Morgunblaðið - 11.10.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.10.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Um 700 af 900 fjölskylduíbúðum á Ásbrú eru í útleigu og á annað hundrað af um 1.100 einstaklings- íbúðum, þar af um helmingur til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Kjartan Þór Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags Kefla- víkurflugvallar, segir að gengið hafi hægar að leigja út einstaklingsíbúðir en reiknað var með. Þær séu frá 30- 40 og upp í 50-60 fermetrar að stærð. Hann segir félagið finna fyrir vax- andi eftirspurn vegna þeirrar spennu sem er á leigumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Í því efni þurfi að taka tillit til stöðunnar á leigu- markaðnum á Suðurnesjum og gæta þess að ekki verði offramboð. Hann segir áhuga á að fjölga gistirýmum fyrir ferðamenn á svæðinu en að sú uppbygging verði hófsöm. „Við seldum í upphafi töluvert af eignum í stærri einingum til annarra aðila. Við höfum hins vegar ekki selt til einstaklinga. Þessir aðilar hafa átt í erfiðleikum með fá fjármögnun og því hefur ekki verið hægt að taka í gagnið það húsnæði sem þyrfti. En það er verið að vinna í þeim málum og sér vonandi fyrir endann á því í lok þessa árs. Í framhaldi verður skoðað með hvaða hætti er hægt að standsetja meira af húsnæði og bregðast þannig við þeirri miklu eftirspurn sem er eftir húsnæði.“ Fimm mögur ár eftir hrunið Þrátt fyrir afar erfitt árferði segir Kjartan Þór félagið enn setja sér það markmið að innan tíu ára frá upphafi starfseminnar verði svæðið nánast fullnýtt undir starfsemi. „Við höfum verið starfandi síðan í ársbyrjun 2007. Það er fimm ára gat í verkefninu okkar. Það má enda segja að við höfum fengið eitt ár sem er nær því að vera eðlilegt árferði, sem var fyrsta starfsárið okkar. Hin Helmingurinn þegar í útleigu Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ásbrú Íbúðir eru málaðar og rafkerfin í þeim endurnýjuð áður en þær fara í útleigu. Framboðið er mikið.  Um þúsund af tvö þúsund íbúðum á Ásbrú eru komnar í útleigu  Tvö gistiheimili eru tekin til starfa  Færri einstaklingsíbúðir í útleigu en búist var við  Atvinnuleysi á Reykjanesi er á hröðu undanhaldi Tveir albönsku hælisleitendanna sem handteknir voru í aðgerð lögreglu í Auðbrekku í Kópavogi nýlega hafa nú verið fluttir úr landi. Samkvæmt upp- lýsingum frá ríkislögreglustjóra hafn- aði erlendi flugrekstraraðilinn því að flytja báða mennina í sömu vél og varð því að flytja annan þeirra í gær og hinn í fyrradag. Umsókn mannanna um hæli hér á landi var hafnað af Útlendingastofn- un fyrr í vikunni og voru mennirnir báðir í haldi lögreglu þar til þeir voru fluttir úr landi, en talið var að þeir myndu reyna að komast hjá því að vera fluttir úr landi. Samkvæmt heimildum mbl.is er talið víst að mennirnir séu báðir með dóma á bak- inu vegna morða. Innanríkisráðu- neytið á eftir að taka afstöðu til ákvörðunar Útlendingastofnunar um að neita mönnunum um hæli hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu mun endanleg niður- staða liggja fyrir í næstu viku. Heim- ilt er að senda hælisleitendur úr landi þrátt fyrir að innanríkisráðuneytið hafi ekki tekið afstöðu til ákvörðunar Útlendingastofnunar. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu úrskurðaði ráðuneytið að réttaráhrifum ákvörð- unar Útlendingastofnunar yrði ekki frestað í máli mannanna, á meðan endanleg ákvörðun um hvort þeir falli undir ákvæði laga og alþjóðasamn- inga um að teljast flóttamenn sem eiga rétt á hæli á Íslandi verður tekin. Tveir hælisleitendur fluttir úr landi Fyrr í vikunni skoraði bæjarráð Árborgar á Íbúðalánasjóð að auka framboð á leiguhúsnæði: „Sérstaklega er mikil þörf og eftirspurn eftir traustri langtímaleigu á viðráð- anlegum kjörum. Því skorar bæjarráð Árborgar á Íbúða- lánasjóð að koma því húsnæði sem er í eigu sjóðsins og stendur autt tafarlaust í íbúðarhæft ástand og í útleigu,“ sagði í ályktun ráðsins og er svo rifjað upp að meira en ár sé liðið síðan þingmenn Suðurkjördæmis funduðu með framkvæmdastjóra og stjórn ÍLS vegna þessa. Spurður út í málið sagði Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, að sjóðurinn hefði verið með tvær blokk- ir í sölu. Tilboðsgjafar hafi ekki getað lokið fjármögnun á kaupunum og því sé annað söluferli komið af stað. Um er að ræða 44 eignir. Hann segir aðspurður að meginmark- mið sjóðsins sé að selja eignir, nema skortur sé á leigu- húsnæði og að sjóðurinn eigi leiguhæfar eignir eða að kostnaður við endurbætur á hverri eign til að gera þær leiguhæfar sé innan við 1,5 milljónir. Spurður hvers vegna þessar 44 íbúðir séu ekki látnar renna inn í leigufélagið Klett, dótturfélag ÍLS, segir hann skýringuna þá að eignirnar þarfnist viðhalds umfram 1,5 milljónir kr. Þriðja fjölbýlishúsið í eigu Íbúðalánasjóðs muni fara inn í leigufélagið Klett og verða á leigumarkaði til langs tíma. Hvað varðar aðrar eignir ÍLS í Árborg segir Sigurður ekki rétt að sjóðurinn sitji á mörgum auðum eignum í sveitarfélaginu sem séu tilbúnar til útleigu. Hann segir sjóðinn eiga 811 fullnustueignir á Suður- nesjum og að þar af séu tæplega 300 í útleigu og 100 í söluferli. Þá sé verið að lagfæra rúmlega 60 íbúðir á Suðurnesjum sem fari í leigu á næstu vikum og þá séu allar leiguhæfar eignir komnar í útleigu. Afgangurinn standi auður og bíði flestar eignir þess að fara í sölu, þar af munu um 120 eignir verða skráðar á fast- eignasölur á næstu vikum. Alls eigi sjóð- urinn 2.518 fullnustueignir sem hann hafi tekið yfir vegna skuldavanda lántaka og hyggst selja eða leigja út eftir atvikum. Segja mikla eftirspurn eftir leiguhúsnæði BÆJARRÁÐ ÁRBORGAR SKORAR Á ÍBÚÐALÁNASJÓÐ árin, árin 2008 til 2012, voru mjög strembin ár. Við höfðum þá stefnu í upphafi að selja eignir og fá inn aðila til uppbyggingar. Við náðum að selja töluvert og afla þannig tekna sem hafa staðið undir rekstri svæðisins hingað til. Síðan þegar lánamarkað- urinn fór að lokast í ársbyrjun 2008 sáum við að þetta gekk ekki. Við náðum ekki að selja neitt. Því fórum við að fjárfesta meira í eignunum og leigja þær undir ýmiss konar rekst- ur,“ segir Kjartan Þór. Spurður hvaða fyrirtæki hafi komið sér fyrir á svæðinu nefnir Kjartan Þór að gagnaver Verne, Keilir, Gistiheimili Keflavíkur og Start Hostel hafi þar starfsemi, auk þess sem þjóðkirkjan hafi keypt eignir og frumkvöðlasetur borið góðan ávöxt. Þá hafi félagið Há- skólavellir keypt eignir en lent í erfiðleikum með fjármögnun vegna efnahagshrunsins. „Í dag búa um 2.000 manns á svæðinu. Um 650 störf hafa orðið til vegna þessarar uppbyggingar og um 115 fyrirtæki stór og lítil eru með starfsemi á svæðinu,“ segir hann. Atvinnuleysið á undanhaldi Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir atvinnu- ástandið á Suðurnesjum að glæðast eftir mögur ár eftir brotthvarf varn- arliðsins 2006 og svo hrunið 2008. „Atvinnuleysi hefur minnkað, einkum vegna aukinna umsvifa á Keflavíkurflugvelli. Með stóraukinni flugumferð er kallað eftir störfum á flugvellinum og samgöngustörfum tengdum honum. Það hefur slegið verulega á atvinnuleysið. Við þetta má bæta að í Reykjanesbæ búa nú 14.430 íbúar. Þeim er því að fjölga á ný, þannig að hlutfallið er jákvæðara þegar rýnt er í atvinnuleysistölur,“ segir Árni en skv. Vinnumálastofn- un var 5,3% atvinnuleysi á Suður- nesjum í ágúst en var mest 15% í feb. 2010. Árni segir enn margar auðar nýbyggingar á svæðinu. Þar af eigi Íbúðalánasjóður hundruð eigna.Sigurður Erlingsson Um 25 þúsund gestir komu á beikon- hátíðina sem haldin var á Skólavörðu- stíg í byrjun september. Gestir hátíð- arinnar komu ekki eingöngu til að njóta beikons og hinna fjölmörgu beik- oninnblásnu rétta veitingahúsa í ná- grenninu heldur einnig til að láta gott af sér leiða, segir í fréttatilkynningu frá beikonbræðralaginu. Í ár söfnuðust rúmar tvær milljónir króna sem renna til kaupa á tveimur þráðlausum hjartasíritum sem verða afhentir hjartadeild Landspítalans við formlega athöfn síðar í þessum mánuði. Beikonbræður söfnuðu tveimur milljónum Morgunblaðið/Styrmir Kári Beikon Hátíð á Skólavörðustíg í haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.