Morgunblaðið - 11.10.2013, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013
Tökum að okkur trjáklippingar,
trjáfellingar og stubbatætingu.
Vandvirk og snögg þjónusta.
Sími 571 2000
www.hreinirgardar.is
Lionsklúbbur Seltjarnarness af-
henti nýlega björgunarsveitinni Ár-
sæli nætursjónauka að gjöf, en slík-
ur gripur kostar vel á aðra milljón.
Afhendingin fór fram í skýli sveit-
arinnar í Bakkavör á Seltjarnanesi.
Það var Kristján Georgsson sem af-
henti sjónaukann Kristni Guð-
brandssyni hjá Ársæli. Farið var
með nokkra Lionsmenn í siglingu á
Skerjafirði eftir afhendinguna og
síðan þáðu gestirnir kaffi og klein-
ur í björgunarskýlinu. Þess má geta
að Lionsklúbburinn gaf sveitinni
samskonar sjónauka fyrir um einu
og hálfu ári og hefur hann að sögn
Kristins reynst mjög vel við leit í
myrkri.
Björgunarsveitin Ársæll varð til
við sameiningu Björgunarsveitar
Ingólfs í Reykjavík og Björg-
unarsveitarinnar Alberts á Sel-
tjarnarnesi.
Ljósmynd/Jón Páll
Gjöf Haldið var í siglingu um Skerjafjörð
með Lionsmenn að afhendingu lokinni.
Lionsmenn gáfu Ár-
sæli nætursjónauka
Pókersamband
Íslands stendur
fyrir fimmta op-
inbera Íslands-
mótinu í póker
um helgina. Mót-
ið verður haldið
á Icelandair Hót-
el Reykjavík Nat-
ura og er áætlað
að 150 spilarar
taki þátt. Þátttökugjald í mótið er
67.000 kr og áætlað að verðlaunafé
í mótinu verði um 9 milljónir króna.
Samkvæmt því fengi sigurvegari
mótsins um tvær milljónir króna í
sinn hlut.
Mótið hefst í dag og spilað verður
niður í níu manna lokaborð á
sunnudeginum. Þá er gert vikuhlé
og lokaborðið verður spilað laug-
ardaginn 19. október kl. 14:00.
Spilað um 9 milljóna
króna verðlaunafé
Líkt og undanfarin ár stendur Ar-
ion banki fyrir dreifingu á end-
urskinsmerkjum. Bankinn mun
senda þau heim til allra sex ára
barna á landinu. Merkin verða auk
þess öllum aðgengileg í útibúum
bankans á meðan birgðir endast.
Þeir sem búa fjarri útibúum bank-
ans og geta ekki sótt endurskins-
merki geta sent tölvupóst á net-
fangið arionbanki@arionbanki.is .
Arion banki gefur
endurskinsmerki
STUTT
Ánægður sjúklingur, Sævar Björns-
son, sem nýlega útskrifaðist frá
meltingar- og nýrnadeild 13E á
Landspítala birtist 7. október s.l. á
deildinni með stóran flatskjá sem
hann færði henni og starfsfólkinu
að gjöf sem þakklætisvott fyrir
góða umönnun. Starfsfólkið varð
himinlifandi og þakklátt yfir þessu
framtaki Sævars, eins og við mátti
búast, segir í frétt frá spítalanum.
Á myndinni eru Sævar Björns-
son, Guðný Friðriksdóttir aðstoð-
ardeildarstjóri og Einar S. Björns-
son yfirlæknir.
Ánægður sjúklingur
gaf deildinni flatskjá
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Í bæjarráði Hafnarfjarðar er deilt
um það með hvaða hætti standa
eigi að uppbyggingu við skóla í
Áslands- og Vallahverfi. Rósa
Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í Hafnarfirði, seg-
ir áform meirihlutans í bæj-
arstjórn vera óábyrg.
„Meirihlutinn er að búa til vænt-
ingar meðal íbúa sem ekki verður
hægt að standa við. Uppbygging
á leikskóla á Bjarkarvöllum og
íþróttahús við Áslandsskóla eru
aðkallandi en því miður hefur
ekki enn verið sýnt fram á hvern-
ig á að fjármagna þær fram-
kvæmdir á næstu mánuðum eins
og meirihlutinn boðar. Fjárhags-
staða Hafnarfjarðarbæjar er væg-
ast sagt slæm og hvorki í lang-
tímafjárhagsáætlun né áætlun
næsta árs er gert ráð fyrir fram-
kvæmdum sem þessum enda eru
einungis 360 milljónir króna áætl-
aðar á ári í framkvæmdir og við-
hald eigna,“ segir Rósa og bendir
að auki á að hlutfall skulda á móti
tekjum sé yfir 250 prósent en lög-
um samkvæmt þurfi bærinn að
komast niður fyrir 150 prósent.
Meiri samvinna milli skóla
Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram
tillögu í bæjarstjórn í síðustu viku
þar sem leitast er við að finna
lausn á húsnæðisvanda skóla í nýj-
ustu hverfum bæjarins.
„Við verðum að leita raunhæfra
lausna meðan fjárhagsstaða bæjar-
ins er ekki betri. Þess vegna höfum
við lagt til að skólastjórnendur í
samráði við fræðsluráð auki sam-
starf í elstu bekkjum grunnskól-
anna í því skyni að nýta betur hús-
næði og aðbúnað skólanna og auka
valmöguleika nemenda. Hér kæmi
einnig til greina að taka tímabundið
í notkun annað laust húsnæði í eigu
bæjarins,“ segir Rósa.
Niðurstaða þverpólitísks hóps
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir,
bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir
málið snúast um mismunandi
áherslur minnihlutans og meiri-
hlutans. „Í þverpólitískum starfs-
hópi sem skilaði af sér í fyrra var
sérstaklega rætt um og samþykkt
að ljúka síðari áfanga Áslands-
skóla. Núna er fræðsluráð búið að
samþykkja að tekinn verði inn við-
auki í bæjarráði þannig að hægt
verði að ljúka við hönnun á síðari
áfanga skólans,“ segir Guðrún og
bendir á að sinna þurfi sérstaklega
Áslands- og Vallahverfi vegna
fjölgunar íbúa hverfanna undan-
farin ár.
Spurð um kostnað segir Guðrún
að bærinn þurfi vissulega að laga
sig að fjármálareglum sem í gildi
eru og verið sé að borga niður
skuldir. „Við erum með há lán sem
við erum dugleg að borga af og
bærinn er að borga hátt í tvo millj-
arða á ári af sínum lánum.“
Óraunhæfar væntingar í Hafnarfirði
Sjálfstæðisflokkur segir Hafnarfjarðarbæ ekki eiga fjármagn til að kosta nýjar framkvæmdir við
Áslandsskóla Leysa þurfi húsnæðisvanda skóla með öðrum hætti t.d. með auknu samstarfi skóla
Morgunblaðið/Þorkell
Hafnarfjörður Skuldir bæjarsjóðs
hefta uppbyggingu.
Guðrún Ágústa
Guðmundsdóttir
Rósa
Guðbjartsdóttir