Morgunblaðið - 10.10.2013, Page 31

Morgunblaðið - 10.10.2013, Page 31
ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013 börn þeirra Friðþjófur Högni, f. 12.6. 1980, Bergrún, f. 21.7. 1986 og Eyrún, f. 28.3. 1993; Albert Marzelíus, f. 24.9. 1960, atvinnu- rekandi á Ísafirði en kona hans er Gunnhildur Gestsdóttir skrif- stofumaður og eru börn þeirra Sif Huld, f. 14.8. 1985, og Arnar Frið- rik, f. 27.2. 1989; Margrét, f. 12.11. 1961, viðskiptafræðingur á Ísafirði, en maður hennar er Aðalsteinn Sveinsson verkamaður og eru börn þeirra Gísli Sveinn, f. 5.1. 1984, og Alberta Runný, f. 24.7. 1994; Sveinfríður, f. 17.1. 1963, þjónustu- fulltrúi á Ísafirði, en maður hennar er Þórður Pálsson bifreiðaeftirlits- maður og eru börn þeirra Högni Marsellíus, f. 16.2. 1984, Páll Ja- nus, f. 26.8. 1987, og Guðmundur Elí, f. 26.8. 1995; Ólafur Gunnar, f. 29.2. 1968, stálsmiður í Noregi, en kona hans er Guðrún Hrefna Sig- urðardóttir matráður og eru börn þeirra Sigurður Freyr, f. 14.8. 1988, Friðrikka Runný, f. 7.8. 1992, og Hrefna Björk, f. 14.4. 1996. Langafabörn Högna eru nú sjö. Systkini Högna: Jónína Jóhanna Kristjánsdóttir, f. 5.6. 1922, d. 24.8. 2010, húsfreyja og baðvörður á Ísafirði; Stefanía Áslaug Kristjáns- dóttir, f. 3.5. 1923, d. 9.10. 2012, húsfreyja og verslunarmaður í Reykjavík; Kristján Sveinn Krist- jánsson, f. 31.7. 1924, d. 15.10. 2001, skipa- og húsasmiður í Reykjavík; Guðmundur Jón Dan Marsellíusson, f. 26.10. 1927, d. 22.2. 1994, skipasmiður í Sand- gerði; Kristín Marsellíusdóttir, f. 30.9. 1928, húsfreyja í Bolung- arvík; Sigríður Guðný Mars- ellíusdóttir, f. 27.9. 1929, d. 23.1. 1930; Helga Þuríður Mars- ellíusdóttir, f. 24.11. 1930, d. 20.3. 2008, húsfreyja á Ísafirði; Kristinn Marsellíusson, f. 13.3 1932, d. 16.10 1932; Bettý Marsellíusdóttir, f. 18.12. 1935, d. 15.12. 2005, hús- freyja og saumakona á Hofsósi; Þröstur Marsellíusson, f. 16.9. 1937, járnsmiður og skipasmiður á Ísafirði; Sigurður Magni Mars- ellíusson, f. 7.6. 1940, d. 30.10. 1994, rennismiður á Ísafirði; Mes- síana Marsellíusdóttir, f. 18.5. 1942, tónlistarkennari á Ísafirði. Foreldrar Högna voru Mars- ellíus Sigurður Guðbrandur Bern- harðsson, f. á Kirkjubóli í Val- þjófsdal 16.8. 1897, d. 2.2. 1977, skipasmiður á Ísafirði, og Alberta Albertsdóttir, f. á Ísafirði 11.2. 1899, d. 24.2. 1987, húsfreyja á Ísa- firði.Í hlíðum Kalbaks Högni með Margréti, dóttur sinni, og tengdasonunum. Úr frændgarði Högna Marsellíussonar Högni Marsellíusson Svanborg Helgadóttir húsfr. í Aratungu Sæmundur Þorsteinsson vinnumaður Sæmundína Messíana Sæmundsdóttir húsfr. á Ísafirði Albert Brynjólfsson formaður á Ísafirði Alberta Albertsdóttir húsfr. á Ísafirði Málfríður Guðmundsdóttir húsfr. á Bæ og Meirahrauni í Skálavík Brynjólfur Jónsson hreppstjóri í Bæ í Súgandafirði Guðný Guðnadóttir húsfr. á Kirkjubóli í Valþjófsdal Finnur Eiríksson b. á Kirkjubóli í Valþjófsdal Sigríður Sigurlín Finnsdóttir húsfr. á Kirkjubóli í Valþjófsdal og Hrauni á Ingjaldssandi Bernharður Jónsson b. á Kirkjubóli í Valþjófsdal og á Hrauni á Ingjaldssandi Marsellíus Bernharðsson skipasmiður á Ísafirði Ólöf Kristjánsdóttir húsfr. í Hvammi í Dýrafirði Jón Jónsson b. og beykir í Hvammi í Dýrafirði Ingólfur fæddist á Hamraendumí Miðdölum 10.10. 1923 en ólstupp í Brautarholti í Dölum. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Baldvinsson, kaupmaður í Braut- arholti í Haukadal í Dölum, og Ingi- leif Sigríður Björnsdóttir húsfreyja. Aðalsteinn var sonur Baldvins, bónda á Hamraendum Baldvins- sonar, og Halldóru Guðmundsdóttur frá Fellsenda, húsfreyju. Ingileif var dóttir Björns Jóns- sonar, bónda í Brautarholti og síðar trésmiðs og kaupmanns í Braut- arholti og loks í Borgarnesi, og Guð- rúnar Ólafsdóttur húsfreyju. Eiginkona Ingólfs var Ingibjörg Ólafsdóttir, húsfreyja og versl- unarmaður sem lést 2011. Ingólfur og Ingibjörg eignuðust sex börn, Að- alstein, listfræðing og rithöfund; Ólafur Örn hagfræðing; Birgi aug- lýsingateiknara; Ásrúnu hjúkr- unarfræðing; Leif sem starfaði lengi á Keflavíkurflugvelli, og Atla tón- skáld. Ingólfur lauk stúdentsprófi frá MA 1946, lauk cand.phil.-prófi frá HÍ 1947 og prófi í veðurfræði frá Sveriges Meterologiska och Hydro- logiska Institut 1949 og stundaði síð- ar framhaldsnám við sama skóla 1964. Ingólfur starfaði á Veðurstofu Ís- lands á árunum 1949-75, lengst af á spádeild Veðurstofunnar á Keflavík- urflugvelli. Hann var fyrsti fram- kvæmdastjóri og síðar forstjóri Hitaveitu Suðurnesja á árunum 1975-92 og var lengst af búsettur í Njarðvík, frá 1958, en flutti til Reykjavíkur 1998. Ingólfur sat í hreppsnefnd og síð- ar bæjarstjórn í Njarðvík 1962-82 og átti sæti í fjölda nefnda á vegum bæjarfélagsins, lengst af í skóla- nefnd, sat í fræðsluráði Reykjanes- kjördæmis í fögur ár, sat í stjórn Veðurfræðingafélags Íslands og var ritstjóri tímarits veðurfræðinga. Hann sinnti trúnaðarstörfum fyrir Lionshreyfinguna, var Melvin Jon- es-félagi og átti lengi sæti í kjör- dæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Ingólfur lést 25.3. 2012. Merkir Íslendingar Ingólfur Aðalsteinsson 95 ára Guðbjörg Þorsteinsdóttir 85 ára Elín Jónsdóttir María Erla Eðvaldsdóttir Reynir Jónasson 80 ára Grétar Geir Nikulásson Guðrún E. Thorarensen Jóhann Rósinkrans Símonarson 75 ára Rósa Jónsdóttir 70 ára Árni Hrafn Árnason Dís Guðbjörg Óskarsdóttir Helga Þórisdóttir Málfríður Eggertsdóttir Sigríður Kr. Þorsteinsdóttir Sæmundur Pétursson Þuríður Jóna Antonsdóttir 60 ára Árni Stefánsson Florencia Balongcas Jóhannesson Hildur Guðmundsdóttir Sigríður Guðbergsdóttir Sólmundur K. Björgvinsson Valur Harðarson 50 ára Alda Jóhanna Jóhannsdóttir Anna Bjarnadóttir Elín Gunnarsdóttir Gróa Steina Ævarr Erlingsdóttir Haraldur Árni Hjálmarsson Sara Jónsdóttir 40 ára Bríet Guðrún Davíðsdóttir Emma Rún Bjarnadóttir Fouzia Bouhbouh Guðmundur Níels Erlingsson Halldór Hlöðversson Jónas Guðbjörn Pétursson Kristján Friðgeirsson Tryggvi Kornelíusson Þórhallur Hákonarson 30 ára Aneta Jarnutowska Dzemal Licina Fjölnir Freysson Guðmundur Aðalsteinn Pálmason Gunnar Örn Sveinsson Helena María Smáradóttir Karl James Pestka Kristina Stankeviciute Kristinn Þór Guðmundsson Rut Bjarnadóttir Tryggvi Rúnar Árnason Til hamingju með daginn 30 ára Sölvi ólst upp á Eskifirði og er sjómaður á Eskifirði. Sonur: Elmar Leví Sölva- son, f. 2011. Systkini: Grétar, f. 1986, smiður í Reykjavík; Aníta, f. 1990, háskólanemi, og Eva Rún, f. 1994, búsett á Eskifirði. Foreldrar: Ómar Sigurðs- son, f. 1960, skipstjóri á Eskifirði, og Rósamunda Karlsdóttir, f. 1961, hús- freyja. Sölvi Fannar Ómarsson 30 ára Brynja ólst upp í Reykjavík, lauk BA-prófi í bókmenntafræði frá HÍ og starfar hjá Actavis. Maki: Sigþór Björg- vinsson, f. 1981, starfs- maður hjá Mílu. Dóttir: Júlía Snót, f. 2010. Foreldrar: Brynja Traustadóttir, f. 1944, fyrrv. starfsm. hjá Fé- lagsstofnun stúdenta, og Guðmundur Kr. Stef- ánsson, f. 1943, iðn- aðarm.. Brynja Dís Guðmundsdóttir 30 ára Hlín ólst upp í Hafnarfirði, lauk MA-prófi í fötlunarfræði og stundar sérkennslu við leikskóla. Maki: Hannes Jón Hann- esson, f. 1975, bankarit- ari. Börn: Elva Rós, f. 2002; Jóhannes Andri, f. 2008, og Rakel Diljá, f. 2012. Foreldrar: Unnur Run- ólfsdóttir, f. 1957, sölu- maður, og Jóhannes Skarphéðinsson, f. 1956, sölumaður. Hlín Jóhannesdóttir Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á Verkfæri og öryggisvörur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.