Morgunblaðið - 11.10.2013, Side 4

Morgunblaðið - 11.10.2013, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verulega er farið að draga í sundur með veltu greiðslukorta Íslendinga erlendis og veltu greiðslukorta er- lendra ferðamanna á Íslandi. Þróunin á fyrstu átta mánuðum ár- anna 2008 til 2013 er sýnd hér að of- an, frá mánuði til mánaðar. Séu fyrstu átta mánuðir þessa árs teknir saman kemur í ljós að veltan á er- lendum greiðslukortum var alls 67.037 milljónir en var til samanburð- ar 49.637 milljónir króna á innlend- um greiðslukortum erlendis. Þetta er mikil breyting frá árinu 2008 þegar veltan af innlendum kort- um erlendis var 60.696 milljónir á fyrstu átta mánuðum ársins en 30.296 milljónir á erlendum greiðslu- kortum hér. Eru tölurnar núvirtar. Athygli vekur hversu skarpur samdráttur varð í veltu innlendra greiðslukorta erlendis milli ára 2008 og 2009 en hún fór úr 60.696 millj- ónum í 34.799 milljónir króna. Vó ekki á móti hruni í veltunni Má í þessu efni rifja upp að gengi evru var 91,2 krónur í ársbyrjun 2008 en 169,97 krónur ári síðar. Það var til samanburðar 122,09 krónur 29. ágúst 2008 og 179,44 krónur 31. ágúst 2009. Þrátt fyrir að gengið hafi þannig ver- ið mun veikara 2009 en 2008 – og vöruverð erlendis hærra sem því nam – gerði það lítið til að hífa upp veltu innlendra greiðslukorta ytra. Að sögn Hauks Oddssonar, for- stjóra Borgunar, má ætla að veltan af innlendum greiðslukortum erlendis muni aukast á síðustu þrem mánuð- um ársins, enda fari þá fjöldi Íslend- inga í verslunarferðir til útlanda. Á sama tímabili megi ætla að velt- an af erlendum greiðslukortum á Ís- landi dragist saman, enda séu það hlutfallslega rólegir mánuðir í ferða- þjónustunni. Fyrir vikið muni draga saman í veltunni af innlendum greiðslukort- um erlendis og erlendum kortum hér á landi þegar veltan á árinu verður gerð upp. Útlit sé fyrir að samanlögð velta af erlendum kortunum hér verði þó heldur meiri á árinu 2013. Vegur upp á móti slakanum Haukur segir að ef ekki væri fyrir vaxandi straum ferðamanna til landsins og aukna neyslu þeirra hér á landi væri nær enginn vöxtur í notk- un greiðslukorta á Íslandi. Þessi aukning vegi því upp á móti slaka í innlendri eftirspurn hin síðari ár. Hann segir aðspurður að þjón- ustutekjur af veltu erlendra greiðslu- korta hér á landi skapi íslensku kortafyrirtækjunum vaxandi tekjur. Kortavelta og ferðaþjónusta Velta í milljónum króna 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Janúar–ágúst 2008 Janúar–ágúst 2009 Janúar–ágúst 2010 Janúar–ágúst 2011 Janúar–ágúst 2012 Janúar–ágúst 2013 1.270 1.947 4.337 2.672 3.217 2.090 2.635 3.797 3.007 4.477 4.847 4.522 5.368 6.377 4.226 9.070 4.898 8.363 6.086 10.911 6.514 12.375 7.352 14.707 Heimild: Greiðslumiðlun hf., Kreditkort hf., Hagstofa Íslands Innlend greiðslukort erlendis Erlend greiðslukort innanlands Komin í 67 milljarða  Velta erlendra greiðslukorta hér á landi eykst stöðugt  Forstjóri Borgunar segir hana vega upp slaka í neyslu Morgunblaðið/Eggert Á Laugaveginum Neysla erlendra ferðamanna á Íslandi eykst ár frá ári. Hæstiréttur sýknaði í gær íslenska ríkið, Fjármálaeftirlitið og Kauphöll Íslands hf. af skaðabótakröfu manns sem keypti hlutabréf í Glitni banka þann 30. september 2008 fyrir um tíu milljónir króna. Daginn áður hafði forsætisráðu- neytið tilkynnt, að ríkissjóður myndi leggja bankanum til nýtt hlutafé og eignast 75% hlut í bank- anum. Viku síðar, eða 7. október, tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur bankans og hlutabréf hans urðu verðlaus. Maðurinn krafðist bóta og byggði m.a. á því, að íslenska ríkið hefði ekki staðið við loforð um hlutafjár- framlag. Í dómi Hæstaréttar segir m.a., að því hafi farið fjarri, að maðurinn hefði, þegar hann tók ákvörðun um hlutabréfakaupin, mátt treysta því að íslenska ríkið væri í raun orðið eða að verða eigandi meirihluta hlutafjár í Glitni og af þeim sökum væri áhætta af kaupunum takmörk- uð. Þvert á móti hafi hann tekið augljósa og stórfellda áhættu með gerðum sínum, sem ríkið, Fjármála- eftirlitið og Kauphöll Íslands, geti enga ábyrgð borið á. Hæstiréttur vísar m.a. til þess, að samkvæmt gögnum málsins hafi komið fram í dagblaði strax að morgni 30. september 2008 að nafn- greindur maður, sem var sagður vera „stærsti eigandi Glitnis sem var þjóðnýttur í gær“, teldi ljóst að hluthafar í félaginu myndu nýta tíma fram að fyrirhuguðum hlut- hafafundi „til að leita annarra leiða“, enda væri þetta það allra versta sem í boði væri og „stærsta bankarán Íslandssögunnar“. Fær ekki bætur fyrir að kaupa hlut í Glitni  Tók augljósa og stórfellda áhættu Glitnir Einstaklingur fær ekki bæt- ur vegna hlutafjárkaupa. séu hugsanlega með mjólkuróþol, eða fiski til að kanna hvort barnið sé með ofnæmi fyrir fiski. Í hópi leikskólastjóranna átján var nefnt dæmi um barn á deild sem var með 18 börn og hefði bent á að á deild- inni væru fimm mjólkurtegundir, þ.e. kúamjólk, hrísmjólk, sojamjólk og tvær tegundir til viðbótar. Ingibjörg segir að víða séu þrjár máltíðir eld- aðar, það er að segja „glútenfrítt, ein- hvern vegin frítt og hinsegin frítt“. Þeg- ar um ofnæmi, mataróþol, er að ræða eða að börn megi ekki borða tilteknar fæðutegundir vegna trúarbragða sé að sjálfsögðu brugðist við því. Einnig séu dæmi um óskir sem mætti í mörgum tilfellum tengja við til- tekinn lífsstíl, s.s. ósk um grænmetis- fæði, kolvetnaminna fæði og fituminna fæði en við slíkum óskum sé erfiðara að bregðast. „Okkur langar að taka tillit til allra en það getur verið erfitt,“ segir Ingibjörg. Til að slíkt ætti að vera mögulegt þyrfti að tryggja að í eldhúsum leikskóla starfi menntaðir matreiðslumenn en mun dýrara sé að ráða þá til starfa en matráða. Bæta þyrfti við þekkingu starfsfólks en einnig sé ljóst að hráefniskostnaður yrði mun meiri og fjárframlög yrðu því að aukast. Leikskólastjórarnir átján voru spurðir hvenær fyrst hafi farið að bera verulega á auknum séróskum og var svarið að þeim hefði fjölgað stig af stigi á undanförnum fimm árum. „Og eru ekki liðin fimm ár frá því kreppan hófst? Það má alveg hugsa um sam- hengið,“ segir Ingibjörg. Fimm mjólkurtegundir fyrir 18 börn Morgunblaðið/Sigurgeir S. Fjör Rétt er að taka fram að grænu klessurnar eru ekki matur heldur leir.  Séróskum um mataræði fyrir börn hefur fjölgað mjög  Krefst meiri menntunar  Dýrari innkaup  Lúta m.a. að ýmiss konar lífsstíl og athugunum á því hvort barnið sé með óþol fyrir tiltekinni fæðu Morgunblaðið ræddi við nokkra aðra leikskólastjóra en voru á fundinum sem vikið er að hér til hliðar. Þeir höfðu misjafna sögu að segja af sér- óskum. Sumir sögðu þeim ekki hafa fjölgað. Á hinn bóginn væri meira um að börn hefðu ofnæmi, s.s. fyrir hnetum eða óþol fyrir eggjum og mjólk. Óskað væri eftir læknisvottorði ef um slíkt væri að ræða. Sjálfsagt væri að taka þátt í könnunum á því hvort börnin hefðu myndað einhvers konar óþol eða þyldu tilteknar matartegundir illa. Aðrir nefndu ýmiss konar tiktúrur í foreldrum, s.s. að börn þeirra ættu ekki að borða tilteknar kjöttegundir vegna þess að þær væru óhollar, ættu ekki að drekka kúamjólk vegna þess að hún væri óholl o.s.frv. Meira um ofnæmi og óþol BIÐJA UM LÆKNISVOTTORÐ EF BARN ER MEÐ OFNÆMI Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæð- ingu eins þekktasta útlaga Íslands- sögunnar, Fjalla-Eyvindar Jóns- sonar, en útlaginn fæddist í Hlíð í Hrunamannahreppi í Árnessýslu árið 1714. Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi þann 2. október að fela ferða- og menningarmálanefnd að gera tillögu til sveitarstjórnar um hvernig best væri að gera þessum at- burði góð skil á næsta ári. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Hrunamannahreppi, segir sveitarfé- lagið vilja hafa vaðið fyrir neðan sig í undirbúningi hátíðarhaldanna, og því sé undirbúningsvinna hafin jafn- snemma og raun ber vitni. Fjalla-Eyvindur og kona hans, Halla Jónsdóttir frá Hrafnsfjarð- areyri í Jökulfjörðum við Djúp, höfð- ust við víða um landið, meðal annars á Hveravöllum og í Drangavík á Ströndum. Leiði Fjalla-Eyvindar er merkt á Hrafnsfjarðareyri, en hann lést árið 1783. Talið er að þau hafi átt börn í útlegð sinni, sem öll létu lífið á unga aldri. gunnardofri@mbl.is Hrunamenn minnast Fjalla-Eyvindar  Drög lögð að 300 ára afmælishátíð BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Séróskum um mataræði fyrir börn á leikskólum hefur fjölgað mjög á und- anförnum árum. Hér er ekki átt við óskir um að tekið sé tillit til ofnæmis eða trúarbragða, heldur lúta sérósk- irnar sem um ræðir að lífsstíl eða at- hugunum foreldranna á því hvort barnið þeirra sé með óþol fyrir ein- hverjum innihaldsefnum. Þetta var viðkvæðið í hópi 18 leik- skólastjórnenda sem voru á fundi hjá Félagi stjórnenda leikskóla í gær. Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður félagsins, spurði hópinn um stöðuna í kjölfar fyrirspurnar Morgunblaðsins um málið. Ingibjörg segir greinilegt að marg- ir foreldrar séu mjög meðvitaðir um fæði og innihald hinna og þessara fæðutegunda. Margir geri tilraunir með að sleppa tilteknum fæðuflokk- um úr mataræðinu, t.d. mjólkur- vörum, til að kanna hvort börn þeirra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.