Morgunblaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 283. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. „Ríkasta kona á Íslandi“ 2. Vill geta keypt bandarískt Cocoa Puffs 3. Lýst eftir 15 ára stúlku 4. Dýrkeypt mistök eftir hrun hafi … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Myndband Bjarkar Guðmunds- dóttur við lagið „Mutual Core“ hlýtur tvær tilnefningar til Bresku tónlistar- myndbandaverðlaunanna, UK Music Video Awards, í ár, annars vegar fyrir bestu tæknibrellur og hins vegar fyrir bestu listrænu stjórnun og hönnun. Verðlaunahátíðin fer fram 28. októ- ber. Sagafilm framleiddi myndbandið fyrir útgáfufyrirtækið One Little Indi- an og var það tekið upp sumarið 2012 í myndveri Sagafilm. Myndband Bjarkar tilnefnt til verðlauna  Endurhljóð- blöndun á lagi hinnar áttræðu Yoko Ono, „Walk- ing on thin ice“ frá árinu 1981, trónar nú á toppi bandaríska laga- listans Billboard, nánar tiltekið þess lista sem nær yfir dans- og klúbbatónlist. Ono tendraði friðarsúl- una í Viðey í gær og var útnefnd heið- ursborgari Reykjavíkur. »4 Lag Yoko Ono í efsta sæti Billboard-lista  Nýjasta plata hljómsveitarinnar amiinu, The Lighthouse Project, hef- ur fengið prýðilega dóma í hinum ýmsu erlendu fjölmiðlum. Má þar m.a. nefna tónlistarritið Drowned in Sound og dagblöðin The Irish Times og Indep- endent. Amiina spil- ar á Iceland Airwaves í ár, 2. nóv- ember í Gamla bíói. Plata amiinu hlýtur góðar viðtökur Á föstudag og laugardag Sunnan og síðar suðaustan 8-15 m/s og súld með köflum, en hægari og þurrt á N- og A-landi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast NA-til. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag Yfirleitt þurrt og milt veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG 15-23 m/s NV-til, en annars hægari. Fer að rigna, einkum um landið V-vert. Hiti víða 5 til 10 stig. VEÐUR „Væntingarnar frá þjóðinni eru jákvæðar að vissu leyti. Það er jákvætt að allir vonist eftir að okkur gangi vel og umtalið um liðið er gott,“ sagði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu, við Morgunblaðið. Gríðarleg eftirvænting ríkir hjá íslensku þjóðinni fyrir leik Íslands og Kýpur sem fram fer á Laugardalsvellinum annað kvöld en fyrir löngu er uppselt á leikinn. »1 Megum ekki fara fram úr okkur Bent Nyegaard, einn helsti sérfræð- ingur TV2, segir að það beri að ráða Dana í starf landsliðsþjálfara Dan- merkur í handknattleik en flest bend- ir til þess að Guðmundur Guðmunds- son verði ráðinn. Flestir eru jákvæðir í garð ráðningar Guðmundar og telja að hann muni halda danska landsliðinu í fremstu röð. »2 Vill fá Dana sem lands- liðsþjálfara „Ég er ekki í vafa um að Bjarni á eftir að gera það gott í þjálfuninni og það verður gaman að sjá hann spreyta sig í nýju hlutverki,“ sagði Rúnar Krist- insson, þjálfari KR, þegar hann var inntur álits á Bjarna Guðjónssyni sem í gær yfirgaf Íslandsmeistarana og ákvað að semja við Fram um að taka við þjálfun liðsins til næstu þriggja ára. »1 Bjarni á eftir að gera það gott í þjálfuninni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ólafur Darri Ólafsson var viðstaddur heimsfrumsýningu á kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty á New York Film Festival á laugar- daginn var. Myndin hefur fengið lof- samlega dóma og eins og fram hefur komið var stór hluti kvikmyndarinn- ar tekinn upp á Íslandi og fer Ólafur með hlutverk í henni. „Þetta var rosalega gaman og ég var búinn að hlakka til að sjá myndina. Hún er fyndin og skemmtileg en líka einlæg og falleg. Svo er þetta ein magnað- asta Íslandskynning sem um getur,“ segir Ólafur Darri. Segir hann að Ísland sé notað sem tökustaður í atriðum sem eiga að ger- ast á Grænlandi, í Afganistan og í Himalajafjöllunum. „Það kemur sér vel fyrir þá sem hafa eytt verulegri orku í að kynna Ísland sem tökuland og er verulega gaman að sjá hvernig þetta kemur út í myndinni,“ segir Ólafur. Að eigin sögn er hann í litlu en skemmtilegu hlutverki. Einnig koma íslensku leikararnir Gunnar Helga- son, Ari Matthíasson og Þórhallur Sigurðsson fram í myndinni. Hamlet og Mýs og menn Rúmlega 1.000 manns stóðu upp og klöppuðu að lokinni frumsýning- unni. „Það er rosa gaman fyrir sveitastrákinn mig að fá að fara út og vera viðstaddur frumsýninguna þó að aðalatriðið hafi verið að sjá myndina.“ Ólafur segir að ekki séu fleiri Hollywood- verkefni á sjóndeildar- hringnum. Nýlega lék hann þó í prufuþætti fyrir sjónvarpsþáttaröð- ina Line of Sight og nú er þess beðið að sjá hvort framleiðandinn, AMC, vilji gera heila þátttaröð. Nú er Ólafur hins veg- ar kominn heim og mun leika í leikritunum Mýs og menn og Hamlet næstu mánuðina. „Það er gaman að fá að taka þátt í svona stórverkefni, sérstaklega þeg- ar vel tekst til. Það eru forréttindi að fá að vinna að skemmtilegum verk- efnum og þiggja borgun fyrir,“ segir Ólafur. Aðspurður hvort erfitt sé að halda jarðtengingu þegar verkefnin fá svo mikla athygli segir hann svo ekki vera. „Ég er sem betur fer ekkert ung- lamb lengur og varð fertugur á þessu ári. Væri ég tvítugur þá væri það ef- laust erfiðara. Ég og margir leikarar glímum við þá athyglisverðu blöndu að vera feimnir og athyglissjúkir í senn. Mér finnst gott að fá athygli öðru hverju en svo er líka gott að vera laus við hana,“ segir Ólafur. Feiminn og athyglissjúkur í senn  Ólafur Darri viðstaddur heims- frumsýningu AFP Gengur vel Ólafur Darri Ólafsson var viðstaddur frumsýningu The Secret Life of Walter Mitty á New York Film Festival. Hann telur það vera forréttindi að fá að vinna með svo mörgu hæfu fólki og fá borgað fyrir það um leið. Ben Stiller er leikstjóri mynd- arinnar og ber Ólafur honum afar vel söguna. „Hann hefur lengi verið einn af mínum uppáhaldsleikurum. Hann lagði líf sitt og sál í þessa mynd og mér finnst það sjást. Hann þorir að gera hlutina öðruvísi í mynd- inni og þó að hún sé fyndin þá snertir hún mann jafnframt djúpt,“ segir Ólafur sem segir að einna helst megi líkja myndinni við Forrest Gump. Yfir þúsund manns komu á frum- sýninguna og þeirra á meðal aðal- leikarar myndarinnar, þau Sean Penn, Ben Stiller, Kristen Wiik, Pat- ton Oswald og Adam Scott. The Secret Life of Walter Mitty fer í al- menna sýningu um jólin. „Mér þykir óskaplega vænt um þá sem komu að verkefninu. Bæði Ben og aðra sem gerðu mér kleift að taka þátt í því,“ segir Ólafur. Þykir vænt um Stiller LEIKSTJÓRINN LAGÐI MIKIÐ Í KVIKMYNDINA Kristen Wiig og Ben Stiller.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.