Morgunblaðið - 11.10.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.10.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013 Andríki vekur í fyrradag athygliá máli sem virðist lítið en er slá- andi:    Í tilefni af aldarafmæli sínu á þessuári hefur Morgunblaðið und- anfarnar vikur farið um landið og fjallað um einstök byggðarlög og rætt við íbúa. Í gær var fjallað um Vopna- fjörð og meðal ann- ars talað við Cathy Josephson, Vestur- Íslending sem kom fyrst til landsins árið 1994 og hefur nær óslitið síðan búið á Vopnafirði.    Eða eins og segir í blaðinu: „Cathybýr nú á bænum Refsstað í Vopnafirði ásamt eiginmanni sínum Sverri Ásgrímssyni. Hún er m.a. mál- ari, sinnir saumaskap og samhliða hafa þau rekið bændagistingu en Cathy segir að sökum skatta og leyf- isgjalda sé það orðið of dýrt og eru þau formlega hætt með hana.“    Já, skattar og leyfisgjöld náðu aðloka lítilli bændagistingu hjóna við Vopnafjörð. Það er nú aldeilis fagnaðarefni. Engin leið er að segja til um tjónið sem stjórnlyndir menn vinna á at- vinnulífi og mannlífi í landinu með samfelldum kröfum sínum. Sífellt er krafist nýrra leyfa, úttekta, eftirlits. Og gjalda.    Fréttamenn kynda svo undirþessu, því í hvert sinn sem eitt- hvað fer úrskeiðis einhvers staðar er eftirlitsskortur það fyrsta sem fréttamönnum dettur í hug. Ann- aðhvort kemur á daginn að eitthvert mannlegt atferli sé bara ekki „eft- irlitsskylt“, eða þá að eftirlitið hefur „brugðist““.    Er ekki upplagt fyrir nýja ríkis-stjórn að vinna í svona málum með fólkinu í landinu en ekki gegn því? Cathy Josephson Opinbert farg STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.10., kl. 18.00 Reykjavík 10 skýjað Bolungarvík 13 súld Akureyri 15 skýjað Nuuk 5 skýjað Þórshöfn 4 skúrir Ósló 10 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 11 heiðskírt Helsinki 12 alskýjað Lúxemborg 7 skýjað Brussel 12 skúrir Dublin 2 léttskýjað Glasgow 7 léttskýjað London 11 heiðskírt París 13 alskýjað Amsterdam 10 skúrir Hamborg 12 heiðskírt Berlín 13 skúrir Vín 13 skýjað Moskva 11 skúrir Algarve 22 heiðskírt Madríd 20 heiðskírt Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 16 léttskýjað Aþena 17 skýjað Winnipeg 20 skýjað Montreal 17 léttskýjað New York 16 skýjað Chicago 20 léttskýjað Orlando 26 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:07 18:23 ÍSAFJÖRÐUR 8:17 18:22 SIGLUFJÖRÐUR 8:01 18:05 DJÚPIVOGUR 7:38 17:51 Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is Þarfnastumeiri orku til daglegra starfa? Orkulausnir henta þeim semglíma við orkuleysi, þrekleysi, verki eða svefnvanda. Hentar vel þeim sem vilja byggja upp orku vegna vefjagigtar eða eftir veikindi. Hefst 22. október - 8 vikur Þjálfun2x í viku Fræðsla ogeinstaklingsviðtal Þjálfari: LindaGunnarsdóttir, sjúkraþjálfari Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Um 90 fulltrúar helstu fagaðila, hags- munahópa, félagasamtaka og stjórn- valda í menntamálum tóku þátt í sam- ráðs- og stefnumótunarfundi um menntamál sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu efndu til í gær. Þátttakendum var skipt í hópa sem ræddu tækifæri og ógnanir og styrk- leika og veikleika skólakerfisins en niðurstöður fundarins verða greindar og nýttar af stýrihópi verkefnaflokks- ins Skólar og menntun í fremstu röð, sem er hluti af sóknaráætlun höfuð- borgarsvæðisins. „Verkefnið sem slíkt miðar að því að skólar á höfuðborgarsvæðinu séu í fremstu röð, það er áætlunin, og þá spyrjum við okkur að því með hvaða hætti það getur orðið,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og formaður stýrihópsins. „Þegar við er- um komin með konkret tillögur og að- gerðaáætlun þá þurfa sveitarfélögin að taka sig saman um að vinna að framgangi þeirra,“ segir hann. Gunnar segir markmiðið að höfuð- borgarsvæðið verði samkeppnishæft við önnur höfuðborgarsvæði þegar kemur að menntamálum en unnið sé að því m.a. að greina t.d. brottfall og fara betur ofan í niðurstöður PISA- kannana. Stýrihópurinn muni skila tillögum og aðgerðaáætlun fyrir hluta verkefnisins fyrir áramót og loka- skýrslu í apríl næstkomandi. Áherslusvið verkefnisins Skólar og menntun í fremstu röð eru alls fimm: mat á gæðum skólastarfs á höf- uðborgarsvæðinu í alþjóðlegum sam- anburði, leiðir til að auka samvinnu skólastiga, greining á skyldum svæð- isins sem háskólaborgar, staða og horfur varðandi endurmenntun og hvernig efla megi menntun í menn- ingargreinum og samstarf á því sviði. Ræddu veikleika og styrkleika  Sveitarfélögin vinna saman að eflingu skólastarfs á höfuðborgarsvæðinu Liðsmenn slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins hnoðuðu lífi í köttinn Hnoðra í gær eftir að hafa bjargað honum úr íbúðarhúsi við Urðarstíg, þar sem eldur hafði læst sig í eld- húsinnréttingu. Talsvert tjón varð á húsinu. Húsið var mannlaust og greið- lega gekk að slökkva eldinn en Hnoðri var meðvitundarlaus þegar að var komið og var gefið súrefni af slökkviliðsmönnum. Hann var síðan fluttur á Dýralæknastofu Dagfinns og settur í súrefnisbúr, eftir að hafa verið greindur með reykeitrun. „Það er ánægjulegt að gera eitt- hvað svona, þó við séum vissulega alltaf að gera eitthvað gott,“ sagði Stefnir Snorrason, bráðatæknir hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is í gær. „Þetta gleður unga sem aldna.“ Morgunblaðið/Eggert Björgun Slökkviliðsmennirnir Stefnir Snorrason og Ágúst Guðmundsson. Slökkviliðsmenn endurlífguðu kött

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.