Morgunblaðið - 11.10.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.10.2013, Blaðsíða 10
Metnaður Perla og Brynjar eru metnaðarfull og ætla að ná langt. Hér svífa þau um gólfið í Alassio á Ítalíu í sumar. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Perla Steingrímsdóttir ogBrynjar Björnsson hafadansað samkvæmisdansafrá því þau voru ellefu ára, en hvort í sínu lagi, þar til í ágúst í fyrra. Þau vissu vel hvort af öðru, hún hafði fylgst með honum og hann með henni í keppnum. „Dansherr- ann minn hætti í dansi og ég var ein í svolítinn tíma að leita, því það eru færri strákar en stelpur í dansinum. Brynjar var eiginlega sá eini sem mig langaði til að hafa sem dans- herra. Ég hafði verið í tímum hjá Ástu Sigvalda og hún vissi alveg hvað væri best fyrir mig og gekk í málið, hafði samband við mömmu Brynjars og kom á dansprufu. Við fundum það bæði strax á fyrstu stundu að þetta small saman hjá okkur,“ segir Perla. Eins og þau hafi alltaf þekkst En þau þurftu að leggja heil- mikið á sig til að vera danspar, því Brynjar bjó þá í Skorradal en Perla í Hafnarfirði. „Við skiptumst á að fara með rútu á dansæfingar, ég til Hafn- arfjarðar og hún í Borgarnes. Fyrir mig voru þetta rúmir fjórir tímar samtals í rútu og skólabíl á dag og ég var ekki kominn heim fyrr en á mið- nætti þessa daga sem ég fór suður. En það var algerlega þess virði,“ segir Brynjar sem fór þrisvar í viku suður en Perla kom tvisvar í viku til hans í Borgarnes á æfingar. Þannig var fyrirkomulagið allan síðasta vetur. „Það hafði enginn trú að þetta gengi, allir héldu að við gæfumst upp á þessu, þetta væri of mikil fyr- irhöfn. En við sönnuðum hið gagn- stæða,“ segir Brynjar og ljómar þegar hann horfir á Perlu, enda eru þau yfir sig ástfangin. „Perla er fal- legasta, klárasta og skemmtilegasta stelpa sem ég veit um, og ekki verra Sveitastrákur og borgardama í dansi Þau byrjuðu að dansa saman í ágúst í fyrra, en þá bjó hann í Skorradal og hún í Hafnarfirði. Þau lögðu á sig rútuferðir fimm sinnum í viku til að æfa saman. Þau urðu Íslandsmeistarar í suður-amerískum dönsum í ungmennaflokki á þessu ári, tóku þátt í heimsmeistarakeppninni í Kína og eru ástfangin upp fyrir haus. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013 Í dag stendur UN Women á Íslandi fyrir þriggja tíma dansmaraþoni í Kramhúsinu í tilefni af alþjóðlegum degi stúlkubarnsins sem haldinn verður í annað sinn. Dansmaraþonið hefst stundvís- lega klukkan 19 og verður dansað í þrjá tíma samfleytt, afró, Beyoncé- dans, suðræn sveifla og magadans. Lýkur hátíðinni svo með léttum veitingum. Ágóðinn rennur til UN Women og verkefna sem miða að upprætingu barnabrúðkaupa. Þaulreyndir dansarar munu sjá um kennsluna, þær Þórdís Nadia Semichat, Kristín Bergsdóttir, Álf- heiður Anna Pétursdóttir og Mar- grét Erla Maack. Hátíðin hefst klukkan 19 og stendur til 22. Verð 2.900 kr. Frekari upplýsingar fást í síma 552-6200 eða á netfanginu: alfheidur@unwomen.is Vefsíðan www.facebook/Dansmaraþon UN Women Dansað gegn barnabrúðkaupum Á morgun, laugardag, verður fata- markaður á Kex Hosteli við Skúla- götu í Reykjavík. Þær ætla að hreinsa úr fataskápunum sínum: Rósa Birg- itta, Kolbrún Ýr, Stefán Svan, Heiða Agnars, Sissa, Díana Bjarnadóttir, Hildur Yeoman, Anna Kristín, Fiona Cribben og Bára, Sigrún og Hrafn- hildur Hólmgeirsdætur. Þær ætla að leggja undir sig Gym & Tonic salinn á KEX-inu og vera í stuði með fullt af gersemum á dömur og herra, merkja- vöru og fleira. Þær lofa góðri stemn- ingu og flottu úrvali af fatnaði, skóm og skarti. Opið frá kl 11 til 17. Fyrstur kemur, fyrstur fær! Endilega... ...farið á fatamarkað Morgunblaðið/Júlíus Föt Um að gera að kaupa notað. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Áeldheitum hverfafundi ummálefni Hofsvallagöt-unnar í Hagaskóla létembættismaður borg- arinnar þessi fleygu orð falla: „Framkvæmdin er samráðið.“ Okkur óupplýstum borgurum var góðfús- lega gerð grein fyrir því að um væri að ræða ákveðna aðferðafræði og að víða erlendis væri það stundað að framkvæma fyrst og ræða svo um málin. Þannig kæmist af stað djúp og málefnaleg umræða sem skilaði betri árangri til langs tíma litið. Sitt sýnist hverjum um þessa ný- stárlegu nálgun á íbúalýðræði en ljóst er að það getur verið ansi kostn- aðarsamt fyrir yfirvöld að ætla að framkvæma allar hugmyndir sem fram koma til þess eins að skapa um- ræðu um þær og breyta þeim þá eftir á. Í haust var gerð mjög svo óvís- indaleg tilraun í þessum málum inn- an veggja heimilisins. Eigin- maðurinn valdi bíómynd kvöldsins án samráðs við mig (ein- hverja heilalausa has- armynd) með vísan til þessarar nýju reglu: Framkvæmdin er samráðið. Við gát- um því rætt um það að myndinni lok- inni, en ekki fyrr, hvort rétt mynd hefði orðið fyrir valinu eða ekki. Vissulega var ég þá betur í stakk búin til þess að dæma myndina, en dýr- mætum frítíma og kostn- aði við leigu á mynd hafði þó verið só- að, því myndin var mér ekki að skapi. Niðurstaða þessarar tilraunar var því sú að í þessari kenningu, fram- kvæmdin er samráðið, fælist í raun ekkert samráð, heldur bara yfirráð. Nú hefur því verið lýst yfir að til standi að fjarlægja eyjur og fuglahús sem skapað hafað óánægju und- anfarna mánuði þannig að „samráð- ið“ hefur skilað einhverju. En maður spyr sig hvort tíma okkar og fjár- munum hefði ekki verið betur varið í að ræða hugmyndir um fugla- hús á miðri götu áður en ráðist var í framkvæmd- ina. Sú hugmyndafræði er greinilega ekki í samræmi við nýjustu strauma í op- inberri stjórnsýslu en vonandi mun borgin sjá ljósið rétt eins og eiginmaðurinn. Það er óskandi að Hofsvallagatan endurheimti aftur sinn fyrri dýrðarljóma eftir þetta ítarlega „samráð“. »… vonandi mun borg-in sjá ljósið rétt eins og eiginmaðurinn. Heimur Maríu Margrétar María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.