,6 94,8 14,3 3 S-Kórea 13,5 99,6 13,5 4 Malasía 13,4 74,7 17,9 5 Litháen 13,2 92,7 14,3 6 Bandaríkin 13,1 95,6 13,7 7 Barbados 13,1 90,5 14,4 8 Slóvakía 12,7 92,9 13,7 9 Lettland 12,3 97,0 12,7 10 Danmörk 12,3 96,9 12,6 Hlutfall tölvu- kynslóðar af íbúafjölda Hlutfall tölvukynslóð- ar af fjölda ungs fólks* Hlutfall ungs fólks af íbúafjöldaLand Á Norðurlöndunum er atvinnuþátt- taka ungs fólks á aldrinum 15-19 ára mest á Íslandi eða 52%. Í Danmörku vinna 44% ungmenna í þessum ald- ursflokki, 35% í Noregi, 24% í Finn- landi en aðeins 16% í Svíþjóð. Þetta kemur fram í nýjasta tölu- blaði Arbetsliv í Norden, þar sem vinnuaðstæður ungs fólks eru til um- fjöllunar. Þar segir einnig að samkvæmt nýrri skýrslu, sem unnin var að frumkvæði Norrænu ráðherra- nefndarinnar, séu mörg ungmenni í láglaunastörfum sem krefjast engr- ar skilgreindrar kunnáttu eða þekk- ingar og að vinnutíminn sé gjarnan óreglulegur, samkvæmt frétt á vef velferðarráðuneytisins. Atvinnuþátttaka ungmenna mest hér Lögreglan á Suðurnesjum hefur yfirheyrt um 60 manns sem grun- aðir eru um að hafa keypt vændi af lettneskri konu í sumar. Fleiri verða yfirheyrðir. Konan og ís- lenskur karlmaður sem grunaður er um að hafa haft tekjur af vændi hennar voru handtekin í lok ágúst. Grunur leikur á að konan hafi komið hingað til lands um 30 sinn- um sl. fimm ár til að stunda vændi. Karlmaðurinn sem var handtek- inn er grunaður um að hafa að- stoðað konuna við að útvega hús- næði þar sem vændið fór fram. Það varðar allt að fjögurra ára fangelsi að hafa tekjur af vændi annarra, svo sem með útleigu hús- næðis. Konan farin af landi brott Konan og maðurinn voru fyrst úrskurðuð í gæsluvarðhald og þegar því sleppti var konan úr- skurðuð í farbann til 20. sept- ember. Talið er að konan sé farin af landi brott, samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Suð- urnesjum. runarp@mbl.is Um 60 yfir- heyrðir í vændismáli  Lögregla á eftir að yfirheyra fleiri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.