Morgunblaðið - 10.10.2013, Síða 16

Morgunblaðið - 10.10.2013, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Heildarfjárveitingar ríkisins til vinnumála á næsta ári verða skornar niður um samanlagt 1,3 milljarða króna, samkvæmt fjárlagafrumvarp- inu, að teknu tilliti til launa- og verð- lagsbreytinga. Í einhverjum tilvikum eru útgjöldin auk- in en mesta ein- staka lækkun út- gjalda er vegna Atvinnuleysis- tryggingasjóðs, eða um 2,1 millj- arð vegna minnk- andi atvinnuleys- is, að því er segir í frumvarpinu. Þá lækka fram- lög til átaksverk- efna og vinnumarkaðsúrræða í þágu atvinnuleitenda, sem Vinnumála- stofnun hefur staðið fyrir, um 1.390 milljónir króna. „Tilefnið er að tímabundnum átaksverkefnum lýkur á árinu en eftir sem áður er umtalsvert svigrúm til slíkra aðgerða á árinu 2014 eða um 800-900 milljónir króna,“ segir í fjár- lagafrumvarpinu en einnig lækkar umsýslukostnaður Atvinnuleysis- tryggingasjóðs um nærri 380 milljón- ir króna þar sem tímabundin framlög til átaksverkefna falla niður. Er þá m.a. átt við verkefni eins og Vinnandi veg, Liðsstyrk og ÞOR, sem öllum var ætlað að aðstoða atvinnulausa við að komast út á vinnumarkaðinn að nýju. Alls hafa um 30 þúsund manns nýtt sér þessi úrræði frá árinu 2009, samkvæmt upplýsingum frá Vinnu- málastofnun, en hver einstaklingur hefur farið í fleiri en eitt úrræði á þessum tíma. Skráð þátttaka í þess- um úrræðum telur samanlagt um 40 þúsund frá 2009 en sundurgreining á þeim tölum birtist hér til hliðar. Fresta aukningu í VIRK Þá fellur niður fyrirhuguð aukning á framlögum til VIRK-starfsendur- hæfingarsjóðs. Samkvæmt sam- komulagi í tengslum við gerð kjara- samninga í febrúar 2008 átti framlag ríkisins að vera hluti af gjaldstofni tryggingagjalds. Átti hlutdeildin að vera 0,0325% á þessu ári, 0,0975% á næsta ári og 0,13% frá og með árinu 2015. Hlutur ríkisins hefði orðið 1,2 milljarðar það ár Núverandi ríkisstjórn hefur ákveð- ið að fresta hækkun hlutdeildar í tryggingagjaldinu á næsta ári, sem að óbreyttu hefði leitt til 629 milljóna króna hækkunar á framlagi ríkissjóðs það ár. Segir í frumvarpinu að með sama framlagi lífeyrissjóða og at- vinnurekenda hefði heildarfjárveiting til VIRK því orðið 3,6 milljarðar króna árið 2015. „Ástæða þykir til að endurskoða áform um framlög til starfsendurhæfingarsjóða en þau voru sett fram við allt aðrar aðstæður í ríkisfjármálum en eru í dag. Í þessu sambandi þarf einnig að skoða hlut- deild lífeyrissjóða m.t.t. mats á fjár- þörf til atvinnutengdrar endurhæf- ingar. Loks er rétt að benda á að tryggingagjaldið var ekki hækkað vegna þessarar hlutdeildar starfsend- urhæfingarsjóða í tryggingagjaldinu og því lækkar framlag af því til líf- eyris- og sjúkratrygginga sem nemur framlaginu til starfsendurhæfingar- sjóðanna,“ segir í fjárlagafrumvarp- inu. Eigi rétt á þjónustu áfram Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ er stjórnarformaður VIRK. Hann átti fund með félags- og húsnæðismála- ráðherra í vikunni þar sem þessi mál voru rædd. „Ég skildi ráðherra þann- ig að ekki átti að taka upp forsendur samkomulagsins við vinnumarkaðinn. Staða ríkissjóðs er erfið en við hefð- um viljað eiga samræður við ríkis- stjórnina áður en þetta var lagt fram,“ segir Gylfi og bendir á að þeir aðilar sem standa að VIRK hafi á hverju ári þurft að gera sérstakt sam- komulag um að fresta frekari aðkomu ríkisins að sjóðnum. Varðandi framlag ríkisins til átaks- verkefna fyrir atvinnuleitendur segir Gylfi framsetningu málsins ranga í fjárlagafrumvarpinu. „Þetta geta ekki verið tímabundnar aðgerðir. At- vinnuleysi er enn mikið og atvinnu- leitendur eiga rétt á áframhaldandi þjónustu, annað yrði í andstöðu við okkur innan ASÍ. Ef Atvinnuleysis- tryggingasjóður hefur ekki ráð á að halda uppi eðlilegri þjónustu er verið að lækka tryggingagjaldið of mikið, það stóð aldrei til að skerða þjón- ustuna,“ segir Gylfi og gagnrýnir harðlega að skerða eigi framlög til átaksverkefna á vinnumarkaði. Vinnumarkaðsúr- ræði skorin við nögl  Minna fjármagn í atvinnuleysisbætur og átaksverkefni Morgunblaðið/Ernir Atvinna Fjöldi ungs fólks, sem hefur verið á atvinnuleysisskrá, hefur nýtt sér tímabundin vinnumarkaðsúrræði. Myndin tengist fréttinni óbeint. Gylfi Arnbjörnsson „Þær sérstöku vinnumarkaðsaðgerðir sem farið var í voru tímabundnar í kjölfar efnahagshrunsins og aukins atvinnuleysis. Nú hefur atvinnuleysi minnkað verulega og störfum fjölgað mikið,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, spurð um framhald átaksverkefnanna en sveit- arfélög og aðilar á vinnumarkaði hafa kallað eftir svörum um hvað verður um verkefnin. Óttast sveit- arfélögin m.a. að fjöldi einstaklinga, sem tekið hafa þátt í verkefnum eins og Liðsstyrk, muni missa þá tímabundnu vinnu sem átakið skilaði og þurfi að fara fram á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga þar sem þeir hafa engan frekari bótarétt lengur. Eygló nefnir til samanburðar að atvinnuleysi hér á landi sé um 4,4%, en meðaltal innan ESB hafi verið 12% í ágúst. Á sama tíma sé einnig hvað mest at- vinnuþátttaka á Vesturlöndum hér á landi, eða 82,9%. „Spáð er að framboð á atvinnu muni aukast enn frekar á næsta ári og endurspeglar frumvarp til fjár- laga þessa stöðu. Því er ljóst að mun minni þörf er fyrir sértækar aðgerðir á vinnumarkaðnum nú en verið hefur og hlýtur það að vera fagnaðarefni,“ segir Eygló, sem tel- ur að áfram verði í boði ýmis vinnumarkaðsúrræði fyrir atvinnulausa þar sem þörf sé á. „Þau verða þó að sjálfsögðu með minna sniði en á síðustu árum, í samræmi við betra ástand á vinnumarkaði.“ Minni þörf á verkefnum vegna meiri atvinnu EYGLÓ HARÐARDÓTTIR, FÉLAGS- OG HÚSNÆÐISMÁLARÁÐHERRA, UM ÁTAKSVERKEFNIN Eygló Harðardóttir 12.336 nýttu sér grunnúrræði Vinnu- málastofnunar, VMST. 14.565 fóru á styttri námskeið gegnum úr- ræði Vinnumálastofnunar. 7.026 skráðu sig á lengri námskeið gegn- um ýmis vinnumarkaðsúrræði. 1.148 voru skráðir í starfs- og atvinnu- tengd átaksverkefni. 5.837 hafa skráð sig í starfsþjálfunar- úrræði á vegum VMST. 1.000 manns hafa farið í verkefnið Liðs- styrk á þessu ári. ÞÁTTTAKA Í ÁTAKSVERK- EFNUM 2009-2012 » Rannsóknar- deild lögregl- unnar á höfuð- borgarsvæðinu hefur frá því um miðjan maí að- stoðað banda- rísk yfirvöld við rannsókn á starfsemi vefsíð- unnar Silkroad sem hýsti markaðssvæði með ólög- leg fíkniefni og aðra ólögmæta starfsemi. Aðstoðin var veitt á grundvelli réttarbeiðni og fólst í öflun raf- rænna gagna um vefsíðuna sem hýst var hér á landi. Lauk þessari rannsóknaraðstoð með aðgerðum hér á landi í síðustu viku þar sem Silkroad-vefsíðan var tekin niður og hald lagt á rafrænan gjaldmiðil, Bitcoin, að jafnvirði yfir 3 milljónir bandaríkjadala. Ekki eru önnur tengsl við Ísland en þau að vefsíðan var hýst hér á landi, engar handtökur voru fram- kvæmdar vegna þessa hér á landi og engir innlendir aðilar tengjast að öðru leyti rekstri hennar. Rann- sókn málsins er á forræði FBI og er öllum fyrirspurnum vísað þangað. Frekari upplýsingar um málið verða ekki veittar af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í frétta- tilkynningu frá lögreglunni. Vefsíðan Silkroad tekin niður – hýsti markaðssvæði með ólögleg fíkniefni NÝ TILSKIPUN EVRÓPU- SAMBANDSINS UM STARFSEMI VERÐBRÉFASJÓÐA ROBERT LORD HELDUR FYRIRLESTUR Í HÁTÍÐASAL HÁSKÓLA ÍSLANDS FÖSTUDAGINN 11. OKT. KL. 12-13:30 Með tilskipuninni er reynt að samræma reglur um starfsemi verðbréfasjóða á evrópska efnahagssvæðinu ( EES). Eitt af því sem tilskipunin felur í sér er aukin upplýsingagjöf verðbréfasjóða og þar með gagnsæi fyrir þá sem festa fé sitt í slíkum sjóðum.Tilskipunin mun hafa mikil áhrif hér á landi sem annars staðar á svæðinu, sérstaklega þegar hömlum á fjárfestingu verður aflétt hér á landi. Robert Lord er virtur lögfræðingur sem hefur hefur starfað við regluvörslu á verðbréfamörkuðum og unnið fyrir fjármálamarkaðinn víða um heim. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.