Morgunblaðið - 11.10.2013, Síða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013
Speglar Flotgler Öryggisgler Hert gler Bílspeglar Sandblástur Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta
Sjáðu sjálfan þig
í nýju ljósi
Við leggjum metnað okkar
í að bjóða sérhæfðar og
vandaðar lausnir á
baðherbergi. Við bjóðum
upp á sérsmíðaða spegla,
sturtuklefa og sturtuskilrúm.
Þá erum við komnir með
nýja útgáfu af ljósaspeglunum
okkar vinsælu.
Á nýrri heimasíðu okkar
glerslipun.is er gott yfirlit
yfir það sem er í boði.
Auk þess bjóðum við alla
velkomna í Vatnagarða
12 þar sem fagfólk veitir
góða þjónustu og allar þær
upplýsingar sem þarf.
Vatnagörðum 12 - 104 Reykjavík - Sími: 588 5151 - Fax: 588 5152 - glerslipun.is
Glerslípun & Speglagerð ehf.
Viðskipti hófust í gærmorgun með
sértryggð skuldabréf Landsbankans
í Kauphöll Íslands. Þetta er fyrsta
skráning á verðbréfum sem útgefin
eru af Landsbankanum. Steinþór
Pálsson, bankastjóri Landsbankans,
hringdi bjöllu Kauphallarinnar á Ís-
landi til marks um upphaf við-
skiptanna og skráningu bréfanna.
Landsbankinn gaf út sértryggð
skuldabréf 10. júní. Heiti útgáfunnar
er LBANK CB 16 og eru bréfin
óverðtryggð með föstum 6,30% vöxt-
um til þriggja ára. Bankinn hyggur á
frekari útgáfu í nánustu framtíð,
segir í tilkynningu.
Dregur úr fastvaxtaáhættu
Útgáfa sértryggðra skuldabréfa
styður við fjármögnun íbúðalána-
safns bankans um leið og hún dregur
úr fastvaxtaáhættu. Samhliða útgáf-
unni í júní lækkaði Landsbankinn
kjör á óverðtryggðum íbúðalánum
með föstum vöxtum til 36 mánaða úr
7,50% í 7,30% og hafa vextirnir stað-
ið óbreyttir síðan þá.
Fjárhæð útgáfunnar nam 1.220
milljónum króna og þar af voru 1.160
milljónir seldar til fjárfesta á mark-
aði. Sú upphæð sem eftir stendur
verður nýtt til viðskiptavaktar í
Kauphöllinni og hefur Landsbank-
inn gert samning við Straum fjár-
festingarbanka um hana.
„Skráning bréfanna þýðir að
bankinn skuldbindur sig til að auka
gagnsæi, veita ítarlegri upplýsingar
um starfsemi sína og hún eykur á
aga í rekstrinum,“ segir Steinþór
Pálsson bankastjóri. „Útgáfa sér-
tryggðra bréfa tryggir einnig bank-
anum breiðari fjármögnun en áður
og gerir mögulegt að bjóða við-
skiptavinum betri kjör á óverð-
tryggðum íbúðarlánum. Landsbank-
inn mun áfram gefa út sértryggð
skuldabréf enda voru viðbrögð fjár-
festa við fyrstu útgáfu bankans mjög
góð.“
Páll Harðarson, forstjóri Kaup-
hallarinnar, segir að um sé að ræða
mikilvæga viðbót við vaxandi mark-
að fyrirtækjaskuldabréfa. „Lands-
bankinn sýnir mikinn metnað í upp-
lýsingastefnu sinni til fjárfesta. Það
eykur bæði traust á fyrirtækinu og
markaðnum þar sem gagnsæi er lyk-
ilatriði við áframhaldandi uppbygg-
ingu hans,“ segir hann.
helgivifill@mbl.is
1,2 milljarða útgáfa
Sértryggð skuldabréf Landsbankans skráð í Kauphöll Bankinn hyggur á
frekari útgáfu í nánustu framtíð Bankinn skuldbindur sig til að auka gagnsæi
Bjallan Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hringdi bjöllu Kaup-
hallarinnar til marks um upphaf viðskiptanna og skráningu bréfanna.
Styður við fjármögnun
íbúðalánasafns
» Útgáfa sértryggðra skulda-
bréfa styður við fjármögnun
íbúðalánasafns bankans um
leið og hún dregur úr fast-
vaxtaáhættu.
» Skráning bréfanna þýðir að
bankinn skuldbindur sig til að
auka gagnsæi, veita ítarlegri
upplýsingar um starfsemi sína
og hún eykur á aga í rekstr-
inum, segir bankastjóri.
» Viðskipti eru hafin með sér-
tryggð skuldabréf Landsbank-
ans í Kauphöll Íslands. Þetta er
fyrsta skráning á verðbréfum
sem útgefin eru af bankanum.
Mjólkursamsalan opnar í dag end-
urnýjaða vinnslustöð á Selfossi þeg-
ar Sigurður Ingi Jóhannsson land-
búnaðarráðherra ræsir stærstu
mjólkurpökkunarvél búsins.
Fram kemur í fréttatilkynningu
að mjólkurvinnsla á Selfossi aukist
um 40% þegar liðlega 20 milljóna
lítra mjólkurpökkun flyst frá
Reykjavík. Mjólkursamsalan hafi
þá fjárfest í Selfossbúinu fyrir rúm-
lega einn og hálfan milljarð króna á
fjórum árum. Heildarendur-
skipulagningu búsins og mjólkur-
vinnslu í landinu sé því um það bil
að ljúka.
Haft er eftir Einari Sigurðssyni,
forstjóra Mjólkursamsölunnar, í til-
kynningunni að með endurnýjun
vinnslustöðvarinnar verði öll
vinnsla og pökkun drykkjarmjólkur
fyrir vestan- og sunnanvert landið
færð til Selfoss.
Morgunblaðið/Kristinn
MS Höfuðstöðvar MS við Bitruháls.
Vinnslugeta
aukin um 40%