Morgunblaðið - 11.10.2013, Page 11
að við deilum ástríðu fyrir dansi.
Okkur finnst eins og við höfum alltaf
þekkst.“
„Ég var skotin í honum allan
síðasta vetur en ég vissi ekki að
hann væri skotinn í mér. En allir
aðrir virtust sjá það,“ segir Perla og
hlær. „Við byrjuðum ekki saman
fyrr en í sumar. Við vissum líka að
það er áhætta að vera bæði kær-
ustupar og danspar, því ef við hætt-
um saman, þá er hæpið að við viljum
halda áfram að vera danspar.“
En þau eru ung og ástfangin og
eiga framtíðina fyrir sér, æfa dans
sex sinnum í viku og þar fyrir utan
fara þau í líkamsrækt og einkatíma í
ballett. Þau eyða augljóslega mjög
miklum tíma saman, en Brynjar
flutti í haust á heimili Perlu.
„Ég ætlaði alltaf suður til að
fara í framhaldsskóla og er núna á
fyrsta ári í Fjölbraut í Garðabæ. En
við vildum ekki fara í sama fram-
haldsskóla og Perla fór í Versló,“
segir Brynjar sem er á listnáms-
braut í FG. „Ég hef verið að teikna
frá því ég gat haldið á blýanti. Mér
finnst mjög gaman að mála og ég
seldi eina af myndunum mína, stóra
andlitsmynd af Ray Charles, og náði
þannig upp í kostnað fyrir kjólfötum
til að klæðast í danskeppni.“ Perla
hefur alla tíð haft mikinn áhuga á
fötum og hún hefur hannað og saum-
að ótal flíkur á sig og aðra. „Ég elska
að fá að hanna kjólana sjálf sem ég
dansa í, en það eru saumakonur sem
sjá um að sauma þá.“
Miklu meira en dans
En hvað er svona frábært við að
æfa og keppa í samkvæmisdönsum?
„Dansinn er ákveðið hlutverk
þar sem ég fæ fullkomið frelsi til að
tjá mig,“ segir Perla. Brynjar segir
að sér finnist mjög gefandi að dansa.
„Mér finnst líka frábært að dansa
fyrir framan dómara og áhorfendur.
Ég fæ mikið út úr því. Þetta er líka
miklu meira en að dansa, þetta eru
ferðalög, mikill undirbúningur í
klæðnaði og förðun. Þetta er sam-
bland af íþrótt og list. Við stefnum á
toppinn í dansinum,“ segja þessir 16
ára upprennandi dansarar sem æfa
hjá DÍH í Hafnarfirði. Þau hafa nú
þegar landað Íslandsmeistaratitli í
suður-amerískum dönsum í ung-
mennaflokki, en þar eru keppendur
16-18 ára. Þau náðu líka öðru sæti á
Norður-Evrópumóti í desember í
fyrra og fyrsta sæti í Helsingborg
Cup 2012 í Svíþjóð. Í kjölfarið voru
þau valin í A-landsliðið. Þau voru
einnig valin til að keppa fyrir Ísland
á heimsmeistaramótinu í Kína í sum-
ar og náðu þar 10. sæti af 135 pörum
í opinni keppni í flokki 19 ára og
eldri. Þau fara eftir tvær vikur til
Finnlands og taka þátt í opnu móti
og í desember til Lettlands á heims-
meistaramót í 10 dönsum.
Innileg Þau dansa af tilfinningu.
Ray Charles Brynjar málaði
þessa stóru mynd og seldi.
Flott Perla
er örugg á
dansgólfinu.
Glamúr Fötin eru glæsileg.
Hægt er að sjá myndirnar sem
Brynjar málar á Facebook-síðunni
Brynjars artwork.
Það hafði enginn
trú að þetta gengi,
allir héldu að við
gæfumst upp á
þessu.
Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst
Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is
GMWizardVote með 1. meters disk. Móttakari fyrir nýjar
háskerpu útsendingar RÚV á DVB-T2 ásamt því að
vera með gervihnattamóttöku
Áður 56.700
25ÁRA
1988-2013
AFMÆLISTILBOÐ
25% afsláttur
Móttakari með 1. meters disk og
Strong SRT7002 háskerpu móttakara
Áður 37.700
Tilboðsver
ð*
28.277
Tilboðsver
ð*
42.526
*Gildir í október eða á meðan birgðir endast
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013
Sýning hönnuðarins Sigga Eggerts-
sonar, SKVÍS, verður opnuð í Sparki í
dag. Sýningin samanstendur af nýj-
um veggspjöldum hans en þau eru
sérstök að því leyti að þau raðast upp
í símunstur og því er hægt að nota
þau sem veggfóður. Það má raða
veggspjöldunum saman í margra
metra verk eða setja þau upp sem
stök veggspjöld.
Siggi Eggertsson er fæddur árið
1984. Átján ára hóf hann nám í graf-
ískri hönnun við Listaháskóla Ís-
lands. Hann fluttist til London að
námi loknu og starfaði þar uns hann
fluttist til Berlínar 2008. Hann hefur
hlotið margar viðurkenningar og hef-
ur starfað m.a. fyrir Nike, Microsoft,
H&M, Stüssy, Norton, Playstation,
Coca Cola, Nokia og New York Times.
Sýningin stendur til 16. nóvember.
Spark er við Klapparstíg 33.
Sýningin SKVÍS opnuð í dag
Símunstrið
hans Sigga