Morgunblaðið - 11.10.2013, Side 29

Morgunblaðið - 11.10.2013, Side 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013 - merkt framleiðsla yfir 30 ára reynsla á Íslandi• hurðir úr áli — engin ryðmyndun• hámarks einangrun• styrkur, gæði og ending — langur líftími• háþróuð tækni og meira öryggi• möguleiki á ryðfríri útfærslu• lægri kostnaður þegar fram líða stundir• Sveigjanlegar lausnir og fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga. IÐNAÐAR- OG BÍLSKÚRSHURÐIR idex.is - sími: 412 1700 Byggðu til framtíðar með hurðum frá Idex Iðnaðar- og bílskúrshurðir úr áli 0 kr. útborgun Langtímaleiga Vetrarleiga frá46.900 kr.á mánuði! Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald. Losnaðu við vesenið með langtímaleigu Kynntu þér málið í síma 591-4000 Það var einn daginn síðastliðið sumar að ég fór í heilsubótargöngu í Laugardalnum og Laugarásnum í Reykjavík. Á Laug- arásveginum kom á móti mér kona á nokk- urri hraðferð. Asinn var þó ekki meiri en svo að þegar ég hafði mætt henni staldraði hún við og kallaði á eftir mér kveðju. Svo skundaði hún áfram norður götuna. Kveðjan var svona: „landskemmari“. Á sínum tíma var ég talsmaður fram- kvæmdanna við Kárahnjúkavirkjun og hún hefur væntanlega þekkt mig í því hlutverki. Þetta var óvænt kveðja og hún vakti mig til um- hugsunar um það hvaða sýn ég hef á orku og umhverfi. Mesta rask í sögu Íslands var sjálft landnámið. Hér var þá enginn nema refurinn og fuglarnir. Ósnort- ið landið var tekið undir búskap og skógurinn „milli fjalls og fjöru“ var höggvinn í eldivið og bitinn af bú- fénaði. Löngu síðar byggðust upp þéttbýlisstaðir, vegir, hafnir, orku- ver og önnur nútímamannvirki. Allt þetta rask hefur til orðið vegna nýt- ingar okkar íbúanna á landinu og til að standa undir tilveru okkar hér úti í miðju Atlantshafinu. Það verður aldrei fullkomin sátt um breytingar sem fylgja nýtingu landsins. Það er deilt um vegi, ný hverfi, verksmiðjur, orkuver, hafn- ir, flugvelli, háspennulínur og margs konar aðra mannvirkjagerð. Skógrækt er víðast talin af hinu góða en ekki alls staðar og það er deilt um ágæti lúpínu við land- græðslu. Hin réttláta lausn, þegar ólík sjónarmið ríkja, er að lýðræðið gildir og ræður. Á Íslandi byggja ákvarðanir um stórar framkvæmdir á vönduðum undirbúningi og laga- legum grunni og eins og í öðrum í lýðræðisríkjum eru ákvarðanir teknar af til þess kjörnum fulltrúum íbúanna. Þegar ráðist var í Kárahnjúkavirkjun voru heimildarlög sam- þykkt á Alþingi með 44 atkvæðum gegn níu, tveir sátu hjá og átta voru fjarstaddir. Skoðanakannanir bentu einnig til þess að marktækur meiri- hluti þjóðarinnar væri hlynntur þessari virkj- un og byggingu álvers á Reyð- arfirði. Minnihlutinn var þó ekki sáttur og eins og gjarnan vill verða hafði hann sig mikið í frammi, langt umfram hinn þögla meirihluta. Um 85% allrar orku sem notuð er á Íslandi er innlend, endurnýjanleg og vistvæn, þ.e. jarðhitinn og vatns- orkan. Tæp 15% eru olía á skip, bíla og flugvélar, gasnotkun er óveruleg og lítið eitt af kolum er notað í iðn- aði. Þetta er einsdæmi á heimsvísu, en þar er þessu nákvæmlega öfugt farið. 85% af allri orkunotkun jarð- arbúa byggjast á kolum, olíu og gasi. Ef aðeins er litið til rafork- unnar, eru 70% framleidd með elds- neyti, mest kolum. Útblástur gróð- urhúsalofttegunda frá öllum þessum bruna er núna mest um ræddi umhverfisvandi jarðarbúa. Mig grunar að margir Íslend- ingar geri sér ekki grein fyrir því hvernig orkubúskapur heimsins er saman settur og þar með hvað við á Íslandi búum einstaklega vel í þess- um efnum. Í þessu ljósi eru deilur um orkuver á Íslandi með öðrum hætti en annars staðar; orka fyrir upphitun og rafmagn á Íslandi er öll vistvæn og deilur um orkumál snúast eingöngu um áhrif mann- virkjanna sjálfra á umhverfið og ásýnd þess. Íslendingar búa nú við eitt ódýrasta og öruggasta orku- kerfi sem til er í heiminum. Raf- orka til heimila á Íslandi kostar minna en í nágrannalöndunum í Evrópu og engin þjóð á norðlægum köldum slóðum býr við önnur eins hlunnindi og hitaveitan er á Íslandi. Orkufrekur iðnaður er ein þeirra leiða sem við Íslendingar höfum farið til skapa erlendar tekjur og atvinnu. Á síðustu öld brutumst við úr mikilli fátækt til hagsældar á grunni vaxandi útflutnings. Tekjur af fiskveiðum komu okkur áleiðis en síðan kom vaxandi orkuframleiðsla og ferðaþjónusta. Þessir þrír horn- steinar erlendra tekna skila hver um sig fjórðungi alls gjaldeyris Ís- lendinga. Raforkan og heita vatnið til almennings sparar mikla fjár- muni sem annars færu í innflutt eldsneyti. Orkusala til iðnaðar er síðan útflutningsgrein. Frá iðn- aðinum sjálfum koma jafnframt er- lendar greiðslur fyrir laun starfs- manna, kaup á þjónustu og opinber gjöld. Stjórnarformaður Íslandsstofu, Friðrik Pálsson, orðaði það svo á síðasta ársfundi hennar: „Ísland lif- ir á útflutningi.“ Svo einfalt er það. Efnahagsleg undirstaða þeirra lífs- þæginda sem við búum við er ann- ars vegar framleiðsla til eigin þarfa í landinu og hins vegar hvers kyns erlendar tekjur. Þar skilar orku- framleiðslan og orkufrekur iðnaður mjög stórum hlut við hlið annarra atvinnugreina. Ég hef starfað við undirbúning og byggingu vistvænna orkuvera allan minn starfsferil. Til þeirra hefur verið vandað og umhverfinu sýnd eins mikil virðing og mögulegt og raunhæft hefur verið. Allir sjá að frágangur við íslensk orkuver er til mikillar fyrirmyndar. Ég lít því ekki svo á að ég sé „landskemmari“ heldur er ég stoltur af ævistarfinu. Ég tel að þeir sem við þetta starfa hafi unnið þjóðinni mikið gagn og stuðlað að bættum hag okkar sem nú lifum og næstu kynslóða. Frúnni á Laugarásveginum sendi ég bestu kveðjur, hún ýtti við mér að taka saman hugleiðingu um þessi mál. Kona í Laugar- ásnum og orkumál Eftir Sigurð S. Arnalds » Á sínum tíma var ég talsmaður fram- kvæmdanna við Kára- hnjúkavirkjun og hún hefur væntanlega þekkt mig í því hlutverki. Sigurður S Arnalds Höfundur er verkfræðingur. hafa komið fram óraunhæfar hug- myndir um að Reykjavíkurborg kaupi allt flugvallarsvæðið í Vatns- mýri fyrir 35-40 milljarða króna. Ár- angurslaust hefur verið spurt hvort borgin geti útvegað þetta fjármagn án þess að ráðist verði á vinnandi fjölskyldur með stórauknum álögum sem rústa fjárhag heimilanna. En hver vill borga nærri 40 milljarða króna fyrir botnlaust svæði í Vatns- mýri sem hentar illa fyrir íbúð- arbyggð? Þessari spurningu vísa Dagur B. og Jón Gnarr til föðurhús- anna. Áhyggjufullir skattgreiðendur gætu síðar meir spurt hvort núver- andi borgarstjórnarmeirihluta yrði stefnt fyrir dóm fari svo að íbúð- arbyggð á þessu svæði sökkvi með skelfilegum afleiðingum án þess að skipt sé um jarðveg á 40-50 metra dýpi. Vonsviknir kaupendur fast- eigna á þessu svæði geta þá höfðað skaðabótamál gegn núverandi borg- arstjórnarfulltrúum, formanni borg- arráðs og borgarstjóra sem nýtur þess að afskræma í fjölmiðlum allar staðreyndir tengdar sjúkrafluginu. Þá geta áhyggjufullir landsmenn spurt hvort meirihlutinn í borg- arstjórn Reykjavíkur sem hefur allar aðvaranir verkfræðinganna að engu þurfi að svara fyrir mistök sín þegar afleiðingarnar koma í ljós íslenskum skattgreiðendum til mikillar hrell- ingar. Þessi mistök verða skrifuð á reikning núverandi borgarstjórn- armeirihluta, borgarstjóra og for- manns borgarráðs ef fasteignakaup á botnlausu svæði í Vatnsmýri snú- ast upp í pólitíska svikamyllu sem andstæðingar Reykjavíkurflugvallar þurfa aldrei að leiðrétta. Á forsíðum dagblaðanna geta þá vonsviknir skattgreiðendur séð fyrirsögnina, svikamylla fyrrverandi borg- arstjórnar afhjúpuð án þess að Jón Gnarr og Dagur B. þurfi um ókomin ár að vinna fyrir kaupinu sínu. En hver ber ábyrgðina þegar misheppn- uð tilraun til að byggja blandaða stórborg í Vatnsmýri endar með skelfingu og hefur í för með sér hol- skeflu af skaðabótakröfum sem yrðu þjóðarbúinu ofviða? Þingmenn stjórnarflokkanna í Norðvestur- og Norðausturkjördæmum skulu krefja fyrrverandi fjármálaráðherra í Sam- fylkingunni svara við þessari spurn- ingu. Krafan um lokun norður-suður brautarinnar sem pólitískir öfgahóp- ar og óvandaðir fjölmiðlar styðja snýst um að núverandi borgarstjórn megi ákveða endalok innanlands- flugsins að eigin geðþótta. Höfum áfram 3 brautir í Vatnsmýri. »Hver vill borga nærri 40 milljarða króna fyrir botnlaust svæði í Vatnsmýri sem hentar illa fyrir íbúð- arbyggð? Höfundur er farandverkamaður. - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.