Morgunblaðið - 10.10.2013, Síða 24

Morgunblaðið - 10.10.2013, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013 Svarið fer sjálfsagt eftir því hvers kyns súpa er í boði. Fáir vilja sennilega bragða á þeirri skuldasúpu sem hið opinbera hef- ur soðið saman und- anfarin ár. Í hagtíðindum Hag- stofu Íslands (10. sept- ember 2013) og í skýrslu FME um líf- eyrissjóðina (10. júlí 2013) má greina ýmislegt áhugavert. Árið 2012 námu tekjur hins opinbera 740 milljörðum króna en í árslok 2012 námu skuldirnar, ásamt lífeyr- isskuldbindingum, 2.336 milljörðum króna. Það þýðir að á hverju einasta mannsbarni hérlendis hvíla rúmar 7 milljónir króna vegna hins opinbera. Í fyrrnefndum hagtíðindum eru pen- ingalegar eignir hins opinbera tald- ar vera 1.254 milljarðar sem þýðir að hið opinbera er í verulegum mínus. Hvað næst? Skuldbindingar hins opinbera hér eru orðnar svo hrikalegar að við þær verður ekki staðið að óbreyttu. Menn bæta ekki endalaust við skuldir og skuldbindingar án afleið- inga, ekkert í mannheimum er enda- laust. Staðan hérlendis er ekkert eins- dæmi. Fjárfestar munu að endingu gera sér grein fyrir því að opinberir aðilar eru svo skuldum hlaðnir að þeir geta ekki staðið við sínar skuld- bindingar. Lánamarkaðir lokast fyrr eða síðar. Opinber gjaldþrot hafa gerst og geta gerst, nýlegt dæmi er gjaldþrot Detroit frá því í sumar. Innan ekki svo langs tíma munu skuldir sliga opinbera sjóði margra landa og gæti það komið fram með mismunandi hætti. Í einhverjum til- vikum gæti verðbólga orðið veruleg en annars staðar gæti orðið greiðslufall. Árið 2001 hætti Argentína að greiða af erlendum skuldum sínum. Sum lönd kunna að fara þá leið þegar þar að kem- ur. Skuldir sums staðar eru orðnar svo hrika- legar að vextir þurfa bara að hækka lítið eitt svo skuldirnar verði óviðráðanlegar. Vextir munu fyrr eða síðar hækka. Annars staðar hafa menn gefið út að fáist ekki meira lánað sé ekki hægt að standa við allar skuldbindingar. Margir munu tapa fé á því að hafa lánað opinberum aðilum. Ofangreint mun hafa áhrif hér- lendis, þegar lánamarkaðir lokast er hætt við að erfitt verði fyrir hið op- inbera að standa við allar sínar skuldbindingar. Hvenær? Það er hins vegar erfiðara að segja til um þó næsta ljóst sé hvar upptökin verða. Vaxtahækkanir verða sennilega þúfan sem veltir hlassinu. Þjóðir munu verða misilla úti. Líklega er nokkur tími í jarð- skjálftann en lánamarkaðir geta hæglega lokast innan tiltölulega skamms tíma. Vandræðin munu að líkum smitast frá landi til lands. Þetta efnahagslega óveður, sem í fjarska stöðugt safnar styrk, mun ekki láta okkur ósnert. Viltu súpu? Eftir Friðjón E. Jónsson Friðjón E. Jónsson » Það þýðir að á hverju einasta mannsbarni hérlendis hvíla rúmar 7 milljónir króna vegna hins opinbera. Höfundur starfar hjá Reykjavík- urborg. Það er sagt að stundum sé best að láta dylgjum og sleggjudómum ósvar- að en stundum, stund- um verður að leiðrétta rangan málflutning því að ef lygin er nógu oft sögð verður hún að sannleika. Mikið hefur verið rætt um ábyrgð fjöl- miðla og skal það skoðað sér- staklega í ljósi þess sem á eftir fylgir. Þann 5. október síðastliðinn birt- ist frétt á fréttavef DV þess efnis að undirritaður, sem er prófkjörs- frambjóðandi í komandi borg- arstjórnarprófkjöri Sjálfstæð- isflokksins, vildi láta reisa styttu af Jóni Páli Sigmarssyni við tjörnina í Reykjavík. Sannarlega er það rétt og ekkert út á þann hluta fréttar- innar að setja. Stytta af Jóni Páli er löngu orðin tímabær og sann- arlega ekki í fyrsta skiptið sem slík hugmynd hefur verið viðruð. Hins vegar ákvað viðkomandi fréttahöfundur, sem í þessu tilfelli skrifar nafnlaust undir merkjum ritstjórnar DV, að ljúka fréttinni með skírskotun í að undirritaður hefði fyrir fimm árum síðan verið ásakaður um andúð á innflytj- endum fyrir það að benda á mein- bugi opinna landamæra og ástand hinnar svokölluðu fjölmenningar í ríkjum á meginlandi Evrópu. Fyrir utan það að fimm ár eru liðin frá því að undirritaður lýsti áhyggjum sínum, sem sannarlega áttu rétt á sér, er það nú einu sinni svo að und- irritaður hefur sjálfur verið innflytjandi í ókunnu landi, starfað sem lyfjafræðingur í Þýskalandi og hefur séð mörg þau vanda- mál sem fylgja opnum landamær- um. Hápunktur fréttarinnar var þó ekki þessi fyrrgreinda skírskotun heldur upprifjun fréttamannsins á félagsskap sem á einhverjum tíma- punkti ákvað að fara til lögregl- unnar og leggja fram undarlega kæru. Þessi ónefndi fréttahöfundur, sem þarna skrifar í nafni rit- stjórnar DV, gat þess ekki að þessi umrædda ákæra var svo fráleit að lögreglan sendi hana þangað sem hún átti heima: beint í ruslatunn- una. Niðurlag fréttarinnar dæmdi sig sjálft og hefði ekki komið til um- fjöllunar ef tilgangurinn hefði ekki verið eins alvarlegur og raun bar vitni en niðurlagið var aðeins gert til að vekja upp athugasemdahjörð- ina sem, upp á síðkastið, hefur mis- boðið fólki með ummælum sem enginn lætur út úr sér nema kannski á bak við lyklaborð í múg- æsing. Það tókst ekki. Hjörðin tók ekki við sér. Stuttu seinna birtist önnur frétt undir merkjum ritstjórnar DV og virtist sú handahófskennda frétt aðeins hafa einn tilgang enda fólst engin frétt í fréttinni heldur ein- göngu skrumskæling á liðnum at- burði og einhver upprifjunarstund. Reynt var enn og aftur að vekja upp hjörðina sem skrifar at- hugasemdir við fréttir á vefnum og í þetta skiptið tókst það. Riddarar velsæmis og almannahagsmuna sem hafast við á athugasemdakerfi DV ákváðu að ausa úr skálum reið- innar á ungan lyfjafræðing sem fyrir fimm árum skrifaði um þá galla sem fylgja galopnum landa- mærum og vogaði sér að segjast kristinnar trúar í útvarpsviðtali. Það að ásaka einhvern um andúð á innflytjendum eða að dylgja um að menn séu kynþáttahatarar er al- varlegt. Það að æsa upp múginn er þó alvarlegra. Undirritaður hefur aldrei talað fyrir andúð á innflytjendum enda sjálfur staðið í sömu sporum á meðan hann starfaði erlendis og á í þokkabótina norska ömmu sem honum þykir afar vænt um. Undirritaður hefur sannarlega látið hin ýmsu málefni sig varða enda er það svo að honum þykir af- ar vænt um samfélagið sitt og þá sérstaklega borgina sína og hefur eins og fleiri lýst áhyggjum sínum yfir uppgangi erlendra glæpa- gengja, auknum menningarlegum óstöðugleika og ástandinu á meg- inlandi Evrópu. Jafnvel í löndunum í kringum okkur er verið að fjalla um slík Misbeiting valds Eftir Viðar Guðjohnsen »Reynt var enn og aftur að vekja upp hjörðina sem skrifar athugasemdir við fréttir á vefnum og í þetta skiptið tókst það. Viðar Guðjohnsen Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskriftRauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér •Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgjameð Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.