Morgunblaðið - 11.10.2013, Síða 30

Morgunblaðið - 11.10.2013, Síða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013 Nokkrum dögum fyrr var annar kafli leikinn í sjónvarpssal í New York. Þar mætt- ust njósnarar og við- takendur upplýsinga, sem hafði verið lekið, á sviði. Þetta var merki- legur viðburður þar sem 400 blaðamenn voru áhorfendur. Ég var viðstödd. Um var að ræða upptöku á bandaríska viðtalsþættinum „Charlie Rose: Vikan“. Þar varði Stewart Baker, sem áður var laga- legur yfirráðunautur Þjóðarörygg- isstofnunarinnar, NSA, fyrir gagn- rýni, sem dunið hefur á henni síðan Edward J. Snowden, fyrrverandi verktaki stofnunarinnar, lak þús- undum skjala, sem afhjúpuðu um- fang eftirlits stofnunarinnar, til Glenns Greenwalds, dálkahöfundar hjá dagblaðinu The Guardian. Ásamt Baker á sviðinu voru tveir af- ar hugdjarfir blaðamenn, Janine Gibson, ritstjóri Guardian í Banda- ríkjunum, og Alan Rusbridger, rit- stjóri The Guardian. Málflutningur Bakers virtist snú- ast um að búa til „nýtt viðmið“, sem snerist um að ekki ætti að draga í efa opinbert framfæri og hóta blaða- mönnum, sem það gerðu. Ítrekað lagði hann áherslu á að njósnirnar, sem hefðu verið afhjúpaðar með uppljóstrunum Snowdens, væru „lögmætar“. Þetta var sláandi fullyrðing. Bandarísku öldungadeildarþing- mennirnir Ron Wyden og Mark Udall hafa lagt mikið undir, þar á meðal möguleikann á að verða sak- aðir um að hafa sjálfir birt leynilegar upplýsingar, með varnaðarorðum um að eftirlit NSA með tölvupóstum Bandaríkjamanna ætti sér stað sam- kvæmt leynilegum skilgreiningum um „leynilegan lagabókstaf“ og gagnrýni á NSA fyrir að rjúfa frið- helgi einkalífs, sem varin er með dómum, „mörg þúsund sinnum á ári“. Leynileg lög, túlkuð á laun, eru auðvitað engin lög. Þau eru hand- bendi alræðishyggju. Baker lét ekki staðar numið þarna. Hann hélt ítrekað fram að verkefnið Prism, sem Snowden ljóstraði upp um, hefði verið unnið undir eftirliti þingsins, þótt þing- menn hefðu mótmælt því harðlega í kjölfar uppljóstrananna að hafa aldrei verið upplýstir um leynilega upplýsingasöfnun NSA. Meira að segja þingmenn í nefndinni, sem á að hafa eftirlit með njósnastarfsemi, gáfu út yfirlýsingar þar sem fullyrt var að þeir hefðu verið afvegaleiddir varðandi Prism. Þegar ég spurðu beint hvort eft- irlit NSA bryti í bága við fjórðu við- bótargrein bandarísku stjórn- arskrárinnar sem ver Bandaríkjamenn fyrir „ósanngjarnri leit og eignaupptöku“ af hálfu emb- ættismanna stjórnvalda hélt Baker því fram að hæstiréttur hefði úr- skurðað um málið stofnuninni í vil. Hann hélt því fram að í máli James Clapper, yfirmanns njósnamála í Bandaríkjastjórn, gegn Amnesty International hefði dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að fólk afsalaði sér friðhelgi einkalífs á netinu. Dóm- urinn snerist hins vegar um brot gagnvart fólki utan Bandaríkjanna. Málflutningur Bakers endurómaði nýlega í bréfi frá NSA til fjölskyldna starfsmanna þar sem harmað var að „uppsláttur“ í fjölmiðlum hefði sýnt stofnunina sem „stjórnlaust fyr- irbæri“ fremur en „þjóðargersemi“. Þar er einnig að finna ósannindi og fjölskyldurnar hvattar til að end- urtaka þau. Í bréfinu er til dæmis dregin fram fullyrðing NSA um að eftirlit stofnunarinnar hafi leitt til þess að „ráðagerðir um 54 hryðju- verk“ hafi verið stöðvaðar. Wyden og Udall og margir aðrir hafa þrá- faldlega borið brigður á þá fullyrð- ingu á þeirri forsendu að fyrir henni skorti allar sannanir. Önnur ótrúleg atvik gerðust á sviðinu. Rusbridger hélt á loft hörð- New York | Nýjasti kaflinn í yf- irstandandi leikriti um embætt- ismenn í öryggismálum í Bandaríkj- unum var yfirlýsing Donalds Sachtlebens, fyrrverandi sprengju- sérfræðings bandarísku alríkislög- reglunnar, FBI, sem sakaðar er um að leka leynilegum upplýsingum, um að hann væri sekur. Játningin var lögð fram eftir að rannsakendur báru kennsl á hann með því að verða sér á laun úti um skrár um símtöl blaðamanna hjá fréttastofunni Asso- ciated Press. um diski, sem hafði haft að geyma skjöl, sem Snowden lak. Starfs- menn Guardian höfðu borað gat í gegnum hann frekar en að af- henda hann breskum stjórnvöldum. Hann kvaðst hafa diskinn með sér hvert sem hann færi. Eftirtektarverðust voru þó orðaskiptin undir lokin. Þegar ljóst var að Baker hefði ekki tekist að vinna áhorfendur á sitt band veitti hann blaðamanni Huffington Post sláandi svar við spurningu um James Rosen, fréttamann Fox News. Bandaríska dómsmálaráðu- neytið leitaði í tölvupóstum hans og símtalaskrám eftir að hann hafði flutt fréttir byggðar á leynilegum upplýsingum varðandi Norður- Kóreu. Blaðamaðurinn spurði hvort vænta mætti annarra rannsókna af þessu tagi. Baker svaraði að það væri eitt að birta upplýsingar, sem hefði verið lekið, eins og Guardian hefði gert og annað mál og mun alvarlegra að taka þátt í „glæpsamlegu samsæri“ með því að „sækjast eftir“ leka leynilegra upplýsinga. Síðan sagði hann að Gu- ardian hefði „dregið rauða línu“ í þessu sambandi – og Guardian hefði síðan farið yfir hana í fréttaflutningi um efnið, sem Snowden lak. Hann notaði hugtökin „glæpsamlegt sam- særi“ og „samsærisnautur“ hvað eft- ir annað á þessu stigi umræðnanna. Frá áhorfendum heyrðist hvæs og var hrópað „Þú hótaðir þeim!“ Á sviðinu ríkti þögn, kannski af því að menn voru í losti. Síðan bað Rus- bridger af talsverðri yfirvegun Ba- ker nokkrum sinnum um að end- urtaka orð sín. Baker gerði það. Og Rusbridger bað Baker nokkrum sinnum að samsinna sér að Guardian hefði ekki tekið þátt í „glæpsamlegu samsæri“ með því að „sækjast eftir“ leynilegum upplýsingum, sem hefði verið lekið. Fyrir Rusbridger vakti augljóslega að fá fram yfirlýsingu, sem nota mætti til að verja Guardian vegna þess að honum hlýtur að hafa verið ljóst að sú hugmynd, sem Ba- ker virtist vera að planta, gæti síðar orðið að ákæru um glæp. En hvað er „að sækjast eftir“? Er það að hringja aftur þegar heimild- armaður hefur haft samband? Er það fundur með ritstjóra til að ræða heimildarmann, sem býður leyni- legar upplýsingar? Er það að setja upp dulkóðað netfang til samskipta við heimildamanninn eins og Green- wald gerði að beiðni Snowdens? Einu sinni var það kallað „blaða- mennska“. Hótun Bakers um málsókn í her- bergi fullu af blaðamönnum virtist ætlað að kæfa alvöru fréttaflutning um þjóðaröryggismál. Í þokkabót hefur Baker látið skína í sams konar hótun á prenti með því að færa rök að því að með því að ákveða að eyði- leggja gögn Snowdens í viðurvist breskra njósnara, frekar en að af- henda þeim þau hafi Guardian valið að „fórna breskum upplýs- ingalindum og aðferðum“. Þetta orðalag fer nærri því að vera hótun í garð þeirra ritstjóra Guardian, sem áttu í hlut, að þeir yrðu ef til vill sak- aðir um að hafa „liðsinnt óvininum“, sem heyrir undir bandaríska löggjöf um njósnir. Hótunin fór ekki framhjá við- stöddum blaðamönnum. Baker hafði ekki bara reynt að hræða Guardian til hlýðni, hann var að senda öllum blaðamönnum í Bandaríkjunum skilaboð: Gangið til liðs við NSA eða hypjið ykkur. Njósnarar gegn skrásetjurum Naomi Wolf »Hótun Bakers um málsókn í herbergi fullu af blaðamönnum virtist ætlað að kæfa al- vöru fréttaflutning um þjóðaröryggismál. AFP Undir eftirliti „Eyðið upplýsingunum um mig,“ segir á skilti mótmælanda í Þýskalandi. Höfundur heldur því fram að bandarísk yfirvöld reyni að þagga niður í fjölmiðlum svo að þeir fjalli ekki um upplýsingar, sem hefur verið lekið um persónunjósnir Þjóðaröryggisstofnunarinnar. LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660 Hjarta úr hvítagulli 25 punkta demantur 99.000,- Gullhálsmen Handsmíðað 14K, 2 iscon 26.000,- Demantssnúra 9 punkta demantur, 14K 57.000,- Demantssnúra 30 punkta demantur, 14K 157.000,- Gullhringur Handsmíðaður 14K, 2 iscon 45.700,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.