Morgunblaðið - 11.10.2013, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013
Stjórn Félagsráðgjafafélags Ís-
lands harmar ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar að leggja eigi sérstakt leg-
ugjald á sjúklinga sem dvelja á
sjúkrahúsi, segir í áyktun frá félag-
inu. Sjúkrahúsdvöl veldur alltaf
auknu álagi á einstakling og fjöl-
skyldu hans og geta áhyggjur af
lengd dvalar vegna aukinna út-
gjalda orðið til þess að trufla bata-
ferlið, segir í ályktuninni.
Stjórn félagsins hvetur stjórn-
völd til að draga til baka ákvörðun
um legugjöld á sjúklinga og varar
við þessari fyrirhuguðu gjaldtöku,
sem „er til þess fallin að mismuna
fólki og auka álag á fjölskyldur
sjúklinga“.
Félagsráðgjafar vara við legugjöldum
Tæplega 47 milljónir söfnuðust í
söfnunarátakinu Á allra vörum en í
ár var safnað fyrir nýrri geð-
gjörgæsludeild á Landspítalanum.
Söfnunarféð var afhent í gær, á al-
þjóðlega geðheilbrigðisdeginum, en
það var Páll Matthíasson, forstjóri
Landspítalans, sem veitti fjármun-
unum viðtöku.
„Kraftur og örlæti aðstandenda
átaksins Á allra vörum skipti sköp-
um. Án stuðnings þeirra og velvilja
hefði ný geðgjörgæsludeild, með
mjög bættum aðbúnaði sjúklinga,
ekki orðið að veruleika. Við erum afar
þakklát,“ sagði Páll í gær, samkvæmt
tilkynningu frá Á allra vörum.
Það eru þær Gróa Ásgeirsdóttir,
Guðný Pálsdóttir og Elísabet Sveins-
dóttir sem standa að baki söfnunar-
átakinu, sem hefur verið haldið sex ár
í röð og lagt meira en 350 milljónir til
góðra málefna.
Söfnunarféð samanstendur af
frjálsum framlögum, styrkjum frá fyr-
irtækjum og ágóða vegna sölu á varag-
lossi frá Dior.
„Við höfum fundið fyrir miklum
meðbyr síðustu vikur og erum afar
þakklátar öllum þeim sem hafa lagt
málefninu lið,“ segir Gróa Ásgeirs-
dóttir. „Það er með ólíkindum hvað
hægt er að gera þegar allir leggjast á
eitt en yfir 200 manns lögðu hönd á
plóginn og gerðu þessa hugmynd að
veruleika,“ segir Elísabet Sveinsdóttir.
Dorrit Moussaieff forsetafrú tók
við tíuþúsundasta glossinu en hún
hefur stutt átakið frá upphafi.
„Við erum óendanlega þakk-
látar fyrir stuðning þjóðarinnar
allrar, heildverslunar Halldórs
Jónssonar ehf. og allra söluaðil-
anna sem selt hafa glossin án þess
að taka nokkuð fyrir,“ segir
Guðný Pálsdóttir. „Það eru ekki
til nógu stór orð til að lýsa þakk-
læti okkar.“
Söfnuðu nærri 47 milljónum
Á allra vörum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, tók við söfnunarfénu.
Heildarsöfnun-
arfé Á allra vörum
350 milljónir
Rekstur Heilbrigðisstofnunar Vest-
urlands frá upphafi ársins hefur
gengið vel og er í fjárhagslegu jafn-
vægi. Hins vegar hafa tækja- og bún-
aðarmál setið á hakanum og nú er
svo komið að bágt ástand búnaðar er
farið að hafa áhrif á þjónustu. End-
urnýjunarþörf næstu tvö ár er að
minnsta kosti 200 milljónir króna en
þegar í stað allt að 70 milljónir
króna.
Þetta kemur fram á vefsvæði
stofnunarinnar. Þar segir að starf-
semin sé þróttmikil og með svipuð-
um hætti og á árinu 2012 en leitast
hafi verið við að laga þjónustu hvar-
vetna á svæðinu að heimildum í fjár-
lögum. „Þetta hefur tekist með
markvissum aðgerðum, aðhaldi og
erfiðum niðurskurði á nokkrum svið-
um. Stofnunin er í skilum við alla
sína lánardrottna, þ.m.t. Landspít-
ala.
Á starfssvæði stofnunarinnar hef-
ur verið viðvarandi læknaskortur
undanfarin ár og þjónustan leyst af
hendi með samningum við lækna
sem koma til starfa á viðkomandi
heilsugæslustöðvum í skamman tíma
í senn.“
Krafa um hagræðingu
Þá er á það bent að fjárlagafrum-
varp 2014 geri ráð fyrir kröfu um
hagræðingu sem nemi um 44 millj-
ónum króna til viðbótar við undan-
genginn niðurskurð og að það sé
stjórnendum áhyggjuefni. „Í þreng-
ingum undanfarinna ára hafa tækja-
og búnaðarmál HVE setið á hakan-
um. Nú er svo komið að bágt ástand
búnaðar er farið að hafa áhrif á þjón-
ustu. Í heild er endurnýjunarþörf
næstu tvö ár a.m.k. 200 milljónir en
þegar í stað allt að 70 milljónir
króna.“
Bágt ástand búnað-
ar á Vesturlandi
Læknaskortur, en rekstur í jafnvægi
Ný kápusending
Kringlunni 4 | Sími 568 4900
Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is
BUXUR MEÐ
TEYGJU Í MITTIÐ
frá kr. 4.900.-
Þröngar skálmar – Beinar skálmar – Háar í mittið
Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is
ELDHÚSTÆKI ný sending
Freydís er Magnúsdóttir
Freydís Magnúsdóttir var ranglega nefnd Guðmundsdóttir í umfjöllun
Morgunblaðsins um Bakkafjörð á miðvikudag. Beðist er velvirðingar á þess-
um mistökum.
LEIÐRÉTT