Morgunblaðið - 11.10.2013, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.10.2013, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1 1. O K T Ó B E R 2 0 1 3  236. tölublað  101. árgangur  TÍSKA OG FÖRÐUN FÖT, HÁR, HRÁEFNI, HÖNNUN, ILMUR, LITIR, NÁM, NUDD, SKÓR, SÖFN, ÚR OG FLEIRA Á 32 SÍÐUM ÁRA STOFNAÐ 1913 Það var hart tekist á við Árbæjarstífluna í Elliðaárdal í fyrra- dag. Fuglavinur kom þangað færandi hendi og gaf fuglunum brauð. Álftin Svanhildur, sem á sér óðal í Elliðaárdal, var þar með fjölskyldu sína og naut hún kræsinganna. Einnig voru þar máfar og endur sem fengu mola og mola. Þegar fuglavinurinn brá sér frá til að sækja meira brauð í bíl sinn ætlaði einn hettumáfurinn að nappa sér í brauðmola. Þá brást ungi undan Svanhildi mjög hart við og lét máfinn aldeilis finna fyrir því. Álftarunginn glefsaði í máfinn og reyndi ítrekað að kaffæra hann. Máfurinn slapp við illan leik úr goggi álftarinnar og forðaði sér en var augljóslega nokkuð vankaður eftir þessa óvæntu baráttu um brauðið. Hart barist um brauðmolana Morgunblaðið/Ómar  Veltan af er- lendum greiðslu- kortum hér á landi eykst ár frá ári og var í júlí sl. sett met í því efni. Veltan í júlí var 14.983 millj- ónir króna og er samanlögð velta af erlendu kort- unum hér ríflega 67 milljarðar á fyrstu 8 mánuðum ársins. Það er um 17 milljörðum króna meiri velta en af íslenskum greiðslukortum erlendis á sama tímabili. Forstjóri Borgunar segir erlendu kortin breyta miklu. »4 Velta erlendra greiðslukorta hefur aldrei verið meiri Ferðamenn versla mikið hér á landi.  Uppi eru áform um að opna lista- lýðháskóla á Seyðisfirði á næsta ári, en lýðháskólar eru ekki starf- andi hér á landi. Unnið er að verk- efninu í samstarfi við menntamála- ráðuneytið og er reiknað með að fyrstu nemendurnir hefji nám þar næsta haust. Háskólinn mun bera nafnið LungA líkt og listahátíðin á Seyðis- firði. Hver önn verður 16-18 vikur og velja nemendur sér fimm nám- skeið. Rauði þráðurinn í mennta- stefnunni er sjálfsþróun í gegnum sköpun. »20 Áform um lýðhá- skóla á Seyðisfirði Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umskipti hafa orðið í atvinnulífi Suðurnesja og er einum erfiðasta kafla í atvinnumálum svæðisins á síð- ari tímum að ljúka. Brotthvarf varnarliðsins árið 2006 og efnahagshrunið 2008 lögðust á eitt um að þoka atvinnuleysinu í hæstu hæðir. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun var það mest 15% í febrúar 2010 en var 5,3% í ágúst sl. Kjartan Þór Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags Kefla- víkurflugvallar, segir þegar búið í um þúsund af um tvö þúsund íbúðum á Ásbrú. Enn sé stefnt að því að svæðið verði fullnýtt árið 2017, líkt og ráð- gert var þegar starfsemin þar hófst 2007. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir lækkandi hlutfall atvinnulausra einkar jákvætt í ljósi þess að íbúum á Reykjanesi sé tekið að fjölga á ný. Hjörtur Árnason, hótelstjóri Gisti- heimilis Keflavíkur á Ásbrú, segir mikil tækifæri í ferðaþjónustu á svæðinu, ekki síst í 2-3 daga skoðun- arferðum um Reykjanes. Gistiheimilið hafi tvöfaldað fjölda herbergja úr 54 í 102 frá því í fyrra- sumar og var nýtingin í september 72% sem þyki með allra besta móti. Ragnheiður Hauksdóttir, rekstrar- stýra Start Hostel, hóf nýverið rekst- ur hótels á Ásbrú sem tekur 50 gesti. Hún sér fyrir sér að tvöfalda fram- boðið á næstunni, slík sé eftirspurnin eftir gistingu nærri flugvellinum. MHelmingurinn þegar í útleigu »16 Störfum fjölgar í Reykjanesbæ  Atvinnuleysi var mest 15% eftir hrunið en var 5,3% í ágúst  Nýir hótelhaldarar á Ásbrú sjá mikla möguleika á svæðinu Kjartan Þór Eiríksson Árni Sigfússon Umræða um stefnu og strauma í mataræði, fæðuóþol og hollustu mis- munandi fæðuflokka hefur verið áberandi í íslensku samfélagi. Leik- skólar hafa ekki farið varhluta af því og á undanförnum árum hefur ýms- um séróskum um mataræði fyrir leikskólabörn fjölgað mjög. Hér er ekki átt við séróskir vegna trúarbragða eða ofnæmis heldur óskir sem fremur lúta að lífsstíl og athugunum foreldra á því hvort barn þeirra sé með óþol fyrir tilteknum innihaldsefnum. Erfitt getur verið fyrir leikskóla að bregðast við slíkum óskum en það er reynt. Á einni 18 barna deild var t.d. boðið upp á fimm mjólkurteg- undir. »4 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Matur Hollt en ekki bara grænmeti. Flóknir matseðlar  Séróskum um leikskólamat fjölgar 2.380.310 Fjöldi farþega á Keflavíkurflugvelli á árinu 2012. 12,7% Aukningin frá árinu 2011. 1.477.901 Fjöldi gistinátta á landinu öllu tímabilið janúar til ágúst 2013. ‹ Á MIKLU FLUGI › »

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.