Morgunblaðið - 11.10.2013, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013
✝ ArnþrúðurStefánsdóttir
fæddist í Reykjavík
22. mars 1947. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 4.
október 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Þóranna
Rósa Valdimars-
dóttir, f. 12.6. 1924,
d. 30.1. 2013 og
Stefán Gestsson, f.
21.2. 1917, d. 7.7. 1979. Systkini
Arnþrúðar eru: Guðrún Stef-
ánsdóttir, f. 4.6. 1944, Gunnar
Þór Stefánsson, f. 3.3. 1950 og
Hanna Stefánsdóttir, f. 17.6.
1954.
Arnþrúður giftist Kristjáni
Sigurði Birgissyni árið 1970, þau
skildu. Börn Arnþrúðar og Krist-
jáns eru: 1) Lilja Kristjánsdóttir,
f. 11.3. 1970. Börn Lilju eru: Jó-
hanna Kristín, f. 23.1. 1987, Lár-
us Aron, f. 18.12.
1997 og Ásdís Vala,
f. 14.6. 2007. 2)
Stella Kristjáns-
dóttir, f. 24.9. 1972.
3) Arna Valdís
Kristjánsdóttir, f.
4.6. 1975, unnusti
hennar er Vilberg
Kristinn Kjart-
ansson, f. 18.10.
1973. Börn Vilbergs
eru Kristófer, f.
26.11. 1999, Daníel Ísak, f. 1.1.
2004 og Ólöf Jóhanna, f. 23.11.
2006. 4) Fósturdóttir Arnþrúðar
og Kristjáns er Jóhanna Kristín
Gísladóttir, f. 23.1. 1987, maki
hennar er Jana Björk Ingadóttir,
f. 16.4. 1975. Börn Jönu eru
Andreas René, f. 6.6. 1998 og Sa-
rah Lind, f. 26.10. 2003.
Útför Arnþrúðar fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 11. október
2013, og hefst athöfnin kl. 15.
Það er svo óraunverulegt að
vera sest niður til að skrifa minn-
ingargrein um hana elsku
mömmu, klettinn í lífi mínu. Án
hennar mér við hlið er auðvelt að
fyllast ótta og kvíða, en ég veit að
ef mér tekst að öðlast aðeins brot
af hennar styrk þá hef ég ekkert
að óttast.
Fallega, góða mamma mín, var
mögnuð manneskja og algjör
skvísa. Alltaf svo fín og lekker,
eins og hún væri á leiðinni á ball.
Þrátt fyrir þá erfiðleika sem á
vegi hennar urðu var hún ávallt
sterk sem klettur og kvartaði
aldrei yfir neinu.
Síðustu tvö ár vorum við syst-
urnar og mamma duglegar að
nýta tímann í að njóta lífsins sam-
an. Við fórum saman í utanlands-
ferðir, leigðum sumarbústað, fór-
um oft út að borða og áttum
yndislega skemmtilegar og góðar
stundir saman. Mamma var ekki
bara móðir mín heldur var hún al-
veg einstaklega góð og náin vin-
kona og gerðum við nánast allt
saman.
Mamma starfaði sem sjúkraliði
eins lengi og heilsa hennar leyfði
en Það var henni í blóð borið að
annast aðra. Ef eitthvað bjátaði á
í fjölskyldunni var hún alltaf mætt
til að sjá til þess að allt væri í
sóma. Þolinmæðin sem hún sýndi
okkur systrunum var óendanleg.
Í æsku okkar var heimilið aldrei
gæludýralaust, þrátt fyrir að
mamma væri lítið gefin fyrir dýr í
fyrstu.
Eftir að við systurnar flutt-
umst að heiman og tókum gælu-
dýrin með okkur gat hún vart
hugsað sér gæludýralaust heimili
og fékk hún sér kisuna Castró,
einstakan og ofdekraðan hefðar-
kött. Einu sinni týndist Castró og
eyddi mamma dögunum saman í
að keyra um og leita að kisanum
sínum. Ég gleymi aldrei gleðinni
þegar hún hringdi í mig eftir
tveggja mánaða leit og sagði að
Castró væri fundinn. Sorgin var
þó líka til staðar því kisi var að-
framkominn af næringarskorti. Á
dýraspítalanum þar sem ég vann
hlúðum við að Castró eins og við
gátum en tókst ekki að bjarga lífi
hans. Eftir það gekk mamma allt-
af með kattarmat í veskinu ef hún
skyldi rekast á týnda og svanga
kisu. Ég er viss um að þau hafi átt
saman fagnaðarfundi föstudaginn
4. október þegar mamma lést.
Mamma var orðin mjög þreytt
síðustu vikurnar en þrátt fyrir
þann skelfilega sjúkdóm sem
krabbamein er, tók hún þessu öllu
með einstöku æðruleysi og
hræddist hvorki né kveið dauðan-
um. Það eina sem reyndist henni
erfitt var að skilja okkur stelpurn-
ar eftir. Kannski var það þess
vegna sem hún hélt svona lengi í
lífið. Ég er þakklát fyrir að hafa
haldið í höndina á henni þar til yf-
ir lauk. Ég kyssti hana á ennið og
hvíslaði að nú mætti hún hvíla sig.
Ég bjóst ekki við að hún tæki mig
á orðinu, en varla mínútu seinna
tók hún sinn síðasta andardrátt.
Núna er hún á betri stað. Ég er
viss um að nokkrir loðnir ferfæt-
lingar hafa tekið fagnandi á móti
henni.
Elsku mamma mín, ég veit að
þú munt vísa mér veginn þar til
við hittumst á ný. Sólin hefur
skinið síðan þú kvaddir og ég er
viss um að þú situr við stjórnvöl-
inn þarna uppi. P.s. Palli kemur
og syngur um lífið fyrir þig eins
og þú óskaðir.
Þín ávallt elskandi dóttir,
Stella Kristjánsdóttir.
Elsku mamma mín er fallin frá
eftir hetjulega baráttu við
krabbamein. Veikindi sín tókst
hún á við með ótrúlegu æðruleysi.
Við vissum í hvað stefndi en sárs-
aukinn við að sleppa takinu virðist
endalaus. Mamma var ekki bara
mamma, hún var allt. Hún var fal-
leg að utan sem innan, elskaði dýr
og menn og var sérstaklega barn-
góð. Trygg og trú, sterk og stóð
alltaf uppi sem sigurvegari þegar
erfiðleikar dundu á. Hún var mín
allra besta vinkona, ég fékk alltaf
ráð við öllu hjá mömmu. Við vor-
um alltaf að bralla eitthvað sam-
an. Ég var spurð fyrir mörgum
árum þegar ég var að fara með
múttu eitthvað á snattið: „Bíddu
hvað ertu bara alltaf með mömmu
þinni?“ Já það var eiginlega bara
þannig. Hún var vinur vina
minna, hún var alltaf með í öllu.
Mamma vann sem sjúkraliði og
hreinlega elskaði að hjálpa öðr-
um. Þegar ég var lítil var oft bara
gott að vera lasin því mamma var
heimsins besta hjúkka og enn í
dag ef ég verð lasin þá hugsa ég
hvað væri nú gott að vera hjá
mömmu. Hún var svo hlý og góð,
með mikinn húmor, alltaf hlátra-
sköll í kringum hana og þá sér-
staklega þegar fjölskyldan og þær
systur voru saman komnar. Hún
var líka prakkari og sagði mér
margar sögur þegar hún var
yngri, já hver hefði trúað því að
mamma var að teika strætó. Eitt
sinn er þær Dúna unnu saman í
Freyju og þurftu að taka stætó
var Dúna eitthvað sein og strætó
að keyra í burtu. Mamma var sest
í vagninn og horfði bara á Dúnu
hlaupa á eftir strætó án þess að
segja neitt, henni fannst bara svo
fyndið að sjá hausinn á henni
hoppa upp og niður í glugganum.
Dúna kom auðvitað allt of seint í
vinnuna og frekar fúl en mamma
bara hló. Þegar hún og Hanna
voru í dúkkulísó var Hanna alltaf
að herma og mamma sagði ohh,
þarf þín alltaf að gera eins og mín.
Við kölluðum ykkur samlokurnar
því þið voruð svo nánar systurnar.
Það er svo sárt að hugsa til þess
að það verða ekki til fleiri minn-
ingar um manneskju sem ég elska
svo mikið, en er svo þakklát fyrir
allar þær góðu sem ég á og mun
varðveita í hjarta mínu að eilífu.
Það er svo stutt síðan mamma og
hennar systkini studdu ömmu í
sínum veikindum en hún lést fyrr
á þessu ári. Mamma átti ekki auð-
velt með að vera hinum megin í
hlutverkinu, en henni er ég þakk-
lát fyrir að leyfa mér að styðja sig
alla leið í baráttunni. Kósíkvöldin,
utanlandsferðirnar og allt sem við
brölluðum saman þakka ég fyrir.
Það er ótrúlegt að 3 vikum fyrir
andlátið hélt hún stelpupartíið
langþráða. Mamma kvaddi með
stæl.
Ég vil skila þakklæti til Frið-
björns læknis, starfsfólks krabba-
meinsdeildar, heimahlynningar
og líknardeildar fyrir þeirra góða
starf.
Elsku besta mamma mín, það
var svo erfitt að sleppa hendinni
þinni eftir að þú kvaddir. Þú sagð-
ir mér 2 dögum áður að þú værir
tilbúin og knúsaðir mig og kysstir
á kinnina og sagðir í síðasta sinn
ég elska þig, kiss kiss og mússí
mú. Við áttum gott samtal þá. Ég
elska þig mamma, takk fyrir allt.
Við hittumst hinum megin.
Augun mín eru eins og þín
með ofurlitla steina.
Ég á þín og þú átt mín.
Þú veist hvað ég meina.
(Skáld Rósa)
Þín
Arna Valdís.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Kæra Addý.
Fyrir fimm árum kynnti Jó-
hanna Kristín, sem nú er eigin-
kona mín, mig fyrir fjölskyldu
sinni. Þar varst þú lítil og nett, fín
og vel til höfð með fallegt bros og
einstaklega góða nærveru. En ég
komst nú fljótt að því að þú varst
nú líklega samt sú stærsta og
sterkasta í fjölskyldunni. Sú sem
ég kynntist var dugmikil, sterk og
ótrúlega blíð kona sem var tilbúin
að gera allt fyrir börnin sín og
sína nánustu. Þessi fallega sál
sem þú varst tókst mér eins og ég
er og börnunum mínum eins og
þau væru þín eigin barnabörn,
fyrir það mun ég verða að eilífu
þakklát. Ég tel mig vera afar lán-
sama að hafa fengið að kynnast
svona fallegum einstakling sem
hefur verið góð fyrirmynd fyrir
okkur. Með þér upplifðum við
margar skemmtilegar stundir og
harma ég því að samverustund-
irnar verði ekki fleiri. Þú sýndir
fólki ávallt umhyggju og ástúð og
var það líklega ekki síst vegna
þeirra eiginleika sem þú valdir
sjúkraliðann sem þitt starf.
Fyrir 1½ ári síðan greindist þú
með ólæknandi sjúkdóm og á
þessum tíma sá ég enn betur
styrk þinn og þrautseigju. Þú
tókst sannarlega áskorunum lífs-
ins með reisn og ákvaðst að njóta
tímans sem eftir var vel og það
gerðirðu svo sannarlega. Utan-
landsferðir með dætrum þínum,
óteljandi matarboð með girnileg-
um réttum à la Addý sem klikk-
uðu aldrei og margar aðrar stund-
ir sem munu lifa skýrt í
minningum okkar. Það var fallegt
og heiðskírt kvöld þegar þú varst
tilbúin að kveðja vini, ættingja og
þennan heim sem þú sannarlega
markaðir þín spor í.
Kveðjustund er alltaf erfið, en
hún var falleg og friðsæl og er ég
afar þakklát fyrir að hafa fengið
að vera hjá þér og þínum ættingj-
um á þeirri stund.
Við munum ávallt geyma þig í
okkar hjarta.
Takk fyrir allt og allt, elsku
Addý okkar.
Hvíl þú í friði.
Þín tengdadóttir,
Jana Björk og börn.
„Bognar aldrei, brotnar í byln-
um stóra seinast.“ Þessar ljóðlín-
ur voru það fyrsta sem kom upp í
huga minn þegar amma kvaddi
þennan heim. Sjálfsagt var það
vegna þess að oft gekk á ýmsu í
gegnum árin en aldrei lét hún
nokkurn bilbug á sér sjá.
Þær eru margar minningarnar
sem koma upp í huga mér þegar
ég hugsa um ömmu, en fyrst og
fremst er það djúpstætt þakklæti
sem ég finn fyrir í hennar garð.
Amma var nefnilega engin venju-
leg amma, hún var í rauninni ekk-
ert amma mín nema þá kannski í
afar takmarkaðri meiningu orðs-
ins. Það er engu barni sjálfgefið
að eiga góða að þegar það fæðist
inn í þennan heim, en það átti ég
svo sannarlega því allt frá fyrsta
degi tók amma mér sem sínu eigin
barni og ól mig upp sem eina af
eigin dætrum. Ömmu-titillinn
festist samt við hana. Ætli það
hafi ekki verið vegna þeirrar
mannvirðingar sem ávallt ein-
kenndi öll hennar samskipti við
fólk, allir voru jafnir í hennar
huga hvernig svo sem fyrir þeim
var komið, og hlutirnir voru kall-
aðir sínum réttu nöfnum.
Það var margt sem við amma
brölluðum saman á mínum yngri
árum. Þar sem ég er töluvert
yngri en uppeldissystur mínar þá
upplifði ég ömmu sennilega á ann-
an hátt en þær, ég hafði hana svo-
lítið meira útaf fyrir mig.
Ofarlega í huga mér eru allar
sumarbústaðarferðirnar með
ömmu og afa í fallega bústaðinn
þeirra, oft fórum við bara tvær en
þrátt fyrir það höfðum við alltaf
nóg fyrir stafni. Á daginn fórum
við í gönguferðir um skóginn eða
heimsóttum ættingja á Skagan-
um, en á kvöldin sátum við við ol-
íuljós, spiluðum rommí, kváðumst
á, leystum krossgátur eða spjöll-
uðum um allt milli himins og jarð-
ar.
Póllandsferðin okkar verður
seint úr minnum máð en við flutt-
umst þangað vegna vinnu afa í
nokkra mánuði. Ferðalög okkar
um Pólland voru stórkostleg, mik-
ið kapp var lagt á að sýna mér og
segja frá sögufrægum slóðum.
Við amma áttum ljúfar stundir
saman í Póllandi, meðan afi vann
nýttum við tímann í að skoða
heimabæinn okkar og ferðirnar á
hina ýmsu markaði virðast ótelj-
andi þegar litið er til baka. Amma
sá svo sannarlega til þess að dag-
skrá okkar væri ávallt þéttskipuð
frá morgni til kvölds.
Á unglingsárunum fjarlægðist
ég fjölskylduna og þar með talið
ömmu, en eins og stundum vill
verða með unglinga þá fannst mér
ég standa ein gegn öllum heims-
ins vandamálum, enda gæti eng-
inn sýnt þeim nokkurn skilning.
Auðvitað var raunin ekki sú,
amma var mín stoð og stytta í
gegnum þessi erfiðu ár þó ég hafi
ekki séð það fyrr en löngu seinna
og er ég henni ævinlega þakklát
fyrir allt það sem hún gerði fyrir
mig á þeim tíma.
Síðustu ár nýtti ég til þess að
kynnast ömmu upp á nýtt og sé ég
svo sannarlega ekki eftir því.
Vandræðagangur unglingsáranna
og misgáfulegar ákvarðanir voru
að baki og þurfti ekki að ræða
frekar en ég vildi. Amma elskaði
mig alltaf sem eigin dóttur og tók
mér eins og ég var.
Eftir að amma greindist með
þann illvíga sjúkdóm sem krabb-
inn er var hver góð stund nýtt til
samveru. Margt var gert á
skömmum tíma og minningarnar,
sem urðu til þá, munu ylja mér um
ókomna tíð.
Jóhanna.
Í dag kveð ég elskulega systur
mína, hana Addý, systir sem var
svo góð við alla, bæði manneskjur
og dýr, systir sem var góð og fal-
leg jafnt að innan sem utan. En
Addý var ekki bara systir mín,
hún var líka langbesta vinkona
mín.
Það er skrítið að hugsa til þess
hvernig lífið verður án hennar,
hún var svo stór partur af lífi
mínu. Nú verður ekki lengur
hugsað til þess eða sagst ætla að
skreppa til Addý systur eða að við
Addý systir séum að fara að gera
hitt eða þetta. Maður vill ekki
hugsa til þess að það verði ekki
fleiri minningar um skemmtilega
hluti sem við munum gera saman,
en maður verður að hugsa um all-
ar þær góðu minningar um þá
hluti sem við höfum gert saman
og sem betur fer eru þær margar
og dýrmætari en gimsteinar og
perlur.
Maður er aldrei tilbúinn að
sleppa takinu á þeim sem maður
elskar.
Og vorið leið og við tók sumarið,
við áttum samleið, gengum hlið við hlið.
Lifðum marga gleði og gæfustund,
við örlög grá við áttum seinna fund.
Lífið er vatn sem vætlar undir brú,
og enginn veit hvert liggur leiðin sú.
En þegar lýkur jarðlífsgöngunni,
aftur hittumst við í blómabrekkunni.
Og þó nú skilji leiðir að um sinn,
þér ávallt fylgir vinarhugur minn.
Ég þakka fyrir hverja unaðsstund,
við munum aftur eiga endurfund
Alltaf fjölgar himnakórnum í,
og vinir hverfa, koma mun að því.
En þegar lýkur jarðlífsgöngunni,
aftur hittumst við í blómabrekkunni
(Magnús Eiríksson)
Ég á eftir að sakna þín óend-
anlega mikið, elsku Addý.
Þín systir,
Hanna.
Elsku frænka mín.
Það voru forréttindi að eiga þig
sem frænku, þú varst með svo
gott og hlýtt hjarta og hafðir
áhuga á því sem var að gerast í lífi
þeirra sem nærri þér stóðu. Þegar
ég var lítil var það allra skemmti-
legasta að koma í heimsókn til
ykkar upp í bústað. Það var topp-
urinn á tilverunni, þá var spilað og
kjaftað, farið út í göngu, grillaður
góður matur og margt fleira. Þú
varst sannkallaður stuðbolti sem
skemmtilegt var að vera nálægt.
Þegar þið systurnar þrjár komuð
saman þá var sko engin logn-
molla. Það var kjaftað og hlegið
og það var hlegið hátt og mikið.
Vinkonur mínar hafa orð á því enn
þann daginn í dag hversu mikið
þið systurnar gátuð hlegið og
hversu gaman þið höfðuð það. Það
er óhætt að segja að þið systur
hafið verið hrókur alls fagnaðar
þar sem þið komuð. Minningarnar
eru svo margar og góðar, minn-
ingar sem fá tárin til að spretta
fram af því maður veit að þessi
tími kemur aldrei aftur en mikið
er dýrmætt að hafa átt þessar
stundir. Ég mun varðveita minn-
inguna um þig, yndislega frænka
mín.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Elsku Stella, Arna, Jóhanna,
Lilja og aðrir aðstandendur megi
kærleikurinn og ástin sem Addý
umvafði ykkur með alla tíð veita
ykkur styrk og leiða ykkur áfram
um lífsins veg.
Guðrún Vala Jónsdóttir.
Í dag kveð ég Addý frænku
mína, eina þá sterkustu konu sem
ég hef kynnst.
Systurnar Addý og mamma
mín hafa alltaf verið í góðu sam-
bandi og samgangur milli fjöl-
skyldna okkar verið mikill. Dætur
Addýjar voru á svipuðum aldri og
ég og ófáar stundirnar sem við
lékum okkur saman, vorum í
pössun hvert hjá öðru eða bara
fengum að gista, hvort sem var á
heimilum okkar eða í sumarbú-
stað Addýjar.
Við frændsystkinin brölluðum
ýmislegt og gátum verið nokkuð
uppátækjasöm. Þá var ekkert
mikið verið að hanga í tölvum eða
horfa á sjónvarp, heldur var
óbeisluð orkan leyst úr læðingi.
Heimsóknum mínum var oft líkt
við að minkurinn væri kominn í
hænsnakofann, svo mikill var
ærslagangurinn. Ég man þó aldr-
ei eftir að hafa verið skammaður
fyrir of mikil læti hjá Addý, en
eins og gengur og gerist þegar
ærslagangurinn er fullmikill, vill
eitthvað fara á mis og einhverjir
hlutir gerast sem hefðu kannski
ekki átt að gerast, samanber
skrúðgöngur um stofugólfið með
misjöfnum endi og ýmislegt fleira.
Þá var maður frekar hvattur til að
Arnþrúður
Stefánsdóttir
✝
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR H. JÓNATANSSON,
Grænlandsleið 34,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar-
daginn 28. september.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Lea Kristjánsdóttir,
Helgi Guðmundsson, Þ. Kolbrún Jónatansdóttir,
Ómar Guðmundsson, Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir,
Sandra M. Guðmundsdóttir, Júlíus V. Finnbogason
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÁRNI PÉTUR BJÖRGVINSSON
sjóntækjafræðingur,
Kjalarsíðu 14b,
Akureyri,
lést á lyfjadeild Sjúkrahússins á Akureyri
aðfaranótt þriðjudagsins 8. október.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
18. október kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu á
Akureyri og Krabbameinsfélag Akureyrar.
Laufey Vilhjálmsdóttir,
Vilhjálmur Árnason,
Þorgerður Helga Árnadóttir, Ingi Rafn Ingason,
Sævar Már Árnason, Gunnhildur Helgadóttir
og barnabörn.