Morgunblaðið - 10.10.2013, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013
Malín Brand
malin@mbl.is
Það hlýtur að teljast óvenju-legt að komast í náð kon-ungs með því að segjatröllasögur. Sú var raunin
sumarið 1263 þegar Sturla Þórðar-
son fór til Noregs. Heilluðust nær-
staddir af frásagnargáfu Íslendings-
ins sem var fyrir vikið ráðinn til þess
mikla verks að rita sögu Hákonar
Hákonarsonar Noregskonungs. Síð-
astliðin sex ár hafa þeir Sverrir og
Þorleifur unnið að útgáfu þessara
merkilegu heimildar og afraksturinn
er tveggja binda verk sem kom út
fyrir skemmstu hjá Hinu íslenzka
fornritafélagi. Útgáfan er fræðileg
en um leið aðgengileg, ætluð al-
mennum lesendum og erlendum
fræðimönnum. Flestir þeir sem
áhuga hafa á fornsögum kannast við
að það getur verið æði erfitt að
stauta sig í gegnum torskilinn text-
ann. Því ber að fagna útgáfu sem
þessari þar sem torskilin orð og vís-
ur eru skýrð jafnóðum og neð-
anmálsathugasemdirnar eru auk
þess uppfullar af fróðleik. Útgáfunni
fylgja líka kort og nafnaskrá til að
hægt sé að átta sig á hvað lyk-
ilpersónurnar gerðu á hverjum stað.
Snilligáfa Sturlu
Sagnaritarinn Sturla var sonur
höfðingjans Þórðar Sturlusonar og
Þóru frillu hans. Sturla var sérlega
afkastamikill sagnaritari og ritaði til
dæmis Íslendinga sögu sem er
stærsti hluti Sturlungusafnsins. Auk
þess hafa honum verið eignuð ýmis
verk. En hvernig skyldi það hafa
komið til að íslenskur sagnaritari
hafi verið fenginn til að rita sögu
sjálfs Noregskonungs? Í Sturlu
þætti segir frá því þegar hann fór til
Noregs 1263 og er þá í ónáð kon-
ungs. „Hann ætlar að koma sér í
mjúkinn hjá honum og er búinn að
yrkja lofkvæði sem hann ætlar að
flytja honum,“ segir Þorleifur. „En
þá vill honum til happs að Hákon er
farinn í herferð til Bretlandseyja en
hann fær fylgd á fund Magnúsar
sonar Hákonar sem orðinn er kon-
ungur við hlið föður síns. Konungur
tekur honum illa og vill ekkert við
hann tala. Hann er tekinn með í sjó-
ferð með konungi en er ekkert sinnt
og fær varla að borða. Loks fær hann
að sitja til borðs með tveimur mönn-
um. Það eru merkileg mörg við-
urnefni í sögunum, þessir heita Þórir
munnur og Erlendur magi. Um
kvöldið eru menn beðnir að segja
sögur og Sturla segir svo skemmti-
lega tröllkonusögu að fólk hópast í
kringum hann. Drottning forvitnast
um hvað sé á seyði og það endar með
því að Sturla er beðinn að flytja
sömu sögu daginn eftir fyrir konung
og drottningu. Þannig blíðkast kon-
ungurinn smám saman þannig að
Sturla fær að flytja kvæðið um Há-
kon og annað lofkvæði um Magnús.
Sturla komst þannig í vinfengi við
Magnús sem réð hann til að skrifa
sögu föður síns eftir viturra manna
forsögn og síðan sína eigin sögu.“ Ís-
lendinga saga er aðeins varðveitt
sem hluti Sturlungu. Hákonar saga
er þannig eina heildstæða verkið
sem til er eftir Sturlu og því mjög
mikilvægt fyrir allar rannsóknir á
höfundarverki hans. „Hákonar saga
er pantað verk og ekki eins innblásin
og Íslendinga saga Sturlu, en margir
kaflar hennar eru mjög magnaðir,
ekki síst þar sem hann lýsir átökum
og spennu milli Hákonar og Skúla
Tröllasögur björguðu
Sturlu Þórðarsyni
Á næsta ári er 800 ára afmæli Sturlu Þórðarsonar sagnameistara. Hann ritaði sögu
fyrsta konungs Íslands, Hákonar Hákonarsonar Noregskonungs. Sagan er einstök
heimild um merkan mann og jafnframt mikilvægasta heimild sem varðveist hefur um
þrettándu öldina í Noregi. Sagan hefur verið gefin út og heiðurinn af því eiga þeir
Sverrir Jakobsson miðaldasagnfræðingur og Þorleifur Hauksson íslenskufræðingur.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Samvinna Þeir Sverrir Jakobsson og Þorleifur Hauksson eru ánægðir með
afrakstur sex ára vinnu við Hákonar sögu sem nýverið kom út.
Næstu helgi, 11.-13. okt., verða dömu-
legir dekurdagar á Akureyri. Þá njóta
vinkonur, systur, mæðgur, frænkur og
vinnufélagar þess að gera eitthvað
skemmtilegt saman. Hægt er að velja
úr fjölda viðburða sem gleðja hjartað,
má þar nefna konukvöld, tónleika,
uppistand, heilsufarsráðgjöf, Bleikt
dansiball, Dívukvöld, opnar vinnu-
stofur og dömulegt dekur. Einnig er
boðið upp á dömulega afslætti hjá
verslunum og fyrirtækjum. Dömuleg-
ir dekurdagar eru í samvinnu við
Krabbameinsfélag Akureyrar og ná-
grennis og felast m.a. í sölu á hand-
þrykktum innkaupapokum sem seldir
verða til styrktar félaginu. Fjöldi
bygginga hefur tekið á sig bleikan
blæ, t.d. Ráðhúsið, Glerárkirkja, Sam-
komuhúsið, Landsbankinn og Glerár-
torg. Dagskrá Dömulegra dekurdaga
er á slóðinni:www.visitakureyri.is en
einnig á Facebook.
Vefsíðan www.visitakureyri.is
Styrkur Kraftakonur við gerð handþrykktu innkaupapokanna sem verða seldir.
Dömulegir dekurdagar
Á ritþingum Gerðubergs er leitast við
að veita persónulega innsýn í líf og
feril íslenskra rithöfunda. Nú á laug-
ardag 12. okt. kl. 14-16 verður stefnu-
mót við Kristínu Steinsdóttur. Stjórn-
andi ritþingsins er Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson sem spjallar við Kristínu
ásamt þeim Katrínu Jakobsdóttur og
Sigrúnu Valbergsdóttur. Katla Mar-
grét Þorgeirsdóttir flytur nokkur lög
og þær Kristín lesa brot úr verkum
skáldsins. Allt frá því að fyrsta bók
Kristínar Steinsdóttur, Franskbrauð
með sultu, kom út árið 1987 hefur
Kristín verið í fremstu röð íslenskra
barna- og unglingasagnahöfunda.
Hún hefur einnig skrifað fyrir full-
orðna og gefið út fjórar slíkar bækur.
Þá hefur hún skrifað leikrit í sam-
vinnu við systur sína, Iðunni Steins-
dóttur, og þýtt verk úr þýsku og
flæmsku. Verk Kristínar hafa verið
þýdd á fjölmörg tungumál og sjálf
hefur hún frumsamið bækur á
dönsku og þýsku.
Fyrir fyrstu bók sína, Franskbrauð
með sultu, hlaut Kristín Íslensku
barnabókaverðlaunin árið 1987. Síð-
an þá hefur hún hlotið margvísleg
verðlaun og viðurkenningar fyrir verk
sín. Má þar nefna Norrænu barna-
bókaverðlaunin fyrir Engil í Vestur-
bænum árið 2003, barnabókaverð-
launin Sögustein árið 2008 og
Fjöruverðlaunin fyrir bókina Á eigin
vegum árið 2007 og Ljósu árið 2011.
Endilega …
… kíkið á ritþing um Kristínu
Rithöfundur Kristín Steinsdóttir.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Bændur og búalið
athugið!
Nú er Bóndabrie kominn
í nýjar umbúðir.
Gríptu hann með þér í
næstu verslun.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Ljósmynd/ Per Johansson
Menjar Rústir kastala Hákonar konungs í Ragnhildarhólma við Gautelfi.