Morgunblaðið - 11.10.2013, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013
BAKSVIÐ
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Í Líbíu eru allt að 1.700 vopnaðir
hópar sem hafa ógnað bráðabirgða-
stjórn landsins og torveldað henni að
byggja upp nýtt ríki, ná öllu landinu
á sitt vald og afstýra upplausn og
glundroða eftir að Muammar Gadd-
afi einræðisherra var steypt af stóli í
byltingu fyrir tveimur árum.
Hættan sem stafar af vopnuðu
hópunum kom berlega í ljós í gær
þegar liðsmenn eins eða tveggja
þeirra rændu forsætisráðherra
landsins, Ali Zeidan, sem tók við
embættinu fyrir ári. Bráðabirgða-
stjórn hans er skipuð blöndu af ísl-
amistum, þ.e. öfgamönnum sem vilja
stofna íslamskt ríki, og stjórn-
málamönnum sem aðhyllast verald-
legt stjórnkerfi. Forsætisráðherrann
var í haldi mannanna í nokkrar
klukkustundir.
Vopnuðu hóparnir í Líbíu hafa
mismunandi markmið en eiga flestir
það sameiginlegt að þyrsta fyrst og
fremst í peninga og völd. Margir
þeirra tóku þátt í uppreisninni gegn
Gaddafi, en sumir hópanna eru skip-
aðir fátækum og atvinnulausum ung-
um mönnum sem börðust ekki í
borgarastríðinu eða fyrrverandi
föngum sem sluppu úr fangelsi í
stríðinu.
Nokkrir hópanna berjast fyrir
íslömsku ríki og tengjast hryðju-
verkanetinu al-Qaeda. Þeir brugðust
ókvæða við áhlaupi bandarískrar
sérsveitar fyrir tæpri viku þegar hún
handtók forsprakka hóps, sem talinn
er tengjast al-Qaeda, á götu í Trípólí
og flutti hann í bandarískt herskip.
Sumir hópanna sjá fátæku fólki
fyrir mat og annarri aðstoð á yfir-
ráðasvæðum sínum, en aðrir hugsa
um það eitt að maka krókinn. Sumir
hópanna hagnast til að mynda á því
að smygla fíkniefnum og aðstoða
afrískt flóttafólk við að komast yfir
Miðjarðarhafið til Evrópu, auk þess
sem þeir hagnast á sölu á olíu frá
yfirráðasvæðum sínum.
Krefjast sjálfstjórnar
Flestir hópanna starfa á af-
mörkuðum svæðum. Á meðal þeirra
eru hópar í borginni Benghazi í
austanverðu landinu þar sem upp-
reisnin gegn Gaddafi hófst. Leiðtog-
ar þeirra telja að í raun hafi ekkert
breyst eftir byltinguna og vilja meiri
völd. Nokkrir þeirra krefjast þess að
héraðið Kýrenaika í austurhlutanum
fái sjálfstæði eða að Líbía verði sam-
bandsríki þar sem héraðið njóti víð-
tækra sjálfstjórnarréttinda.
Vopnaðir hópar í Fezzan-héraði
í sunnanverðu landinu hafa einnig
krafist þess að héraðið fái sjálf-
stjórnarréttindi í sambandsríki, líkt
og héruð Kúrda í Írak. Þeir vísa
meðal annars til þess að þegar Líbía
var undir stjórn Breta og Frakka á
árunum 1943 til 1951 var landinu
skipt í þrjú héruð. Kýrenaika og hér-
aðið Trípolítana í vesturhlutanum
voru þá undir stjórn Breta en Frakk-
ar stjórnuðu Fezzan.
Fréttaskýrendur telja ólíklegt
að þessir hópar nái fram kröfum sín-
um um að héruðin fái sjálfstæði eða
sjálfstjórnarréttindi í sambandsríki.
Til þess séu hóparnir of fámennir og
njóti of lítils stuðnings meðal íbú-
anna.
Hóparnir eru hins vegar svo
margir að þeir geta valdið miklum
usla í landinu, til að mynda með því
að loka olíuleiðslum og höfnum og
stöðva þannig olíuútflutninginn.
Bráðabirgðastjórnin og öryggis-
sveitir hennar eru of veikar til að
geta haft taumhald á hópunum,
binda enda á upplausnina og glund-
roðann.
AFP
Frjáls forsætisráðherra Ali Zeidan, forsætisráðherra Líbíu (fyrir miðju), kemur í höfuðstöðvar bráðabirgðastjórn-
arinnar í Trípolí eftir að hann losnaði úr haldi vopnaðra manna sem rændu honum á hóteli í borginni í gærmorgun.
Kyndir undir ótta við
upplausn og stjórnleysi
Herskari vopnaðra hópa ógnar veikri ríkisstjórn í Líbíu
Griðastaður öfgahópa?
» Hundruð vopnaðra hópa
hafa valdið hættu á upplausn
og algeru stjórnleysi í Líbíu.
Það gæti m.a. orðið til þess að
Libía yrði öruggur griðastaður
íslamskra öfgahreyfinga.
» Stjórnin hefur reynt án ár-
angurs að afvopna hópana eða
innlima þá í öryggissveitir
hennar. Hún er í mjög erfiðri
stöðu. Beiti hún hópana her-
valdi er hætta á að blóðugt
stríð blossi upp. Reyni hún að
semja við þá er líklegt að þeir
líti á það sem veikleikamerki
og færi sig upp á skaftið.
Forsætis-
ráðherra
Líbíu rænt
Vopnaðir
menn rændu
Ali Zeidan á
hóteli í Trípólí
og slepptu
honum
nokkrum
klukkustundum
síðar
500 km
NÍGER
LÍBÍA
TSJAD
MIÐJARÐARHAF
EG
YP
TA
LA
N
D
TÚ
N
IS
TRÍPOLÍ
A
LS
ÍR
Benghazi
Gjafavörurnar
fást í Álafoss
ÁLAFOSS
Álafossvegur 23, Mosfellsbær
Opið: Mánud. - Föstud. 09:00 - 18:00
Laugard. 09:00 - 16:00
www.alafoss.is
Bættu smá
lit í líf þitt
Vogue flísar
í öllum litum
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
Fyrir þá se
m
elska hönnu
n