Morgunblaðið - 11.10.2013, Side 12

Morgunblaðið - 11.10.2013, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013 Erfitt sé að segja til um hvort fækkun starfsfólks leiði til þess að rannsóknartími lengist. Að einhverju marki hefði álagið minnkað og málabunkinn lækkað. „En við gerðum ráð fyrir að við hefðum meiri mannskap á næsta ári,“ segir Ólafur. Hrunmál bárust ekki öll strax eftir hrunið  Skoða 16 mál með tilliti til þess hvort tilefni sé til ákæru Morgunblaðið/Styrmir Kári Embætti „Við reynum að halda sem mestum mannskap í þessum stærstu málum,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Ráðstefna um líknarmeðferð verð- ur haldin á Grand Hóteli í Reykja- vík laugardaginn 12. frá kl. 14.00 til 16.00. Fyrirlesarar verða Arndís Jóns- dóttir, sérfræðingur í líkn- arhjúkrun á Landspítala, Val- gerður Sigurðardóttir, yfirlæknir á líknardeild Landspítala, og Gunnar Hersveinn, heimspekingur og rit- höfundur. Fundarstjóri verður Rósa Krist- jánsdóttir, djákni og hjúkr- unarfræðingur. Markmið ráðstefnunnar er að fræða um líknarmeðferð og vinna gegn mýtum „staðhæfingum sem standast ekki“, eins og segir í til- kynningu. Einkunnarorð Al- þjóðadags líknarþjónustu 12. októ- ber 2013 eru: Baráttan fyrir alþjóðlegri viðurkenningu á mik- ilvægi líknarþjónustu – Staðhæf- ingar sem standast ekki. Líknarmeðferð verður rædd á ráðstefnu Bréf frá ríkissaksóknara til sér- staks saksóknara um að felld hefði verið úr gildi ákvörðun sér- staks saksóknara um að fella nið- ur sakamál á hendur Erlendi Magnússyni, fyrrv. fram- kvæmdastjóra hjá Glitni, var dag- sett 6. maí. Bréfið barst þó ekki embætti sérstaks saksóknara fyrr en 7. júní, eftir að frestur til að fella úr gildi ákvörðun sérstaks saksóknara rann út. Fram kemur í bréfi ríkis- saksóknara að fyrir mistök hafi bréfið ekki verið sent fyrr en í byrjun júní. FME skarst í leikinn Ríkissaksóknari og sérstakur saksóknari drógu nýlega til baka ákæru á hendur Erlendi sem í starfi sínu sem framkvæmdastjóri hjá Glitni fyrir hrun var sakaður um innherjasvik vegna sölu á hlutabréfum í Glitni fyrir 10 millj- ónir vorið 2008. Ákæran var þing- fest í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun síðasta mánaðar. Sérstakur saksóknari hafði í mars 2013 komist að þeirri nið- urstöðu að lokinni rannsókn að ekki væri tilefni til ákæru. Málið var tekið aftur fyrir að kröfu Fjár- málaeftirlitsins og í kjölfarið felldi ríkissaksóknari úr gildi niðurstöðu sérstaks saksóknara og lagði fyrir hann að ákæra Erlend. Samkvæmt upplýsingum frá Er- lendi Magnússyni er ástæðan fyrir því að ákæran var felld niður af hálfu ákæruvaldsins sú að bréf ríkissaksóknara barst ekki emb- ætti sérstaks saksóknara fyrr en tæplega mánuði eftir að frestur til að taka afstöðu til ákvörðunar sérstaks saksóknara rann út. Lögmanni Erlendar var ekki til- kynnt ákvörðun ríkissaksóknara fyrr en í síðari hluta júnímánaðar. Dagsett 6. maí en barst 7. júní BRÉF RÍKISSAKSÓKNARA EKKI PÓSTLAGT FYRIR MISTÖK NÝJAR UMBÚÐIR SAMA GÓÐA INNIHALDIÐ Súrmjólkin skipar sígildan sess í matarmenningu Íslendinga og er sjálfsagður hluti af morgunverðarborðinu. S Ú R M J Ó L K H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / 1 3 -2 4 9 0 Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Umhverfis- og skipulagsráð Reykja- víkur samþykkti á fundi sínum í fyrradag að falla frá hluta þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á Hofsvallagötu. Flögg og eyjur sem voru settar upp verða fjarlægðar en hjólastígurinn verður óbreyttur að gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar, sem verða óbreytt. Ýtir verslun úr hverfinu „Stór hluti af vandanum er að hafa ekki tvær akreinar á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar,“ sagði Pétur Alan Guðmundsson, verslunarstjóri Melabúðarinnar. „Þetta hefur áhrif á verslun og ýtir umferðinni frekar inn í hliðargötur. Í einu orði er talað um að styrkja kaupmanninn á horninu, en því næsta er fólki ýtt út í stórmarkaðina í úthverfunum. Flestir fara á bílum í verslanir, þú hjólar ekki eða gengur með poka langar leiðir, sérstaklega ekki að vetri til. Eldra fólk veigrar sér við að koma í verslunina.“ Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins, sagði að réttast hefði verið að færa götuna aftur í það horf sem hún var í áður en henni var breytt. „Það hefur verið skoðun þeirra sem búa í hverfinu að auka verði umferð- aröryggi, sérstaklega öryggi barna. Flögg og fuglabúr þjóna ekki þeim tilgangi. Þarna var horfið frá hug- mynd sem embættismenn lögðu til á fundinum um að hafa aftur tvær ak- reinar á gatnamótum. Ég næ ekki af hverju það var verið að breyta því sem virkaði.“ Ekki náðist í Pál Hjaltason, for- mann umhverfis- og skipulagsráðs, við vinnslu fréttarinnar. Morgunblaðið/Rósa Braga Breytingar Töluverðar deilur hafa staðið um breytingar á Hofsvallagötu. Hofsvallagata að hluta í fyrra horf  Óbreytt gatnamót við Hringbraut Hofsvallagata » Mikil óánægja hefur verið meðal íbúa kringum Hofs- vallagötu með þær breytingar sem gerðar voru á götunni. » Kaupmaður segir verslun vera ýtt út úr hverfinu. » Hann segir eldra fólk veigra sér við að koma í verslun hans » Gatan verður að hluta til færð í fyrra horf. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „Það er mýta að öll þessi mál hafi borist þegar við byrjuðum að vinna. Að stórum hluta komu þau mál, sem við erum að vinna að núna, inn á árinu 2011, 2012 og 2013,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hér vísar hann til svokallaðra hrunmála, þ.e. mála sem með ein- hverjum hætti tengjast hruninu árið 2008. Samtals eru 58 slík mál til rann- sóknar. Í sextán tilfellum eru sak- sóknarar að fara yfir málsgögn og munu væntanlega fljótlega taka ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út, málin felld niður eða hvort afla þurfi frekari gagna. Þegar hefur verið ákært í 21 máli. Gögn berast seint að utan Af hrunmálum sem eru til rann- sóknar bárust tólf til embættisins árið 2013, fimmtán bárust árið 2012 og átján eru frá 2011. Átta mál eru frá 2010 og fimm frá 2009. „Þannig að meginþunginn eru mál sem komu 2011, 2012 og 2013,“ segir Ólafur. Að sjálfsögðu vildu allir að rannsókn málanna tæki styttri tíma en það sé alls ekki svo að rannsókn hafi tekið óhóflegan langan tíma í öllum tilfellum. Helst hafi rannsókn tafist vegna þess að langan tíma hafi tekið að afla gagna frá útlöndum, m.a. frá Lúxemborg. Það eigi við um þó nokkuð mörg þeirra mála sem hafi verið í rannsókn frá 2009. Til viðbótar við hrunmálin 58 rannsakar embættið nú um 90 önnur ætluð efnahagsbrot. Vegna niðurskurðar á fjárlög- um 2014 verður starfsfólki sér- staks saksóknara fækkað um 18. Fjórum hefur verið sagt upp og einum sagt að uppsögn væri hand- an við hornið. Fjórir lögreglu- menn flytjast til annarra emb- ætta, þrír lögreglumenn hverfa aftur til fyrri starfa og sex starfs- menn fengu upplýsingar um að tímabundnir ráðningarsamningar yrðu ekki endurnýjaðir þegar þeir rynnu út. Forgangsraða „Það munar um að það fækkar svona í hópnum. Við reynum að halda sem mestum mannskap í þessum stærstu málum hjá okkur. En við þurfum að forgangsraða,“ segir Ólafur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.