Morgunblaðið - 10.10.2013, Page 19

Morgunblaðið - 10.10.2013, Page 19
Bakkagerði stendur við Borgarfjörð eystri og er þorpið oft kennt við fjörðinn. Landbúnaður og smábátaútgerð hafa lengst af verið aðalatvinnuvegirnir. Skammt innan við þorpið er sérkennileg klettaborg, Álfaborg, og er það trú margra að þar sé mikil huldufólksbyggð. Grunnskóli er í þorpinu, verslun og ýmis þjónusta. Íbúar eru 86 talsins. Jóhannes S. Kjarval ólst upp á þessum slóðum Morgunblaðið/Golli Fiskverkun Jóhannes og Óttar ákváðu að segja skilið við borgina og fara að vinna í fiskverkun á heimaslóðum. um var ekkert kaffihús hér, ekkert hótel, engin Bræðsla og einn veit- ingastaður sem var lokað klukkan átta á kvöldin,“ segir Kristján en Bræðslan er tónlistarhátíð sem getið hefur sér gott orð undanfarin ár. „Í Framfarafélaginu er sífellt verið að leita leiða til að búa til at- vinnu. Sérstaklega á veturna en internetmálin koma oft í veg fyrir að hægt sé að gera það,“ segir Óttar en netsamband er slæmt í Borgarfirði eystri. Um tvær milljónir króna þarf til þess að virkja ljósleiðara sem þegar hefur verið lagður. Eru ýmsir velunnarar samfélagsins, með tón- listarmanninn Jónas Sigurðsson í fararbroddi, að vinna að lausn máls- ins. Sparaði launakostnað Vinirnir eru meðal annars með- eigendur í bar sem er starfræktur á sumrin. Gaukuðu gárungar því að blaðamanni að þeir hefðu verið gerð- ir að meðeigendum þar sem slíkt þótti spara launakostnað starfs- manns sem sæi um að afgreiða þá fé- laga. „Þetta kom eiginlega til vegna þess að við vorum bestu við- skiptavinir þeirra,“ segir Óttar. Morgunblaðið/Golli Vatnsskarð Þegar komið er yfir Vatnsskarð versnar netsamband til muna. Einungis þarf um tvær milljónir króna til að bæta úr því. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013 Morgunblaðið/Golli Álfakaffi Kaffihúsið sem Kalli rekur er afar snoturt. Eitt allra vinsælasta myndefni ferðamanna sem leggja leið sína til Bakkagerðis á Borgarfirði eystri er lítill og vel hirtur torf- bær, Lindarbakki. Hann stendur neðarlega í þorpinu, skammt frá kirkjunni, og er sannkölluð þorpsprýði. Elsti hluti hans var byggður árið 1899 en hann var endur- byggður að hluta fyrir nokkrum árum. Lindarbakki er nú notaður sem sumarbústaður. Eigandi hans er Kópavogsbúinn Elísabet Sveinsdóttir, Stella. Dvelur hún gjarnan þar á sumrin þrátt fyrir að vera komin á níræðisaldur. Að sögn gárunga tveggja sem búa í Bakkagerði keyrir Stella þangað sjálf á hverju sumri og er hún gjarnan hrókur alls fagnaðar hjá ferðamönnum. vidar@mbl.is Torfbærinn Lindarbakki var reistur árið 1899 Morgunblaðið/Golli Lindarbakki Vinsælasta myndefni ferðamanna er torfbær Stellu. Torfbær hýsir hrók alls fagnaðar Elísabet Sveinsdóttir Stella dvelur gjarnan í bænum á sumrin. VEÐRIÐ LÉK VIÐ TÓNLEIKAGESTI Á BRÆÐSLUNNI Jónas Sigurðsson Bræðslan góð Þeir Kristján og Óttar segja tónlistarhátíðina Bræðsluna hafa gert mikið fyrir samfélagið. Hátíðin var haldin í níunda sinn í ár og komu meðal annars fram Ásgeir Trausti, John Grant, Mannakorn, Bjartmar, Jónas Sigurðs- son og að sjálfsögðu frægasti sonur Borg- arfjarðar eystri; Magni Ásgeirsson. Allir tón- leikarnir voru í gamalli síldarbræðslu. Veðrið lék við gesti hátíðarinnar og var um 20 stiga hiti alla helgina.  Seyðisfjörður er næsti við- komustaður á 100 daga hring- ferð Morgunblaðsins. Á morgun Með kveðju frá Borgarfirði Eystri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.