Morgunblaðið - 11.10.2013, Page 21
Við botn Seyðisfjarðar stendur samnefndur kaupstaður. Byggð hóf að
myndast þar um miðja 19. öld, en á síðari hluta hennar fluttust
þangað margir Norðmenn til að stunda síldveiði, einn þeirra var
Ottó Wathne, stundum nefndur „Faðir Seyðisfjarðar“. Mörg hús
frá þessum tíma hafa nú verið gerð upp og setja skemmtilegan
svip á bæinn. Íbúar á Seyðisfirði eru tæplega 700.
Fjölbreytt
menningarlíf
og merk saga
Gullin Munirnir eru vekja athygli
fólks sem tengir þá við barnæsku.
heimili eða bú með krukkum og
gömlu dóti sem maður sankaði að
sér fjársjóðum sem jafnvel átti að
henda . Það voru gullin manns,“
segir Margrét sem jafnframt er
kennari í grunnskólanum og for-
maður bæjarráðs. „Við ætluðum
að hafa bara opið í sumar til að
byrja með, en svo gekk þetta svo
vel að við ákváðum að halda
þessu opnu áfram,“ segir Hall-
dóra.
Íslenskir ferðamenn
áhugasamir um gullin
„Þegar við byrjuðum þá lit-
um við helst til erlendu ferða-
mannanna sem koma með Nor-
rænu. En það sem kom mest á
óvart var hve íslensku ferða-
mennirnir voru stór kúnnahópur.
Svo mættu heimamenn nánast all-
ir. Þetta er svo fallegur bær að
því leyti að það mæta allir til að
styðja við mann þegar eitthvað er
í gangi,“ segir Halldóra. Í búð-
inni má m.a. finna seyðfirskar
hönnunarvörur, gömul húsgögn
og gamla muni sem fá endurnýj-
un lífdaga. „Verslunin end-
urspeglar ekki endilega smekk
okkar allra. En við sammæltumst
um að tengja verslunina við
þennan gamla bæ sem Seyðis-
fjörður er. Því ákváðum við að
hafa þetta í þessum gamla stíl í
takt við þá 100 ára sögu sem
bærinn státar af,“ segir Halldóra.
Margrét segir að stærsti hluti
viðskiptavina sé konur en áhugi
karlpeningsins vakni þegar inn í
verslunina er komið. „Strákarnir
eru kannski dregnir inn af betri
helmingnum. En fólk, hvort sem
það eru konur eða karlar, sér
tengingu við gamla tímann. Það
sér kannski gamla muni sem
amma og afi áttu eða mamma og
pabbi á æskuheimilinu. Það skap-
ar umræðuvettvang og vekur
áhuga. En við erum líka með nýja
hluti og viljum gera seyðfirskri
hönnun hátt undir höfði,“ segir
Margrét.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013
Seyðisfjörður er djúpur fjörður umkringdur háum tilkomu-
miklum fjöllum. Þéttbýlið stendur fyrir botni fjarðarins á milli
Bjólfs og Strandartinds. Áður voru einnig þorp á Eyrum og
Vestdalseyri. Á Búðareyri er nokkuð samfelldur byggðakjarni af
gömlum timburhúsum sem flest eru byggð um aldamótin 1900,
auk þess sem slík hús eru víða annars staðar í bænum. Hús
þessi eru byggð að norskri fyrirmynd og mörg hver flutt inn frá
Noregi. Byggð hefur verið á Seyðisfirði allt frá landnámsöld er
Bjólfur nam þar land.
Seyðisfjörður er þekktur fyrir fjölskrúðugt menningarlíf en þar
er árlega haldin sumartónleikaröðin Bláa kirkjan og LungA
(Listahátíð ungs fólks, Austurlandi). Auk þess heldur Tækni-
minjasafn Austurlands árlega Smiðjuhátíð vikuna eftir Lunga.
Á Seyðisfirði má einnig finna menningarmiðstöðina Skaftfell
sem stendur fyrir myndlistasýningum allt árið. Bærinn á sér
merka sögu sem hægt er að kynna sér með því að heimsækja
Tækniminjasafnið sem hefur á safnasvæði sínu meðal annars
elstu vélsmiðju landsins og fyrstu ritsímastöð landsins.
Fjarðarselsvirkjun (gangsett 1913), sem er í eigu Rarik, er fyrsta
riðstraums- og bæjarveitan á Íslandi. Árið 2003 var stöðvar-
húsið gert upp og á efri hæðinni komið fyrir sýningu.
Til Seyðisfjarðar siglir færeyska ferjan Norræna frá Færeyjum
en þaðan siglir hún jafnframt til Danmerkur. Er þetta eina leiðin
fyrir þá sem vilja fara til og frá Íslandi á bíl.
Mikil náttúrufegurð er á Seyðisfirði, veðursæld með eindæm-
um, fjölskrúðugt mannlíf og bærinn góður heim að sækja.
www.seydisfjordur.is
www.visitseydisfjordur.com
Seyðisfjörður
Við erum stolt fyrirtæki
á Seyðisfirði
Morgunblaðið/Golli
Fyrsti gesturinn Von er á fyrsta listamanninum undir lok október og mun hann njóta aðstöðunnar við listsköpun.
fá fimm stráka fyrst. Nú hafa alls
tíu komið og unnið fyrir okkur,“
segir Björt.
Hún segir að þetta fyr-
irkomulag hafi reynst ákaflega vel.
„Þetta er búið að vera yndislegt.
Við höfum eignast frábæra vini
fyrir lífstíð. Síðan er líka gaman að
skapa eignarhlutartilfinningu hjá
þeim. Þau munu hafa sterkar
taugar til verkefnisins það sem eft-
ir er og geta sagt barnabörnunum
frá því að þau hafi byggt hús á Ís-
landi,“ segir Björt og hlær við.
Þau hafa þegar fengið margar um-
sóknir frá fólki sem vill dvelja í
listasmiðjunni. „Við erum enn að
móta hugmyndina og verðum fram
yfir áramót að þróa hana,“ segir
Björt.
Fjöllin, loftið og flækjurnar
Björt er uppalin á Seyðisfirði
en hefur búið í fimm ár í Dan-
mörku og tvö ár í Reykjavík.
„Þetta er yndislegur bær til að
vera í og hér vil ég alltaf hafa fót-
festu. Ég er að vísu svo heppin að
vera einnig með annan fótinn í
Kaupmannahöfn. Það fyrirkomulag
hentar mjög vel, að fara úr smá-
bænum í stórborgina öðru hverju.
En ég finn það þegar ég kem heim
að það er hérna sem ég næ að
slaka á og greiða úr öllum hugs-
anaflækjum. Það er eitthvað stór-
kostlegt við fjöllin og loftið sem
gefur mér innri frið sem ég finn
ekki annars staðar,“ segir Björt.
Morgunblaðið/Golli
Lunga Danskir vinir Bjartar komu saman á listahátíðina LungA og urðu
strax mjög hrifnir af Seyðisfirði. Saman keyptu þau húsið.
Samhliða starfi sínu í listasmiðjunni
stefnir Björt að því að setja á fót lista-
lýðháskóla á Seyðisfirði, þann fyrsta
sinnar tegundar á Íslandi. Til stendur að
opna skólann 25. ágúst næstkomandi.
Skólinn er að skandinavískri fyrirmynd
en hann mun bera nafnið LungA líkt og
listahátíðin. Ekkert aldurstakmark er
fyrir nemendur og 35 komast að í einu.
Hver önn er 16-18 vikur og kostar 600-
700 þúsund með gistingu og mat.
SETJA Á FÓT LÝÐHÁSKÓLA Á SEYÐISFIRÐI
Seyðisfjörður Til stendur að opna
fyrsta lýðháskólann á Seyðisfirði.
Fyrsti lýðháskólinn
„Við ákváðum í upphafi að í ár yrðum við með einn eða fleiri íþrótta-
viðburði í hverjum mánuði í tilefni af afmælinu og það hefur tekist,“ segir
Eva Björk Jónudóttir, meðstjórnandi hjá Íþróttafélaginu Huginn, en félagið er
aldargamalt í ár. Eva Björk segir að á stórafmælisárinu hafi áhersla verið
lögð á hreyfingu fyrir alla en félagið, sem býður upp á sundþjálfun, blak,
badminton og handbolta fyrir 1.-10. bekk, hefur m.a. fagnað með því að fá
bæjarbúa í lið með sér og ganga og synda 100 kílómetra. Þá má segja að fé-
lagið hafi fengið skemmtilega afmælisgjöf á dögunum þegar meistaraflokkur
þess í fótbolta náði þeim árangri að færast upp í 2. deild á Íslandsmótinu í
fótbolta.
Ljósmynd/Ómar Bogason
Huginn Félagið var stofnað 1913 og fagnar aldarafmæli með íþróttaviðburðum.
Íþróttafélagið Huginn 100 ára