Morgunblaðið - 11.10.2013, Síða 18

Morgunblaðið - 11.10.2013, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013 NÝ TILSKIPUN EVRÓPU- SAMBANDSINS UM STARFSEMI VERÐBRÉFASJÓÐA Robert P. Lord heldur fyrirlestur á Háskólatorgi, stofu 105 föstudaginn 11. okt. kl. 12-13:15 Með tilskipuninni er reynt að samræma reglur um starfsemi verðbréfasjóða á evrópska efnahagssvæðinu ( EES). Eitt af því sem tilskipunin felur í sér er aukin upplýsingagjöf verðbréfasjóða og þar með gagnsæi fyrir þá sem festa fé sitt í slíkum sjóðum.Tilskipunin mun hafa mikil áhrif hér á landi sem annars staðar á svæðinu, sérstaklega þegar hömlum á fjárfestingu verður aflétt hér á landi. Robert Lord er virtur lögfræðingur sem hefur hefur starfað við regluvörslu á verðbréfamörkuðum og unnið fyrir fjármálamarkaðinn víða um heim. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir! Þorkell Bjarnason læknir var framkvæmdastjóri Læknis- fræðilegrar myndgreiningar þegar deilurnar áttu sér stað. „Þessi mótþrói kom á óvart, við töldum okkur hafa undirritaðan samning um að gera þetta og svo þegar til kom þá neita þeir að borga þannig að við urðum að fara í mál við þá,“ segir Þor- kell. Hann bætir við að eftir að dómur féll hafi þau ekki orðið vör við frekari fjandskap enda hafi Tryggingastofnun bara ver- ið að vinna sína vinnu. Þorkell segir segulómtækið hafa gjörbreytt allri þjónustu. Mótþróinn kom á óvart RÖNTGENLÆKNIR Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Útlit er fyrir að tvær læknis- fræðilegar myndgreiningarstofur ut- an sjúkrahúsa klári þann kvóta sem þær hafa hjá Sjúkratryggingum Ís- lands áður en árið er liðið, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Áætlað er að samtals 45 þúsund sjúkratryggðir einstaklingar fái þjón- ustu hjá þessum stofum og hlutur Sjúkratrygginga í kostnaði verði 770 milljónir. Stofurnar eru Röntgen Do- mus og Röntgen Orkuhúsinu, báðar hafa fengið fólk frá Landspítalanum í myndgreiningu af ýmsum ástæðum. Það er ljóst að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrsta mynd- greiningarfyrirtækið, Læknisfræði- leg myndgreining hf. (LM) sem nú heitir Röntgen Domus, keypti fyrsta segulómtækið hingað til lands á einkastofu. Það kostaði hundrað millj- ónir og var tekið í notkun í ársbyrjun 1996. Fyrir var aðeins eitt segulóm- tæki á landinu, á Landspítalanum. Læknisfræðileg myndgreining lenti á þessum tíma í miklum ágreiningi við Tryggingastofnun um hvort Trygg- ingastofnun, sem varð að Sjúkra- tryggingum Íslands 2008, bæri að greiða fyrir rannsóknir með nýja seg- ulómtækinu. LM var með almennan sérfræðiþjónustusamning við Trygg- ingastofnun en stofnunin sagði að hann næði ekki til nýrrar starfsemi lækna sem hafi hærri stofnkostnað en nemi venjulegum stofnkostnaði lækn- ingastofu. Í aðdraganda samnings Tryggingastofnunar og LM hafi aldr- ei komið fram neinar fyrirætlanir um kaup á segulómtæki enda þótt um- samin gjaldskrá hafi tæknilega spannað allar tegundir röntgenrann- sókna. Tryggingastofnun samþykki ekki starfrækslu segulómtækisins og neitaði að kaupa þá þjónustu. Málið fór fyrir gerðardóm sem dæmdi LM í vil og sagði samning fyrirtækisins og Tryggingastofnunar ná til segulóm- rannsóknar. Morgunblaðið/ÞÖK Segulómtæki Þegar fyrsta einkarekna segulómtækið kom til landsins vildi Tryggingastofnun ekki greiða hlut sjúklinga. Sagði það ekki inni í samningi stofnunarinnar og fyrirtækisins Læknisfræðilegrar myndgreiningar hf. Samþykkti ekki starf- rækslu segulómtækis  Ágreiningur var uppi um fyrsta einkarekna segulómtækið EasyJet hyggst hefja beint áætl- unarflug frá Íslandi til borgarinnar Basel í Sviss. Basel Mulhouse- Freiburg flugvöllurinn er einn af annasömustu flugvöllum í Mið- Evrópu vegna nálægðar hans við vinsæl ferðamannasvæði í Frakk- landi, Þýskalandi og Ítalíu og mik- ilvægar viðskiptamiðstöðvar í Sviss, segir í tilkynningu. Fyrsta flugið til Basel verður far- ið 2. apríl og flogið verður tvisvar í viku, á miðvikudögum og laug- ardögum, fram í lok september. Farmiðar eru nú komnir í sölu á heimasíðu félagsins, www.easy- Jet.com. Lægsta fargjaldið er í kringum 6.295 kr. aðra leið með sköttum. Basel er fimmta flugleið EasyJet frá Íslandi en félagið flýg- ur þegar í beinu flugi frá Keflavík til Lundúna, Manchester og Ed- inborgar árið um kring, auk þess sem beint flug til Bristol hefst á vegum félagsins eftir nokkrar vik- ur. Beint flug EasyJet frá Íslandi til Sviss AFP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.