Morgunblaðið - 10.10.2013, Síða 25

Morgunblaðið - 10.10.2013, Síða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013 Hinn 3. október sl. gerir Andrés Arnalds athugasemdir við um- fjöllun í Bílablaði Morgunblaðsins, þar sem undirritaður tjáði sig um ummæli hans við myndbandi frá bandaríska fyrirtæk- inu American Expedi- ton Values. Í viðtalinu sagði ég að ekki hefði verið um utanvega- akstur að ræða í umræddu mynd- bandi, eins og Andrés og fleiri vildu meina, heldur að tiltekinn slóða þyrfti að stika betur þar sem hann er illsjáanlegur. Hins vegar hafa sést myndbönd þar sem ekið er utan vega í íslenskri náttúru og er það engum til sóma. Greining á vanda leiðir að lausnum Ég ber mikla virðingu fyrir ís- lenskri náttúru, en mér hafa alltaf leiðst fordómar og óréttlæti. Mér fannst grein Andrésar undarleg og jafnvel örla þar á fordómum. Andrési finnst sem verið sé að ráð- ast á sendiboðann án þess að greina stöðuna. Mér er spurn: hve- nær hefur Andrés greint stöðuna í utanvegaakstursmálum öðruvísi en með fordómum? Ef akstur utan vega er greindur og tekinn fyrir þá þarf að enda greininguna með lausnum. Það þarf löglegt svæði þar sem menn geta reynt á sín tor- færutæki. Þetta sést best á svæði Vélhjólaíþróttaklúbbsins á Bolaöld- um, en þar fengu eigendur keppn- ishjóla löglegar brautir til iðkunar á sínu sporti. Sjálfur vann ég við uppbygginguna þar 2006 og það sama haust var gerð skoð- anakönnun á notkun á svæðinu þrjú kvöld í röð í byrjun ágúst. Útkoman kom ánægjulega á óvart, því að á öllum Reykja- nesskaganum notuðu um 65-75% iðkenda torfærumótorhjóla Bolaölduslóðakerfið þessi kvöld, og fór sá fjöldi fram úr björt- ustu vonum. Jeppamenn þurfa svæði Jeppamenn þurfa sambærileg svæði, en á meðan þau eru ekki til verður alltaf eitthvað um ut- anvegaakstur. Það sem vantar er að allir náttúruverndarsinnar taki undir þetta og sérstaklega mundi ég halda að Landgræðslan hefði hag af því almenningur fengi svona svæði. Á þetta bentu Bandaríkja- mennirnir Russ Ehnes og Tom Crimmins frá samtökunum NOHVCC á fyrirlestrum sem haldnir voru víða um land sl. haust, en það var Ferða- og Úti- vistarfélagið Slóðavinir ásamt Ferðaklúbbnum 4X4, Skotvís og LÍV sem buðu upp á þessa fyr- irlestra á nokkrum stöðum. Þeir sögðu m.a. að allstaðar í heiminum vildu menn fá að reyna á sín tæki og þá þyrfti að leitast við að upp- fylla þarfir hvers hóps fyrir sig. Ís- land væri varla frábrugðið í þess- um málum. Andrés spyr hvað séu vegslóðar og að það þurfi að skilgreina þetta nákvæmlega. Þarna er ég sam- mála. Í umferðarlögum er skil- greining á vegi teygjanlegt hugtak: vegur, gata, troðningur, slóð, eitt- hvað sem fólk túlkaði á sinni hátt. Það sem vantar í þessa upptaln- ingu er orðið „frístundavegur“. Í Bandaríkjunum er þetta skilgreint nákvæmlega og sagði Tom Crimm- ins, sem starfað hefur í fjölda mörg ár að þessum málum með skipulagsyfirvöldum í Bandaríkj- unum, að þetta væri mjög einfalt: Í Bandaríkjunum eru þrjár meg- inbreiddir á frístundavegum: Ein- stigi, sem ætlað er gangandi, reið- hjólum, ríðandi og torfærumótorhjólaumferð og er allt að 60 cm breitt, einstigi (eitt- hvað sem við gætum kallað kinda- götur) ekki breiðara 127 cm, að- allega ætlað fyrir allt áður talið ásamt fjórhjólum. Síðast eru vegir sem eru breiðari 127 cm, en nógu breiðir fyrir jeppa (vegslóðar). Með þessu skipulagi er hægt að vernda náttúruna. Nánar má lesa um sjónarmið þeirra Tom og Russ í viðtali við þá í Bændablaðinu á vefsíðunni www.bbl.is (fimmtudag- inn 24. janúar 2013). Sátt þarf að ríkja um Náttúruverndarlög Andrés vitnar til leiðarbókar sem fyrrverandi formaður Slóða- vina gaf út 2004 þar sem fjallað var um einstigi. Í því sambandi vil ég benda á að Slóðavinir voru stofnaðir í janúar 2008. Það sem fólk gerði fyrir stofnun félagsins kemur félaginu ekkert við. Mitt mat: Það eru fordómar hjá Andr- ési að reyna að sverta orð fyrrver- andi formanns Slóðavina. Að lok- um nefndi Andrés nýju náttúruverndarlögin sem sam- þykkt voru á síðasta Alþingi og eiga að taka gildi í apríl 2014. Nú er verið að ræða um að umhverf- isráðherra ætli að leggja fram á Alþingi tillögu þess efnis að lögin verði felld úr gildi. Mikil ósátt hef- ur verið um þessi lög og heitar umræður í byrjun, en þau voru þó að verða þokkaleg þegar þau voru samþykkt. Það að umhverf- isráðherra vilji endurskoða þessi lög sýnir að þar fer vitur maður sem vill landinu vel. Sjálfur vil ég sjá skipulag sem tryggir að skemmdir á náttúrunni verði lágmarkaðar. Til væru sér- stakir vegir fyrir mótorhjól ein- göngu, en hingað til hefur lítið ver- ið hugsað til notenda torfærutækja, sem eru um átta þúsund, samkvæmt bifreiðaskrá. Sé miðað við meðalnotkun má gera ráð fyrir að þessi hópur borgi yfir 50 milljónir í ríkissjóð í formi bensínskatta, sem ætlaðar eru til vegagerðar og vegabóta sam- kvæmt lögum. Því miður hef ég ekki enn séð neina staði þar sem þessi tæki mega aka, en hins vegar hefur farið svipað fjármagn árlega í gerð reiðgatna, en á þeim er bannað að aka torfærutækjum. Að lokum, hugsum í lausnum og hætt- um fordómum, við eigum fallegt land þar sem allir geta verið vinir ef viljinn er fyrir hendi. Af hverju þessir fordómar? Eftir Hjört L. Jónsson »Hugsum í lausnum og hættum for- dómum, við eigum fal- legt land þar sem allir geta verið vinir ef viljinn er fyrir hendi. Hjörtur L. Jónsson Höfundur er bifhjólamaður og Slóðavinur. vandamál. Í því samhengi má benda á að frú Merkel, kanslari Þýskalands, sagði ekki alls fyrir löngu í frægri ræðu að fjölmenn- ingarstefnan væri ónýt og orsakir vandamálanna lægju í því að sumir menningarhópar væru ekki að að- lagast hinu vestræna þjóðfélagi. Þetta er rétt og það er varla hægt að saka frú Merkel um andúð á innflytjendum fyrir það að benda á staðreyndir enda datt engum manni það í hug. Alvarlegast í fréttaflutningi DV er þó tilgangurinn, tilgangurinn að vekja upp athugasemdahjörðina í allri sinni dýrð með það að leið- arljósi að fá hóp manna upp á móti skoðun og málefni sem ekki var verið að ræða. Það er alþekkt að- ferð að ráðast á manninn en ekki boltann. Eðlilegast er að fólk með ólíkar skoðanir og ólíkar áherslur í pólitík geti rætt saman og rökrætt. Það styrkir báða aðila með því að skoðunin fær þá umræðu og nýir vinklar fást á mál. Það að reyna að mála skrattann á vegginn þegar menn eru ósammála og ráðast á mann með dylgjum veikir málstað þeirra sem það gera. Í Bretlandi á árum áður voru það fótboltabullurnar sem fóru á fótboltaleiki aðeins til þess að æsa upp múginn, sitja svo hjá og horfa á menn berja hver annan. Á Ís- landi, árið 2013, er það ritstjórn DV sem æsir upp múginn og von- ast til að valda sem mestu tjóni. Við hinir, við sem lendum í múg- æsingnum, bíðum spakir, horfum fram á veginn, höldum áfram, stefnufastir og án uppgjafar. Höfundur er lyfjafræðingur og fram- bjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Hydrovane loftpressur eru lágværar, fyrirferðarlitlar, öflugar og henta alls staðar þar sem þörf er á þrýstilofti. Mikið úrval af hágæðaloftpressum, lögnum og síum. Bjóðum lausnir í þrýstilofti fyrir allar aðstæður. IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is Allt annað líf - með hljóðlátri loftpressu Kynntu þér úrvalið á idnvelar.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.