Morgunblaðið - 11.10.2013, Side 31

Morgunblaðið - 11.10.2013, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013 ✝ Jónína StefaníaHallgríms- dóttir fæddist á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð 1. júlí 1922. hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akra- nesi, 30. september 2013. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Ei- ríksdóttir frá Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð, f. 27. júlí 1904, d. 27, júlí 1997 og Hallgrímur Gíslason frá Egils- stöðum í Vopnafirði, f. 11. maí 1891, d. 22, janúar 1973. Systk- ini hennar eru: Hildur Aðal- björg, f. 23 des. 1923, d. 2008, Una Kristrún, f. 11. maí 1928, d. 1976, Jón Eiríkur, f. 21. des.1930, Gísli Sigurður, f. 5. júní 1932, d. 2006, Helga, f. 30. mars 1935. Árið 1944 giftist Jóna Vil- hjálmi Guðmundssyni, f. 6. jan. 1922 á Refsteinsstöðum í Víði- dal, d. 14. sept. 2002 og hófu þau búskap á Hraunum í Fljótum, síðar á Siglufirði, þaðan fluttu þau vestur í Húnavatnssýslu og bjuggu á bænum Gauksmýri, fluttu síðar til Akureyrar og síð- eru: Hákon Fannar, f. 2009, og Guðmundur Frosti, f. 2013, fyrir átti Hákon soninn Hlyn Ísak, f. 2004, og Ingibjörg átti soninn Róbert Snæ Harðarson, f. 1999. 3) Einar Hafsteinn, f. 1955. 4) Sigurlaug Jakobína, f. 1959, börn hennar eru: a) Bjarkey Sig- urðardóttir, f. 1978, maður hennar er Guðmundur Fannar Þórðarson, f. 1978, börn þeirra eru: Járnbrá Karítas, f. 2004, og Þjóðann Baltasar, f. 2008, b) Vil- hjálmur Ingi, f. 1980, í sambúð með Helgu Hrönn Óladóttur, f. 1985, saman eiga þau dótturina Ellý, f. 2012. Fyrir átti Jóna dótturina Silju Aðalsteins- dóttur, f. 1943, maður hennar er Gunnar Karlsson, f. 1939, börn þeirra eru: a) Sif, f. 1965, í sam- búð með Ómari Sigurbergssyni, dóttir Sifjar er Áróra Arn- ardóttir, f. 1990, b) Sigþrúður Gunnarsdóttir, f. 1971, maður hennar er Jón Yngvi Jóhanns- son, f. 1972, börn þeirra eru Val- gerður, f. 1993, Silja, f. 1998, og Steinunn, f. 1999. Jóna eins og hún var kölluð fór í Húsmæðraskólann á Hall- ormsstað og bjó að því námi og félagsskap við námssystur sínar alla tíð. Jóna hafði yndi af allri sköpun og hönnun í höndum og huga, ljóðagerð og skáldskap. Árið 2002 gaf hún út ljóðabók- ina „ Með luktum augum“. Útför Jónu fer fram frá Hvammstangakirkju í dag, 11. október 2013, klukkan 15. ustu árin áttu þau heima á Hvamms- tanga. Börn þeirra eru: 1) Þórdís, f. 1947, börn hennar eru: a) Jónína Rak- el Gísladóttir, f. 1965, börn hennar eru: Örnólfur Stef- án Þorleifsson, f. 1988, í sambúð með Ingibjörgu Huld Gísladóttur, f. 1993, saman eiga þau soninn Róbert Kára, f. 2010. Alexander Maron, f. 1993, b) Þórdís Birna Arn- ardóttir, f. 1977, maður hennar er Håward Grimsmo, f. 1976, börn þeirra eru; Una, f. 2005 og Störker Viljar, f. 2009, c) Vil- hjálmur Arnarson, f. 1980, í sambúð með Ástu Þorgilsdóttur, f. 1981. 2) Guðmundur Víðir, f. 1949, kona hans er Jónína Edda Ó. Levy, f. 1951, synir þeirra eru: a) Atli Brynjar, f. 1971, í sambúð með Sigríði Önnu Ás- geirsdóttur, f. 1972, saman eiga þau Hörpu Lind, f. 2005, fyrir átti Sigríður Anna soninn Huga Snæ Hlynsson, f. 2000, b) Óskar, f. 1975, c) Hákon Víðir, f. 1976, kona hans er Ingibjörg Ósk Há- konardóttir, f. 1981, synir þeirra Elsku mamma mín, þá ertu farin yfir móðuna miklu – yfir til landsins þar sem ávallt er sumar og sólskin. Sátt við allt og alla og búin að gera upp lífshlaupið. Við sem eftir stöndum á ströndinni veifum og óskum þér fararheilla með hjartans þökk fyrir sam- veruna. Þetta síðastliðna ár sem við fengum saman hér á Hvammstanga hefur verið mér mjög gefandi . Hlusta á þig segja frá lífshlaupi þínu, sem ekki var eilífur „rósadans“ og þá sérstak- lega hin mörgu áföll vegna veik- inda. Vissulega var mér sagan kunn, en það kemur samt svo margt upp úr fylgsnum hugans þegar grannt er skoðað. Um margt spjölluðum við: Fjölskyld- una, ættfræði, þjóðmál gömul sem ný, trúmál eða bara fréttir dagsins, allt rætt af áhuga. Skemmtilegast var þó að tala um skáldskap og skáldsagnapersón- ur þá var flugið tekið, enda mörg bókin lögð að velli. Frásagnar- gleði þín var einstök og minn- umst við systkinin magnaðra sögustunda sem börn. Þér var margt til lista lagt bæði til munns og handa og hafðir svo mikið að gefa öllum bæði stórum og smáum. Myndarskapur, ósér- hlífni og rausn svo óendanleg. Skáldgáfan ekki víðs fjarri svo sem ljóðabókin þín „Með luktum augum“ sem kom út 2002 ber ljósan vott um. En sennilega hef- ur handavinnan gefið þér mesta gleði; hanna og skapa eitthvað nýtt, það þótti þér gaman enda byrjaðir þú á því barnung. Af- rakstursins hafa margir notið, enda hafðir þú sérstaka ánægju af að gefa. Elsku móðir mín, ég veit að þín verður minnst með elsku og gleði í huga af svo mörgum. Ég er mjög stolt af þér og glöð að vera dóttir þín, ég á þér og pabba heitnum svo margt upp að unna; gæsku ykkar til barnanna minna og þá sérstaklega Rakel- ar minnar sem þið hjálpuðuð mér að ala upp. Bestu þakkir til allra vina og vandamanna sem sýndu mömmu ræktarsemi í ár- anna rás; öllu starfsfólkinu á sjúkrahúsinu á Hvammstanga og starfsfólki Heilbrst. Vestur- lands á Akranesi sem létti henni síðustu stundirnar. Ég vil þakka þér af öllu hjarta og kveðja að sinni með síðasta erindinu úr ljóðinu „Þórdísarljóð“ sem þú tileinkaðir mér í ljóðabókinni þinni: Brosandi oftlega birtist hún mér, sem björtust er allra kvenna. Lítil mær, hæversk, með ljósa brún sér leikur um varpa og slegin tún. Þar má ég Þórdísi kenna. Góður Guð geymi þig. Þín elskandi dóttir, Þórdís. Það er ekki þetta, það er ekki hitt, þolrifin þau hanga enn á mér. Gáfurnar sig gretta, þó gera gangið sitt, gráta sárt, er dauðinn ljáinn ber. (Sigurlaug Jakobína Vilhjálmsdóttir) Ástkæra mamma, hetjan mín. Ég vil minnast þín í fáum orð- um, orðum sem segja svo fátt, en tilfinningarnar segja allt. Já, þú varst hetja, áttir við hjartagalla að stríða frá fæðingu, en fékkst nokkra bót á því um fertugt, er þú fórst í uppskurð í Kaup- mannahöfn. Man ég vel er þú komst heim og færðir mér brúðu að gjöf og ég á hana enn. Trúin á Guð var þér efst í huga, ætíð. Hannyrðakona varstu mikil. Prjónið, heklið, málaðir myndir, dúka, púða, saumaðir föt, frá fjögurra ára aldri, saumaðir út, svo eitthvað sé nefnt, og eru af- köstin þín undraverð og eru verkin þín út um allt land og er- lendis. Hönnuður varstu líka, einnig arkitektúr „án titils“ og eru mörg verk og teikningar af húsum og íbúðum eftir þig til. Sagnakona varstu mikil. Þú varst iðin við að lesa og sagðir mjög vel frá og miðlaðir til fjöl- skyldu og vina. Elskuð varstu einnig af matargerð og bakstri. Djúpar rætur áttir þú austur á land og voru Dyrfjöllin þitt uppá- hald, af öllu því sem þér þótti dýrmætast við landið okkar fagra. Margar nætur og daga hefur þú vakað yfir mér. Sterk er sú minning er ég, þriggja ára að vori til, dvaldi í faðmi þínum um nætur með astma. Þá ruggaðir þú mér í svefn, og vaktir. Vorin voru mér erfiðust í mörg ár vegna astmans. Seinna reyndi ég að bæta þér það upp með nuddi á „háþrýstisvæðið“ eins og við kölluðum það, og skelltum upp úr. Aftur vaktir þú, og dvaldir hjá mér er ég veiktist alvarlega vorið 1980. Get ég aldrei full- þakkað þér þann ómetanlega stuðning. Vinamörg varstu, fólk sogaðist að þér því þú hafðir svo mörgu að miðla, varst stálminn- ug, sterk, heiðarleg og gjafmild með afbrigðum. Svo eru ljóðin þín, litrík og fögur. Já, þvílík hetja. Ég veit að nú ertu í faðmi pabba, ættfólks þíns og engla guðs. Hjartans þökk fyrir allt, þangað til við sjáumst á ný. Þín dóttir, Sigurlaug Jakobína. Hann er eftirminnilegur dag- urinn þegar ég hitti ömmu Jónu í fyrsta sinn. Ég skottaðist heim úr skólanum og í stofunni sat kona sem ég hafði aldrei séð áð- ur en var svo dæmalaust lík henni mömmu. Ég var tíu ára gömul og fannst frábært að hafa grætt heila ömmu. Og þó að við hefðum ekki kynnst fyrr varð hún strax stór hluti af lífi mínu og kenndi mér margt sumrin fimm sem ég var í sveit á Gauks- mýri. Amma hafði gaman af sögum – og því dramatískari sem þær voru því betra. Í eldhúsinu í gamla Gauksmýrarbænum heyrði ég fyrst af Reynistaðar- bræðrum þannig að það var engu líkara en amma hefði sjálf verið á ferð yfir Kjöl þessa örlagaríku haustdaga. Hún sagði mér líka allt um horfna eyríkið Atlantis og Gretti Ásmundarson talaði hún um eins og gamlan vin. Hún mundi ótal sögur frá því hún var ung kona austur á landi, skáld- sögurnar sem hún las á unglings- árum gat hún endursagt eins og hún væri nýbúin að leggja þær frá sér og þegar ég kom við á Hvammstanga í sumar sagði hún mér frá persónunum í bókinni sem hún var að lesa eins og þær væru ættingjar okkar. Stelpun- um mínum fannst líka skondið að heyra hana lýsa því hvernig hún hjálpaði sambýlisfólki sínu á sjúkrahúsinu að skilja sápuóper- urnar í sjónvarpinu, rifjaði upp það sem þegar hafði gerst, skýrði og setti í samhengi. Nú þarf einhver annar að taka að sér þetta hlutverk. Amma var líka skáldmælt sjálf. Það sést á bókinni hennar Með luktum augum sem geymir fjölmörg ljóð ort á löngum tíma. Við eitt þeirra, Í heitri þökk, samdi Gunnsteinn Ólafsson jóla- lag Ríkisútvarpsins 2009. Þegar það var frumflutt sat amma stolt við útvarpið og við vorum öll að rifna úr monti yfir henni. Hver veit hvaða afrek hún amma hefði unnið á bókmenntasviðinu ef að- stæður hennar hefðu verið öðru- vísi. Með ömmu Jónu hverfa því miður fjöldamargar sögur en sumar lifa í minni okkar afkom- endanna sem sitjum eftir og söknum góðrar konu. Sigþrúður Gunnarsdóttir. Elsku hjartans Jóna mín, nú ert þú farin á fund forfeðra þinna, fólksins sem þú elskaði svo mikið í jarðlífinu. Þú áttir svo góðar minningar af æskuslóðun- um þínum á Hrafnabjörgum í Jökulsárshlíð. Þú sagðir mér oft stolt frá ömmu þinni og foreldr- um. Þú varst líka stolt af afkom- endum þínum og samferðafólki. Það var yndislegt að umgangast þig. Allt vildir þú fyrir alla gera. Öll þín verk voru unnin af alúð og hlýju. Þú varst iðin og alltaf að skapa verðmæti úr öllu sem þér barst í hendur. Sjaldan féll þér verk úr hendi. Ljóðin streymdu úr penna þínum þegar þú settist niður til að hvílast um stund. Ef saumavélin var ekki á fullu við að skapa flík þá varð flík til með prjónum eða heklunál. Það var bakað, eldað og unnin matvara úr alls kyns hráefnum að hausti til að eiga nóg til vetr- ar. Diskana átti að fylla af kræs- ingum og öllum að vera hlýtt. Þannig leið þér best. Hjá ykkur hjónum var ekki í kot vísað. Ég kynntist ykkur Villa móð- urbróður mínum ekki náið fyrr en um aldamótin 2000. Þá buðuð þið mér að koma með nuddið mitt í ykkar hús á Hvamms- tanga. Eftir að Villi dó urðum við mjög samrýmdar vinkonur. Við áttum yndisleg samtöl um allt sem skipti máli í okkar lífi. Ómetanleg ár sem ég mun geyma í mínu hjarta. Þú varst kappsöm og fyrir- hyggjusöm kona. Gestrisin voruð þið bæði hjónin og ávallt glöð. Bæði voruð þið hjónin í minningu minni ljóð- og bókelsk. Ávallt var bók á náttborðinu enda mikið lesið á heimilinu. Já, Jóna mín, ég mun ætíð minnast þín með hlýju og kær- leika því þú gafst mér svo mikla ást, skilning og styrk til góðra verka. Endalaust gat ég litið stolt á handverk þitt og á því láni sjálf að fagna að eiga eftir þig einstakt verk. Öll eru þau unnin frá hjarta þínu. Ég er líka stolt yfir að hafa eignast ljóðabókina þína „Með luktum augum“ fyrir 11 árum. Mig langar til að kveðja þig með ljóði úr þeirri bók um leið og ég þakka þér frá dýpstu hjartarót- um fyrir allar yndislegu stund- irnar sem við áttum saman, öll samtölin og hlýjuna sem þú gafst mér. Það verður skrítið að keyra þjóðveginn í framtíðinni án þess að koma við á Hvammstanga hjá þér. Far þú í friði og hafðu hjart- ans þökk fyrir allar okkar ynd- islegu samverustundir. Nú flykkjast fram í huga mér horfnar stundir og hjarta mínu verður létt um spor. Frá innstu fylgsnum ylja endurfundir er æsku minnar lít ég blómagrundir. Það glitrar á daggarblöðin, það er komið vor. Í átthagana ákaft hugur leitar Og alltaf verður bjart mitt æskuvor. Þá voru sumarnætur sífellt heitar um sólstöðurnar ástin okkar leitar. Og döggvott grasið geymir tveggja spor. (Jóna Hallgrímsdóttir.) Við hittumst aftur, bænheita fallega sál. Ég votta öllum aðstandendum þínum mína dýpstu samúð. Hjartans kveðja. Þín vinkona, Sigríður Svavarsdóttir. Margar minningar líða um hugann núna við lok ferðar þinn- ar hér, enda spanna minningarn- ar hátt í sjötíu árin og allar eru þær ljúfar og skemmtilegar, þú varst höfðingi heim að sækja, stórbrotin og skemmtilegur gestgjafi og alltaf tókstu á móti okkur opnum örmum sama hvernig stóð á. Þú varst ung að árum þegar þú hófst búskap með ástinni þinni honum Villa móðurbróður mínum heima á Hraunum í Fljót- um, þú tókst ekki bara við stóru búi heldur fylgdi ég með í kaup- bæti yfir sumarmánuðina, þarna var ég þriggja ára og strax ákveðin í því að sleppa ekki hendinni af frænda mínum til annarrar konu því ég hafði slegið eignarhaldi á hann áður. Að und- anskildum foreldrum mínum átt- ir þú eftir okkar fyrstu kynni stóran þátt í að móta mig, því þarna tókstu mér strax eins og fósturdóttur þinni og þannig liðu árin, í sátt og samlyndi við leik og störf þar til ég þóttist vera orðin dama og yfir það hafin að vera í sveit. Þinn minnisvarði, Jóna mín, er fallegur, þú varst sterkur per- sónuleiki og lást yfirleitt ekki á skoðunum þínum, en þú hafðir ríka réttlætiskennd og þú varst hlý og góð. Þó búið væri stórt þá unnust verkin létt undir þinni stjórn. Það var alltaf létt og skemmtilegt á þínu heimili, sög- ur, söngur, gleði og grín og þú með kímnigáfuna og dillandi hlátur sem ennþá heillar í minn- ingunni. Þér var margt til lista lagt, þú varst skarpgreind og víðlesin og aldrei kom maður að tómum kof- unum þar sem þú varst. Hann- yrðakona varstu og listakokkur, en þú varst ekki fyrir það að flíka listagyðjunni í þér fyrr en löngu eftir að erli dagsins var lokið og þú gafst út ljóðabókina Með lukt- um augum. Og nú hefur þú lokað þínum augum í hinsta sinn og hefur flust yfir á annað tilverustig. Ég er þakklát fyrir okkar kynni, þau voru góð og mun ég alltaf minn- ast þín með þakklæti og hlýju. Elsku Dísa, Víðir, Hafsteinn og Sissý mín og afkomendur all- ir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, blessuð sé minning Jónu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Sigríður J. Guðmunds- dóttir (Sirrý). Jóna á Hraunum, eins og við systkinin kölluðum hana, er látin 91 árs gömul. Jónína Hallgríms- dóttir hét hún og var frá Hrafna- björgum á Héraði. Árið 1944 giftist Jóna Vilhjálmi Guðmunds- syni, Villa móðurbróður okkar Dúubarna og Kristjáns á Siglu- firði. Jóna og Villi hófu búskap sinn á Hraunum árið 1945. Þar bjuggu líka Pétur og Rósa, afi og amma, einnig Sigurvaldi og Guð- björg um tíma. Ekki var búið að opna Siglufjarðarskarðið svo við sáum frændfólkið okkar ekki oft fyrstu búskaparár Jónu og Villa. Eftir að Skarðið opnaðist fórum við oft inn að Hraunum og var okkur ávallt fagnað sem góðum gestum. Alltaf var pláss fyrir okkur börnin, gestrisni mikil og glðværð. Jóna var snör í snún- ingum og fljót að leggja á borðið er gesti bar að garði. Æðaregg, lax, silungur og heimabakað brauð var komið á borðið áður en við vissum af og nóg af mjólk og smjöri. Við börnin kunnum vel að meta höfðinglegar móttökur Jónu. Oft dönsuðu þau Jóna og Villi saman af hamingju, fannst okkur. Jóna og Villi eignuðust börnin sín á Hraunum. Þórdísi fyrst og svo Guðmund Víði, Einar Haf- stein og Sigurlaugu Jakobínu. Hjá þessum góðu foreldrum ól- ust þau upp og við börnin lékum okkur oft saman. Seinna fluttu þau til Siglufjarðar og fóru börn- in í skóla þar. Þá var mikill sam- gangur á milli heimilanna okkar. Jónu var ýmislegt til lista lagt, vann við sauma og prjónaskap ásamt heimilisstörfum sínum. Árið 1967 fluttu þau að Gauks- mýri þar sem þau voru með bú- skap. Síðustu árin áttu þau heima á Hvammstanga þar sem Villi lést árið 2002 og hún var því búin að vera ein síðustu ellefu árin. Hún var hress og glöð á 90 ára afmæl- inu sínu með vini og vandamenn í kringum sig. Nú verður Jóna lögð til hinstu hvílu við hlið eig- inmanns síns á Hvammstanga. Megi þau hvíla saman í friði. Þakklæti er okkur Dúubörn- um efst í huga er við minnumst og kveðjum Jónu. Sigurlaug Kristjánsdóttir. Jónína Stefanía Hallgrímsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðs- lógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minning- argreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar Elsku amma Bogga okkar. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért ekki hjá okkur leng- ur. Við erum öll svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu, og við munum aldrei gleyma tím- anum sem við áttum með þér. Þú varst svo brosmild, fyndin Vilborg Filippía Guðmundsdóttir ✝ Vilborg Fil-ippía Guð- mundsdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 17. janúar 1942. Hún lést á Landspít- alanum 22. sept- ember 2013. Útför Vilborgar fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 4. október 2013. og kát, með húm- orinn á réttum stað, eldaðir alltaf svo góðan mat og áttir yfirleitt toffee- sleikjóa eða bingó- kúlur handa okkur þegar við kíktum í heimsókn. Okkur leið alltaf svo vel í nærveru þinni og við eigum aldrei eftir að gleyma hversu glöð þú varst í hvert skipti sem þú sást okkur. Við getum ekki lýst því hvað þín verður sárt saknað, elsku fallega amma okkar. Þín barnabörn, Vilborg Unnur, Sigríður Soffía, Ingibjörg Elín og Eyjólfur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.