Morgunblaðið - 11.10.2013, Page 20

Morgunblaðið - 11.10.2013, Page 20
AUSTURLAND DAGA HRINGFERÐ SEYÐISFJÖRÐUR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Þrjár mæður í fæðingarorlofi ákváðu að láta sér barnauppeldið ekki nægja og nýttu lausan tíma í að láta drauminn rætast og opn- uðu verslun á Seyðisfirði. Í henni fá fallegir munir, notaðir sem ný- ir, að njóta sín. Halldóra Malín Pétursdóttir og Margrét Guðjóns- dóttir hittu blaðamann og sögðu frá tilurð verslunarinnar sem gengið hefur vonum framar. Ingi- björg Grétarsdóttir stílisti var hins vegar vant við látin. „Við vorum að velta því fyrir okkur hvað okkur langaði að gera þeg- ar við yrðum stórar. Svo náðum við Ingibjörg og Maggý saman og ákváðum að láta á það reyna hvort við gætum ekki búið til ein- hvern rekstur sem gæti gengið allt árið,“ segir Halldóra Malín sem er húsasmíðanemi og mennt- aður leikari. Verslunin fékk nafn- ið Gullabúið, en hvernig skyldi standa á nafngiftinni? „Við erum við að vísa í drullubúin, þar sem maður reyndi að búa sér lítið Gullabúið geymir perlur Seyðisfjarðar  Mæður í fæðingarorlofi létu draum- inn rætast og opnuðu búð í bænum Morgunblaðið/Golli Gullnar vinkonur Halldóra og Margrét eru ánægðar með þær móttökur sem Gullabúið hefur fengið. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fjórir skólafélagar og vinir keyptu sögufrægt hús á Seyðisfirði með það að markmiði að búa til vinnu- stofur fyrir listamenn og frum- kvöðla í bænum. Húsið er nátengt sögu bæjarins. Elsti hluti þess er frá árinu 1880 og í húsinu var verslun sem hét EJ Waage og var rekin af Waage fjölskyldunni í 100 ár. „Síðustu 40-50 árin rak Pálína Waage verslunina og bjó í íbúðar- hlutanum. Hún var mjög áberandi karakter í samfélaginu og ég og aðrir eigum þaðan margar minn- ingar. Ég kom þar við á hverjum einasta degi þegar ég kom úr skól- anum. Hún seldi meðal annars efni og tískuföt og þetta var hálfgerð krambúð,“ segir Björt Sigfinns- dóttir, einn fjórmenninganna. Nú er endurbótum nær lokið á húsinu og mun fyrsti listamað- urinn koma í heimsókn undir lok október. Björt á húsið ásamt Dön- unum Andreas Lemche, Lars Ho- genhof og Jonatan Jensen. Þau eru 27-29 ára og kynntist Björt þeim í lýðháskóla í Danmörku og bauð þeim á listahátíðina LungA fyrir fjórum árum. „Þeir urðu hreinlega ástfangnir af staðnum, bæjarstæðinu og andrúmsloftinu í bænum og vildu gera eitthvað hérna, “ segir Björt. Svara eftirspurn Úr varð að þau keyptu húsið og hafa nú með hjálp sjáfboðaliða lokið framkvæmdum við það. Er þar nú aðstaða fyrir dansara, rit- höfunda, hljómsveitir, hönnuði, arkítekta, verkefnastjóra og frum- kvöðla svo dæmi séu nefnd. „Þetta er í raun aðstaða fyrir alla sem vilja komast í burtu til þess að skapa,“ segir Björt. Hún segir að mikil skapandi orka sé á Seyðisfirði og telur hún mikla þörf á aðstöðu fyrir lista- menn. „Við erum í raun að svara þeirri eftirspurn,“ segir Björt. Húsið hafði staðið autt í nokk- ur ár og var að niðurlotum komið. „Áður en við keyptum það fengum við að heyra það hjá Íbúðalána- sjóðið að það væri flokkað sem ónýtt hús. Við fengum að kaupa það og höfum lagt gríðarlega pen- inga og tíma í að gera það upp,“ segir Björt. Sjálfboðaliðar unnu í húsinu Vinirnir eru öll menntaðir framkvæmda- og frumkvöðlafræð- ingar. „Þegar við vorum að byrja með verkefnið þá veltum við því fyrir okkur hvernig við gætum gert þetta eins ódýrt og mögulegt væri. Við auglýstum eftir fólki og buðum þvi að koma hingað í mán- uð og að aðstoða við bygginguna. Við borguðum flugfar og örlítinn mat, en annars var þetta alfarið sjálfboðavinna. Við fengum ellefu umsóknir og enduðum með því að Morgunblaðið/Golli Vinir Björt, Jonatan og Lasse hafa gert húsið upp og hyggjast bjóða fólki sem þarf rými til sköpunar að dvelja þar. Virkja sköpunarorku Seyðisfjarðar í húsinu  Björguðu húsi sem á sér rúmlega 130 ára sögu Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember árið 1913, Á forsíðu þessa fyrsta tölublaðs er m.a. greint frá vígslu rafveitu Seyð- isfjarðar, en þann 13. október þetta ár loguðu rafljós í fyrsta skipti í bænum. Í fréttinni segir að haldin hafi verið vegleg veisla af þessu til- efni nokkrum dögum síðar. „Ekki minna en 7 kvæði voru ort við þetta tækifæri og sungin í veizlunni,“ segir í fréttinni. Framkvæmdir við rafveituna hófust vorið 1913 þegar stífla var gerð í Fjarðará og rafstöðvarhús reist í Fjarðarselshvammi. Reist- ar voru fimm spennistöðvar og voru þar fyrstu háspennulínur á landinu. Rafmagnið var í fyrstu einungis notað til lýsingar, en fljótlega líka til eldunar og hús- hitunar. annalilja@mbl.is Seyðfirðingar ortu sjö kvæði til nýju rafveitunnar Fjarðarselsvirkjun Elsta starfhæfa vatnsaflsvirkjun landsins. Rafveita í 100 ár Forsíðufrétt Um rafveituna í fyrsta tölublaði Morgunblaðsins.  El Grillo er íslenskur bjór, bruggaður úr íslensku byggi og hefur verið á markaði frá árinu 2007. Veit- ingamaðurinn Eyþór Þórsson á Seyðisfirði á heiðurinn af bjórnum og var hann í fyrstu einungis seldur á veit- ingahúsi og hóteli Eyþórs, en fæst nú í Vínbúðunum. Gamlar hefðir eru viðhafðar við framleiðslu El Grillo og framleiðsluferlið hægara en ella. Nafn sitt dregur mjöðurinn af 10.000 lesta olíubirgðaskipi bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni sem þýskar flugvélar gerðu árás á í Seyðisfirði árið 1944. Allir skipverjar sluppu lífs, en eftir árásina var skipið svo laskað að ákveðið var að sökkva því. Bjór nefndur eftir skipi  Næst verður fjallað um Eg- ilsstaði á 100 daga hringferð Morgunblaðsins. Á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.