Morgunblaðið - 11.10.2013, Síða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2013
læra af mistökum sínum og málið
afgreitt. Þolinmæði þessarar
góðu konu virðist hafa verið enda-
laus.
Eftir því sem árin liðu og við
urðum eldri, voru samgöngur
ekki jafn tíðar en vináttan alltaf
sterk og alltaf hittumst við reglu-
lega. Ég vona og veit að við
frændsystkinin munum halda því
áfram um ókomna tíð þó Addý
verði ekki með okkur, nema í
huga. Það var því dýrmætt að
hún skyldi hafa náð að kíkja á
okkur frændsystkinin núna í
sumarlok þegar við hittumst og
áttum góða kvöldstund saman.
Eitt verkefni á ég þó eftir að
gera fyrir Addý, verkefni sem
hún óskaði eftir að ég myndi taka
að mér og mun gera með stolti –
það verður mér heiður að fylgja
þér síðasta spölinn, elsku frænka.
Megir þú hvíla í friði.
Elvar Jónsson.
Elsku Addý.
Þá er þessari þrautagöngu lok-
ið. Ég er þakklát fyrir að hafa átt
þig sem vinkonu. Fátt er betra en
góð vinkona. Ótal minningar
streyma í hugann. Minningar um
samstarfsárin okkar á Landakoti,
Hrafnistu, Grensási og í Kápunni.
Bútasaumsnámskeiðin, þorra-
blótin og sumarbústaðarferðin
síðasta sumar. Minningar úr
Danmerkurferðum okkar til
Ernu þar sem við sátum undir
epla- og perutrjánum, nutum lífs-
ins og hlógum. Ferðuðumst og
kíktum í búðir. Til stóð að við fær-
um aftur í septemberlok. Nú ert
þú lögð upp í aðra ferð. Hvað þú
varst óþreytandi að snúast með
Ernu í búðir, ísbúð og bíó. Alltaf
til í allt. Þú varst stolt af dætrum
þínum og talaðir um hvað þær
væru skemmtilegar. Þú notaðir
síðustu mánuðina vel. Ferðaðist
og naust þess sem lífið hafði upp á
að bjóða. Ógleymanlegt er glæsi-
boðið sem þú hélst þrem vikum
áður en þú lést. Hafðu þökk fyrir
liðnu áratugina.
Erla.
Hvernig skrifa ég minningar-
grein um konu sem hefur verið í
mínu lífi frá því ég man eftir mér
og hún ekki eldri en þetta? Ég
sagði við Örnu mína að mér þætti
við allt of ungar til að vera að
missa foreldra okkar. Addý tók
veikindum sínum með svo miklu
æðruleysi eins og henni einni var
tamt. Hún náði að njóta lífsins
með dætrum sínum þessi síðustu
ár og það fannst mér svo dásam-
legt.
Við Arna höfum margt brallað
í gegnum árin, verið vinkonur
nánast frá fæðingu þar sem okk-
ur var plantað hlið við hlið á Álf-
hólsveginum og þar upphófst
ævilangur vinskapur okkar. Við
prakkararnir spurðum Addý
stundum þegar hún var nýlögst á
koddann eftir næturvakt, dauð-
þreytt milli svefns og vöku, hvort
við mættum fá pening fyrir
nammi eða hvort við mættum fá
tyggjó af því við vissum að svarið
yrði alltaf já af því hún var svo
þreytt, eða hún myndi bulla eitt-
hvað sem við gætum hlegið að, og
svo þegar hún vaknaði þá sögðum
við voða saklausar: „Já en við
spurðum þig og þú sagðir já!“
Addý erfði þessi prakkarastrik
aldrei við okkur, hún var svo ynd-
isleg og ýmsar prakkarasögur
hefur maður heyrt af henni sjálfri
í seinni tíð þannig að kannski
skildi hún okkur bara vel.
Ég tengi líka Cliff Richards við
Addý og á minningu um okkur
Örnu í stofunni á Álfhólsveginum
í náttkjólum að dilla okkur með
Cliff Richards-plötu í botni af því
það var það eina sem við fundum í
safninu hennar sem hægt væri að
hlusta á. Setningin „Eins míííín“
er líka eitthvað sem við vinkon-
uhópurinn höfum tekið upp eftir
Addý og Hönnu og við hlæjum
dátt þegar við segjum þetta og
hugsum til ykkar systra.
Það var alltaf svo gott að koma
til Addýjar, alveg sama hvar hús-
næðið var, Álfhólsvegi, Hraun-
tungu, Grafarholti eða núna síðast
á Strikinu. Alltaf fann maður að
maður var velkominn og umvaf-
inn englum. Addý elskaði engla
eins og ég geri. Kannski einmitt
vegna hennar geri ég það. Alla-
vega var eitthvað sem fékk mig til
að trúa á engla. Að koma til Ad-
dýjar og draga Kærleikskorn var
einn af föstu liðunum og í hvert
sinn er ég sé kærleiksspjöld verð-
ur mér hugsað til þín, elsku Addý
mín. Ég er svo þakklát fyrir að
hafa fengið að hafa þig í mínu lífi.
Ég mun sakna dillandi hláturs
ykkar systra sem var engu líkur.
Þið Hanna, tvær í eldhúsinu yfir
kaffibolla og hlátrasköllum er
eitthvað sem situr algjörlega fast í
minninu mínu þegar ég hugsa um
þig.
Guð og englar geymi þig, elsku
Addý, við sjáumst hressar síðar.
Elsku Arna mín, Villi, Stella,
Jóhanna, Jana, Lilja, Hanna,
Dúna, Gunni og fjölskyldur, megi
allir englar gefa ykkur styrk og
kraft í gegnum sorgina, og mun-
um eftir og varðveitum gleðina
sem við áttum með Addý.
Það gilda má einu
hvort ég áleiðis fer
eða staldra hér ögn við og bíð.
Þótt tómið og treginn
mig teymi út á veginn
ég veit ég hef alla tíð.
Verið umvafin englum
sem að vaka hjá
meðan mannshjörtun hrærast
þá er huggun þar að fá.
Þó að vitskert sé veröld
þá um veginn geng ég bein
því ég er umvafin englum
aldrei ein - aldrei ein.
(Valgeir Skagfjörð)
Englakveðjur,
Anna Clara og
Marólína Fanney.
Komið er að kveðjustund. Vin-
kona mín Arnþrúður, kölluð
Addý að hennar ósk, er látin, eft-
ir hetjulega baráttu við krabba-
mein. Hart var barist, en allt kom
fyrir ekki, sjúkdómurinn hafði
betur að lokum. Addý mín var
allan tímann jákvæð og lét ekki
bugast. Ég dáðist að henni, hún
var ákveðin í að njóta lífsins með-
an hægt var.
Ég kynntist Addý þegar fv.
eiginmaður hennar, Kristján S.
Birgisson og eiginmaður minn,
Pétur Kristjánsson, fóru að starfa
saman, sem vélstjórar á togaran-
um Frera. Það samstarf stóð í
tæp 30 ár og þann árafjölda hef ég
þekkt Addý.
Margar minningar koma upp í
hugann, sjómannadagurinn var
alltaf sérstakur hátíðisdagur hjá
okkur, og héldum við hann hátíð-
legan saman í mörg ár. Ógleym-
anlegar helgarferðir fórum við til
Kaupmannahafnar og Barcelona
með áhöfn Frera. Alltaf var gott
að koma í heimsókn til hennar og
svo mætti lengi telja. Eftir að hún
veiktist fórum við í leikhús og út
að borða og skemmtum okkur vel.
Þessar stundir eru mér dýrmætar
í dag.
Þrem vikum áður en hún lést
bauð hún mér á konukvöld til sín,
þar mættu systur hennar, barna-
barn og vinkonur og skemmtu sér
vel, ekki síst Addý sjálf. Þessi
kvöldstund með henni lýsir henni
vel, hún hefur án efa verið að
kveðja okkur.
Komið er að leiðarlokum, ég
heimsótti hana kvöldið áður en
hún kvaddi þennan heim, mjög
var af henni dregið, en ég vil trúa
því að hún hafi vitað af mér.
Ég vil kveðja hana með vísu-
korni, sem lýsir ósk minni til
hennar.
Á svefnsins örmum svífur
sálin í draumlönd inn,
líður um ljósa heima
líkama fráskilin.
(Gísli frá Uppsölum)
Innilegar samúðarkveðjur frá
okkur Pétri til dætra, barnabarna
og systkina Addýjar.
Guðrún V. Árnadóttir.
✝ Magnús Krist-inn Guðmunds-
son fæddist að
Kleifum í Ög-
urhreppi 24. ágúst
1934. Hann lést á
Heibrigðisstofnun
Vesturlands á
Akranesi 2. október
2013.
Foreldrar hans
voru Snjólaug
Magnea Long
Bjarnadóttir, f. 31.7. 1913, d.
21.8. 2005 og Guðmundur Magn-
ús Magnússon, f. 27.6. 1897, d.
23.11. 1969. Magnús var elstur 8
systkina. Hin eru: Bjarni Ragn-
ar, f. 1936, d. 1944, Gyða Ólöf, f.
1940, Hjördís Karen, f. 1943, d.
1999, Bjarni Ragnar, f. 1945,
Ragnheiður, f. 1946, Sveinn
Halldór, f. 1948, Hildur Re-
bekka, f. 1952. Samfeðra Munda
Kristbjörg, f. 1926, d. 2009.
Magnús kvæntist 1956, Hall-
dóru Ástdísi Guðmundsdóttur
frá Sænautaseli. Þau skildu. Þau
eignuðust þrjár dætur. Þær eru:
átti eftir að nýtast honum vel.
Fyrstu starfsárin vann hann al-
menn verkamannastörf og við
sjómennsku. Einnig eitt sumar
hjá lögreglunni á Ísafirði. Árið
1955 hóf hann störf hjá lögregl-
unni í Reykjavík og starfaði þar
til 1970. Meðfram lög-
reglustörfum vann hann ýmis
störf sem til féllu. Átti og rak
ásamt félaga sínum seiðaeld-
isstöð í nokkurn tíma. Eftir að
hann hætti í lögreglunni vann
hann í tvö ár í laxeldisstöðinni í
Kollafirði. Árið 1972 keyptu
Magnús og Bjarni bróðir hans
ásamt eiginkonum sínum tvær
samliggjandi jarðir, Svelgsá og
Hóla í Helgafellssveit. Jörðunum
var seinna skipt og komu Hólar í
hlut Magnúsar og byggði hann
upp þá jörð. Með búskapnum
stundaði hann ýmis störf. Við
skilnað 1978 voru Hólar seldir
og flutti Magnús til Reykjavíkur.
Árið 1980 keyptu Magnús og
Guðrún Gríshól í Helgafellssveit.
Hann stundaði búskap þar til
dánardags. Magnús tók þátt í fé-
lagsmálum bænda og sveit-
arstjórnarmálum og var oddviti
sveitarstjórnar í 12 ár.
Útför Magnúsar verður gerð
frá Stykkishólmskirkju í dag, 11.
október 2013, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Þórhalla Björk, f.
2.8. 1956, maki
Eggert Eggertsson.
Hafdís Magnea, f.
1.6. 1961, maki
Bragi Ingimarsson.
Erna Bára, f. 20.5.
1965, maki Ásgeir
Bragason.
Magnús kvæntist
1972 Svanfríði Jak-
obínu Stefánsdóttur
frá Siglufirði, þau
skildu.
Magnús kvæntist 1979 Guð-
rúnu Karólínu Reynisdóttur frá
Hrísum, þau eignuðust tvo syni.
Þeir eru: Guðlaugur Magnús, f.
25.7. 1980, maki Hrafnheiður
Valdís Baldursdóttir, Guð-
mundur Karl, f. 10.6. 1988.
Barnabörnin eru 12 og barna-
barnabörnin eru 12.
Magnús var þrjá vetur í
barnaskóla á Hnífsdal og einn
vetur í heimavistarskólanum í
Reykjarnesi. Seinna tók hann
einn vetur í smíðaskólanum
Hólmi í Landbroti, en það nám
Nú er komið að kveðjustund,
elsku pabbi og tengdapabbi.
Hafðu hjartans þökk fyrir sam-
fylgdina í gegnum árin. Guð
blessi þig í nýjum heimkynnum.
Við vitum að vel hefur verið tekið
á móti þér.
Við eigum ljúfar minningar
um þig.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Takk fyrir allt og allt.
Þórhalla og Eggert.
Í dag kveðjum við góðan vin
okkar hjóna. Kynni okkar hófust
þegar Magnús og Guðrún kaupa
Gríshól og hefja þar búskap, en
þar höfðu tengdaforeldrar mínir
búið um árabil. Það var ómet-
anlegt fyrir gömlu hjónin að fá að
dvelja hjá þeim vestur á Gríshóli
nokkra daga á hverju sumri með-
an heilsa þeirra leyfði það. Sömu-
leiðis vorum við hjónin alltaf vel-
komin í heimsókn til að halda
tengslum við fæðingarstað konu
minnar. Fyrir þetta erum við af-
ar þakklát. Fljótlega eftir jarð-
arkaupin voru byggð stór fjárhús
við flatgryfju og gerðar endur-
bætur á íbúðarhúsi utan sem inn-
an, allt unnið af Magnúsi bónda
sem var hagur vel. Um síðustu
aldamót voru bændur hvattir til
að fara út í vatnsaflsvirkjanir til
raforkusölu, þau hjónin ásamt
sonum komu upp slíkri virkjun
með eljusemi og dugnaði, það
tókst hjá Magnúsi að komast í
gengnum kerfið og fá lánafyrir-
greiðslu út á framkvæmdina.
Upp komst virkjun og gengur
vel. Fljótlega eftir þetta fór
heilsu hans að hraka, en hann
gekk til verka meðan heilsan
leyfði. Að leiðarlokum þökkum
við Sirrý allar góðar stundir með
þeim á Gríshóli. Guðrúnu, börn-
um og öðrum aðstandendum
sendum við samúðarkveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Guðmundur og Sigríður.
Baráttunni er lokið og nú hef-
ur hann Magnús vinur okkar lok-
ið sinni ævigöngu. Þessi stæði-
legi maður varð að lúta í lægra
haldi fyrir veikindum sem ein-
hvern veginn soguðu úr honum
kraftinn smám saman.
Þegar við hjónin vorum að
íhuga kaup á jörðinni Svelgsá af
Bjarna bróður Magnúsar og
Brynju konu hans kynntumst við
líka Magnúsi og hans fjölskyldu
á Gríshóli og urðu þau kynni að
góðri vináttu. Höfum við átt
margt saman að sælda síðan. Þau
hafa nýtt túnin á Svelgsá, sem
kemur okkur vel, og við alltaf
getað leitað til þeirra ef þurfti.
Við höfum komið í heimsókn
til þeirra og þau til okkar og not-
ið góðra stunda saman. Við vor-
um saman á gamlárskvöld
nokkrum sinnum og svo má lengi
telja.
Magnús var fæddur á Borg í
Skötufirði og hafði miklar taugar
þangað alla tíð. Hann var bóndi
og vanur að taka til hendinni svo
ekki var auðvelt fyrir hann að
sitja inni í bæ veikur, þegar mik-
ið lá við í búskapnum.
Skapmaður var Magnús og
hafði sterkar skoðanir á mönnum
og málefnum og lá ekki á þeim.
Fyrir það var hann oft dæmdur
og ekki alltaf réttlátlega en
þannig vill það verða í mannleg-
um samskiptum, það eru ekki
alltaf allir á sama máli.
Við þökkum Magnúsi sam-
fylgdina.
Fjölskyldunni vottum við sam-
úð.
Jóhann, Vilhelmína (Villa)
og fjölskylda, Svelgsá.
Magnús Kristinn
Guðmundsson
✝ Sverrir Stef-ánsson fæddist
í Hafnarfirði 15.
maí 1949. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu 4. októ-
ber 2013.
Foreldrar hans
voru Stefán Guðjón
Sigurðsson, kaup-
maður, fæddur í
Hafnarfirði 21.
september 1911, d.
29. maí 1988 og Laufey Jak-
obsdóttir Thorarensen, fædd í
Reykjavík 20. ágúst 1917, d. 11.
febrúar 2000. Systur hans eru:
Sigríður Stefánsdóttir, f. 8.8.
1936, gift Garðari Ástvaldssyni,
f. 22. september 1936, d. 10.
febrúar 2005. Synir þeirra eru
Stefán og Halldór Jón. Elínborg
Matthildur Kjærnested, f. 21.
september 1945, gift Símoni
Kjærnested, þau eiga synina:
Guðmund, Stefán og Brynjar.
Borghildur Stefánsdóttir, f. 17.
janúar 1948. Hrefna Magdalena
Stefánsdóttir, f. 14. september
1950, d. 23. maí 2007. Synir
hennar eru Kristján Geir og
Sindri.
Sverrir giftist
Sesselju Svein-
björnsdóttur, f. 11.
desember 1953, ár-
ið 1979, þau skildu
árið 1985. Sonur
Sverris af fyrra
sambandi er Svavar
Þór, f. 10. júlí 1970,
hann á dæturnar
Sonju Líf og Írenu
Líf. Dætur Sverris
og Sesselju eru
Laufey, f. 11. nóvember 1976,
maki hennar er Hugi Freyr Ein-
arsson, þau eiga synina Alexand-
er Nökkva, Viktor Frey og Óð-
inn Frey. Stella, f. 16. júlí 1980,
maki hennar er Örnólfur Krist-
inn Bergþórsson, þau eiga börn-
in Kötlu Liv, Gabríel Ómar,
Bergþór Snæ, Stefán Mána, Kar-
en Elvu, Sesselju og Heklu Sif.
Sverrir lærði húsasmíði og
hlaut nafnbótina húsasmíða-
meistari árið 1982. Vann hann
við það alla tíð af mikilli natni og
var mikils metinn í sínu fagi.
Útför Sverris verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 11.
október 2013, og hefst athöfnin
kl. 13.
Fallinn er frá drengur góður,
Sverrir Stefánsson eða Stevens
eins og hann var á góðum stund-
um kallaður í vinahópnum. Á ung-
lingsárum var Sverrir oft með sér
eldri félögum enda þroskaður,
myndarlegur mjög, gekk vel í
skóla og hafði einstakt lag á að
umgangast fólk. Sverrir var
sjarmör með stórt hjarta, blíður,
brosmildur, kíminn, stríðinn og
hafði gaman af óvæntum atvikum.
Á yngri árum var Sverrir óstýri-
látur og líflegur og margt brallað í
anda tíðarandans á Bítlatíma-
bilinu. Sverrir stundaði iðnnám í
tréiðn, lauk meistaraprófi í þeirri
iðn og vann við trésmíðar hjá ýms-
um byggingaraðilum en mest var
hann sjálfstætt starfandi. Hann
ræktaði vini sína og fjölskyldu
sem honum þótti svo vænt um, en
fór oftast leiðir eftir eigin höfði og
þroskaðist það aldrei af honum.
Nú seinni árin voru samskipti við
Sverri nánast eingöngu í síma en
iðulega hringdi hann um helgar,
mis-upplagður, oft aumur og end-
aði samtalið ávallt þannig: Erum
við ekki vinir?
Megi guðs blessun styrkja fjöl-
skyldu Sverris.
Þínir vinir,
Kristinn og Björg.
Sverrir Stefánsson
✝
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
MAGNÚS PÉTURSSON,
Lækjargötu 32,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi að kvöldi
miðvikudagsins 2. október.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni
mánudaginn 14. október kl. 13.00.
Valdís Björgvinsdóttir,
Heba og Linda Björk Magnúsdætur.
✝
Móðir okkar,
FANNEY MAGNÚSDÓTTIR,
Norðurbrún 1,
lést föstudaginn 4. október.
Jarðsungið verður frá kapellu Fossvogs-
kirkju föstudaginn 18. október kl. 15.00.
Halldór Viðar Halldórsson,
Birgir Viðar Halldórsson,
Konráð Viðar Halldórsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
BJÖRG H. FINNBOGADÓTTIR
frá Ólafsvík,
verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugar-
daginn 12. október kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
söfnunarreikning Ólafsvíkurkirkju
nr. 0194-05-401286, kt. 500269-4999.
Finnbogi H. Alexandersson, Sigríður M. Halldórsdóttir,
Svanhildur Alexandersdóttir, Marinó H. Sveinsson,
Stefán Alexandersson, Laila Michaelsdóttir,
Lára Alexandersdóttir,
Örn Alexandersson, Aðalheiður Steinunn Eiríksdóttir,
Atli Alexandersson, Elfa Eydal Ármannsdóttir
og ömmubörnin.