Morgunblaðið - 10.10.2013, Síða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013
✝ Stefanía Þor-grímsdóttir
fæddist á Húsavík
11. apríl 1950. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
30. september
2013.
Foreldrar henn-
ar voru Jakobína
Sigurðardóttir, f.
1918, d. 1994 og
Þorgrímur Starri
Björgvinsson, f. 1919, d. 1998.
Eftirlifandi systkini Stefaníu
eru Sigrún Huld, f. 1952, Sigríð-
ur Kristín, f. 1956 og Kári, f.
1959.
Stefanía giftist Hauk Hregg-
viðssyni, f. 1948, d. 1997, árið
1969, þau skildu árið 1990. Sam-
an áttu þau fjögur börn. Ásu, f.
vatnssveit og gekk í Skútustaða-
skóla. Eftir barnaskóla var hún
við Héraðskólann að Laugum og
lauk þaðan landsprófi ásamt því
að vera einn vetur í Mennta-
skólanum á Akureyri. Stefanía
hafði brennandi áhuga á pólitík,
félagsmálum og náttúruvernd,
var virk í ungmennafélags-
störfum í sinni heimabyggð,
ásamt því að sinna trún-
aðarstörfum ýmissa fé-
lagasamtaka. Hún var ötull
penni og gaf meðal annars út
tvær skáldsögur ásamt fjölda
blaðagreina í flestum tímarita
landsins um öll þau málefni sem
stóðu hjarta hennar næst.
Starfsævi Stefaníu spannaði hin
ýmsu störf innan þjónustu,
verslunar og veitinga, ásamt
skrifstofustörfum hjá verkalýðs-
félagi, heimaþjónustu aldraðra í
Reykjavík og síðast við liðveislu
hjá Reykjavíkurborg.
Útför Stefaníu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 10. októ-
ber 2013, og hefst athöfnin kl.
13.
1969, maki hennar
er Halldór Arnar
Guðmundsson,
börn þeirra eru Ás-
laug Ingileif, f.
1999 og Þorgrímur
Starri, f. 2003. Sig-
urjón Starra, f.
1974, unnusta hans
er Sólveig Johnsen,
dóttir Sigurjóns
Starra er Malena
Níní, f. 2010, móðir
hennar er Ásta Björnsdóttir.
Guðrúnu, f. 1978, maki hennar
er Gísli Baldur Sveinsson.
Hreggvið Vopna, f. 1979, dóttir
hans er Hekla Sif, f. 1997, móðir
hennar er Sara Leifsdóttir. Eft-
irlifandi sambýlismaður Stef-
aníu er Gunnar Magnússon.
Stefanía ólst upp í Garði í Mý-
Elsku mamman mín. Ég strýk
vangann þinn og enni, en þú ert
þegar horfin mér. Hvert er svo
för þinni heitið nú? Sjálfsagt get-
ur enginn svarað þeirri spurningu
og eflaust margir mér fróðari velt
henni fyrir sér án svara. Ég sé
fyrir mér fjallakrans, heiðan him-
in með einstaka skýi sem líður
framhjá og gufar upp, lóusöng,
blómaangan og ljúfan lækjarnið,
ég vona að þú sért þar. Undan-
farnar vikur hef ég setið við
sjúkrarúmið þitt, þess fullviss að
þú myndir hrista af þér þessi
veikindi og rísa upp. Hélt satt
best að segja alltaf að þú yrðir
hundgömul, kannski bara alltaf
léleg til heilsunnar. Innst inni
gerði ég mér þó grein fyrir að
þetta væri ekki raunsætt, en
raddir skynseminnar og hjartans
tala ekki alltaf sama tungumál.
Svo margt sem við áttum eftir að
gera og spjalla saman en tíminn
rann okkur einfaldlega úr greip-
um.
Þú sagðir mér eitt sinn af ungri
stúlku sem var að ganga með litlu
stelpuna sína í Keflavík, litla
stelpu í rauðri úlpu. Þetta var að
kvöldlagi og unga mamman lofaði
sjálfri sér því á þessari göngu, að
litla stelpan hennar yrði ham-
ingjusöm og myndi alltaf eiga
mömmu sína að. Mig langar að
segja þér, mamma mín, að litla
stelpan í rauðu úlpunni varð ham-
ingjusöm. Hamingjusöm og þakk-
lát fyrir að eiga þig sem mömmu.
Sakna þín óendanlega mikið og
vona að við hittumst hinummegin.
Þín dóttir,
Ása.
Níní (Stefanía) systir var smá-
vaxin og nett. En lundin var stór
og hún gerði hlutina sjaldnast til
hálfs. Hún vann eins og ham-
hleypa allan sinn starfsaldur, en
ekki safnaði hún miklum auði,
enda bilaði heilsan snemma svo
hún gat ekki lengur þrælað
myrkranna milli. Þótt hún hafi
ekki átt digra sjóði fjár, þá var
hún auðug. Hún átti börnin sín
fjögur sem stóðu þétt við hlið
hennar á hverju sem gekk og hún
átti fjögur barnabörn. Það er sárt
að sjá á eftir henni fyrir aldur
fram, aðeins 63ja ára.
Við systkinin uxum úr grasi í
Garði í Mývatnssveit, ættaróðali
pabba okkar, Þorgríms Starra
Björgvinssonar, sem var sjötti
bóndinn í beinan karllegg í Garði.
Mamma, Jakobína Sigurðardóttir
skáldkona, var fædd og uppalin í
Hælavík á Hornströndum. Á
æskuheimilinu var einnig föðurafi
okkar, Björgvin Árnason. Afi var
erfiður í samskiptum og það
ástand hafði mjög mikil áhrif á
okkur, ekki síst Níní systur sem
var elst og viðkvæm í lund.
Foreldrar okkar voru róttækir
vinstrimenn og herstöðvarand-
stæðingar. Slíkt var ekki vel séð
af öllum á tímum kalda stríðsins. Í
ofanálag voru þau áberandi per-
sónur, pabbi með afskiptum sín-
um af stjórnmálum og mamma
með bókaskrifum sínum. Við
systkinin fengum að finna fyrir
því í skólanum. Níní systir hóf
skólagöngu ári fyrr en jafnaldr-
arnir. Hún lenti í slæmu einelti,
sem á þeim tíma hét bara stríðni.
Hún var átta ára og skólabræð-
urnir bæði eldri og stærri, svo það
var ekki nóg fyrir litla stúlku að
hafa munninn fyrir neðan nefið.
Níní var loks nóg boðið og strauk
heim í hugaræsingi. Skólastjórinn
ók á eftir henni og pabbi á móti.
Nú til dags hefði þótt rétt að fara
heim með barnið og ræða við það.
Það ríkti önnur hugsun laust fyrir
1960. Stelpan var tekin upp í bíl
og farið með hana aftur í heima-
vistina.
Svona var Níní alla tíð, sama
stelpan og þessi litla sem reif
kjaft við skólabræður sína og
barðist fyrir rétti sínum. Hún
hafði ávallt ríka réttlætiskennd
og fylgdi henni eftir af mikilli
sannfæringu og kjarki. Sem eldri
systir var hún oft stríðin, jafnvel
hrekkjótt og ekki alltaf kát með
það hlutskipti að þurfa að gæta að
þeim yngri. En hún stóð með okk-
ur þegar á reyndi.
Níní tók ung saman við Hauk
Hreggviðsson og átti með honum
fjögur börn, það fyrsta aðeins 19
ára gömul. Þau Haukur bjuggu
framan af í Keflavík en fluttu í
Garð 1975 og þar bjuggu þau þar
til leiðir skildi. Hjá þeim var ávallt
mjög gestkvæmt og oft setið að
skrafi í eldhúsinu. Þangað komu
sveitungar, ættingjar, vinir og
ýmsir minna kunnugir. Níní var
mikil félagsvera og tók þátt í fé-
lagsstarfi framan af. Hún var
skarpgreind, vel heima í mörgu
og mikill lestrarhestur. Við rædd-
um oft bókmenntir þegar ég leit
við á Sólvallagötunni og ég fór
gjarnan út klyfjuð bókum sem
hún mælti með.
Hún kvaddi þennan heim með
kjarki þrátt fyrir erfið veikindi.
Ég er þakklát fyrir þær góðu
stundir sem gáfust. Ég og fjöl-
skylda mín vottum sambýlis-
manni hennar, börnum og barna-
börnum samúð okkar.
Sigríður K. Þorgrímsdóttir
(Sigga Stína).
Hún var til staðar frá því ég
man fyrst eftir mér.
Stóra systir.
Hún var foringinn, vissi allt
betur en ég, hún var dugleg, rösk
og verklagin, ég leit upp til henn-
ar og reyndi ekki að keppa við
hana.
Stefanía systir mín var frum-
burður foreldra okkar, fædd 1950
og nefnd eftir ömmum okkar báð-
um. Hún var falleg stúlka, björt
yfirlitum og stóreyg. Hún var frá
fyrstu tíð örlynd, bæði til gleði,
sorgar og reiði. Á 11 ára afmæli
hennar orti pabbi þessa vísu til af-
mælisbarnsins:
Ætlar að vera enn um sinn
yndi pabba og mömmu.
Hýreyg stúlka, hrein í lund,
heitir nafni ömmu.
Við ólumst upp saman og lék-
um okkur saman úti og inni. Við
áttum þau Kalla prjónastrák og
Boggu dúkku sem lentu í ótal æv-
intýrum, sem Níní systir stjórnaði
með fjörugu ímyndunarafli sínu.
Við snudduðum tímunum saman
úti í „gjástykki“, veiddum gjáa-
lontur og steiktum þær yfir eldi,
að Indíánasið sagði Níní. Við spil-
uðum, manna, lönguvitlausu og
ólsen-ólsen. Ég reyndi að gæta
þess að Níní ynni, því hún var
tapsár mjög og hljóp einu sinni fá-
klædd út í stórhríð í reiði sinni yf-
ir að tapa.
Níní kynntist verðandi eigin-
manni sínum, Hauki Hreggviðs-
syni, aðeins 17 ára og 19 ára eign-
aðist hún Ásu, fyrsta barnið sitt af
fjórum. Síðar komu þau Sigurjón
Starri, Guðrún og Hreggviður
Vopni. Hún var bráðgreind og átti
létt með allt nám, en hætti í skóla
vegna ástarinnar.
Haukur og Níní bjuggu saman
í tuttugu ár, lengi í Garði þar sem
þau byggðu sér hús. Ég hygg að
þessi ár í Garði hafi verið besta
tímabilið í lífi systur minnar. Þar
var hún hluti af því samfélagi sem
hún þekkti, börnin uxu og döfn-
uðu, hún var þróttmikil og tók
þátt í félagsstarfi af krafti. Hún
skrifaði tvær bækur, Anna og
Nótt í lífi Klöru Sig. Hún þótti
efnilegur ungur höfundur, en hélt
ekki áfram skriftum.
Árið 1989 skildu þau Níní og
Haukur. Hún flutti þá suður og líf
hennar var oft erfitt. En hún eign-
aðist góðan mann, Gunnar Magn-
ússon, sem nú hefur deilt kjörum
við hana í nær tuttugu ár og
reynst henni og börnum hennar
vel á allan hátt. Barnabörnin voru
gleðigjafi, Hekla er elst, síðan Ás-
laug Ingileif, Þorgrímur Starri og
Malena Níní.
Við systurnar vorum ólíkar og
á fullorðinsárum áttum við ekki
alltaf skap saman. Sem betur fer
náðum við að leggja allar deilur til
hliðar og seinustu árin einkennd-
ist samband okkar af hlýjum til-
finningum og þeim sterka streng
sem milli okkar var.
Heilsa Níníar var aldrei góð og
síðustu ár hafa einkennst af veik-
indum. Lífslöngun hennar var
sterk, en líkamskraftarnir þrotnir
með öllu og að kvöldi mánudags-
ins 30. september andaðist hún, í
geislum kvöldsólarinnar með
fólkið sitt hjá sér.
Ég sé þau fyrir mér, parið
unga, á Reykjahlíðarrétt haustið
1968. Níní fíngerð, stóreyg, tein-
rétt með fallega þykka hárið sitt,
alveg að springa úr stolti yfir
Hauki sínum, sem var glæsilegur
ungur maður, hár og sterklegur
með leiftur í augum og fallegt
bros. Ástin lýsti af þeim, en ástin
ein fleytir okkur ekki alltaf í gegn-
um brimboða lífsins. Nú eru þau
bæði dáin, langt fyrir aldur fram.
Hvíl í friði, Níní, stóra systir
mín.
Sigrún Huld
Þorgrímsdóttir.
Ég man hana fyrst er Gunnar
mágur minn kynnti vinkonu sína
fyrir okkur hjónum á 17. júní fyrir
18 árum í Hafnarfirði. Nett og
geislandi kát kona með sterkar
skoðanir á mönnum og málefnum.
Víðlesin og fróð. Fljótlega þróuð-
ust kynni þeirra í nánara sam-
band enda dáði Gunnar Níní sína
takmarkalaust og Níní skildi
Gunnar betur en annað fólk.
Yngri börn Stefaníu bjuggu enn
heima er kynni þeirra hófust og
voru þau lengi í fjarbúð en er
heilsan fór þverrandi flutti Gunn-
ar til hennar. Studdu þau hvort
annað í blíðu og stríðu. Börnum
Stefaníu tengdist Gunnar miklum
tilfinningaböndum. Er barna-
börnin komu, fyrst Hekla og svo
eitt af öðru gekk Gunnar í afahlut-
verkið og naut þess stoltur að
segja fjölskyldu frá afrekum
þeirra og dugnaði. Stefanía hafði
ekki átt þess kost að fara til út-
landa en saman nutu þau þess að
ferðast um framandi slóðir. Fyrst
að heimsækja Starra son hennar í
Lúxemborg og síðasta utanlands-
ferðin var heimsókn til Hreggviðs
í Flórída. Einnig heimsóttu þau
hennar heimaslóðir við Mývatn
þeim til mikillar ánægju. Afar
minnisstætt er sextugsafmæli
Stefaníu sem börnin hennar
skipulögðu án hennar vitundar.
Borð svignuðu undan veisluföng-
um í glæstum sal og fjöldi vina og
vandamanna var kominn til að
samfagna henni. Þetta kom henni
algerlega í opna skjöldu og tilfinn-
ingaþrungin var stundin þegar
yngsti sonurinn kom óvænt heim
frá Ameríku. Stoltið og gleðin
lýsti af svip þeirra allra. Minning-
arnar streyma fram er við kveðj-
um Stefaníu Þorgrímsdóttur frá
Garði. Ástvinum öllum sendum
við hlýjar samúðarkveðjur.
Margrét og Haraldur.
Það var þann fyrsta október
sem ég fékk virkilega slæmar
fréttir, Stefanía Þorgrímsdóttir
var fallin frá. Slógu þessar fréttir
mig sérstaklega þar sem ég bjó
ekki yfir vitneskju um hversu al-
varleg veikindi hennar voru.
Helltist yfir mig tilfinningaflaum-
ur á meðan á símtalinu stóð en allt
voru það samt sem áður góðar
minningar sem þutu um hugann
enda Stefanía hvers manns hug-
ljúfi.
Er mér það mikið gleðiefni og
án vafa allra annarra sem fengu
að kynnast Stefaníu, að hafa feng-
ið að njóta þess að heyra hana
segja frá hinum ýmsu hlutum en á
því sviði, ásamt mörgum öðrum,
var hún verulega fær. Það er
nefnilega ekki allra að geta talað
með viti og jafnframt á áhuga-
verðan hátt um flesta þá hluti sem
ber á góma í almennri umræðu en
þar að auki um fjölmarga hluti
fyrir utan hina algengustu. Að
þessu leyti er mér það sérstak-
lega minnisstætt þegar við Stef-
anía ræddum um það hvað tæki
við að jarðvist lokinni á Sund-
laugaveginum nokkru fyrir alda-
mótin. Ekki er rúm til að fara
nánar út í þá sálma hér en þessi
minning er mér mjög kær og lif-
andi og hef ég oft hugsað til baka
þegar við áttum þetta spjall.
Fleiri áttu samtöl okkar um þess
háttar áhugaverð efni eftir að
verða þar sem að þónokkrum ár-
um síðar vorum við bæði flutt í
Vesturbæinn. Þar hittumst við
nokkuð oft í kjörbúð einni og tók-
um spjallið þar sem mér var iðu-
lega tjáð að ég væri ávallt velkom-
inn yfir í kaffi.
Stefanía varð því miður ein
þeirra sem kveðja jarðlífið allt of
snemma eins og svo margur góð-
ur maðurinn. Í allri hreinskilni
sagt óraði mig ekki fyrir því, það
síðasta skipti sem ég hitti Stef-
aníu, að þar færi manneskja sem
tíminn yrði þrotinn hjá svo
skömmu síðar sem raun bar vitni.
Var það því ekki óeðlilegt að mað-
ur byggist við því að þessi frá-
bæra manneskja yrði í fullu fjöri
mun lengur en varð, enda sterk
og ákveðin kona sem hér er ritað
um sem jafnframt bar sig ávallt
eins og ekkert gæti henni grand-
að.
Þess verður að geta að þó svo
að Stefanía hafi verið sterk og
ákveðin manneskja, eins og fram
er komið, þá var hún þar að auki
virkilega umhyggjusöm og góð
kona. Það sá maður m.a. vel á því
hversu gott og náið samband
hennar og Heklu var og mikil
væntumþykja sem þar streymdi á
milli.
Sendir undirritaður öllum að-
standendum, vinum og velunnur-
um Stefaníu hjartanlegar samúð-
arkveðjur með von um að Guð gefi
styrk á þessum erfiðu tímum.
Hér í lokin er það með miklum
og innilegum söknuði sem ég kveð
Stefaníu í hinsta sinn með þessum
fallegu orðum um lækningamátt
Drottins, í öðru erindi sálmsins
„Drottinn vakir, Drottinn vakir.“
Löng þá sjúkdómsleiðin verður,
lífið hvergi vægir þér,
þrautir magnast, þrjóta kraftar,
þungt og sárt hvert sporið er,
honum treystu, hjálpin kemur,
hann af raunum sigur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson)
Þinn vinur að eilífu,
Reynir Eyjólfsson.
Stefanía
Þorgrímsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Amma Níní er dáin og ég
er sorgmæddur. Hún var
góð amma. Amma sagði
mér alltaf svo fyndnar og
skemmtilegar sögur. Það
var frábært að þekkja hana
þessi 10 ár sem við þekkt-
umst. Ég sakna þín, amma.
Þorgrímur Starri
ömmustrákur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
JÓHANNA DAGMAR PÁLSDÓTTIR
frá Brúarholti Miðfirði,
Miðgarði 14,
Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi föstu-
daginn 4. október.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 11. október
kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á FAAS, Félag áhugafólks og
aðstandenda Alzheimerssjúklinga.
Fyrir hönd aðstandenda,
Stefán E. Pétursson,
Páll Björgvin Hilmarsson, Signý Eggertsdóttir,
Pétur Skarphéðinn Stefánsson, Sæbjörg Þórarinsdóttir,
Lovísa Guðlaug Stefánsdóttir, Indriði Þórður Ólafsson,
Ásta Pálína Stefánsdóttir, Gunnar Már Yngvason,
Hrönn Stefánsdóttir, Jósef Hólmgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
JÓNA SIGURJÓNSDÓTTIR,
lést sunnudaginn 6. október.
Minningarathöfn verður auglýst síðar.
Anna Björnsdóttir, Halldór Guðmundsson,
Björn B. Björnsson, Hrefna Haraldsdóttir,
Sverrir Björnsson, Áslaug Harðardóttir,
Helga Hrönn Hilmarsdóttir, Hörður Valtýsson,
Guðrún Jóna Sigurjónsdóttir,
Birta, Brynja, Björn, Arnaldur,
Hrefna, Sunneva,
Hjalti, Signý, Anna,
Herdís Anna, Óttar og Ronja.
✝
Elsku hjartans eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT GUÐNÝ MAGNÚSDÓTTIR,
Lágseylu 25,
Njarðvík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 7. október.
Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 15.
október kl. 13.00.
Björn Björnsson,
Steinunn Ása Björnsdóttir, Gunnar Magnússon,
Björn Björnsson, Þórdís Kristinsdóttir,
Sigríður Björnsdóttir, Þorsteinn Valur Baldvinsson,
Magnús Sigurður Björnsson, Bryndís Skúladóttir,
Salbjörg Björnsdóttir, Jón Snævar Jónsson,
Stefanía Helga Björnsdóttir, Arnbjörn Arnbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.