Morgunblaðið - 11.10.2013, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.10.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Á borgarráðsfundi í gær lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks til að borg- in kannaði hagkvæmni þess að bjóða út rekstur tónlistar- og ráðstefnu- hússins Hörpu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, seg- ir að á sama tíma og kallað sé eftir auknu fjármagni til reksturs hússins, sé mikilvægt að skoða hvort nýta megi fjármunina betur og að útboð gæti verið ein leið til þess. „Ég vil láta skoða hvernig tónlist- ar- og ráðstefnuhús eru rekin er- lendis. Í einhverjum tilfellum eru það einkaaðilar sem reka slík hús, jafnvel nokkur saman, og ná þannig samlegðaráhrifum. Þá erum við að tala um samrekstur, innkaup á alls konar búnaði, aðgang að bókana- kerfum ráðstefna og svo framvegis,“ segir Kjartan. „Tillagan felur í sér að þetta verði skoðað og ef menn komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé leið sem er stunduð með góðum árangri í Evr- ópu og Ameríku, af hverju þá ekki að skoða slíka leið hér? Þá gæti hver sem er boðið, annaðhvort ís- lenskt fyrirtæki sem sér mögu- leika á því að reka þetta betur en við eða erlent fyrir- tæki sem rekur mörg slík hús,“ segir hann. Kjartan segir að rekstrarfélag Borgin kanni útboðsleiðina  Sjálfstæðismenn í borginni vilja skoða hagkvæmni þess að bjóða út rekstur Hörpu  Samlegðaráhrif af því að reka nokkur tónlistar- og ráðstefnuhús saman Hörpu hafi lýst yfir vilja til að bjóða út sem flesta þætti starfsemi húss- ins, þar sem veitingareksturinn hafi m.a. verið boðinn út. Hann segir ráð- stefnuhald afar mikilvægt fyrir rekstur Hörpu og að hann gæti notið góðs af sameiginlegum bókunarkerf- um með öðrum ráðstefnuhúsum. „Allt þetta þarf að meta. Ég er ekki að segja að þetta verði einfalt útboð en mér finnst að minnsta kosti sjálfsagt að skoða þessa leið og reyna hana ef við teljum að hún geti skilað árangri,“ segir hann. Kjartan Magnússon „Miklu fleiri settu pening í krukk- una en ég hafði nokkurn tíma gert mér í hugarlund,“ segir Ingi Þór Jakobsson, rekstrarstjóri Hálendis- miðstöðvarinnar á Hrauneyjum. Eftir að hafa endurbætt salernisað- stöðuna að Hrauneyjum í vor, sem þúsundir ferðamanna notfæra sér, setti Ingi Þór í tilraunaskyni gler- krukku á áberandi stað með merki sem á stóð Heiðarleiki 1 evra eða 150 krónur. „Ég setti þetta fyrst og fremst upp til að láta reyna á hvort ég fengi fyrir kostnaði við salernis- pappír og þrif,“ segir hann. Ferða- fólki sem notfærði sér aðstöðuna var í sjálfsvald sett hvort það setti peninga í krukkuna en viðbrögðin fóru fram úr björtustu vonum. „Við fengum klink bæði í erlendri mynt en langmest þó í íslenskum krón- um. Ég er í dag með klink upp á rúmlega 100 þúsund krónur sem við ætlum að gefa í söfnun samtak- anna Einstök börn.“ Ingi Þór er sannfærður um að frjáls framlög séu mun árangurs- ríkari en hugmyndir um kostn- aðarsamt gjaldtökukerfi á ferða- mannastöðum. ,,Ef við værum með svona heiðarleikabox, t.d. við Gull- foss og Geysi, þá er ég sannfærður um að fólk myndi borga í það.“ omfr@mbl.is Heiðarleikakrukk- an gaf góða raun Hrauneyjar Við jaðar hálendisins. Konan sem handtekin var harka- lega á Laugavegi 7. júlí síðastliðinn var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir að hrækja á lög- reglumanninn sem handtók hana. Handtakan leiddi til þess að lög- reglumaðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Konan játaði skýlaust brot sitt en hún hefur ekki áður gerst sek um brot svo kunnugt sé. Í dómnum segir að dómstólar líti það alvarlegum augum þegar brot- ið sé gegn valdsstjórninni. Þá segir að atvikin sem áttu sér stað eftir að konan hrækti á lögreglumanninn, þ.e. harkalega handtakan, hafi ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Dæmd fyrir að hrækja á lögreglu Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra kveðst vera reiðubúinn að skoða fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðiskerf- inu og vinna að betri starfsskil- yrðum og betra skipulagi. Þá tel- ur hann að yfir- gnæfandi rök mæli með þjón- ustustýringu í heilbrigðiskerf- inu. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi Læknafélags Íslands í gær. „Ríkið á að bera ábyrgð á heil- brigðisþjónustu í landinu líkt og lög kveða á um en það er alveg hægt að fela einstaklingum og fyrirtækjum að sinna ákveðnum þáttum fyrir hönd ríkisins. Það þarf hins vegar að skilgreina vandlega hvaða þjónustu ríkið ætlar að kaupa, tryggja eftirlit með gæðum og öryggi hennar og standa fast á því grundvallarsjónar- miði að landsmenn allir eigi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustunni,“ sagði Kristján Þór m.a. í ræðu sinni. Heilsugæslan er grunnurinn Hann kvaðst vera þeirrar skoð- unar að heilsugæslan ætti að vera grunnstoð heilbrigðisþjónustunnar og fyrsti viðkomustaður í kerfinu. Kristján Þór kvaðst telja einboðið að hrinda í framkvæmd sameiningu heilbrigðisstofnana á landsbyggð- inni þannig að ein stofnun verði í hverju heilbrigðisumdæmi. Þá ræddi hann um heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins og sagði það hafa vakið athygli hve mikill munur sé á afköstum starfsstöðvanna. Eins sé athyglisvert hve mikill munur sé á kostnaði að baki hverri heimsókn sjúklinga. „Vandinn virðist liggja í skipu- lagningu en ekki ytri þáttum og því vil ég endurskoða innviðina og ein- falda stjórnkerfið. Fjölbreyttari rekstrarform koma einnig til greina þar sem við sjáum að rekstur einka- rekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið góða raun, sömuleiðis starfsemi sjálfstætt starfandi heimilislækna og eins virðist vel hafa tekist til með rekstur þessarar þjónustu í höndum sveitarfélaga líkt og á Akureyri og Hornafirði.“ Rök með þjónustustýringu Kristján Þór kvaðst telja að þjón- ustustýring væri fullrædd og að rök- in með henni væru yfirgnæfandi. „Því mun ég samhliða endur- skoðun á skipulagi heilsugæslunnar óska eftir tillögum sem miða að því að stýra flæði sjúklinga milli heilsu- gæslu, sérfræðinga og sjúkrahúsa,“ sagði heilbrigðisráðherra. Hann ítrekaði vilja sinn til að vinna að því í samráði við fagfólk. Kristján Þór nefndi einnig framkvæmdir við nýj- an Landspítala og minnti á að mörg brýn viðfangsefni væru í heilbrigð- iskerfinu, fjármagn skorti og því yrði að forgangsraða skynsamlega og fara hægar í sakirnar en að var stefnt. Hann ræddi um áform um legu- gjald hjá sjúklingum. „Ég ætla ekki að hafa mörg orð um þau mál hér, en verð þó að segja að það er vand- séð réttlætið í því að sjúklingar í göngudeildarþjónustu greiði fyrir rannsóknir, aðgerðir og aðra lækn- isþjónustu, jafnvel háar fjárhæðir á ári en sé fólk lagt inn falli greiðslur niður,“ sagði ráðherrann. Búið er að skipa nefnd sem á að undirbúa til- lögur um að fella útgjöld fólks vegna heilbrigðiskostnaðar undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrir- komulag. Vill skoða fjölbreyttari rekstrarform  Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir ríkið eiga að bera ábyrgð á heilbrigðisþjónust- unni  Hægt er að fela einstaklingum og fyrirtækjum að sinna ákveðnum þáttum fyrir hönd ríkisins Kristján Þór Júlíusson Morgunblaðið/Ómar Heilbrigðiskerfið Á ábyrgð ríkisins. „Krakkarnir eru mjög ánægðir með gjafirnar,“ sagði Sergei Zak, yfirþjálfari íshokkídeildar Bjarnarins í Reykjavík, eftir að leikmenn Fálk- anna frá Winnipeg í Kanada, sem flestir eru af íslenskum ættum, komu færandi hendi og gáfu yngstu iðkendum Bjarnarins margvíslegan hokkíbúnað í Egilshöll í gær. Fálkarnir taka nú þátt í Icelandair alþjóða- mótinu í hokkí í þriðja sinn eftir að hafa sigrað í keppninni tvö ár í röð. Víkingarnir frá Gimli eru með í fyrsta sinn en þar eru líka leikmenn af ís- lenskum ættum. „Við erum vel aflögufærir og það er gaman að geta styrkt unga iðkendur á Ís- landi í þessari þjóðaríþrótt Kanada,“ sagði Grant Stefánsson, talsmaður hópsins, við Morgun- blaðið, en leikmennirnir gáfu börnunum m.a. kylfur, hjálma, treyjur og hanska. Grant, sem er með Bjarnarbörnum á myndinni, fór svo fyrir sínum mönnum í fyrsta leik þegar þeir unnu Varteig frá Noregi 4:3 í spennandi leik eftir vítakeppni. steinthor@mbl.is Fálkarnir frá Winnipeg í Kanada komu færandi hendi á alþjóðlegt mót í Egilshöll Morgunblaðið/Kristinn Gáfu yngstu iðkendunum margvíslegan hokkíbúnað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.